Alþýðublaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 2
V e ð r i ð :
Hægviðri; léttskýjað.
NÆTURVARZLA 132 0.
júní er í Reykjavíkur apó-
teki, símj 1-17-60.
<r
ÚTVARPID í DAG: — 20.30
Einleikur á píanó (Þórunn
Jóhannsdóttir).
20.45 ,,Að tjaldabaki'1 (Æv-
ar Kvaran leikari). 21.05
Tónleikar (plötur) 21.25
iÞáttur af músíklífinu (Leif-
ur Þórarinsson). 22.10 Upp-
■lestur: „Abraham Lincoln,
uppruni hans, bernska og
æska':, eftir Dale Carnegie;
II. 22.30 íslenzk dægurlög
eftir konur (plötur). 23.00
Dagskrárlok.
SUMARSKÓLI Guðspekifé-
lagsins Lagt verður af stað
frá Guðspekifélagshúsinu
kl. 4 síðd. í dag stundvís-
■ lega.
☆
19. JÚNÍ-hóf Kvenréttinda-
félags íslands er í kvöld kl.
8,30 e. h. í Tjarnarkaffi, —
. uppi Til skemmtunar: upp-
; lestur, söngur og ræður. —
■ Gestir velkomnir. Fjölmenn
ið.
★
MINNING ARSP J ÖLD og
heillaóskakort BeV"naspítala
sjóðs eru seld á eftirtöldum
■stöðum: — Hannyrðaverzl.
Refill, Aðalstræti 12. Skraut
gripaverzl. Árna B Björns-
sonar, Lækjartorgi. Þor-
steinsbúð, Snorrabraut 61.
Verzl. Spegillinn, Laugaveg.
48. Holtsapóteki, Langholts
•vegi 84. Verzl ÁUabrekku,
Suðurlandsbraut.
í TILEFNI af þjóðháííðar-
deginum hefur forseta íslands
borizt fjöldi árnaðaróska. —•
Meðal þeirra er sendu forset-
anum heillaskeyti við þetta
tækifæri voru eftirtaldir þjóð
höfðingjar:
Ölafur V. Noregskonungur.
Friðrik IX konungur Dan-
merkur.
Gtústaf VI. Adolf konungur
Svía.
Urho Kekkonen forseti Finn-
lands.
Dwight D. Eisenhower for-
setj Bandaríkjanna.
Gharlés de Gaulle Frakklands
forseti.
K. Voroshilov forseti æðsta
ráðs Sovétríkjanna.
Theodor Heuss forseti Sam-
toandslýðveldisins Þýzkal.
Antonin Novotný forseti Tékk
óslóvakíu.
Aleksander Zawadzki forseti
Póllands.
Istvan Dobi forseti forsætis-
ráðs Ungverjalands.
lon Giieorghe Maurer forseti
æðstaráðs þjóðþings Rúm-
eníu.
Josip Broz forseti Júgóslavíu.
Americo Thomaz foresti Port-
úgals.
Mohammad Keza Pahlavi Ir-
ankeisari.
Arturo Frondizi forsei Argen-
ínu.
Celal Bayar forseti Tyrk-
lands.
Izhak Benzvi foresti ísraels.
Þá bárust forsetanum einn-
ig heillaóskir frá erlendum
isendiherrum, íslenzkum sendi
herrum og ræðismönnum er-
lendis og ýmsum félagssam-
''tökúm innan lands og utan.
Mannvirkin við Efra-Sog. Þarna má sjá hvernig vatnið str eymir úr jarðgöngunum og á byggingarnar fyrir neðan.
r
I
Framhald af 1 síðn
unarinnar í gegn um Dráttar-
’hlíð, brast klukkan 11,30 hinn
17. júní. Óstöðvandi vatnsflaum
Ur úr Þingvallavatni steyptist
í gegn um jarðgöngin, sópaði
með sér öllu lauslegu og skall
á nýja stöðvarhúsinu. Þar klofn
aði flaumurinn og rennur sitt
hvoru megin við það. Nokkur
hluti hans steypist í gegn um
húsið sjálft og rennur út um
dyr og gluga. Á mikilli upp-
hleðslu fyrir framan stöðvar-
húsið voru vinnuskúrar, og sóp
uðust þeir út í Úlfljótsvatn á-
samt henni. Meira en helmingi
meira vatnsmagn rennur í gegn
um göngin (250 teningsmetrar
á sek.) en um árfarveginn (120
teningsmetrar),
VARNARGARiÐURINN
BRESTUR.
'Mikið hvassviðrj var eystra
16. júní og næstu nótt. Vegna
rigninga var mikið í vatninu
og öldurót. Morguninn hinn 17.
var tekið eftir því, að tréverk
sem var ofan á stálihlífinni var
tekið að bresta vegna öldu-
gangsins. Var þegar reynt að
gera við skemmdirnar, en þar
sem flest allir höfðu farið á
brott til þess að taka þátt í há-
tíðaíiöldunum um daginn, -var
fátt um manninn. Kom að því,
að tréverkið brotnaði og vatnið
braust yfir stálvegginn. Innan
við hann var upphleðsla til
styrktar. Skolaði jarðveginum
smátt og smátt burtu, þar til
stálveggurinn stóð óstyrktur. —
Skyndilega brast veggurinn og
vatnsflaumurinn steyptist nið-
ur í göngin með ógurlegu afli.
STÁLMÓT BJARGAÐI
STÖÐVARHÚSINU.
í jarðgöngunum voru ýmis
verkfæri, dælur, járn og fleira,
sem straumurinn hreif með sér.
Geysistórfc stálmót varð á vegi
hans og skall það á stöðvarhús-
inu. Á þessu stálmóti lenti mesti
straumþunginn. Er líklegt að
það hafi bjargað húsinu. Allt
lauslegt sópaðist úr stöðvarhús
inu. Búið var að setja niður
báðar túrbínurnar og gangraf-
ala. Ekki hafa þessi tæki
skemmst mikið og eiga að þola
vatn. Skemmdir hljóta þó að
hafa orðið miklar á stöðvarhús
inu sjálfu, en ekki hefur verið
hægt að rannsaka þær.
ÍBÚÐARHÚS STÓR-
SKEMMIST.
Til hliðar við stöðvarhúsið
er mikil steypustöð. Skellur
nokkur hluti straumsins á henni
— Ómögulegt er að segja um,
hvort hún stenzt straumþung-
ann, þótt vonir séu um það. —
Upphleðslan fyrir framan stöðv
ahhúsið sópaðist burtu og með
henni margir vinnuskúrar. Þá
hefur vatnsflaumur'inn grafið
undan stóru íbúðarlhúsi, sem
☆
Greinargóður maður,
sem fór austur að Sogi í
fyrradag að kynna sér
verksummerki, lét þá skoð
un í ljós við blaðið í gaU'-
kvöldi, að ef ekki tækist
alveg næstu daga að fylla
skarðið, sem brotnaði í
varnargarðinn við Efra-
Fall, mætti segja, að það
Væri um seinan.
MENN Á ORKUSVÆÐ
INU YRÐU ÞÁ AÐ GERA
RÁÐ FYRIR RAF-
MAGNSSKORTI
NÆSTU TVO TIL ÞRJÁ
MÁNUÐINA — AÐ
MINNSTA KOSTI!
steypt var 15. júní s. 1. Hefur
nokkur hluti þess þegar hrunið.
Einnig hreif straumurinn stóran
stálkrana með sér og er hann
gersamlega horfinn.
HÆTTA Á AÐ GÖNGIN
skemmist.
Búið var að, steypa göngin í
báðum endum. En á miðkafl-
anum eru þau það ekki. Mikil
hætta er á því, að vatnsflaum-
urinn skoli burt jarðveginum:
og göngin stórskemm-ist. Ótalin
eru þá öll þau tæki og verk-
færi, sem horfin eru.
YFIRBORÐ ÞINGVALLA-
VATNS LÆKKAR ÓÐUM.
Geysilegt vatnsmagn rennur
nú úr Þingvallavatn., bæði í
gegnum göngin og um árfar-
veginn. Lætur nærri, að vatns-
borðið lækki um 1 sentimetra
á klukkusutnd og gefur það hug
mynd um hið geysilega frá-
rennsli. Er þetta er skrifað mun
yfirborðið hafa lækkað um það
bil 30 sentimetra.
FLÆÐIR YFIR VEGINN.
Stíflugarðarnir við Neðra-
F-ali hafa ekki getað tekið
við iþessu mikla ívatns-
magni Og eru allar flóð-
gáttir opnar. — En niður við
Álftavatn flæðir yfir þjóðveg-
inn á stórum kafla. Á Úlfljóts-
vatni er mikið brak á floti og
hefur það einnig rekið á fjörur
og hafa menn unnið við að
reyna að bjarga því sem hægt
er.
BJÖRGUNARSTÖRFIN
HAFIN.
Vinna er þegar hafin við að
fylla upp með jarðvegi við Þann
hluta stálþilsins sem enn stend-
ur. Síðar er t. d. hugsanlegt að
reynt verði að fylla upp með
jarðvegi báðum megin við þilið
og bæta síðan stálplötum við
msátt og smátt og fylla upp með
þeirn jafnóðum-. Ekki (|ru nokk-
ur tök á því, að segja um bversu
langan tíma það tekur að stöðva
vatnsflauminn
Dauðaslys
Framhald af 1. sí?u. *
árangurs. Hún hét Ásdís O.
Jónsdóttir, 42 ára að aldri.
Hitt slysið vildi til um kl.
5,05 nálægt Hrólfsskála á Sel-
tjarnarnesi. Þar voru fimm
menn að vinna að sorphreins-
un á vegum Björgunarfélagsins
Vöku. Var verið að færa bílinn
milli húsa og stóðu tveir menn
hvor á sínu gangbretti. Féll
annar þeirra þá af gangbrett-
inu og lenti undir hægra aftur-
hjóli vörulbifreiðarinnar og
mun hafa látizt samstundis. —
Bifreiðin mun hafa verið á lít-
illi ferð. Maðurinn hét Guð-
mundur Friðriksson, Skúlagötu
68. Hann var 17 ára að aldri.
Framhald af 9. síðu.
gott og skrúfaðist knötturinn
inn, án þess að Heimir Stígsson
fengi að gert. Fleiri mörk voru
ekki skoruð í þessum hálfleik.
Er 25 mínútur voru liðnar af
síðari hálfleiknum, skoruða
sunnanmenn sitt fyrra mark.
Kom það fyrir samvinnu Sand-
gerðinganna í liðinu, þeirra
Gunnlaugs útherja og miðfram
herjans, Eiríks Helgasonar, sem
skaut viðstöðulaust úr send-
ingu Gunnlaugs og skoraði ó-
verjandi. Fimm mínútum síðar
kvittaði ,,landsliðið“, Ríkarður
brunaði í gegn, móti stormin-
um, svo enginn varnarleik-
mannanna „hafði hendur í hári
hans“ og skoraði. Rétt fyrir
leikslokin skoruðu sunnan-
menn sitt seinna mark. Ragnar
átti skotið, en knötturinn lenti
í fæti Eiríks og breytti það
stefnunni, svo óverjandi varð
fyrir Heimi Guðjónsson. Hann-
es Sigurðsson dæmdi leikinn.
Þrátt fyrir þessar erfiðu að-
stæður til leiks veðursins vegna
var þetta fjörugur leikur og
leikmenn beggja liða gerðú
margt mjög laglega, svo ekki
leikur það á tveim tungum, að
ef veðrið hefði verið hagstæð-
ara. hefði þarna orðið um bráð-
skemmtilegan leik að ræða. En
þrátt fyrir allt var þetta góður
æfingaleikur, og ekki veitir af
áður en kemur til ,,átaka“ við
danskinn, innan skamms. Þar
verða án efa piltar á ferð, sem
ekki draga af sér og kunna vel
fil verks, enda leika þeir ekki
aðeins „stórleiki“ á grasi held-
ur æfa sig líka á grasvöllum.
En grasvöllurinn og knattspyra
an eru óaðskiijanleg, ef um
verulegan árangur á að vera
að ræða í íþrótíinni.
Að sjá knattspyrnumenn!
vora leika á grasi, er eins og
að sjá nýja menn að verki, sam-
anborið við leik þeirra á möl-
inni. Það er vissulega gaman
að vita til þess, að í landinu séu
til glæsilegir grasleikvangar,
sem jafnast á við þaö bezta
þeirrar tegundar, sem annars
staðar þekkist. Að bregða slíku
fyrir við hátíðleg tækifæri eins
og við landsleiki, úrslitaleiki í
íslandsmóti og' anað slíkt, er
út af fyrir sig gott og blessað.
En meðan knattspyrnumenn
vorir fá ekki tækifæri til að
fara af mölinni fyrir fullt og
allt með æfingar sínar og á
gi’as, munu þeir hjakka í sama
sporinu áfram eins og hingað
til í samskiptum sínum á knatt
spyrnusviðinu við aðrar þjóðir.
EB
2 19- júní 1959 — Alþýðublaðið