Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 12
islenikir á Grænlandi undu SIÐASTLIÐINN sunnudag var efnt til Grænlandsflugs á vegusn Flugfélags íslands. Fór full vél af fólki. Lagt var af stað ki. 7.30 um morguninn og koíinið aftur seint um kvöldið. Blaðið átti í gær tal við éinn faéþeganna í þessu flugi. Snæ- björn Samúelsson. Lét hann í alla staði vel af förinni, sagði að veðrið hefði verið fyrst dá- • lítið dumbungslegt, en sólskin þegar komið var til Grænlands. Eftir 2V2 tíma fiug var lent á Hiklar anoir í Innanlandsfkig!. SIÍÐASTLIÐNA viku voru farþegar á innanlaiídsflugleið- um óvenjumargir og hafa flug- vélar Flugfélags íslands farið alimargar aukaferðir þar sem áætlunarflugferðir hafa ekki annað eftirspurn. Margt síldar- fólk á leið til Raufarhafnar hef- ur flogið til Kópaskers, sérstak lega síðari hluta vikunnay og hafa ferðirnar verið bæði frá Akureyri og Reykjavík. Þá hef- Ur verið margt farþega til Eg- ilsstaða, mestmegnis fólk, sem dvelur sumarfríið í Jíallorms- staðaskógi. Um þessa helgi er haldið thestamannamót á Sauðárkróki Og var margt farþega Þangað fyrir helgina. Eftir að vegurinn yfir Mýr- dalssand brast, jukust fhitning ar austur að miklum mun og hafa ílugvélar Flugfélagsins farið aukaferðir og komið við á Kirkjubæjarklaustri í hverri ferð til Hornafjarðar og Fagur- hólsmýrar. BERLÍN. — Utanríkisráðherra Au.-Þýzkalands, Lothar Bolz, sagði í dag, að hami mimdi leggja til, að ríkisstjórnir Aust- ur- og Vestur-Þýzkalands gerðu með sér griðasáttmála. flugvellinum í Ikateq í Angmag salilífirði á Grænlandi. Þar er fagur.t um^að litast, þótt undir- lendi sé ekki mikð. Þar ekki fjarri flugvellinun\ en hinum megin fjarðarins er Grænlend- ingaÞorp, og komu Grænlend- ingar á bátum sínum og kajök- um ti[ að líta á ferðafólkið. Sýndu þeir því listir sínar á kajökunum og með skutla. Ekki sást til Grænlandsjök- uls frá flugvellinum, en til smárra skriðjökla og aðeins var 10—12 mínútna flug inn á jök- ulinn. Sumir íslenzku ferða- mannanna gengu á f jöll, en þau grænlenzku eru nokkuð ólík þeim islenzku, bæði hvað snert ir litbrigði og^eins er lítið um klettalbelti í þeim; en mikið um strýtur, sem skaga upp í loftið. Aðrir renndu færi í ár og fengu einhvérja veiði, en aðal- veiðitíminn á þessum slóðum mun þó vera seinna í júlí eða í ágúst. Angmjgsalikfjörður er þröng ur og vogskorinn eins og flestir firðir aðrir þar um slóðir, en á heimleiðinni var flogið fram með ströndnni og ferðafólki sagt til um örnefni og stað- hætti. Hinn 26. þessa mánaðar mun Lionklúbbur íslands efna .til ferðar til Gr.ænlands, en ekki er- enn. fullráðið, hvort Flugfé- lagið efnir til fleiri Grænlands Happdræiii j Alþýðuftokksins I ; Þeir, sem fengið hafa happ jj j drættismiða Alþýðuflokksins: j til sölu, eru hvattir til að; ; herða söluna og gera skil hið j j allra fyrsta. ; Z Dregið verður 5. ágúst. ; ; Happdrætti Alþýðuflokks- j ; ins. : BLAÐIÐ átti í gær tal við Eyjólf Jórisson sundkappa, en hann er nii staddur í Eyjum og bíður veðurs til að reyna að synda frá Eyjum til Iands. Með honum í förinni er Jón- as Halldórsson sundkennari og Pétur Éíriksson sundmaður, en hann synti Drangeyjarsundið 1936. Pétur fór fimm sumur til Eyja fyrir stríð og hugðist þreyta sund milli Eyja og lands, en aldrei gaf nógu hagstætt veður. Með Eyjólfi eru einnig tveir piltar, kunningjar hans, sem ætla ásamt þessum fyrr- nefndu, að fylgjast með honum á leiðinni, en þeir hafa fengið Ása í Bæ til þess að vera leið- sögumann Eyjólfs á sundinu á vélbát. ÞAÐ ER kurr í starfsfólkinu hjá Sláturfélagi Suðurlands og liggur við borð að sjóði upp úr. Á annað hundrað manns eiga hér hlut að máli. Ástáeða óánægjunnai*: „Njósn ir“ í vinnutíma og eftirlitshætt- ir, sem gefa fólkinu ástæðu til að ætla, að húsbændur þess gruni það um óráðvendni. Bréfið, sem við birtum hér œynd af, birtist á veggium vinnu- og matsala Sláturfélags- ins í síðastliðinni viku. Það fjall ar um viðskipti starfsfólksins við fyrirtækið og lýkur méð þessum orðum: „Aðrir af- greiðsluhættir á vörum til starfsfólksins en hér að ofan greinir eru stranglega bannaðir og getur varðað fyrirvaralausri brottvikningu úr starfi ef út af er brugðið." Starfsfólkið telur sig vita um fleira en eitt dæmi, þar sem leitað var í tösku eða pinkli starfsmanns án hans heimildar. Menn frá Sláturfélaginu hafa snúið sér til Alþýðublaðsins með umkvartanir um þetta. Þannig var taska verkamanns tekin í síðastliðinni viku c fékk hann hana ekki fyrr e að þrem tímum liðnum. Skýringin á því, hvers vegr taskan var tekin, er ófullnæg andi að dómi starfsfólksins. 40. árg. — Sunnudagur 12, júlí 1959 — 145. tbl. NÚ ER svo komið, að um það 3il helmingur allra farþega með strandferðaskipinu Esju fer hringinn í kringum landið. Þyk- ir fólki þetta tilvalin skemmti- för og ekki önnur aðferð betri til að kynnast sem mestum hluta landsins á auðveldan og ódýran hátt. Það er til dæmis athyglisvert, að margir erlend- ir sendiherrar og fjölmargt sendiráðsstarfsfólk gerir mikið af því að fara slíkar hringferð- ir. Danski, norski og sænski sendiherrarnir hafa til dgemis allir farið nýlega með strand- ferðaskipinu, Esja er sjö daga á leiðinni umhverfis landið og kemur við í flestöllum sjávarþorpum og kaupstöðum. Alþýðublaðið spurðist fyrir um Esjuferðirnar hjá Skipaút- gerðinni í gær og fékk þær upp- lýsingar, að hringferðin kosti 2300 krónur á fyrsta farrými. Grænlandsmála- fáðherra Dana vænfanlegui í DAG kl. 16.50 er Lindbedg Grænlandsmálaráðherra Dana væntanlegur til Keykjavíkur með Hrímfaxa. í fylgd með honum er H. C. Christiansen, forstjóri Kon- unglegu Grænlandsverzlunar- innar ásamt föruney.ti. Til Grænlands mun ráðhprr- ann og föruneyti hans halda á mánudagsmorgun með Sólfaxa. Lindberg ráðherra dvelur í Gr.ænlandi til 20. júlí, en fer þá til Danmerkur með viðkomu á íslandi. HESTAFERÐ Ferðaskrifstofu ríkisins um óbyggðir hefst í dag og taka þátt í förinni 27 manns. Lagt verður af stað í bifreið frá Reykjavík og ekið upp að Galtalæk, efsta bæ á Landi, þar sem gæðingar bíða. Þaðan verður lagt upp með kunnum hestamönnum úr Rangárvalla- sýslu. Ferðin tekur sjö daga, lengst verður farið austur fyrir Eld- gjá, þar sem eru góðir hesta- hagar og ágætur tjaldstaður. Reiðfólkið gistir í tjöldum nema tvær nætur í sæluhúsinu í Land mannalaugum og þar verður áð einn dag á leiðinni inneftir. Dagleiðir verða 20—40 kíló- metrar, að því er Árni Þórðar- son skólastjóri, sem er farar- stjóri, tjáði Alþýðublaðinu í gær, Til baka verður komið að nokkru leyti um sömu leið og gist enn í Landmannalaugum, en nú riðið niður Rangárvelli og komið að Keldum, og lýkur þar með förinni á laugardags- kvöld. Tveir sænskir kvikmynda- tökumenn verða með og hugs- Myndlist frá 16 löndum sýnd í Fordverfcsmlðjunum NÝLEGA var opnuð í Ant- werpen sýning á myndlist starfmanna Ford-bílaverk- smiðjunnar og gengst það fyr- irtæki fyrir henni. Verður hún síðan sýnd í samtals níu borg- um Evrópu, allt frá tíu dög- um til fjögurra vikna á hverj- um stað. ar Ferðaskrifstofufólkið sér gott til þeirra um að nú fáist góð landkynningarmynd fyrir ísland af ferðalaginu. Fólkið verður lausríðandi og engir trússhestar með, heldur bifreið, sem fylgir á eftir með matvæli og annan farangur. Önnur sams konar hestaferð er ákveðin 5. ágúst og mun full- skipað í hana, svo mikill áhugi er á slíkum reiðferðum, ekki sízt meðal útlendinga. WWWMWWWWWWWW) MwwwwmwmwMWi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.