Alþýðublaðið - 14.07.1959, Side 9
( ÍÞróffir J
Knattspyrnuheimsóknin.
Islandsmeistararnir sigra józka ú
Skora sigurmarkið með vífaspyrnu.
AKURNESINGAR báru sig-
urorð af Jótum (JBU) í alljöfn-
um og fjörugum leik á Mela-
vellinum sl. Iaugardag, að við-
stöddu fjölmenni og í hinu á-
gætasta veðri. Józka liðið var
allmikið breytt frá KR-leikn-
um og Akurnesingar fengu tvo
menn lánaða sér til fulltingis,
þú Rúnar Guðryannsson (Fram)
og Helga Jónsson (KR) og
reyndust þeir íiðinu mikill
styrkur. Ekki lék það á tveim
tungum, að mölin reyndist Jót-
unum þrándur í götu. Knött-
urinn „plataði“ þá með óeðli-
legu hoppi sínu og skoppi.
í leiknum skoruðu Akurnes-
ingar 3 mörk gegn 2. Öll mörk-
in voru sett í síðari hálfleikn-
um. Guðbjörn Jónsson dæmdi,
en þrátt fyrir nær 30 aukaspyrn
ur, sem liann tók, þar af 18 á
Jóta, gat leikurinn ekki talizt
„harður“. Hins vegar lét hvor-
ugur hlut sinn fyrr en í fulla
hnefana.
í fyrri hálfleiknum áttu bæði
liðin fleiri en eitt marktæki-
færi. Ríkharður skaut utanhjá
á 10. mínútu og rétt á eftir
Helgi Björgvinsson úr sóknar-
lotu, skipulagðri af Ríkharði
og Sveini Teitssyni, og send-
ingu þess síðarnefnda til Helga,
sem var í góðu færi. Á 16. mín.
er hinn snjalli v.útherji Jót-
anna, Kjær, með knöttinn og
sækir fram, leikur létt og leik-
andi á varnarmapn mótherj-'
anna, og það gerði hann reynd-
ar hverju sinni allan leikinn,
sendir til h. innherja, sem síð-
an lætur knöttinn renna til h.
úth. og hann aftur fyrir til h.
innherja, sem þá er kominn í
skotmál, en skýtur beint á
Helga, er ver aúðveldlega.
Skömmu síðar leikur Kjær sig
frían og í færi, skýtur fast á
markið, Helgi ver að vísu, en
missir knöttinn frá sér, en þar
sem enginn fylgir eftii’, bjarg-
ast allt við. Aukaspyrna er tek-
in á Jóta rétt utan vítateigs,
Helgi Jónsson spyrnti að mark-
inu, en hátt fram hjá. Horn-
spyrna á Jóta skömmu síðar,
sem Sveinn Teitsson tekur, er
varin. Langspyrna fram er upp
haf að sókn þeirra, en er stöðv-
uð á vítateigi. Á 37. mín, er
mai’ki Jóta ógnað. Sending út
til hægri og þaðan til Sveins
Teitssonar, en hann framleng-
ir hana með ágætum loftbolta
til Ríkharðs, sem er í góðri að-
Hljóp berfættur!
Á BR'EZKA meistaramótinu
um helgina urðu mjög óvænt
úrslit í 3ja mílna hlaupi. Nær
óþekktur hlaupari, Tullosh, —
sigi’aði á 13:31,2 mín. — Það
samsvarar ca. 13:50,0 í 5 km.
Tullosh er grasafræðingur og
hljóp berfættur!
Valsmenn í Vesf-
mannaeyjum
UM SÍÐUSTU helgi fór m.fl.
Vals til Vestmannaeyja í boði
knattspyrnufélaganna þar. —
Léku Valsmenn tvo ltedk'i, á
laugardag og sunnudag, við sam
einað lið Vestmannaeyinga og
höfðu sigur í báðum. í þeim
fyrri skoruðu Valsmenn 6 mörk
gegn 1, en í þeim síðari 9 gegn 3.
Létu Valsmenn mjög vel yfir
förinni og öllum móttökum.
Ríkharður átti ágætan leik á
Taugardaginn.
stöðu til að skalla beint á mark-
ið, en missir knattarins, hittir
hann ekki. Hornspyrna á Jóta
í’étt á eftir og „pressa“ að marki
þeirra, endar með auknaspyrnu
á Akurnesinga.
SEINNI HÁLFLEIKUR 3:2.
Þegar á fyrstu mínútum eru
Akurnesingar í sókn. Ríkharð-
ur á fast skot, en yfir. Rétt á
eftir eru þeir aftur í sókn. Rík-
harður er með knöttinn, sendir
hann til Helga Björgvinssonar,
sem er í ágætu færi, en skýtur
utanhjá. Af þessari byrjun var
það augljóst að þessi hálfleikur
myndi verða viðburðaríkari og
snarpari en sá /yrri, og sú varð
og raunin á. Á 8. mín. átti h.
úth. Jótanna hörkuskot á mark
en um leið og hann „hleypti af“
hljóp h. innherjinn fyrir skot-
ið og bjargaði marki Akurnes-
inga úr bráðri hættu. Auka-
spyrna á Akurnesinga og skot
h. úth. stuttu síðar, en yfir.
AKURNESINGAR SKORA
TVÖ MÖRK Á SÖMU
MÍNÚTUNNI.
Á 25. mín. sækja Akurnes-
ingar fram. Sending út til
vinstri og þaðan inn á aftur, og
enn til Þórðar Jónssonar, sem
kominn er inn að markinu og
skýtur fast og skorar. Knettin-
um er stillt upp til leiks að
nýju, en um leið og leikurinn
er hafinn, fær Ríkharður knött-
inn og sækir örhratt fram og
brýst óstöðvandi í gegnum
jósku varnarlínuna og skorar
aftur. Viðbragðsflýtir hans og
hraði var gneistandi og kom
jósku varnarmönnunum alveg
á óvart.
JÓTAR JAFNA.
Á 30. mínútu skora svo Jót-
arnir. Var það v. útherjinn
Kjær, sem átti sinn mikla þátt
í því með sendingu fyrir mark-
ið, eftir að hafa leikið rétt einu
sinni á varnarleikmanninn sem
átti að gæta hans. Það var h.
útherjinn sem hljóp inn í send-
inguna og skallaði fagurlega úr
henni, og beint inn hægra meg-
in við Helga, sem ekki hreyfði
sig úr stað. Var þetta hvort
tveggja, sendingin og skallinn,
listilega gert. Skömmu síðar fá
Jótar aukaspyrnu rétt utan við
vítateiginn, Madsen, v. bakvörð
ur, tók spyrnuna. Akurnesing-
ar mynduðu varnarvegg, og
Jótarnir röðuðu sér einnig upp
til að vera til taks, en um leið
og skotið reið af, skaust einn
Jótanna til hliðar og í þá glufu
sem myndaðist við það, skaut
Madsen og beint á markið og
skoraði. Þetta snjalla herbragð
var framkvæmt af mikilli ná-
kvæmni.
Stuttu síðar fá svo Akurnes-
ingar óbeina aukaspyrnu fyrir
?..... inni á vítateigi mót-
herjanna. Helgi Björgvinsson
rennir knettinum til Ríkharðs,
sem hyggst skjóta um leið, en
er brugðið. Vítaspyrna er
dæmd fyrir vikið, og hana fram
kvæmir Sveinn Teitsson og
skorar. Lýkur leiknum þannig,
að Akurnesingar sigra, eins og
fyrr segir, með 3:2.
í liði Akurnesinga voru þeir
Ríkharður og Sveinn Teitsson
aðalbaráttumennirnir, og án
þeirra væri Akranesliðið ekki
margra fiska virði. Hinir yngri
sem þar eru að koma fram,
virðast ekki ætla að standa hin-
um gömlu kempum á sporði,
hvorki er tekur til upplags eða
snerpu.
Þó Jótarnir töpuðu þessum
leik fór það ekki á milli mála,
að þeir báru af um knattleikni
og skipulagshæfni að því er til
heildarinnar tók. — EB.
Lauer setur hvert metið af öðru.
Erlendar fréttir í sfuffu máfi
MARGT hefur gerzt í heimi
frjálsíþróttanna undanfarið, en
fátt hefur þó vakið meiri at-
hygli en heimsmet Lauers í 110
m. grindahlaupi, 13,2 sek. Að
vísu var örlítill meðvindur, en
þó ekki það mikill að metið
verði ekki staðfest. Eins og
skýrt hefur verið frá hér á síð-
unni átti J. Davis, Bandaríkjun
um, gamla metið, 13,4 sek., sett
1956.
Þess má einnig geta, að Lau-
er hefur einnig sett Evrópu-
met og síðan heimsmet í 200 m.
grindahlaupi, 22,6 sek. og 22,5
sek.
Hér kemur listi yfir heims-
metin í 110 m. grind frá árinu
1900:
1900 Kraenzlein, USA 15,4
1908 Smithson, USA 15,0
1020 Thomson, Kanada 14.8
1927 Petterssons Svíþjóð 14,8
1927 Pettersson, Svíþjóð 14,7
1928 Weightman-Smith,
Suður-Afríka 14,6
1929 Wennström, Svíþjóð 14,4
1931 Sjöstedt, Finnlandi 14,4
1932 Saling, USA 14,4
1932 Beard, USA 14,4
1932 Keller, USA 14,4
1933 Morriss, USA 14,3
1933 Morriss, USA, 14.2
1934 Beard, USA 14,2
1936 Towns, USA 14,1
1936 Towns, USA 13,7
1936 Walcott, USA 13,7
1948 Dillard, USA 13,6
1950 Attlesey, USA 13,5
1956 Davis, USA 13,4
1959 Lauer, Þýzkal. 13.2
—o—
Á móti í Stokkhólmi í lok
síðustu viku varð Vilhjálmur
Einarsson annar í þrístökki
með 15,38 m. Sigurvegari varð
Pólverjinn Malcherczyk með
15,75 m. Brautir voru mjög
slæmar, sem sézt bezt á því, að
Pólverjinn hefur varla stokk-
ið skemur en 16 metra í keppni
í ár, nema þarna. Hann hefur
t. d. tvisvar stokkið 16,40 m. og
lengra. Vilhjálmur virðist bví
vera að komast í "góða æfingu
og vonandi líður ekki á löngu
þar til við fáum að sjá 16 metr-
ana.
•—o—
Frjálsíþróttamót var haldið
í Kaupmannahöfn á laugardag
inn með þátttöku margra
Bandaríkjamanna, einnig
kepptu Hollendingar, Svíar og
Pólverjar. Árangur var frekar
lélegur, t. d. 11 sek. í 100 m.,
3,90 í stöng, 6,83 í langstökki
o. s. frv. Þess má geta, að stang
arstökkvarinn Richard Larsen
felldi byrjunarhæðina í stang-
ai’stökki (3,90).
Sfokkseyringamóf
Frétt til Alþýðublaðsins.
Stokkseyri í gær.
í GÆR var haldið hér stórmót,
Stokkseyringamótið, sein haM-
ið er á fimm ára fresti. Önrnið-
ust félögin á Stokkseyri og
Stokkseyringafélagið í Reykja-
vík allan undirbúning, en mót-
ið var fjölsótt og vel heppnað.
Mótið hófst með guðsþjón-
ustu í Stokkseyrarkirkju, eftir
það var mótið sett af formaimi
Stokkseyringafélagsins í Rvík,
Guðrúnu Sigurðardóttur, síðan
var haldið til sumarhúss dr.
Páls ísólfssonar, en hann ávarp
aði mannfjöldann og sungin
voru nókkur lög. Að Í?ví búnu
var farið út að Knarrarósvita,
en þar voru fluttar margar
í’æður og sungið. Ræðumenn
voru: Helgi Sæmundsson, rit-
stjóri, Sturlaugur Jónsson, stór
kaupmaður, Haraldur Bjarna-
son, byggingarfulltrúi og Ás-
geir Eiríksson. Loks talaði sr.
Guðmundur ÍBjarnason,
sem kominn er heim í heiro-
sókn eftir 48 ára dvöl erlendis,
en hann er þjónandi prestur í
Ameríku. Hafði hann ekki áð-
ur komið heim á þessum 48 ár-
um.
Guðmundur Guðjónsson söng
einsöng, dómkirkjukórinn í
Rvík og kirkjukórinn á Stokks
eyri sungu. Á dansleiknum,
sem haldinn var um kvöldið,
las frú Inga Þói’ðai’dóttir, leik-
kona. upp.
Allur ágóði af mótinu renn-
ur í orgelkaupasjóð Stokkseyr-
arkirkju.
Félagasamtökin á Stokks-
eyri: ungmennafélagið, kvenfé-
lagið og verkamannafélagið,
buðu öllum mótsgestum til veg
legrar kaffidrykkju um sex-
leytið um daginn.
AlþýðublaðiS — 14, júlí 1959 ^