Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.07.1959, Blaðsíða 11
Jackie Linn og Haukur Morthens syngja með hljómsveitinni. ATH. Kvöldverðargestir fá ókeypis aðgang að dansleiknum. — Kvöldverður framreiddur frá kl. 7. Aðgöngumiðar fyrir meðlimi og gesti í anddyri húss- ins eftir kl. 7. H&RK&ÐURiNN Laugavegi 89 Akfinii og nágrfiini Stór og glæsileg húsgagnasýning verður í Iþrótta húsinu Akranesi. Þar verða sýnd nýtízku húsgögn frá tveim landskunnum húsgagnaverzlunum, Valbjörk h.f. Akureyri og Öndvegi h.f. Laugavegi 133, Reykja vík. Opið í dag, sunnudag. Öndvegis greiðsluskilmái&r. Húsgagna og sportvöi'uverzlun BENEDIKT HERMANNSSONAR, Akranesi. Kaupum biý NetaverlstæSi Jóns Gíslasonar ”Tvii kíl0 a£ smjöri — fjórar plötttr af súkkulaði — fimm pokar af brjóstsykri-------ÐÍSA!!“ „Gifta ykkur“, sagði Don skilningssljór. „Hvers vegna ekki?“ spurði Frank og sló öskuna af sígar- 'ettunni. „Mér þykir vænt uxn hana, já, ég elska hana. Ég var fyrir utan herbergi frú Ha verly um nóttina, þegar Sally kom þangað til að aðvara hana. Þá ákvað ég að taka hana með mér og kvænast henni“. ,,Ó, ég er svo fegin“, sagði Lyn. „Sally er svo — svo sæt og góð. Ég veit að hún er það, Frank“. „Takk. Það veit ég líka. Hún hefur ekki haft það gott, vesalingurinn litli. Þegar hún var lítil tók kona Sandersons IViaysie Grelg: „Við?“ spurði hann. „Don og ég“. „Don og þú“, endurtók hann. „Það er glæsilegt, Lyn. Mjög glæsilegt". Það var alls ekki glæsilegt eins og hann sagði það. „Það er bara að okkur báðum finnst — að bezt sé að komast til Sidney sem fyrst og byrja að vinna“, sagði hún og reyndi að dylja örvæntingu sína. „Vitanlega! Það er til einsk- is að vera hér og bíða eftir okkur. Ég er einmitt að koma frá Nadia. Morris sagði mér að við yrðum hér enn í nokkra daga. Og auk þess veit ég ekki hvernig allt fer núna, þegar Frank hefur komið upp ðriög ofar skýjum hana í fóstur. Þeir neyddu hana til að taka þátt í alls konar skuggaverkum, hún vissi ekki einu sinni hvað hún var að gera. Seinna hræddu þeir hana til að vinna. Hún segir sjálf að í eina skiptið, 25. dagur sem henni hafi liðið vel, hafi verið þegar hún var í fang- elsi.“ „Sáuð þér hana þar fyrst-“ spurði Lyn dræmt. Hann kinkaði kolli. „í rétt- inum, þegar hún var dæmd. Ég vorkenndi henni og ég var ákveðinn að heimsækja hana þegar hún yrði látin laus. En einmitt þá var ég í Suður- Ameríku og hún var horfin þegar ég kom heim. Þeir höfðu vitanlega náð í hana á meðan“. „En hvað skeður núna?“ sagði Don áður en Lyn gat sagt nokkuð. „Það veit ég ekki með vissu. Það getur verið að ég verði rekinn fyrir þetta, en við því er ekkert að gera. Hún hjálp- aði þeim, þó hún gerði það gegn vilja sínum. Ef henni verður refsað skal ég að minnsta kosti taka á móti henni í þetta skipti þegar henni verður sleppt.“ Rödd hans var hörð og á- kveðin, Svo stóð harin á fset- . ur. „Ég ætla að ná í hana í mat“. 6. Lyn hitti Ted ekki fyrr en tíu mínútum áður en þau Don áttp að fara til flugvallarins í Nadia til að taka B.C.A.P.- vélina til Sidney. Hún sat í forstofunni og beið eftir Don, þegar hann slangraði inn. Og allt í einu vissi hún að það var hann en ekki Don, sem hún hafði beðið eftir. „Ted!“ hún stökk á fætur. Hann heyrði til hennar og brosti til hennar, en bros hans var þvingað. „Halló, Lyn! ertu tilbúin?“ Hann kom til hennar. Henni fannst hann vera taugaóstyrk ur og það var svo ólíkt Ted. „Já, ég er að bíða eftir bíln- um. Við förum 1 kvöld með B.C.A.P.“ um þá. Ég talaði við hann í gær og hann sagði mér allt“. „Ég vonaði að ég hitti þig áður en ég færi, Ted“, sagði Lyn allt í einu. „Var það? Það er gott. Ég hélt að þú vildir ekki tala við mig eftir það, sem skeði í gær“. Hann ,leit ekki á hana og Lyn fann allt í einu að hann hafði ekki litið á hana síðan hann kom. „Hvers vegna ekki, Ted?“ „Ég hagaði mér víst ekki eins og heiðursmaður“, rödd hans var bitur. „En þú varðst að vita sann- leikann! Það gleður mig að þú fékkst að vita hann! Þú þarft ekki að skammast þín fyrir —. Hvað ætlað þú að gera?“ „Ekkert“, sagði hann. „Ég vildi vita sannleikann mín vegna“. „Sis fer aftur til Banda- ríkjanna", sagði hún. „Jæia, þá hefur þú unnið, Lyn. Ég lofaði að hjálpa þér. Ég stend við það, sem ég lofa. Gangi þér vel, Lyn“. „Ted!“ Hún kallaði nafn hans, en samt leit hann ekki á hana. „Don og ég — það er ekkert á milli okkar Dons“. „Ekki ennþá, kannske. Það væri nú of snemmt. Jafnvel frægur kvikmyndaleikari eins og Don Myron getur ekki fest sér kærustu daginn eftir að hann skilur við þá fyrri“. Lyn roðnaði af reiði. „Ég hata þig, Ted“, sagði hún reiði lega. „Afsakaðu, ég var of frek- ur. En þú veizt að ég er frek- ur og bitur. Þú sást það siálf í gær. Ég veit að þú elskar Don — og núna þegar Sis er ekki lengur í veginum — já, þá gangi þér vel, Lyn“. Lyn fann að tárin stóðu í augum hennar, en hún vissi ekki hvað hún átti að segja. Hvernig átti hún að fá hann til að skilja — skilja hvað? Hvað gat hún gert honum skiljanlegt á minna en tveim mínútum? Klukkan þrjú áttu þau að leggja af stað til Nadia. „Sé ég þig aftur, Ted?“ sagði hún loks. „Já, ég býst við því. Ég veit ekki hvað skeður núna, hvort ég fer áfram með flugvélina til Sidney eða flýg með hana heim“. „Þú kemur til mín ef þú kemur til Sidney?“ „Því ekki það? Ég skal sitja á efri svölum og dást að hæfi- leikum þínum, Lyn“. „Ég vona að þú komir“. Hún leit upp. Klukkuna vantaði eina mínútu í þrjú. Eina mínútu — það var svo margt, sem hún þurfti að segja, og þó svo lítið. „Þakka þér fyrir allt, Ted“, sagði hún brostinni röddu. „Þú þarft ekki að þakka mér. — Vinur minn, sem lán- aði mér flugvélina í gær, á bróður í Ástralíu, sem er for- stjóri fyrir stóru flugfélagi þar. Þá vantar flugmenn og vinur minn bauðst til að mæla með mér. Hann bauðst til að gera það strax og ég hitti hann, en ég gat ekkí þeg- ið það, ekki fyrr en ég vissi hvað hafði skeð — ekki fyrr en ég vissi að ég gat treyst sjálfum mér“, Klukkan var þrjú. „Það gleður mig þín vegna, Ted“, sagði Lyn hx-att. „Viltú lofa mér að koma og heim- sækja mig í Sidney?“ Áður en Ted gat svarað kom Don. „Halló, Lyn. Tilbúin?" Hann lagði að sér að vera glaðlegur og Lyn sá að andlit hans var þreytulegt. Hanri hafði áreiðanlega átt leiðin- legt samtal við Sis áður en hann kom niður. Hún hefði sjálfsagt vorkennt honum hefði hún ekki vorkennt sjálfri sér svo mjög. Það var Ted sem svaraði. „Já, Lyn er tilbúin11. Hann fylgdi þeim að bílnum sem beið þeirra og hélt dyrunum opnum. „Verið þið sæl og góða ferð“, sagði hann og lokaði dyrunum. Hann brosti til Lyn, en hún sá að augu hans voru alvarleg. „Þetta vild- irðu“, sagði hann um leið og bíllinn lagði af stað. Ted lyfti hendinni í kveðju- skyni og hann var alveg eins og í fyrsta sinn, sem hún sá hann á flugvellinum í Los Angeles. Og nú get ég byrjað á nýtt, hugsaði hún biturt og komst ekki hjá að hlæja bit- urlega. „Að hverju hlærð þú?“ spurði Don. „Ég hló að því að ekkert okkar veit hvað það vill. Við höldum bara að við vitum það“, sagði hún dræmt. 5. hluti. SIDNEY. 1. Dásamlegt kvöld. Stórkost- legur viðburður. Allir óskuðu henni til hamingju og gögðu það. Já, henni hafði gengið vel, það var ekki sem verst að vera kölluð fjórum sinnum fram ein á fyrsta frumsýning- arkvöldinu sínu, hugsaði Lyn. Hún ætti að vera stolt og' hamingjusöm. Á morgun væri hún það áreiðanlega líka, en einu tilfinningarnar voru þreyta og léttir yfir að frumsýnmgin var búin. Á MÓTAVÍR, BINDIVÍR, MÚRHÚÐUNARNET, SAUMUR. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Skúlagötu 30. . ................... Alþýðublaðið — 5. júlí 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.