Alþýðublaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.07.1959, Blaðsíða 9
AlþýSublaSiS — 7. júl£ 1959 ÞAU urðu úrslit bæjakeppn- innar í frjálsíþróttum milli Reykjavíkur og Málmeyjar, að Reykvíkingarnir sigruðu með mun meiri stigamun en nokk- urn hafði órað fyrir, eða 40 stigum. Þetta stafar bæði af því, að Málmeyjarliðið var ekki eins sterkt og reiknað hafði verið með, en einnig og ekki síður vegna keppnishörku reyk vísku friálsíþróttamannanna, sem margir' hverjir náðu sín- nm bezta árangri á þessu sumri. Guðjón Guðmundsson nálægt meti. Svíarnir tóku forystuna til að byrja með í 400 m. grinda- hlaupinu og fór Karlsson mjög geyst. Guðjón hljóp rólega og af öryggi, en þegar hlaupið var rúmlega hálfnað sáust þrevtu- snerki á Karlsson og Guðióh tekur góðan endasprett og sigr- ar með yfirburðum. Sigurður varð fyrir því óláni að hrasa '2-—3 metra frá marki og tapaði ■á því þriðja sæti. Guðjón var aðeins 2/10 úr sek. frá meti Arnar Clausen, en það getur hann bætt hvenær sem er. Stíll hans yfir grindunum er mjög góður, hann þarf aðeins að hlaupa oftar í.gegn, þá koma 53 sek. eða betra. Malmroos vann léttan sigur í 200 m. hlaupi og náði allgóð- xim tíma. Malmroos er skemmti legur hlaupari, en sennil. er 400 m, hans bezta vegalengd. Val- 'björn náði bezta árangri sín- iim á árinu og varð annar. Ekki var um mikla keppni að xæða í 800 m. hlaupi, Svavar sigraði léttilega og með yfir- burðum á góðum tíma. Svíarn- ir voru í öðru og þriðja sæti, en Reynir. Þorsteinsson fjórði á sínum langbezta tíma. Reyn- ir er í mikilli framför og ef hann fær örlítið meiri mýkt í hlaupið kemur fljótt tími und- ir 2 mín. Auðveldur sigur Kristleifs. Það var Htill byrjunarhraði í 5 km. hlaupinu og nú vildi Jönsson ekki taka forystuna (!), hann hefur sennilega haft í huga 3 km. hlaupið, en þá var '^•^•^‘•^'•^•^'•^•^•^'•^■•^•^'•^'•^r. Jönsson í fararbroddi alla leið- ina, eða þar til 50 km. voru eft- ir og okkar ungi hlaupari þaut framúr . eins og spretthlaupari væri á ferðinni.. Snúum okkur að 5 km. hlaup inu, en þar skiptust Kristján og Kristleifur á um forystuna framan af, en þegar 2—3 hring ir voru eftir leiddist Jönsson þófið og fór framúr, en aðeins Kristleifi tókst að fylgja hon- um og viti menn, þegar eftir voru ca. 50 m. endurtók sig alveg sama sagan og í 3 km.; Kristleifur tók spretthlaupara- endasprett og skildi Jönsson eftir. Kristján var í þriðja sæti SATT BEZT AÐ SEGJA Vígslumót Laugardalsvall- arins er umfangsmesta og fjölmennasta mót, sem hald- ið hefur verið hér á landi. Það tókst að mörgu leyti vel, en því miður var framkvæmd in stundum í molum, keppn- in gekk seint og það kom fyr- ir, að áhorfendur urðu að Iáta sér nægja að horfa á hinn fagra leikvang, því að ekkert gerðist. Þetta á sérstaklega við um frjálsíþróttakeppnina, en það er líka erfiðast að stjórna henni, vegna hins mikla fjölda dómara, sem kunnu misjafnlega til verka sinna. Það er hvimleitt að heyra þulinn í tíma og ótíma kalla á keppendur í hinar ýmsu greinar í stað þess að hafa sérstaka sendiboða fyrir greinarnar, Einnig ætti að vera búið að raða í riðla, draga um stökk og kaströð og hlaupararnir um brautir áður en mótið hefst. Þeir, sem standa fyrir frjálsíþróttamótum hér vita þeíta vel, en það er ekki nóg. Frjálsíþróttaráðið þarf að blása Iífi í dómarafélag, sem einu sinni starfaði hér, verk- efni þess eru mörg og sterkt dómarafélag myndi gera frjálsíþróttamótin skemmti- legri, en því miður hafa þau ekki gengið nógu vel, það sem af er þessu sumri. á góðum tíma. Millitímar voru lélegir, 4:33,6 á 1500 m. og 9: 11,6 á 3 km. W Tvöfaldir reykvískir sigrar. Stangarstökkið var skemmti legt, en þar kom Heiðar mest á óvart méð því að stökkva yf- ir 4,10 m. í fyrstu tilraun, en Valbjörn fór ekki yfir þá hæð fyrr en í þriðju tilraun. Fyrsta tilraun Heiðars á 4,20 m. var allgóð, en Valbjörn fór vel yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Næst reyndi Valbjörn við 4,35 m, og var nálægt að fara yfir. Sví- arnir voru svipaðir og við var búizt. Óvæntur sigur Þórðar. Heldur var þrístökkið ris- lágt, nema afrek gestsins Sten Ericksson, sem náði bezta árangri Svía í ár. Hann stekk- ur vel, en er ekki í góðri æf- ingu. Þórður vann óvæntan sigur í sleggjukastinu og náði sínum bezta árangri í ár, met hans er 52,30 m. Björgvin sigraði í spjótkastinu, en Jóel var frek- ar slappur og lét sér nægja þriðja sætið. Heildarúrslit hafa því orðið Reykjavík 121; Málmey 81. 400 m. grindahlaup: Guðjón Guðmundsson, 54,9 sek. Per Sjögren, 57, 4 K. Á. Gunnarsson, M„ 58,5 Sigurður Björnsson, 61,5. ?00 m. hlaup: Björn Malmroos, 22,1 sek. Valbjörn Þorláksson, 22,7 Bertil Nordbeck, 24,7 Þórður B. Sigurðsson, 29,6. 800 m. hlaup: Svavar Markússon, 1:54,6 mín. Bo Kárlsson, M, 1:56,8 Oile Sjöström, 1:59,4 Reynir Þorsteinsson, 2:02,1. ' 5000 m. hlaup: Kristleifur Guðbjörnss., 14:58,4 Stig Jönsson, 15:04,0 mín. Kristján Jóhannsson, 15:10,4 Áke Nilsson, 15:30,6. Framhald á 2. síðu. Hér sést Þórður B, Sigurðsson, fyrirliði Reykjávíkur- liðsins, í sleggjukasts-,,búrinu“. — Ljósm.: Þorv. Óskarss. URVALSLIÐ Iþróttabanda- Iags Reykjavíkur sigraði úrval héraðssambandanna . utan' Reykjavíkur í knattspyrnukapp | Ieik, sem íram fór s. 1. laugar- , dag. Leikur þessi var einn lið- ' ur hins mikla vígslumóts Laug- ardalsleikvangsins dagana 3.— 5. júlí s. 1. ÍBR-Iiðið skoraði 5 mörk gegn 2. Sigur Reykjavík- urliðsins kom eftir framlengd- an leik. En jafntefli var eftir aðalleiktímann, 2:2. En ef jafn tefli yjfði, skyldi framlengt í 2x7 mínútur. Á þeirri fram lengingu skoraði Reykjavíkur liðið 3 mörk. Að leik loknum afhenti framkvstj. ÍBR, Sigar geir Guðmannsson sigurvegur unum bikar að verðlaunum. GANGUR LEIKSINS. Meginhluti fyrri hálfleiks ins var viðburðasnauður og sniglaðist áframi í líki sæmi legrar æfingar, allt fram að 40. mín., þá reis hann skyndilega upp úr flatneskjunni og hörku Framhald á 2. síðu. Landsleikurinn (Olympíu-keppnin) ÍSLAN fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld þriðjudaginn 7. júlí kl. 8,30. Forsala aðgöngumiða á Melavellinum og í Austurstræti við Útvegsbankann. DÓMARI: J. P. BARKLEY. Línuverðri: Guðbjörn Jónsson — Magnús Pétursson. Forðist þrengsli. — Kaupið mið'a strax. Aðeins þessi einu leikur. K. S. I. V A $ s s s s * \ * s * ■\ i \ \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.