Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 5
VERÐSKULDAÐUR er sá sómi, sem Halldór Kiljan Laxness og Sigurður Jónsson frá Brún hafa sýnt Jóni Helgasyni skáldi og prófessor í tilefni af sextugsafmæli hans á dögunum. Jón mun í hópi merkustu fræðimanna okkar, og beztu kvaeði hans virðast líkleg til langlífis. Ein hverjir kunna að vera svo' vanþakklátir að æskja þess, að Jón hefði lagt meiri stund á ljóðagerð en raun ber vitni. Sú tilætlunarsemi getur kall- azt skiljanleg afstaða, en hitt er þó mest um vert, hvað kvæði Jóns sýrrast úrvalsleg. Ég trúi því, að af þeim verði saga á íslandi framtíðarinnar. Hins vegar finnst mér báð- ar afmæliskveðjurnar umdeil- anlegar, þegar undan eru skilin þakkarorðin í garð Jóns Helgasonar. Halldór Kilj an Laxness telur ástand ís- lenzkrar tungu hörmulegt nú á dögum, og Sigurður frá Brún lastar ungu skáldakyn- slóðina samtímis því, sem hann lofar afmælisbárnið. Hér skal farið nokkrum orð- um um þann málflutning þess 'ara merku en misfrægu manna, enda um að ræða at- hyglisverf og tímabært íhug- unarefni. II. Fræðimennska Jóns Helga- sonar á sennilega betri vitnis- ofmælt sem stundum er hald- ið fram, þó af misjafnlega hreinum hvötum, að málvönd- un og málfegurð fari hrak- andi í landinu í réttu hlutfalli við aukinn skólagáng íslend- inga“. Enn er þó ein ályktun- in geymd: „Og þó eru að minsta kosti tveir flokkar endemis í túngumáli á lægra stigi en skrílmál einsog flá- mæli og þágufallssýki; blaða- höfundar þeirrar kynslóðar kunna illa til verka. Þeir bera til dæmis ábyrgð á ýmsum ó- hugnanlegustu þýðingum, sem komizt hafa á prent hér- lendis, og blaðagreinum, sem gerðu höfunda sína fræga að endemum. Unga kynslóðin býr svo að þessum arfi. Það er naumast von, að mál henn- ar sé fullkomið eða menning hennar óbætanleg. ar íþróttar, að allir unnend- ur íslenzkrar tungu megi stór- vel við una. Auðvitað þarf ekki að minna nóbelsverð- launaskáldið á nöfn þeirra manna, sem láta að sér kveða á þingi íslenzkra bókmennta, en víst mætti nefna fleiri en Ólaf Jóh. Sigurðsson. Hvað er til dæmis að segja um mál og stll Þorsteins Valdimars- ' sonar, Harinesar Sigfússonar mannamálið, sem ég var að tala um áðan, og það mál, sem því er skyldast, þýðinga- mál sem svo hefur verið nefnt“. Raunar telur Laxness einhverja blaðamenn og þýð- endur ofan við skrílinn, en þessi er samt hugvekja hans á afmæli Jóns Helgasonar. Hver myndi skýringin á því fyrirbæri, ef dönskuslett- ur vaða uppi hjá ungu fólki, Sigurður frá Brún bregður sér á bak burð skilið en þann, að mað- ur, sem sannanlega gekk á ís- lenzkum skóm, reri og átti kvígildi, hafi ekki getað talað nema rétta íslenzku. Mála- kunnátta á lítið skylt við fóta- búnað, sjómennsku eða bú- fjáreign. Mér er ekki grun- laust um, að margir snjöll- ustu íslenzkumenn okkar hafi lengi gengið á dönskum skóm án þess að spillast af áhrif- um lágþýzkunnar, sem töluð er við Eyrarsund. Og svo mik- ið er víst, að framtíð íslenzkr- ar tungu verður naumast tengd íslenzkum skóm eða þeim afdölum og útnesjum, sem fóru í eyði á árunum milli heimsstyrjaldanna eða síðar. Er þá komið að ágrein- ingsefni mínu við Halldór Kiljan Laxness. Nóbelsverð- launaskáldið segir orðrétt í grein sinni: ,,Það er eitt und- arlegt við íslenskuna í svip- inn, að aldrei síðan Árni á Geitastekk var á dögum hafa vaðið uppi dönskuslettur hjá lærðum sem leikum einsog nú, þó hvergi meira en hjá úngu fólki sem kann ekki dönsku. Það sefur á sitt græna og makkar rétt; allir á einu bretti“. En ekki nóg með þetta. Laxness segir ennfrem- ur: „Það er því miður ekki sem þó kann ekki dönsku? Halldór Kiljan Laxness geng- ur framhjá þessu merkilega rannsóknarefni. En einhvers staðar hefur unga fólkið orðið fyrir þessum vondu dönsku á- hrifum, þó að ólánsferillinn verði ekki rakinri út til Eyr- arsunds. Og hver er þá söku- dólgurinn? Tvímælalaust kynslóð Halldórs Kiljans Laxness. Af henni hefur unga fólkið lært málið. Sannleik- urinn er líka sá, að sumir rit- mmhmumuhhmhwimmm Helgi Sæmundsson andmælir afmælis- kveðjum Halldérs Kiljans Laxness og Sigurðar frá Brún fil ións prófessors Hefgasonar á sexfugs afmæli hans. tWMMWMMMMHMHMWH III. Jón Helgason hefur kennt Halldóri Kiljan Laxness góða íslenzku einn eða með öðrum. Og það er aðdáunarlegt, hvað beztu rithöfundar þeirrar kynslóðar, sem nóbelsverð- launaskáldið er fulltrúi fyrir, skrifa fagurt mál og listræn- an stíl, þó að ritklaufarnir muni því miður í meirihluta. Kannski hefur íslenzk tunga aídrei verið fegurri í ræðu og riti en nú á dögum. En mér dettur ekki í hug, að Halldór Kiljan Laxness og félagar hans verði síðustu afreks- mennirnir á skáldaþíngi okk- ar og menningarfundi. Unga kynslóðin kann eins að tala og skrifa og þeir fyrir þrjá- tíu árum. Hún getur þess vegna unnið til orðstírs nýrra nóbelsverðlauna. Og það er frirðulegt, að Halldór Kiljan Laxness skuli vantreysta henni og gera sleggjudóm um hana að afmæliskveðju til Jóns Helgasonar. íslenzkan er ekki aðeins bókmenntir 13. aldar, 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Lífsþróttur hennar hefur sennilega aldrei verið meiri en í dag, énda við að bú- ast. Því fagnaðarefni má vissulega ekki gleyma af gremju við dönskuslettur, flá- mæli og þágufallssýki. Þau ó- þrif eru eins og ryð á góðu stáli. Og sízt má kenna ungu kvnslóðinni þann ófögnuð. Húri er málmur framtíðar- innar, IV. Hér skal ekki farið í mann- greinarálit, en ég leyfi mér samt að nefna eitt nafn af mörgum til að minna á mál- kunnáttu ungu skáldakvn- slóðarinnar. Ólafur Jóh. Sig- urðsson er víst einn í hópi þéirra, sem Halldór Kiljan Laxness álítur að kunni ekki íslenzku, ef taka ber hug- vekju hans á áfmæli Jóns Helgasonar alvarlega. En ég efast um, að annar íslenzkur rithöfundur á hans aldri hafi náð máli og stíl íslenzkunnar betur á vald sitt. Þá undan- skil ég ekki Þórberg Þórðar- son, Halldór Kiljan Laxness og Guðmund Gíslason Haga- lín, þó að yfirburðir þeirra sem rithöfunda séu óumdeil- anlegir. Mér dettur ekki í hug að fullyrða. að skáldskap- ur Ólafs Jóh. Sigurðssonar sé enn skilyrðislaust sambæri- legur við þeirra. Hitt skal hér staðhæft, að mál og stíll Ólafs Jóh. Sigurðssonar sé þvílíkr- og Hannesar Péturssonar í Ijóði? Myndi ekki orðfæri þeirra lifandi íslenzka og sæmileg landgöngubrú yfir í framtíðina? Þróun íslenzkra bókmennta staðnæmdist engan veginn, þegar síðasta fornsagan var færð í letur, og Halldór Kílj- an Laxness mun ekki heldur síðasti geirfuglinn á íslenzku skáldaþingi. íslenzkan er ekki í neinni hættu, þó að á skipt- ist skin og skúrir í ríki henn- ar. Og mér finnst engin á- stæða til að ætla, að stóll Jóns Helgasonar verði auður, hvorki í Árnasafni né á skálda þinginu, þegar hann er allur. Sama máli gegnir um Halldór Kiljan Laxness. Maður kem- ur manns í stað. V. Afmæliskveðja Sigurðar frá Brún til Jóns Helgasonar Sigurður kveðst þeirrar skoðunar, að sá einn geti skrifað nýja Heimskringlu, sem einnig eigi getu og æf~ ingu til að yrkja Háttatal. Þetta mun trúaratriði, og slík- ar tilfinningar skal ég aldreí særa. En hnéykslun greinar- höfundar á skáldskap ungu kynslóðarinnar má ekki vera ómótmæM. íslendingar eru illa á vegi staddir, ef æskari. fordæmir skáldskap gömlu meistaranna og eldra fólkið kann hvorki að skilja né meta nýja skáldskapinn. Þetta er naumast sambærilegt, enda. lítil ástæða til. Hver kynslóð leggur sinn skáldskap af mörkum. En Sigurður frá Brún misskilur þróun ís- lenzkra bókmennta, ef hann, ímyndar sér, að bragreglur Jóns Helgasoriar eigi að verða eilífðármál. Sú afstaða er sams konar athæfi og aö telja skáldskapinn forngrip, sem skoða beri gegnum gler- augu hinnar 19. aldar og það- an af eldri tíma, svo að ég' vitni í orð Sigurðar sjálfs. Allir tímamótamenn á ís- lenzku skáldaþingi hafa með einhverjum hætti gerzt upp- reisnarmenn gegn gömlum sið, sem kannski var góður út af fyrir sig, en átti ekki að verða rieitt eilífðarmál, því að þá hefði dauði stöðnunarinn- ar komið til sögunnar. Einar Benediktsson og Davíð Ste- fánsson munu báðir dæmast merkileg ljóðskáld. En hvern- ig hefur samtíðarmönnum þeirra lánazt að yrkja eins og’ þeir? Sá skáldskapur er þýfi- í skugga fjallsins. Og það er varla farsælla fyrir íslenzk skáld að feta í fótspor Jóns Helgasonar. Þau komast þá naumast eins langt og hann, hvað þá lengra. Bragreglur og skáldskap þarf að endur- nýja, ef fortíðin á að verða nútíð og nútíðin framtið. og Halldór Kiljan veltir fyrir sér hnignun æskunnar. er ekki síður umdeilanleg en hugvekja Halldórs Kiljans Laxness. Hann ræðir í því sambandi um „afturfótafæð- ingar svokallaðra ljóða“. Þó vill hann ekki líta svo á, að Jón Helgason sé „forngripur, sem skoða beri gegnum gler-. augu hinnar 19. aldar og það- an af eldri tíma“. En hann dregur þá ályktun af fordæmi Jóns, að tilfinningar skáld- anna verði bezt túlkaðar á ís- lenzku með ljóðum kveðnum „eftir íslenzkum bragregl- um“. Þau eiga að „aga mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein“ og „eflast að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu“. Og skáldin, sem van- rækja þetta, fá heldur en ekki að kenna á skapsmunum Sigurðar frá Brún. Skáldskaparmat, sem miðast við bragreglur, er aðeiris skapsmunaatriði. Átján ára Reykvíkingur getur ekki í dag túlkað sömu tilfinnirigar og vöktu norðlenzkum sveita- dreng í brjósti fvrir áttatíu. árum. Hvers vegna ætti hann þá að fylgja sömu bragregl- um og Stephan G. Stephans- son eða Guðmundur á Sandi? Krafa þess efnis er vissulega hæpin tilætlunarserrii. Og þessi barátta gegn ungu skáldakynslóðinni er vonlaust máí. Hún fer sínu fram eins og’ Halldór Kiljan Laxness forðum daga, hvort sem Sig- urði frá Brún líkar betur eða verr. íslenzkan skáldskap þarf líka satt að segja að ætla fleirum en honum. Helgi Sæmundsson. Alþýðublaðið — 12. júlí 1959 SJ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.