Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1959, Blaðsíða 2
láugardagur V e ð r i ð : A. og N. A. gola; skýjaS. ☆ ÚTVTRPIÐ: 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.00 Laugardags lögin. 16.15 Veðurfregnir. Frá Vígslumóti Laugardals- leikvangsins: Knattspyrnu- keppni milli Reykvíkinga og annarra landsmanna (Sig. Sigurðsson lýsir síðari háifleik). 19.30 Samsöngur; The Revellers syngja (pl.). 20.30 Tónleikar: „Ossian“, forleikur eftir Gade (Sin- fóníuhljómsveit danska út- varpsins leikur; John Franu sen stjórnar; — plötur). 20. 45 Leikrit: „Með fullu ráði"‘ eftir Patrick Anderson. £>ýö andi: Rjarni Benediktsson frá Hofteigi. 21.15 Tónleik- ar: Ýmsir listamenn fiytja lög úr bandarískum söng- leikjum (plötur). 21.40 Frá vígslumóti Laugardalsleik- vangsins; Sigurður Sigurðs- son lýsir frjálsíþróttakeppni Reykvíkinga við utanbaejar menn og sænska íþrótta- menn. 22.10 Danslög (pl.). — 24.00 Dagskrárlok. FRÁ Æskulýðsráði. Reykja- víkur: Dansað í kvöld í Skócaheimilinu frá kl. 8,30 —11,30. BREIÐHOLTSGIRÐING verður smöluð fyrir hádegi á morgun, sunnudag. Verða menn að taka það fé, sem þeir eiga í girðingunni. BENZÍNAFGREIÐSLUR í Reykjavík eru opnar í júií- mánuði sem hér segir: virka daga kl. 7,30—23. Sunnu- daga kl. 9,30—11,30 og 13— 23. ★ iLISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 13—3,30. HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykja víkur fer í skemmtiferð -þriðjudaginn 7. júlí kl. 8 frá Borgartúni 7. Megið hafa með ykkur gesti. Upplýsing ar í símum: 15236, 15530, 14442. KVÉNFÉLAG Langholtssókn ar fer skemmtiferð þriðju- daginn 7. júlí. Farið verður . frá Sunnutorgi klukkan 9 ' árdegis. Þátttaka tilkynniist í síma 32766 fyrir sunnu- dagskvöld. Verzlunarhaliinn 121 millj. kr. VERZLUNARHALLINN var n niaílok orðinn alls 121.8 miilj. )kr. á fyrstu 5 mánuðum ársins. Út voru fluttar vörur fyrir 428. 4 millj. kr., en inn vörur fyrir S50,2 millj. kr. í maí var halll ian 45 millj. kr. Framhald af 1. síðu. verða ávallt að taka olíu á hafi úti. Hefur slíkt komið fyrir 160 sinnum og er það eitt talið tölu- vert afrek, þegar gætt er hins vonda veðurs, sem getur verið við ísland. Mestur fjöldi togara, sem verið hafa á brezku gæzlu- svæðunum er 122, að því cr Times greinir ennfremur frá. Samtals liafa brezku herskip- in 48 sinnum skorizt í leikinn er íslenzku varðskipin ætluðu að taka brezka togara. Öll brezku herskipin hafa lækna um borð og 80 sinnum hafa þeir veitt brezkum togara- sjómönnum aðstoð. Tvisvar sinnum hefur botnlangi verið tekinn úr manni norðan við heimskautsbaug. Þá hafa her- skipin veitt togurunum marg- víslega aðra aðstoð 65 sinnum, meðal annars sent niður kafara til að losa víra úr skrúfu. Einu sinni kom upn eldur í togara, og sjómenn af H.M.S. Duncan, sem lengst af hefur verið flagg- skip flotans við íslands, fóru um borð í togara til að berjast við eld. í hverju herskipanna er að- stoðarskipstjóri frá brezka togarasambandinu, og spgir hann til um veiðarnar, hvar bezt sé að hafa vgrndunarsvæði o. fl. Togarar koma og fara af miðunum daglega og eru þeir eins konar póstþjónar fyrir her- skipin, flytja póst þeirra fram og aftur. Yíirlýsing Á UNDANFÖRNUM mán- uðum hafa margsinnis birzt í blöðum frásagnir um, að Ol- íufélagið h.f., og Hið ísl. stein- olíuhlutafélag hafi afgreitt rússneskt eldsneyti á flugvél- ar varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Síðast 28. júní s. 1. birtist svofelld klausa í Mánudagsblaðinu: ,,Mitt í kalda stríðinu er það óneitanlega ekki lítið þrek- virki, sem ESSO-mönnum tókst, þegar þeir létu ame- ríska flugflotann á Keflavík- urvelli ganga fyrir rússnesku benzíni, og má nærri geta, að það þarf meira en lítið til að koma slíkum ódæmum í kring“. Af þessu tilefni þykir mér rétt að upplýsa, að flugvéla- eldsneyti hefur aldrei verið flutt til íslands frá Rússlandi. Allur innflutningur Olíufé- lagsins h.f. á þessum vörum hefur ætíð verið frá Ameríku. Ég hirði ekki að ræða aðrar álíka fjarstæðar ádeilur, sem félögin hafa orðið fyrir, en tel rétt að birta framangreindar upplýsingar vegna erlendra aðila, sena kynnu að hafa lagt trúnað á blaðafregnir um þetta atriði. Reykjavík, 2. júlí 1959, Vilhjálmur Jónsson. í lok greinarinnar segir fréttaritari Times: ,,Þetta hafa verið 10 mánuðir erfiðis og á- reynslu fyrir menn fiskvernd- unarþjónustunnar. Sú var tíð- in, að skip í þessum störfum gátu leitað í var við strendur íslands, þegar illa viðraði. Þetta er ekki lengur unnt, og jafnvel hvað viðkemur læknis- hjálp hafa íslendingar sýnilega gerzt frekar harðbrjósta en fyrr gagnvart Bretum. Á fyrstu «IIIIIIIIIII!lSlllllllllllllIIIIIIilillCIIMIIIItllIIIIIIII|IIIIIIIIIII||. LEIKA LI5TIR I ÞESSI tvö hér á mynd- | inni munu skemmta í Tí- | volí um helgina og í næstu | viku. Þau leika listir sín- | ar á háum hjólum, eru | einhvers staðar utan úr | heimi og heita Lott og i Joe Anders, iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiH dögum deilunnar voru sjúkir menn stundum fluttir á sjúkra- hús á íslandi, en það er vafa- samt, að meira verði gert af slkíu. Það er stjórnmálaleg ákvörð- un, hvað úr þessu öllu verður. En flotinn gegnir mjög erfiðu hlutverki með gætni og dugn- aði“. Sete, Frakklandi, 3. júlí (Reuter). ÞRÍR menn létust, tveir særð ust og fjögur skip eyðilögðust í höfninni í Sete í dag er ítalska olíuskipið Ombrina rakst á brú og eldur kom upp í því. Omlbrina er rúmar sex þús- und lestir að stærð og hlaðið olíu er það rakst á brúna. Kom þegar eldur í skipinu <\z breÁld ist hann til þriggja stórra skipa og lítillar skemmtisnekkju og brunnu öll þessi skip. ap ferir á veaum Ferða HINN 12. júlí og 5. ágúst efnir Ferðaskrifstofa ríkisins til 7 daga ferðar um Fjallabaks veg. Verður farið á hestum. Vanir hesta- og leiðsögumenn verða með í förinni. Sex hjóna hótel verður á hverjum á- fangastað. Lagt verður af stað kl. 10 ár- degis sunnudaginn 12. júlí. Ekið verður austur að Galta- læk, en þaðan verður farið á hestum. Farin verður Land- mannaleið að Trölikonuhlaupi og í Sölvahraun. Þar verður tjaldað. Á öðrum degi verður haldið áfram um Sauðleysur að . Landmannahelli, og geta þeir sem vilja, gengið á Loð- mund, en þaðan er fagurt út- sýni víða um. Á þriðja degi liggur leiðin um Dómadal og Dómadalshraun og meðfram Frostastaðavatni. Dvalið verður um nóttina í Landmannalaugum annað hvort í tjöldum eða. í sæluhúsi Ferðafélagsins. Daginn eftir verður umhverfið skoðað, en þar er sérlega fagurt. Á 5. degi verður farið upp Kílinga. Jök- uldali, hiá Skuggafiöilum, Herðubreiðarháls og Eldgjá. Haldið til baka sunnan Grænu- fialla og tialdað við kofa í Jök- uldölum. Á 6. degi verður farið hjá Loðmundi í Sölvahraun. 7. dagur: Farið verður að Keld- um. Ferðafólkinu gefst einnig kostur á að fara frá Reykjavík einum degi fyrr, þ. e. a. s. á ; laugardegi. Verður þá komið [ að Galtalæk þann dag. i Ferðin er farin í stuttum á- föngum og hestar verða yiS allra hæfi. Leiðsögumenn eru: Sigurður Haraldsson, Heilu, |Halldór Jónsson, Kirkjubæ Og ■ Árni Þórðarson, Rvík. íþróltalelkvangur Reybjavíkur, Laugardal. verður haldið áfram í dag kl. 14,00 og kL 20,30. KI. 14,30: Fimlcikasýning stúlkna úr Ármanni. — Glímusýning UMFR og Ármann. —Frjáls ar íþróttir: Reykjavík B -— Utanbæjarmenn. — Knattspyrna: Reykjavík — Utanbæjar- Kl. 20,00 Fimleikasýning pilta úr KR, ÍR og Ármanni. Frjálsar íþróttir — Reykjavík : Málmey. Stúka: 35 kr. Börn: 5 kr. Fimleikasýning pilta frá ísafirði. Stæði: 20 kr. íþróitabandalag Reykjavíkur. 2 4. júlf 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.