Alþýðublaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 11
hawaii-gítaranna og Lyn
fannst hún líða áfram og
hjarta hennar stóð í björtu
báli, þegar Don fór með hana
út á svalirnar.
„Þú ert sæt í kvöld,“ sagði
Don, þegar þau fóru að dansa.
„Þúsund þakkir, herra My-
ron!“
„Skollinn siálfur! Ég ætla
að láta þig vita, að ég sagði
þetta ekki í kurteisisskvni.11
Lyn brosti til hans. Kinn
hennar snerti hans. „Ég
meinti líka þúsund þakkir, en
ég skal hætta við herra My-
ron.“
„Þú veizt víst, hvað ég heiti
Lyn?“
„Don,“ sagði hún blítt.
Henni fannst það fallegt nafn.
Hann tók fastara um grannt
mitti hennar. Þau dönsuðu
þétt hvort við annað og það
var eins og þau væru ein á
gólfinu. Hljómlistin streymdi
út um opnar dvrnar. Don kom
við blómakransinn, sem hún
bar um hálsinn.
„Finnst þér hann fallegur,
Lyn?“
„Já, þúsund bakkir, Don.“
Sis fékk orkídeukrans, en
Lyn sagði við siálfa sig, að
henni findist rósafestin sín
fallegri.
„Rósir minna mig á þig,
Lyn. Yndislegar, saklausar —
og þær eiga eftir að springa
meira út!“
Lyn strauk yfir blómin. „Ég
elska blóm!“ En hún gat ekki
stillt sig um að bæta við.
„Kransinn hennar frú Haver-
ly var fallegur!“
Don brosti stríðnislega.
Ert þú afbrýðisöm, Lyn?“
„Já, kannski er ég það —“
hún hló titrandi hlátri. „En
ég verð að játa það.“
„Mér finnst vænt um þá
játningu.11 Rödd hans var auð-
mjúk.
Nokkra stund dönsuðu þau
þögul og það var sem þau
nálguðust enn meir.
„Lyn,“ sagði hann allt í
einu. „Heldur þú að hægt sé
að elska tvær konur samtím-
is?“
Lyn varð ósjálfrátt stíf. „Ég
hef að minnsta kosti oft lesið
um að það sé hægt.“
„Mér er sama hvað stendur
í bókum. Það skeður svo
miklu rneira í lífinu heldur
en hægt er að lesa um í bók-
um.“
„Já, en það skeður svo mik-
ið hjá þér, þú ert frægur.“
„Það er ekki vegna þess að
ég er frægur. Ég hata þetta
orð. Það skeður eitthvað
merkilegt hjá hverjum og ein-
um fyrr eða síðar. Sjáðu bara
hvernig við hittumst aftur.
Ég hef aldrei gleymt þér.“
„Ekki það?“ Hún brosti til
hans þakklát. „En ég hélt að
þú hefðir gleymt mér, þégar
við hittumst hjá guðföður þín
um.“
„Það var af því að þú varst
svo breytt. Þú varst svo róleg
og hafðir svo gott vald á þér.
En svo vissi ég hver þú varst.
Ég hef aldrei hætt að hugsa
um þig öll þessi ár.“
„Það er dásamlegt.“ Rödd
hennar var hlý og ástúðleg.
Svo sagði hún hikandi: „Áttir
þú við eitthvað sérstakt með
spurningunni áðan?“
, Hann hló eins og hann
gleddist yfir spurningu henn-
ar. „Langar þig. að vita það,
Lyn? Fn ffóðar smátelpur, ég
ætti kannski heldur að segja
veluppaldar smátelpur spyrja
ekki um slíkt. — Mundu bara
að ég sourði þig og hugsaðu
um það við og við.“
Lvn leit niður. Hún var ró-
leg að sjá en undir niðri barð-
ist hún við tilfinningar sínar.
Hvers vegna á ég að hugleiða
það? Það kemur mér þó greini
lega ekkert við?
Nú bið ég um of mikið, hugs
aði hún. En sá sem um ekkert
biður, fær heldur ekkert!
Hann hló hjartanlega. „Vit-
anlega ekki!“ En hann tók
fast utan um hana.
Hún var rjóð í kinnum og
augu hennar ljómuðu þegar
þau gengu að borðinu. Grá
augu Sis störðu á andlit Lyn.
Hún skilur að eitthvað hefur
skeð hugsaði Lyn.
Munnur Sis var eins og ör-
mjótt strik, það var greini-
legt að hún hafði ekki skemmt
sér vel hiá Frank Olsen. Á
meðan bau borðuðu hafði
hann ekki tekið virkan þátt í
samtalinu. en Lyn sá að hann
fvlgdist mpð öllu sem fram
fór af mikilli athygli og hún'
vissi að hann heyrði allt sem
þau sösðu. Henni fannst að
hann fvlsdist sérlega með Sis.
..Hafið þér tekið nokkrar
litmvndir í dag?“ spurði Don
vingiarnlega.
...Tá. Nokkur stykki. Hula-
stúlkurnar. eru fallegar, en
það er svo ósköp mikið til af
myndum af þeim.“
„Síðustu tíu árin hafa allir
ferðamannapésar verið fullir
af mvndum af þeim,“ sagði
Sis með vfirlæti.
„Það getur verið, en þær
eru sætar samt,“ sagði Don.
..Já. ef maður er hrifinn af
öllu veniulegu! Ég hélt að þú
værir það ekki. Don, en mér
hefur víst skiátlazt!11 Hún var
hvassmælt oe horfði á Lyn.
Lvn roðnaði. Þögnin, sem
fylgdi orðum Sis var vand-
ræðaleg, og Frank Olsen bjarg
aði öllu við méð því að spyrja
Lyn hvort hún vildi dansa.
Það var í fyrsta skipti sem
hann bauð annarri þeirra upp,
en Lyn varð fegin.
„Ég hélt þér dönsuðuð
ekki,“ muldraði hún.
„Við og við, þegar ég neyð-
ist til þess,“ sagði hann glað-
lega.
„Fannst yður þér tilneydd-
ur til að dansa við mig núna?“
„Það var því líkast að vinir
okkar við borðið væru að
Þrátta. Frú Haverly var víst
reið við yður.“
„Við mig?“
„Segið mér ekki að þér haf-
ið ekki veitt því eftirtekt —
Maysie Greig:
eigum við að seg'ja að þér haf-
ið ekki tekið eftir því að hún
var óþolinmóð yfir hvað þið
Don Myron voru lengi á
brott?“
10. dagur
„Nei, en ég hélt að þér hefð
uð ekki séð það,“ sagði hún
þurrlega.
Hann dansaði vel, en hreyf-
ingar hans voru hægar og
þreytulegar, í fullkomnu sam-
ræmi við aðra hegðun hans.
„Mér finnst það skylda mín
að vara yður við frú Haverly,
ungfrú Carlshaw,“ sagðí hann
allt í einu.
Lyn varð svo undrandi að
hún komst úr takt. „Aðvara
mig! Því þá það?“
„Látið ekki eins og þér vit-
ið ekki um hvað ég er að tala.“
Hún hikaði, svo tók hún á-
kvörðun.
„Þau eru hvorki gift eða trú
lofuð að því er ég bezt veit!“
„Og ætlið þér að reyna að
hindra það?“ Hann brosti.
„Já.“ Hún hikaði á ný.
„Hljómar það illa?“
„Nei, heiðarlega. Ég kann
vel við heiðarlegar konur.“
„Er það?“ Aftur varð hún
undrandi. „En þér —“ hún
þagnaði. „Vitið þér eitthvað
um frú Haverly,“ spurði hún
hreinskilnislega.
„Já, dálítið, Ég veit að mað
ur hennar fórst í flugslysi og
hún erfði hann.“
„En er það ástæða til að
aðvara mig?“
„Nei,“ hann hikaði. „Nei,
en ég var viðstaddur og heyrði
vitnisburð hennar fyrir rétt-
inum, Þá fannst mér að hún
væri mjög ákveðin og vissi
hvað hún vildi. Ég held.að
hún taki ekki tillit til neins,
ef hún vill fá eitthvað og ég
játa að hún fser það alltaf. Þá
vildi hún fá peninga, peninga
manns síns. Nú vill hún fá
Don Myron.“
„En það þarf tvo'til hjóna-
bands,“ svaraði hún strax.
„Ekki er það nauðsynlegt.
Mín reynsla er sú að einn sé
nóg. sé sá einn nægilega á-
kveðinn.“ Svo bætti hann við
svo lágt að hún heyrði það
varla. „Ég held að hún ætli
að giftast honum fljótlega.
Áður en ferðin er á enda.“
Lyn svaraði ekki. Henni
leið mjög illa. Hana kenndi
til í hjartastað. Gegnum gler-
dyrnar sá hún Sis og Don.
Höfuð þeirra voru þétt sam-
an og þau virtust mjög ást-
fangin. Kannski var það
vegna þess að hún horfði á
þau, sem hún tók ekki eftir
drukkna manninum, sem rudd
ist yfir dansgólfið. Hann ruddi
öllum til hliðar og í stað þess
að biðjast afsökunar, kallaði
hann aðeins: „Rýmið til!“
Flestir viku til að losna við
leiðindi. Lyn sá hann ekki og
Frank sennilega ekki heldur.
Allt, sem hún fann, var högg
í bakið og bassarödd, er sagði:
„Snautiðið burt, fyrst þið get-
ið ekki gáð hvar þið dansið!“
„Snautið sjálfur burt!“
Rödd Franks var hvorki leti-
leg né þreytuleg. Hún var
köld og ákveðin og Lyn minnt
ist þess, sem henni hafði fund
izt um hann í flugvélinni.
„Hæ, ertu að ybba þig —•
Ég skal —“. Meira gat hann
ekki sagt. Maðurinn var stór
og þrekinn, Frank Olsen
minni og grennri, en snögg-
lega skall maðurinn á gólfið
og Frank sagði rólega eins og
ekkert hefði skeð: „Farið að
mínum ráðum og farið út með
manninn! Segið að hann hafi
hrasað!“
Þetta skeði allt svo hratt
að Lyn skildi varla hvað hafði
skeð. Frank hafði hent risan-
um í jörðina eins og hann
væri stoppuð brúða. SVo hélt
hann áfram að dansa við Lyn
og hreyfingar hans voru jafn
letilegar og hægar og fyrr.
„Hvernig gátuð þér þetta?“
stundi hún. „Hann var fullur,
en — hann hafði ekki einu
sinni tækifæri til að verja
sig.“
Frank Olsen brosti. „Þegar
ég var kornungur var ég um
stund í „Commando-flokkn-
um“. Þar lærði ég þetta
bragð.“
„Ted mun kunna að meta
yður,“ heyrðj Lyn að hún
sagði. Rödd hennar var full
aðdáunar.
„Því þá það?“
„Þegar ég lagði til að Don
Myron kæmi með spurði hann
hvort ég héldi að hann gæti
beitt hnefunum ef á þyrfti
að halda.“
„Jahá,“ sagði hann eftir
smáþögn. „Svo hann grunar
líka —“
„Grunar hvað?“ Hún var
hás. Henni fannst að hún yrði
að skilja þetta. Það var svo
mikið, sem hún ekki skildi.
En hann svaraði ekki. í stað
þess sagði hann: „Ted McMic-
hael! Já, hann er þess virði
að veita honum athygli! Það
hlýtur að hafa verið áfall fyr-
ir frú Haverly að hann var
flugmaðurinn okkar.“
5.
Þegar talað er um sólina,
skín hún, hugsaði Lyn. Ekki
vegna þess að hún liti á Ted
sem sólina, heldur vegna þess,
að hún kunni vel við hann og
henni leið vel í návist han.
Ted stóð við borðið, þegar
þau Frank komu að því. Hvít-
ur smókingjakki hans var
ekki sérlega fínn, að minnsta
kosti ekki líkt því jafn glæsi-
legur og jakki Dons. Don og
Sis sátu stíf á stólunum og
andúð Sis á Ted endurspegl-
aðist í andlitsdráttum Dons.
Lyn fannst honum létta, þeg-
ar þau Frank komu að borð-
inu.
„Halló, Lyn,“ brosti Ted.
„Ég kom til að spyrja, hvort
eitthvert ykkar hefði áhuga
fyrir að koma með í smáferð
um Hawaii. Við verðum ann-
aðhvort einn dag eða yfir nótt
líka eftir þvf sem þið viljið.“
„Við skulum hugsa málið,“
sagði Sis stutt í spuna. „En við
verðum ekki nema nokkra
daga hér. Við Don — verðum
sennilega önnum kafm. En
þakka yður samt fyrir herra
McMichaels.11
Ted brosti breitt. „Hættu að
segja herra McMichaels. Þú
sagðir Ted áður fyrr, hvað um
að halda því áfram, Sis?“
Hann hallaði sér að henni.
nnilllll IIII llll r.I i.II llll HMMBIH
Sklpini
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla kom til aGutaborgar
í morgun á leið til Kristian-
sand Esja fer frá Rvk kl. 8
í kvöld vestur um land í hring
ferð. Herðubreið fer frá Rvk
á morgun austur um land f
hringferð. Skjaldbreið fór frá
Rvk í gær til Vestmannaeyja
Helgi Helgason fer frá Rvk í
kvöld til Vestmannaeyja. —-
Baldur er á Húnaflóa.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvasafell er í Rvk Arnar-
fell er í Vasa. Jökulfell fer
væntanlega frá .Hamborg í
dag til Rostock. Dísarféll er
á Hornafirði. Litlafell losar á
Austfjörðum. Helgafell er í
Þorlákshöfn. Hamrafell kem-
ur til Rvk í dag frá Batum.
Troya fór frá Stettin 17. þ.m,
áleiðis til íslands. Kenitra fór
í gær frá Sveinseyri áleiðis
til Glouchester.
☆
Áheit og gjafir til Barnaspít-
alasjóðs: Áheit frá R.J. kr.
100.00’ Póa og Póu kr. 300.00
Láru kr. 150.00. — Gjöf til
minningar uiji Arngrím Krist
jánsson, skólastj., frá KM kr.
50.00 Gjöf til minningar um
Auðbjörgu Davíðsdóttir, —;
Nökkvavog 25, frá Margréti
Skúladóttur og nokkrum vin-
konum hinnar látnu, kr. 1275.
00.
☆
HJÓNAEENI: — 17 júní op-
inberuðu trúlofun sína ung-
frú Hrefna Pétursdóttir,
Lyngbrekku 2, Kópavogi,
og Þráinn Þorleifsson, veð-
urathugunarmaður, Einholtli
9 Rvk.
★ \
AÐALFUNDUR Prestkvenna
félags íslands verður n. k.
mánudagskvöld 22. júní kl.
2 í félagsheimili Neskirkju.
*
NORSKI þjóðdansaflokkur-
inn heimsótti Eilllheimilið
Grund í gær og dansaði og
söng fyrir framan aðal-
bygginguna gamla fólkinu
til skemmtúnar. Bað for-
stjórinn þlaðið að flytja
þakkir sínar og vistfólka
fyrir þassa ánægjulegui
heimsókn.
ofar skýjum
Alþýðublaðið — 19. iúní 1959