Alþýðublaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 6
m MAÐUR er nefndur Brendan Behan, írskt leik- ritaskáld og rithöfundur, sem kom til Lundúna mið- vikudaginn 8. júlí til að vera viðstaddur frumsýn- ingu á einu leikrita sinna þar. Þá um kvöldið fór hann á frumsýningu leikrits síns „Gíslinn“ í Myndham- leikhúsinu, þar sem hann truflaði sýninguna hvað eftir annað með háværum framíköllum. Á fimmtudag reyndi Be- han, eftir að hafa' grand- skaðað fjölda cl'stofa og bragðað á brugginu, að komast aftur til að sjá leik-' rit sitt, en var vísað frá. Honum var einnig vísað frá Öðru leikhúsi. Á föstudag fannst Behan svo gaman, að hann söng hástöfum úti á götu í May- fair-hverfinu. Lögreglan tók hann fastan fyrir ölvun á almannafæri. Á laugardag játaði hann sekt sína fyrir rétti í Bow Street, var sektaður um 5 shillinga og skipað að greiða 15 shillinga fyrir læknishjálp. Síðan óku vin- ir hans honum í snarhasti til flugvallarins. Á flugvellinum skellti Behan í sig whisgyi og bjór á meðan hann beið flugvél- arinnar, og söng þéss á milli fánann rauða. Þegar hann kom til Dyflinnar setti Bea- trice kona hans hann í rúm ið. — Honum þykir víst sopinn góður. lír Leikrifið hefur geng- ið í 26 ár EKKERT leikrit í heimi hefur „gengið“ eins lengi og melódrama eitt frá Vikt oríutímanum, sem gengið hefur í leikhúsi einu í Hollywood síðan 1933, eða í 26 ár. Sýningum á leikritinu „Drykkjumaðurinn“ mun ljúka í október nk. Nú þeg- ar hafa yfir f jórar milljónir manna fussað á þorparann í því. Leikritið prédikar bind JERÚSALEM: — í 3 7 ár hefur Dar El, xAytam verið heimili hundraða munaðar- lausra Múhameðstrúar- barna, sem gengið hafa þar um garð. Heimilið gengur hér undir nafninu Verk- námsheimili fyrir múhamm eðska munaðarí\?singja og menntar unglingana og býr indi — en til að auka að- sókn hefur gestum verið veittur ókeypis bjór. ☆ Mesfur rSjaits' í Alaska EF einhver ung kona vill vera viss um að ná í mann, ætti hún að fara til Alaska, ef dæma má eftir athugun, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega látið gera. Þar giftast 205 af þúsundi, og er það feikn mikið, ef borið er saman við 87 af þúsundi í Bandaríkjunum. Aðrir staðir, þar sem mestir möguleikar eru á að giftast, eru svæðið við Panamaskurðinn (151 af þúsundi) og Falklandseyjar (149 af þúsundi). Hins vegar eru mestar líkur fyrir karlmenn að komast í hjónaband austan járntjalds, því að þar er mikið yfirframboð á ógiftu kvenfólki á giftingaraldri. í Austur-Þýzkalandi kvænast 113 af þúsundi karlmanna á giftingaráldri á ári hverju. Meðaldur brúða í heimin um er um 24 ár, en brúð- guma 27 ár. — í Ameríku giftist fólk þó yngra. Þar er meðalaldurinn fyrir kven- fólk 22 ár og fyrir karla 24 V2 ár. Hæst skilnaðartala er í Bandaríkjunum — 2,2 af þúsundi. ■£>. NELSON, fyrrverandi meistari í léttvigt í hnefaleikum, var barinn niður 42 sinnum áður en hann rotaði Christy Willi- ams í 17. lotu í Hot Springs í Arkansas í desember 1902. Þessi 43 föll eru met í hnefa leikasögunni. þá undir störf við einhverja iðn í hinum stóra heimi fyrir utari. Nú búa þarria 210 mun- aðarleysingjar auk kennar- anna, sem sinna störfum móður, föður, bróður og systur. Unglingarnir fá barnaskólamérintun,' en eru síðan settir í verknáms- skóla, þar sem þeir læra skósmíði, bókband, tré- smíði, bólstrun og körfu- eða burstagerð. Þarna er líka bókaút- gáfudeild, sem dafnar vel, og eru börnin önnum kafin við prentun bóka, þar á meðal prenta þau kóraninn og hvers kyns bæklinga og tímarit. Er þetta góð við- bót við tekjur heimiiisins, sem fær 50 dínara á ári með hverjum munaðarleysingja frá Jórdaníustjórn. Sérstök deild er á heim- ilinu fyrir blind börn. Blind ir kennarar kenna þeim Braille-letrið á arabísku og gera þeim þannig kleift að læra að lesa, skrifa og reikna. Eftir barnamennt- un sína og fjögur.ra til sex ára iðnnám eru börnin vel undir það búin að horfast í augu við hinn stóra heim utan við hliðið. Búizt við 5 milljónum pílagríma TRIER: — Ekkert vatn rennur undir brýrnar, sem verkfræðingadeild Banda- ríkjahers hefur byggt í þessari borg í Vestur- Þýzkalandi. Þær liggja yfir götur — ekki ár. Að beiðni bæjaryfirvald- anna hefur verkfræðinga- deildin byggt. fjórar svo- kallaðar Bailey-brýr, frá 50 Mala ég og mala enn upp í 204 feta langar, yfir helztu gatnamót borgarinn- ar. — Þetta er lausn nútím- ans á hinu aldagamla vanda máli — að leysa vandann, er skapast af komu mikils fjölda skemmtiferðamanna og pílagríma til bæjarins. Þrisvar sinnum á öld er eitt af fötum Krists, sem geymt er í hvelfingu dóm- kirkjunnar hér, lagt fram til sýnis á altari kirkjunn- ar. Hin heilaga skikkja var síðast til sýnis árið 1933, en verður nú til sýnis frá 19. júlí til 30. september. Er búizt við, að 5 millj- ónir pílagríma alls staðar að úr Evrópu, frá Afríku, Indlandi, Kína og Banda- ríkjunum muni flykkjast til borgarinnar á þessu tima bili. Til þess að for ferðarstöðvun haf; ur víðs vegar un verið ákveðnar e hafsstaðir hópga dómkirkjunnar, s miðbænum. Muni leiðtogar síðan fy grímum þaðan í I dómkirkjunnar til skikkjuna. Þar eð augljósl hianr löngu h mundu stöðva um unum saman, vai ríkjaher beðinn u — og brýrnar vor ar. ar. Unnið hej dag og nótt og smíða allar brýrna og hálfri viku. (Hin heilaga s Trier er af trúuð vera hin saumlaus, Krists, og er sagt ena keisaradrottr fundið hana og ge: borg hana.) ÞAÐ hefur komið í ijós, að Gerrard O’Connor, sem sagt var frá hér í Ópnunni á sunnudag vegna mara,- þónræðumennsku hans, tel ur sig heimsmeistara í mál- æði, þrátt fyrir allt’ Kevin nokkur- Sheehan, sem hafði talað samfleytt í 133- stundir í Kenf tyrir all- löngu, er sagður hafa lagzt niður, setzt niður og „slapp að af.'" á annan hátt á með- an hann talaði, auk þess sem harin notaði hljóðnema. Vill Gerrard alls ekki taka mark á þessu, þar eð hann hafi sjálfur farið eftir öllum reglum málsþófs í þingsölum. Hins vegar seg- ist hann eftir nákvæma eft- irgrennslan hafa komizt að því, að Wayne Morse, öld- ungadeildarmaður í Banda ríkjunum, hafi ekki átt met ið á undan sér, heldur hafi Kilmer Corbin, öldunga- deildarþingmaður frá Tex- as, verið búinn ,að slá það met. Hann hafi talað 28 stundir og 15 mínútur á móti 22 stundum og 26 mín útum hjá Morse. Þess vegna séu 29 stundirnar sínar heimsmet í málþófi. Og er- um við fúsir til að viður- kenna það. TÝNDI GIMSTEINNINN ÞEIR fiýta sér nú gegn- um skóginn til hallarinnar. Til þess að komast þangað verður bíllinn að fara eftir mjög krókóttum vegi, svo að þeir komast þangað um mjög svipað leyti. Þeir sjá, að bíllinn stanzar hliðið. Kjallaran opnar hliðið, t stígur út og hj álp Pasman út úr bílr irnir leynast bak 0 16. júlí 1959 — Alþýðubla'ðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.