Alþýðublaðið - 16.07.1959, Blaðsíða 10
V.
*
Er ekki mælirinn fullur?
GREIN séra Jóhanns Hann-
essonar í Alþýðublaðinu þann
9. þ.m. hlýtur að vek.ia hryggð
og viðbjóð í senn hjá öllum
hugsandi og heilbrigðum
mönnum. Það er vægast sagt
Ijót lýsing, en ekki efa ég, að
þar sé ekki skýrt rétt frá og
ekki gert meira úr en er. En
svona er þá menningin hjá
okkur í dag. Við horfum upp
á að okkar helgasti blettur er
traðkaður og svívirtur af vit-
firrtum dýrum, sem kalla sig
menn og af menningarþjóð-
um komnir. Án þess að gera
neitt til að reka þennan lýð
burt úr þjóðgarðinum. Ég skil
ekkert í að forfeður okkar frá
Sturlungaöjd sky.ldu geta leg-
ið kyrrir í gröfum sínum.
En nú er mælirinn fullur
og nóg komið. Það verður að
banna hermönnum aðgang að
þjóðgarðinum og allt drykkju
svalj þar og stórsekta þá, sem
það brjóta. Sömuleiðis þarf að
setja reglugerð um umgengni
og þrifnað á tjaldstæðum og
beita sektum, ef út af er
brugðið. Ég dvaldist 1957 á
þrem stærstu þjóðgörðum
Bandaríkjanna. Þar var sú
reglusemi og þrifnaður á öll-
um sviðum, sem bezt verður á
kosið hjá þessum þúsundum
af öllum þjóðum, sem þarna
voru að hvíla sig og skemmta
sér. Sjálfsagt hafa verið þarna
eftirlitsmenn, en þeir voru
ekki þekktir frá öðrum. Ekki
mátti skilja eftir vindlings-
stubb á tjaldstað, allt rusl var
borið í öskutunnur, sem nóg
var af. Maður gat sofið róleg-
ur aila nóttina í svarta myrkri
án þess að vera truflaður af
hávaða eða öðru. Slíkt er ekki
hægt að segja um okkar þjóð-
garð eftir því sem sögui>
herma og allir vita. Þar kvað
ekki vera svefnsamt fyrir
næturgesti, einkanlega um
helgar. Einn ljótur ávani hjá
okkur, sem getur og hefur
valdið slysum á mönnum og
skepnum, en það er þegar fólk
sem ferðast í bílum úti á þjóð-
vegunum, er að grýta flösk-
um og öðru rusli út um bíl-
gluggana. Slíkum ósið er
hægt að kippa í lag á skömm-
um tíma með tvennu móti:
aukinni vegalögreglu og há-
um sektum. í Bandaríkjunum
er 100 dollara sekt við að
henda flöskum eða öðru rusli
út úr bílum á vegum úti.
Næsti bílstjóri, sem æki á eft-
ir þeim, sem það gerði, mundi
samstundis taka númerið á
þeim seku og kæra á næstu
benzínstöð, sem hringir í bíl
vegalögreglunnar, er innan
stundar hremmir þann seka
og sektar. Þeir bílstjórar, sem
ekki kæra, þótt þeir sjái að
lögbrot er framið, geta átt á
hættu að vera kærðir sjálfir
sem meðsekir, ef þriðji aðili
sér til. Hvað er á móti því að
setja þessi lög hér? Þurfum
við alltaf að vera tugi ára á
eftir öðrum þjóðum að kippa
í lag því, sem betur má fara?
Ætli fólk á vegum úti mundi
ekki hugsa sig um áður en
það kastaði rusli út um glugg-
ana, ef það ætti von á 1600
króna sekt? Þá mundi þetta
komast upp í vana hjá fólki
og árangurinn koma í ljós.
Aðeins að hafa ruslakörfu í
bílnum og losa hana á ben-
zínstöðvunum, sem auðvitað
hafa öskutunnur, þótt ég hafi
ekki séð þær hér. En úr því
að minnzt er á þrifna0 og snú-
ið heim frá þjóðgarðinum, má
ekki gleyma garminum hon-
um Katli, en það er höfuð-
borgin okkar, Reykjavík. Ár
eftir ár er varið úr bæjar-
sjóði milljónum króna til
gatna- og gangstéttahreinsun-
ar. Flokkar manna með frum-
stæðustu tæki strita kófsveitt
ir við að fjarlægja ruslið, sem
eins og rignir úr loftinu, því
að aldrei sér högg á vatni.
Appelsínuberki og banana-
hýði er dreift um gangstétt-
irnar, svo að mikil slysahætta
stafar af. Bréfarusl fýkur eins
og skæðadrífa framan í veg-
farendur ef hreyfir vind. En
yfir öllum þessum ósköpum
stendur þæjarstjórn og allar
nefndir og ráð, sem þessi ó-
sköp heyra undir, ásamt
Fegrunarfélaginu, algerlega
ráðþrota. Eitt sinn var þó tek-
in rögg á sig og festar rusla-
körfur á ljósastaura og átti
nú að venja bæjarbúa á þrifn
að og aukna menningu. En
bæjarbúar hafa víst misskilið
þessa viðleitni, því að körf-
urnar voru strax stórskemmd-
ar eða rifnar niður á nætur-
þeli, þegar lögreglan hafði í
öðru að snúast en að líta eftir
ruslakörfum. Svo fór um sjó-
ferð þá. Síðan hafa hæjarbúar
ekki þurft að leggja á sig það
erfiði, að leita þessar körfur
uppi, ef þeir hafa þurft að
losa sig við ru'sl, enda þótt
kannske sé ein og ein á sínum
stað enn,
En hvernig stendur svo á
því, að í milljónaborgum er-
lendis sést ekki vindlingsþút-
ur eða bréftætla á götum eða
gangstéttum, en þó sjást aldr-
ei neinir götusóparar? Ráðn-
ingu þessarar gátu. ætla ég
borgarstjóranum okkar að
gefa bæjarbúum. Því að ég
veit að hann er vel fær um
það, eða ég geri það síðar.
Það geta allir verið sammála
um það, að hér þarf mörgu
að kippa í lag hvað hreinlæti
og.umgengni viðkemur, og
það duga engin vettlingatök
eða vangaveltur. Nógu strang
ar reglur og háar fjársektir á
meðan fólk er að vepjast af
þessum skrílshætti og sóða-
skap, bæði í þjóðgarðinum og
hér í höfuðborginni. En fyrst
af öllu verður að krefjast
þess, að hreinsað verði til í
þjóðgarðinum og sjá svo um
að slíkt endurtaki sig ekki.
V. Stefánsson.
Jarðarför
STEFÁNS ÞORLÁKSSONAR, fyrrv. hreppstjóra
Reykjadal. Mosfeilssveit, fer fram laugardaginn 18. þ. m.
Húskveðja að Reykjadal kl. 1,30 e. h.
Sætaferð frá B.S.Í. að Lágafelli kl. 2 e. h.
Jarðsett verður að Mosfelli.
Sigurður N. Jakobsson.
Peysan í íréitunum
Framhald af 3. síðu.
ieyft sér hingað til, bví að ekki
var aðeins um erlent heiti að
ræða, — og það erum við út
af fyrir sig ekki að lasta að
þessu sinni, ■—■ heldur það, að
auglýst skulli jafnframt, að
varan sé ítölsk, Það eru ósann
indi. Sömuleiðis um efnið. —
Hvort sniðið sé upprunnið í
Ítalíu, er okkur ókunnugt. Og
það skiptir ekki máli, því að
þao stóð hvorki í auglýsingum
né á merkjum peysunnar. Sé
efazt um, að um hreina blekk
ingu hafi verið ða ræða skulu
menn spyrja fólk, hvað það
haii haldið um hina augiýstu
peysu, áður en Neytendasam-
tokin gáfu þær upplýsingar,
sem seljanda ber að gefa eða
a. m. k. að þegja þá alveg um
þau atriði, sem algengasí er.
Að sjálfs/>gðu er ekki verið
að veitast ,að neinum af öðr-
um ástæðum en þeim, sem ég
sagði í upphafi. Enginn stjórn
armeðlima þekkti neinn aðila
að umræddri peysu. En til lít-
ils erum við að vinna að hags-
munamálum neytenda, ef við
horfum aðgerðarlausir á svo
hróplega blekkingu. Það er
einnig margtekið fram, að við
erum á engan hátt að dæma
vöruna, heldur söluaðferðina.
Við ætlum alls ekki að gera
annað en það að birta umrædd
ar upplýsingar um peysuna,
en þegar haldið er áfram að
auglýsa peysuna á nákvæm-
lega samg. hátt og áður, þá
var ekki nema um eitt svar
að ræða við þeirri ósvífm, og
það gáfum við í gær! Ég hef
engan hitt ennþá, sem ekki
hefur fundizt það sjálfsagt".
Hjólbarðar
650x16
600x15
590x15
560x15
550x15
640x13
Barðinn hf.
Skúlagötu 40 og
Varðarhúsinu við
Tryggvagötu.
Randers Rebslaaeri
Sísal fiskilínur og kaðlar.
Manillakaðlar, grastóg og stálvírar.
Kristján Ó. Skagfjörö
Tryggvagötu 4, Reykjavík. Sími 24-120.
Torgsalan
Laugavegi 63.
Hefi fengið hin vinsælu 10 kr. blómahúnt —
Mikið úrval af pottablómum, mjög ódýrt
Fallegar blómstrandi plöntur í altankassa og
á leiði.
Torgsalan, Laugavegi 63
Sími 16990.
Rafvirkjar
Starf eftirlitsmanns raflagna hjá Rafveitu
Akraness er laust til umsóknar. — Umsókn-
arfrestur er til 1. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
rafveitunnar.
Rafveita Akraness.
Opnar daglega kl. 8,30 árd.
Almennar veitingar allan daginn.
Ódýr ög vistlegur matsölustaður.
Reynið viðskiptin.
INGOLFS-CAFE
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
*
s
s
s
10 16. júlí 1959 — AlþýðublaSið