Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 11
Reneé Shann: 4. dagur nýja bílinn lánaðan, en hann gat alltaf sagt að hann hefði verið svo hrifinn af honum, að hann hefði mátt til með að fá hann lánaðan til að sýna Jenny hann. Hann hafði þó unnið svo mikið að honum. „Hvað ætlarðu að gera, Jenny?“ „Ég skal gera það!“ Hann ætlaði að faðma mig að sér. en ég ýtti honum frá mér. Ég ætlaði að hiálpa hon- um, en það var ekki þar með sagt að ég ætlaði að gleyma öllu. „Ég geri þetta fyrir Nicky, mundu það. Það er skvlda okkar að taka tillit til hans og sjá um að þú missir ekki vinnuna“. „Ástin mín, vertu ekki svona bitur“. Af'ur reyndi hann að faðma mig að sér, en ég hrinti honum frá mér. „Steve! Ég er þreytt, ég ætla að fara að sofa“. Hann leit á mig. „Ég vildi að þú gætir skilið —“ „Hvers vegna þú fórst út með Kit Harker“, greip ég fram í fyrir honum. „Ég reyndi ekki einu sinni að út- skýra það í bínum sporum. Það gerir þáð bara verra“. Hann snéri sér frá og fór að hátta sig. És hoppaði upp í rúmið og^ dró sængina yfir höfuðið. Á baðinu heyi'ði ég öll hljóðin, sem ég bekkti svo vel og sem þýddu, að nú kæmi hann os legðist við hliðina á mér. És heyrði. að hann slökkti ljósið á baðinu, opn- aði dyrnar á barnaherberginu og kíkti á Nicky. Ég lagðist fram á rúmstokkinn, þegar. ég heyrði, að hann kom inn. Ég fann. að dýnan lét undan, heyrði klikk og Ijósið slökkn- aði. Og við lágum í myrkrinu. Hönd var rétt út og á mína hendi. Ég færði mig enn utar. „Jenny!“ „Farðu að sofa, Steve!“ „Ástin mín, vertu —“ Ég vissi, að hann hallaði sér yfir mig, því að ég fann and- ardrátf hans leika um vanga minn. Ég elskaði hann, ég gat þetta ekki. En ég gat ekki gef- ið mig núna. Til þess hafði hann sært mig of djúpt. „Jenny, Jenny, þetta getur ekki gengið svona.“ Ég lokaði eyrunum fyrir biðjandi rödd hans. Ég reisti höfuðið. Ég sá móta fyrir höfði hans í tungl- skininu. Ég þráði, að allt yrði gott á ný, en ég gat ekki sætzt núna. Ekki enn! Ég var aíltof aest. Alltof bitur. Ég hafði treyst Steve um of. Verið svo heimskulega viss um, hann! >,Eg er svo hamingjusöm,“ sagði ég við Caroline í kvöld roeðan Steve var með Kit Harker og hefði ekki orðið slys hefði ég aldrei frétt það. „Við skulum fara að-sofa,“ sagði ég reið. ,,Við skuíúm fara að sofa og reyna að minnsta kosti að gleyma því, sem skeði í kvöld.“ 2. Það var óþægilegt að sitja saman við morgunverðarborð- ið. Steve reyndi ekki lengur að sættast við mig. Við vorum óeðlilega kurteis hvorf við annað. Nicky var ejnn í góðu skapi og talaði mikið eins og venjulega. „Hvers vegna komstu svona seint í gærkveldi, pabbi?“ „Ég hafði svo mikið að gera.“ „Hvað varstu þá að gera?“ „Borðaðu matinn þinn og hættu þessum spurningum!“ Nicky horfði ásakandi á hann. „Af hverju ertu í svona vondu s.kapi?“ „Borðaðu matinn þinn, Nic- ky,“ sagði ég hvasst. „Þú ert líka í vondu skaþi, mamma," Nicky leit af mér á Steve. „Voruð þið að rífast?“ Steve leit á klukkuna og ýtti stólnum frá borðinu. „Ég verð að fara.“ Nicky hljóp að glugganum. Við vorum vön að veifa Steve bæði, þegar hann fór í vinn- una. „Mamma, pabbi er að fara, kemurðu ekki?“ Ég lét sem ég heyrði ekki til hans og faldi mig þak við dag- blaðið. S Dagurinn^ ætlaði aldrei að taka enda. Ég var óhamingju- söm og eirðarlaus og reyndi að gleyma áhyggjunum í vinnu. Ég burstaði húsgögnin og meira að segja fágaði glugg ana. Um þrjúleytið hringdi mamma. „Hvernig líður þér, vina mín? En Nicky?“ „Vel, þakka þér fyrir.“ „Hefurðu frétt, að Caroline er komin heim?“ „Já, hún kom til mín í gær- kveldi.“ „Þa veiztu sjalfsagt, að hún er að skilja. Aumingja Caro- line.“ „Já, hún á bágt.“ „Ég hitti mömmu hennar í gær og meðan ég talaði við hana gat ég ekki annað en hugsað um, hvað ég er heppin að eiga dóttur, sem er svo ham ingiusöm." Ég hrökk við og það gladdi mig, að mamma gat ekki séð mig. „Getið þið komið öll þrjú í mat á sunnudaginn? Það er svo langt síðan við höfum séð Nicky.“ Sunnudaginn! f dag var fimmtudagur. Hvernig yrði það á sunnudaginn? Við gát- um ekki farið þangað, ef'við Steve yrðum reið og ég skyldi ekki, hvernig það gæti lagazt. En við urðum að reyna að komast að samkomulagi. Þetta gat ekki haldið áfram svona. Við urðum einhvernveginn að reyna að gleyma því, sem skeð hafðí og það var víst ég, sem varð að gera það. Ég varð að reyna að trúa því, sem Steve hafði sagt, að það væri ekkert milli Kit Harker og hans. Nicky var háttaður, þegar hann kom heim um kvöldið. Ég var búin að jafna mig. Langur, einmanalegur dagur hafði sín áhrif. Ég var enn sár, en ég var ekki lengur reið. Og hefði ég verið reið hefði reiði mín horfið, þegar ég sá andlit Steves, þegar hann kom inn. Þó mér hefði liðið illa, hafði honum ekki liðið betur, það gat ég greinilega séð. Ég vék frá eldavélinni og ,, sá, hvar hann stóð í eldhús- það? Bauðstu Kit Harker í mat?“ Hann brosti og ég-sá, hve honum létti, þegar hann skildi, að ég var ekki lengur reið. Og svo tók hann mig í faðm sér og ég reyndi ekki að koma í veg fyrir það. Svona átti það að vera! Fullkomin uppgjöf! Ég elskaði hann allt of mikið til að halda þessu rifrildi við. Auk þess var á- reiðanlega gáfulegt að gera ekki meira úr þessu en orðið var. Það tengdi hann mér kannski enn traustari bönd- um, ef ég væri viðkvæm og eftirgefanleg. Væri ég súr og móðguð færi hann bara til Kit Harker! „Jenny!“ „Ó, Steve!!“ Hann tók undir hökuna á mér og leit í augu mín. „Ástin mín, við skulum ekki láta þetta ske oftar!“ „Það er undir þér komið, Steve!“ „Þá skeður það aldrei. — Jenny, þú veizt ekki —“ Ég lagði hendina yfir varir hans. „Segðu ekki meira.“ Ég vonaði, að ég gerði hon- um það ekki 0f auðvelt. Vilja- sterkari kona en ég hefði áreið anlega haldið það lengur út, heimtað útskýringar og loforð um framtíðina, en mér létti aðeins svo óendanlega mikið, þegar hann kyssti mig. Nú var allt gott aftur. Meðan við vorum að borða, sagði hann mér frá samtalinu við herra. Harker. Það hafði ekki verið skemmtilegt. „Gamli maðurinn var ösku- reiður. Hann sagði, að það væri aðeins vegna ykkar Nic- kys, sem ég fengi að vera á- fram.“ „Ó, Steve.“ „En hann kann svo vel við þig, Jenny. Manstu, hvað hann talaði mikið við þig f síðustu veizlunni í verksmiðjunni?“ Já, ég mundi það vel. Herra Harker, sem var alls ekki gam all, hafði sýnt okkur Nicky mikla velvild, Hann var ekk- iH °S mjög ríkur, en hann hafði bara tvö áhugamál, dótt- urina og verksmiðjuna. „Trúði hann því, að ég hefði verið með þér?“ >>Já.“ Steve leit hræðslulega á mig. „Ég sagði, að það hefði algjörlega verið mér að kenna, að þú komst með. Ég hefði sótt þig hingað og heimtað, að þú kæmir með.“ „Ég skil.“ Ég hristi höfuðið. „En það sem ég ekki skil er ástæðan fyrir öllum þessum lygum! Hvers vegna mátti hann ekki vita, að það var Kit, sem var með þér og að það var hún, sem taldi þig á að keyra sig?“ „Finnst þér ekki, að þá hefði það litið enn verr út?“ „Jú, vitanlega finnst mér ■■■■■■■■■■■«■■■■! GRANNABN!ð „Það hefur kannske lækkað dálítið — en nú haggast það ekki.“ dyrunum. ,,Það er góð lykt hér,“ sagði hann-og þefaði pneð ánægju- svip. „Frikkassé, sérgr.ein mín,“ sagði ég. „Er blásýra í því?“ Ég brosti. „Nei, því skyldi það vei’a vr Félaaslíf FUJ-FÉLAGAR, Hafnarfirði. Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 13. þ. m. í Alþýðu húsinu uppi kl, 8.30. Rætt um haustkosningarnar og önnur mál. Flugrvélarnari Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Hrímfaxi er vænt- anleg til Rey'/javíkur kl. 16.50 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Flugvélin fer til Oslóar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 8.30 í fyrramálið. Millilandaflugvélin Gulífaxi fer til Gla.sgow og Kaup- mannahafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Reykja- víkur kl. 22.40 í kvöld. Flug- vélin fer til Lundúna kl. 10 í fyrramálið. Innanlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Ak ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Siglufjarðar, Vest mannaeyja og Þórshafnar. Á morgun er áætlað.að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldu- dals, Fagurhólsmýrar, Horna- fjarðar^ ‘ísafjarðar, Patreks- fjarðar og Vestmannaeyja. Sklpln; Skipadeild SÍS. Hvassafell fór í fyrradag frá Rotterdam áleiðis til Vent spils og Riga. Arnarfell er í Reykjavík. Jök/.lfell er á Akranesi. Dísarfell er í Stett- in. Litlafell fór í gær frá Rvík til Sauðárkróks, Hofsóss, Siglufjarðar, Dalvíkur, Húsa- víkur og Vopnaíjarðar. Helga fell kemur til Umba í dag. Hamrafcll fór frá Arúba 6. þ. m. áleiðis til íslands. Eimskip. Dettifoss fer frá Leningrad í dag til Hamborgar og Nor- egs. Fjallfoss kom til Hull 10/7, fer þaðan til Hamborg- ar, Antwerpen og Rotterdam. Goðafoss kom til Reykjavík- ur 6/7 frá Hull. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær til Leith og Reykjavíkur. Lag- arfoss kom til New York 8/7 frá Reykjavík. Reykjafoss fór frá Haugesund í gær til Flek- kefjord og Bergen og þaðan til íslands. Selfoss kom til Kotka 10/7, fer þaðan til Gdynia og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Reykjavík í morgun til Keflavíkur og þaðan síðdegis til Hull og Hamborgar. Tungufoss kom til Reykjavíkur í gær frá Gufunesi. Drangajökull fór frá Hamborg 9/7 til Reykja- víkur. Skipa- oo reiðasalan Ingólfsstræti 11 er elzta og stærsta bifneiðasala landsins. Við höfum sk?p og bíla af ýmsum stærðum og gerðum. Opið til Idukkan 10 næstu daga. Sfeipa- o| bif- reiðasalan Ingólfsstræti 11 Símar: 18085, 19615. Alþýðublaðið — 12. júlf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.