Alþýðublaðið - 14.07.1959, Page 11
það. Eri ég skil ekki hvers
vegna honum findist það.“
„Þú veizt, hvernig hann er.
Ég er giftur maður og hann
er mjög stoltur af Kit. Hann
vonar víst, að hún giftist að-
alsmanni.“
,,Og gerir hún það?“
„Hvernig ætti ég að vita
það.“
„Þú virðist nú vita heilmik-
ið um hana! Ég býst yið, að
hún hafi sagt þér það. Ég vildi
að hún gifti sig, þá liði mér
vel.“
„Vertu ekki svona heimsk.“
„Ég vildi það, Steve.“
Þetta var hættuleg stund.
Þrætan hefði auðveldlega get-
að hafizt á ný. Ég leit á hann
og vonaði allt í eiriu, að hann
liti ekki svona vel út. Að hariri
væi'i ekki svona töfrandi. Ég
gat svo vel skilið, að Kit Hark
■ er vildi riá í hann. Hann var
svo stórkostlega tillitssamur
og kurteis, þegar hann vildi
það við hafa og það var hlut-
ur, sem konur kunna að meta.
Og maður kunni þeim mun
betur við hann því meira sem
maður kynntist honum. Og
þetta vissi enginn betur en
ég!
„Ástin mín,“ sagði ég. „Við
skulum tala urri eitthvað ann-
að og aldrei minnast aftur á
þetta.“
„Ég hef svo margt annað að
tala um við þig, mér finnst þú
hafa verið svo lengi í burtu.“
Ég stóð upp til að taka af
borðinu. og á leiðirini fram í
eldhús lagði ég vangann að
höfði hans.
„Hvað ætlarðu að segja
mér?“ spurði hann blíðlega.
„Ó, bara veniúlegt hvers-
dagsþvaður. Mamma vill að
við komum í mat á sunniidag-
inn. Og Caroline er komin aft-
ur heim. Hún var hér í gær-
kveldi. Aumingja Caroline.
Hjónaband þeirra Johns var
fullkomlega misheppnað.“
Ég skalf af ótta.
„Steve, við skulum gæta
þess, að enginn sesii þetta um
okkar hjónaband! Ég veit það
eftir nóttina í nótt og daginn
í dag, að ég gæti ekki afborið
það!“
3.
Mig langaði ekkert til að
fara í veizluna í verksmiðj-
unni. Ég Vár kvefuð, hrylli-
lega kvefuð. En Steve vildi
ekki hlusta á afsakanir mínar.
Það átti að halda hátíðlega
nýju pöntunina og Harker var
hreykinn eins og hani yfir að
hans verksmiðja hafði Örðið
fyrir valinu, sagði hann. Ég
reyndi að mótmæla og sagðist
ekki komast frá Nieky, en
Caroline, sem var fijá okjjur,
bauðst til að gæta hans.
Hún kom um ellefu leytið
og spurði, hvers vegna ég liti
svona illa út.
„Mér er illt í höfðinu og ég
er alltaf hnerrandi.“
„Þú vilt kannski heldur fara
að hátta?“
„Ég get þetta einhvern veg-
inn.“
Ég vissi það sjálf, að níu-
tíundu af því, sem að mér var,
Var að ég vildi ekki fara. Það
vár um það bil einn mánuður
síðan við Steve rifumst og
hvorugt okkar hafði nefnt það
á nafn síðan. Ég hafði ekki
spurt, hvort Kit yrði við, en
ég var viss um það.
,,í hvað ætlarðu?“ spurði
Caroline.
,,í gráu dragtina mina,
hugsa ég. Það er það eina, sem
ég á.“
„Þegar ég hugsa um öll fáll-
egu fötin, sem þú áttir!!“ sagði
Caroline taktlaust.
En ég vildi helzt ekki láta
minna mig á þau. Þau til-
heyrðu dögunum fyrir hjóna-
bandið, þegar ég gat leyft mér
að eyða peningum í mig. Vit-
anlega var gráa dragtin ekki
það eina, sem ég átti, en ég
var vön áð líta bezt út í henni.
En ég var ekki viss um það
lengur, þegar ég leit í spegil-
inri.
„Mig langar alls ekki til að
laga mig til,“ sagði ég, þ'égar
ég kom niður.
Caroline leit gagnrýnandi -á
mig.
„Hvað er að Jenny?“
„Ekkert.“
„Þú ert svo aumingjaleg."
Og það var satt, hugsaði ég.
Ég reyndi að laga mig til ög
það gladdi mig, þegar Nicky
sagði mér, að ég væri sæt.
„Ég vildi, að ég mætti koma
með, mamma." _
Ég vildi það líka. Ég var svo
stolt af Nicky. Hann var svo
sætur, lítill snáði, svo fjörug-
{SRAÍIÍÍÍlÍÍÍtlR „Mamma, má Júmbó bjóða vihi
sínum Snata til hádegisverðar?“
ur og skemriitilegur. Auk þess
vár hann svo líkur pábba sín-
um, að hann hefði kannski
minnt Kit Harker á, að Steve
var eign annarrar konu.
En kannski voru áhyggjur
mínar ástæðulausar. Steve
hafði að minnsta kosti verið
heima á hverju kvöldi síðan
hann hafði verið með henni á
„Blue Bottle“ veitingahúsinu,
en mér datt samt oft í hug, að
Steve hitti Kit Harker.
Carolirie og Nicky heyrðu
mig til verksmiðjunnar í bíln-
um hennar Caroline.
„Á ég að koma að sækja
þig?“ spurði hún.
„Nei, takk. Ég veit ekki fyr-
ir víst, hvenær það er búið og
auk þess verður það á meðan
Nicky sefur eftir matinn. Ég
fer í strætisvagni.“
Þegar ég kom inn heyrði ég,
að einhver var að syngja. Ég
var sein og skemmtiatriðin
voru byrjuð. Ég ruddi mér
braut inn í salinn. Verkamenn
irnir virtust skemmta sér vel.
Sjöhundruð raddir sungu af
fullum hálsi, Falleg, Ijóshærð
kona stóð við hljóðnemann og
stjórnaði gömlu, góðu lögun-
um, sem allir þekktu. Ég
teygði úr hálsinum og reyndi
að koma auga á Steve og sá
hann loks við hliðina á Kit
Harker. Hann virtist skemmta
sér vel og væri hann að velta
því fyrir sér, hvar konan hans
væri, sást það ekki á honum.
„Ef þú værir eina konan í
heiminum —“ elstur allra
söngva hljómaði í salnum og
ég sá, að Kit leit fast í augun
á Steve. Svo brosti hún til
hans. Ég sagði sjalfri mér, að
ég sæi ofsjónir. Ég stóð svo
langt frá, að ég gat ekki verið
viss, en svo sá ég, hvernig hún
færði sig nær honum, og enn
einu sinni brostu augu hennar
til hans — „ef þú værir eini
maðurinn“ —.
Nei, það var ekki hægt að
misskilja það fyrir hvern Kit
Harker söng! Kannski hélt
hún, að enginn sæi það, kann-
ski gerði það heldur enginn
nema ég, en ég var full haturs
og ótta.
Ég var svo fegin, þegar
skemmtiatriðin voru á enda.
Það var lagt á borð fyrir verka
mennina í matsalnum og fyrir
þá, sem voru hærri að tign og
koriur þeirra, í herbergi for-
stjórans. Það var borinn fram
kokkteill í einkaskrifstofu
herra Harkers og ég ruddi mér
hikandi braut þangað. Mig
langaði mest til að læðast burt
frá þessu öllu, en þegar ég
kom til dyranna sá Steve mig
og kom til mín.
„Hvað varð af þér? Komstu
of seint?“
„Já, Caroline keyrði mig og
umferðin seinkaði okkur.“
„En þú komst samt nægi-
lega snemma til að heyra
skemmtiatriðiri? ‘* 1
„Já, meirihlutann. Ég stóð
aftast í salnum.“
„Ég var alltaf að gá að þér.“
„Var það?“
Hann leit í augun á mér.
„Þú virtist skemmta þér
vel,“ sagði ég þurrlega.
„Já, mér fannst gaman. Það
er eitthvað við þessa gömlu
söngva.“
Fólk gekk í áttina að for-
stjóraherberginu. Borðmerkin
sýndu að ég sat lengst niður
við borðið, við hliðina á Steve,
og Kit Harker við hina hlið
hans. Ég braut heilann um
það, hver hefði ráðið því og
komst að þeirri niðurstöðu að
Ki't Harker hefði áreiðanlega
gert það. Helzt hefði hún auð-
vitað viljað hafa Steve út af
fyrir sig larigt búrtu frá mér.
Állir settust og samræðurnar
voru stirðar. Að mínrista kosti
okkar Kit Harkers. Við töluð-
úm nokkur orð saman, en ég
var viss úm, að við hugsuðum
allt annað en við sögðum. Ég
velti því fyrir mér, hvað henni
findist að vera augnatilliti til
augnatillitis við mig, því að
hún vissi auðvitað, að ég hafði
logið um umferðarslysið af því
að Steve bað mig um það. Var
hún mér þakklát? Var hún
sakbitin yfir að hafa verið úti
með manninum mínum? Eða
var henni alveg sama, hvað
ég hugsaði eða sagði? Ef ég
átti að dæma hana eftir fram-
komu hennar núna var það
síðasta sennilegast. Hún leit
á mig með stærilátu augnaráði
og mér fannst ég geta lesið
hugsanir hennar. „Óeftirtekt-
arverð, leiðinleg. Ósköp venju
leg tuskuleg kona“. Og því
miður var ég ekkert annað en
það. Mig kenndi til í höfðinu,
kvefið varð alltaf verra og
verra og ég óskaði þess inni-
lega að ég hefði verið heima.
Þegar mér leið vel var ég al-
veg eins töfrandi ög skemmti-
leg og Kit Harker. Og þegar
ég átti peninga hafði ég verið
eins vel klædd.
„Þú borðar ekkert,“ sagði
Steve.
„Ég er ekki svöng. Ég er
svo stífluð!“
„Finnst yður, að þér hefðuð
átt að vera heima?“ spurði
Kit Harker. ,jMér virðist þér
vera mikið kvefuð.“
„Kannski hefði ég ekki átt
að koma, en Steve vildi það
endilega, var það ekki elsk-
an?“
„Jú,“ sagði Steve, en hann
var ekki sérlega hrifinn. „En
bara ef þú gætir það!“
„Mér finnst,“ sagði Kit, „að
kvefað fólk ætti að vera heima
þangað til því batnar.“
Einmitt þá hnerraði ég ó-
skaplega og þó ég væri henni
sammála, vonaði ég innilega,
að nokkrar reglulega harðgerð
ar bakteríur rötuðu til hennar
og að hún fengi það versta
kvef, sem hún hefði nokkurn
tímann fengið!
Ég var glöð þegar borðhald-
ið var afstaðið. En um leið og
við stóðum upp frá borðum
hófust þrumur og regnið
dundi á rúðunum.
„Já, mér fannst, að það
kæmi óveður,“ sagði Steve.
„Já, það er það líka! Öskr-
andi þrumuveður!“
Hann leit undrandi á mig.
„Hvað í ósköpunum —“
„Hvernig þessi stelpa eltir
þig á röndum!! Hvernig hún
kemur fram við mig. Að þú
skulir leyfa það!“
„Ástin mín, láttu ekki
svona!“
„Þú ert mér vitanlega ekki
sammála?“
„Nei, það er ég áreiðanlega
ekki.“
Þetta voru orðaskiftin milli
okkar meðan Kit hvarf augna-
blik, en svo sá ég hana koma
og lagði af stað til dyranna og
stóð allt í einu augliti til aug-
litis við herra Harker. Hann
brosti til mín og var greinilega
í góðu skapi.
„Þarna eruð þér þá, frú
Blane. En hvað það er gaman
að sjá yður hér. Hvernig líð-
ur litla syninurri?“
„Vel, takk fyrir, vel.“
Hann blikkaði mig.
„Þessi maður yðar hefur
unnið vel.“
„Það gleður mig að heyra.“
„Én það megið þér vita, að
ég var reiður við hann úm
daginri.“
,,Já, það skil ég vel. Þér
eigið vitanlega við það, sem
korri fyrir nýja bílirin. Það
finnst mér mjög leiðinlegt.“
Mér fannst ég verða að segja
eitthvað til að fúllvissa hann
um mína óverðskulduðu sekt.
„Já, ég var reiðari én ég hef,
lengi verið, en,“ hann brosti
og klappaði á handlegg minn,
„það er löngu glevmt.“
Nýtt þrumuhlióð yfi'rgnæfði
raddirnar í kring.
„Við verðum að sjá um, að
þér komizt heilar á húfi heim,
frú Blane,“ sagði herra Hark-
er vingjarnlega. „Kit, þú ert
í bíl og ferð til bæjarins, hef-
urðu nokkuð á móti því að
leyfa frú Blane að sitja í?“
„Vilja fleiri fá far?“ spurði.
hún, en það reyndust bara
vera við frú Bardemore, móð-
urleg kona á sextugsaldri, sem
ég þekkti, en hafði engan bíl.
Steve veifaði, en hvort hann
var að veifa mér eða Kit, vissi
ég ekki, og mér leið illa. Hann
flýtti sér brott, til að vinna,
en mig langaði bara til að
komast heim og gráta í friði.
Ég fór inn í baksætið á bíln
um hennar Kit og lét frú Be-
ardmore eftir sætið við hlið
hennar. Hún var greinilega
hrifin yfir því að dóttir for-
stjórans keyrði hana heim og
hrósaði henni mikið. Ég lét
henni samræðurnar eftir og
sat í aftursætinu og hnerraði
stöðugt.
Því miður þurfti frú Beard-
more að fara fyrst úr bílnum.
Fjugvélarnarc
Loftleiðir h.f.;
Leiguflugvél Loftleiða er
væntanleg frá Stafangri og
Oslo kl. 19 í dag. Hetdur á-
leiðis til New York kl. 20.30.
Hekla er væntanleg frá Glas-
gow ög London kl. 21 í dag.
Heldur áleiðis til Ne\v York
kl. 22.30. Edda er væntanleg.
frá New York kl. 8,15 í fyrra
málið. Heldur áleiðis til Oslo
og Stafangurs kl. 9,45.
Pan American
flugvél kom til Keflavíkur
í morgun frá New York og
hélt áleiðis til Norðurlanda.
Flugvélin er væntanleg aftur
annað kyöld og fer þá til New
York.
Skipitis
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell er í Ventspils. -
Arnarfell fór 11. þ. m. frá
Rvk til Rostock, Kalmar, —-
Norrköping, Ventspils og Len.
ingrad. Jökulfell fór í gær frá
Akranesi 'til Vestmannaeyja
og Austfjarðáhafna. Dísarfell
fer í dag frá Stettin til Flekke
fjord. Litlafell losar á Norð-
• urlandshöfnum. Helgafell er
? Umba. Hamrafell fór frá
Arúba 6. þ. m. áleiðis til ís-
lands.
I
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fer frá Bergen f
kvöld áleiðis til Kaupm.hafn-
ar. Esja er á Austfjörðum á
suðúrleið. Herðubreið er á
Austfjörðum á norðurleið. —
Skjaldbreið fór frá Rvk í gær
vest'úr 'um land til Akureýr-
ai>. Þyrill er væntanlegur til
Rvk í dag frá Akureyri. Helgi
Helgason fer frá Rvk í dag
til Vestmannaeyja.
Alþýðublaðið — 14. júlí 1959 J J