Alþýðublaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 5
s*^*«^B>**s's>^a^ HONG KONG. — Kínverskt tímarit skýrir svo frá, að óá- nægja meðal kínverskra bænda með kommúnukerfið hafi aukizt mjög í seinni tíð. Hefur óánægja með „hið mikla stökk fram á við" orðið miklu meiri en Pekingstjórn- in bjóst við. Eitt málgagn kommúnista- flokksins í Kína birti nýlega grein um þessi mál og játar þar, að margir verkamenn vinni bókstaflega gegn komm únismanum og kommúnukerf inu og sameignarskipulaginu. Einkum er fólk andvígt hinni kommúnistisku „gerjun". Tímaritið segir, að „margir bændur eru óánægðir með 'stöfnun kommúnanna og segj- ast nú hafa allt sameiginlegt, en finnst þeir hafi tapað sínu í hálfgerðu fjárhættuspili. Bændurnir eyða því, sem þeir eiga í fæðu og vín og aðrir seldu húsgögn sín og margir misstu stjórn á sér og fóru um einkalönd og rændu þar og rupluðu". „Þeir bændur, sem komust vel af áður en kommúnurnar voru stofnaðar, telja að nú hafi þeir verri kjör en áður. En óánægjan er ekki einungis meðal bænda, heldur einnig meðal verksmiðjuverkamann- anna og er stór hópur þeirra,, sem er æfur út í „sjálfboða- vinnu" og^ hina kauplausu yfirvinnu. Ýmsar nýjar mót- sagnir hafa risið upp, sem ráða verðúr f'ram úr. Komm- únistaflokkur segir að vísindi og^menntun skuli þjóna stjórn málunum, en margir eru enn áhugalausir Um forystuna, þeir trúa á sérfræðinga en ekki forustuhlutverk- flokksr ins. Flokkurinn leggur höfuð- áherzlu á, að tækmhæfni sé tengd pólitískum rétttrúnaði en margir telja að hægt sé að aðgreina þetta tvennt og sér- fræðingarnir geti einir mótað framfarirnar. En það er ekki hægt að vera. sérfræðingur nema að vera kommúnisti um leið". Þétta segir hið kínverska tímarit. Kínverskir kommún- istar virðast vera að komast á þá skoðun, að takmarkinu verði ekki náð eins fljótt og þeir héldu, og blöð þeirra ræða æ meira um matarskort, erfiðleika með flutningatæki, skort á vinnuafli og hráefn- um og telja þetta allt stafa af hinum „pólitísku" aðferðum við stofnun kommúnanna. Berkeley, Kaliforníu. NÆJST stærsti; stjörnu- kíkir heimsins verður bráðlega tekihn í notkun og mun kanna það, sem gerist í þúsund milljön ljósára fjarlægð. Spegill stjörnukíkisins er 120 þumlunga glérflöt ur þakihn alumíniumlági, sem ér aðeins fVeir millj" ónustu hlutar ur þumlung á þykkti Stjörnusjáin á Palómar fjalli ér ein stærri en þéssi nýja stjörnusjá Berkeley háskóla. Íílutverk hennar ér að fylgjast með þróun stjörnukerfa, einkum yn^jri stjájrná og þeirra sólkerfa, semi eru utan vetrarbrautarinnar. Undirttúningi að gerð stjörnukíkisins hófst 1947 ; og hefur kostað 2.500.000 dollara. Erfiðasta verkið við gerð stiörnukíkja er fág un glerj anna < , Nákvæmn in verður að vera um 5 milljónustu úr þumlungi. Myndin sýnir þennan stóra stjörnukíki. MAMMMMMMMMM/VWWtoMm KVIKMYNDAAKADEMÍAN franska hefur nýlega kjörið Montgomery Clift bezta er- lenda leikara ársins 1958. Þennan heiður hlaut hann fyrir leik sinn í kvikmynd 20th Century Fox, „The Young Lions". í kvikmynda- akademíunni eiga sæti fransk- ir kvikmyndagagnrýnendur og. ý-msir áhrifamenn á sviði kvikmynda. • •.••. • Fred Astaire mun bráðlega leika á móti Lílli Palmer í kvikmynd frá ,• Paramount, „The Pleasure of ffis Comp- any". í myndinni Íeikur hann víðförlan ferðamann, sem snýr aftur til Bandaríkjanna til þess að hitta dóttur sína, áður en hún gengur i hjóna- band. • •>•• ;¦ Jack L. Warner- hláut ný- lega Jrving G. Thalþerg verð- launin, sem ameríska kvik- mynda- og vísindaakademían yeitir, en, hún hefur aðsetur í Hollywood, Stöfnað var til þessara verðlauna árið 1937 og eru þau veitt kvikmynda- framieiðendum, sejn álitið er að hafi stuðlað að framleiðslu jafnbeztra kvikmynda undan- farin fimm ár. Verðlaunin hafa; aðeins verið veitt 15 sinn um á undanförnum 22: árum.' • •>• • EÍizabeth Taylor og Mont- gomery Clift munu leika sam an í kvikmynd Kolumbíafé- lagsins „Suddenly, Last Summer", en hún er gerð eft- ir leikriti Tennessee Williams. Kvikmyndahandritið hef ur höfundurinn sjálfur gert í samráði við Gore Vidál. í myndinni leikur Montgomery Clift ungan lækni, sem á að framkvæma heilauppskurð á stúlku, en hana leikur Eliza- beth Taylor. • •>•# Stanley Kubrick hlaut silf^- urborða ítalskra kvikmynda- gagnrýnenda. fyrir leikstjórn í mynd United Artist, „Paths of Glory". Kubrick var eini útlendingurinn, sem hlaut verðlaun árið 1958. Aðalhlut- verk í myndinni leikur Kirk Douglas. Verðlaun fyrir beztu leikstjórn' í ítalskri mynd hlaut Pietro Görmi fyrir „L' Uomo di paglia". Meðal þeirra kvikmynda, sem Metro-Goldwyn-Mayer hefur í hyggju að senda á markaðinn á næstunni, eru „Green Mansions", með Aud- rey Hepburn og Anthony Per- kins í áðalhlutverkunum, byggð á samnefndri skáld-' sögu W. H; Hudsons, -„Gount Your Blessings", með Maurice Cheválier, Deborah Kerr og Rossano Brazzi í aðalhlutverk unum, gerð eftir skáldsögu Nancy Mitford með sama nafni: „The Scapegoat", með Alee Guimiess og Bette Davis, gerð eftir skáldsögu Daphne du Maurier, og: loks „North by North-West", sakamála- mynd, stjórnað af Alfred Hit- chock, með Gary Grant, Eva Marie Saint og James Mason í aðalhlutverkunum. • »^» • Sophia Loren og Glark Gable munu ieika saman í ganaanmynd, sem Paramount- félagið hefur á prjónunum og heitír „Bay of Naples". Leíkr stjórar verða Jack Rose ög Melville Shavelson, sem einn- ig hafa skrifað handritið að myndinni. ¦ •>• r* „The Jounrey", cinema- scopekvikmynd frá Metro- Goldwyn-Mayer félaginu, var frumsýnd nú á dögunum í New York og Washington, og létu gagnrýnendur vel ar henhi. Handrit að mynd þess- ari' samdi George Tabori, en Anatole Litvak annaðist leik- stjórn. Þaðer saga ungverskr- ar' frelsishetju, sem er særð og reynir að komast undan til Austurríkis með hjálp enskr-- ar konu, Lady Ashmore^ ea þau hafa fellt hugi samanf. Russneskúr majór stöðvar bif- réið þeirra og kyrrsetur far- þegana, Þegar hann uppgötv- ar, hver hinn særði maður éí', lætur hann taka hann fastan, eri sér'síðar að sér og hjálpar elskendunum til að sleppa yf- ir landamærin til Austurrík- is. Mýndin er í litum, tekin í Austurríki. í henni leika á- gætir leikarar eins og Yúl Brynner,- Deborah Kerr, Ja- son, Robards jr., og Robert Morlay. Er leikur Yul Brynn- ers mjög rómaður í myndinni og sama er að segja um leik Deborah Kerr. • -t • .^. • Radio Liberation, útvarps- stóð, sem rekin er af fyrrver- andi Sovétborgurum og út- varpar daglega til Sovétríkj- anna, ~ sæmdi kvikmynda- stjörnandann Anatole Litvak nýlega heiðursskjali. í skjali þessu er skýrt frá því, að Lit- vak er fæddur í Kiev, en hef- ur gerzt bandarískur ríkis- borgari. í síðustu heimsstyrj- öld^ var hann liðsforingi; í bandaríska hernum, og { stríðs lok va'r- hann sæmdur heiðurs- merkjum af ríkisstjórnum S'tóra Bretlands, Frakklands ög Bandaríkjanna. Með skjali þessu vilja fyrrverandi.Sovét- borgarar hyll'a Anatole Lit- vak, ekki aðeins sem skapanlli listamann í kvikmyndahemí- inumi sem hefur náð langf í list sinni, heldur einnig sem hreinskilínn baráttumann fyr ir málstað frelsisins. SffiAN 1951 hefur Alþjóða- beilbrigðismálastof nunin 1 (WHO) og Barnasjóður Sam- einuðu . þjóðanna (UNICEF) aðstöðað yfirvöldin í 41 landi og landsvæði (samanlögð í- búatála: 785 milljónir) við að hefja allsherjarbaráttu gegm berklum með bólusetningu. Þessar upplýsingar gaf fpr- stjóri: WHO á stjórnarfuftdi hennar nýlega. Á þessum tíma haf a um 234 roilljónir manna verið berkla- skoðáðar og 88 milljónir bólu- settar. Þessar tölur eru frá síðustu áramótum. ' ¦ ' P AlþýðuMa»i» — 16. júlí 1959 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.