Alþýðublaðið - 23.07.1959, Qupperneq 4
á
Castro o
Ctgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ritstjörar: Benedikt Gröndal, Gfsli J. Aat-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm-
arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og
14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10.
Á dð þœfa á alþingi?
TÍMINONT heldur áfram að fjarg|viðrast yfit
því, að kjördæmamálið eitt verði afgreitt á sumar-
þinginu. Mun sá málflutningur boða það, 'að Fram
sóknarmenn ætli að þæfa störf alþingis með mara
þonræðum eins og á vetrarþinginu, þegar kjör-
dæmabreytingin var þar til umræðu og afgreiðslu.
Meira að segja þykist Tíminn stórhneykslaður á
því ofríki, ef kjördæmamálið verði afgreitt á sum
arþinginu og segir, að þjóðarviljinn sé eitthvað allt
annað. Hann varðar ekki um smámuni eins og þá,
að Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Sjálf
stæðisflokkurinn fengu samtals 72,8% atkvæða og
33 þingmenn við kosningamar 28. júní, en Fram-
sóknarflokkurinn varð að láta sér nægja 27,2% at-
kvæða og 19 þingmenn
Mennirnir, sem nú mega ekki heyra á það
minnzt, að kjördæmabreytingin ein verði verk-
efni sumarþingsins, eru hinir sömu og héldu því
fram, að umræður um annað en kjördæmamálið
væru sama sem stjórnarskrárhrot. Fyrir kosn-
ingarnar vildu Framsóknarmenn ekki, að minnzt
í væri á önnur mál en kjördæmabreytinguna. En
nú finnst þeim hneyksli, ef kjördæmamálið
verði eina verkefni sumarþingsins. Þannig hafa
þeir tekið á sig stærsta snúning, sem sézt hefur
í íslenzkri stjórnmálaharáttu um langt áraskeið.
( Og Þórarinn Þórarinsson flytur nú á alþingi til-
lög um að ráðstafa nokkrum milljónatugum ut-
1 an við fjárlög. Fyrir kosningarnar 28. júlí hélt
hann því hinsvegar fram alla virka daga að kjör
dæmamálið eitt væri til umræðu og afstöðu. Allt
annað þótti honum stjórnarskrárhrot.
Auðvitað liggur í augum uppi, að verkefni
sumarþingsins sé að afgreiða kjördæmamálið
fyrst Framsóknarflokkurinn fékk ekki stöðvun-
arvald í kosningunum 28. júní. Um þetta var kos-
ið, og fyrst og fremst að fulítingi Framsóknar-
flokksins, sem vildi skilyrðislaust gera kosning-
amar að þjóðaratkvæðagreiðslu um kjördæma-
málið. Það fékk hann líka. En Framsóknarflokk-
urinn tapaði þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Og
þá segist hann ekkert mark taka á úrslitum kosn-
inganna, en býr sig undir að þæfa störf alþingis.
Skyldi sá sjónleikur verða honum til framdrátt-
ar í haustkosningunum?
Odýr dívanteppi
GARDÍNUBÚDiN, Laugavegi 21.
Rennilokar
1 % tommu til 2ja tommu fyrirliggjandi.
Á. ióhannsson & Smith h.f.
í Brautarholt 4 — Sími 24244.
STJÓRNARKREPPAN á
Kúbu orsakast ekki af nein-
um ótta við að hinn ungi for-
sætisráðherra, Fidel Castro,
og nánustu samstarfsmenn
hans vilja ryðja kommúnist-
um braut til valda. Þær á-
sakanir á hendur Castro,
að hann sé grímuklæddur
kommúnisti eða fangi komm-
únista verða hó áreiðanlega í
hávegum hafðar, bæði af fylg-
ismönnum hins fallna Batista
og andstæðingum, sem Castro
hefur síðar aflað sér. Fyrrver-
andi yfirmaður flughers Bat-
ista hefur hátíðlega lýst því
yfir í Washington, að Castro
sjálfur, bróðir hans og aðrir
forustumenn í byltingunni
séu kommúnistar. En bessu er
ótvírætt vísað á bug af frétta-
manni New York Times. Slík
yfirlýsing ætti þó í sjálfu sér
að vera óþörf í ljósi þess, sem
áður var vitað um afstöðuna
milli Castro og kommúnist-
anna,
Kommúnistar á Kúbu voru
lítt hrifnir, þegar Castro gekk
á land í Orientehéraði í des-
ember 1956, ásamt 12 vopn-
uðum sjálfboðaliðum. Ekki
fyrr en í apríl-mánuði 1958
tóku þeir greinilega afstöðu
til skipunar hans um allsherj-
arverkfall. Án þess að vinna
beint gegn verkfallinu, lýstu
þeir yfir að liðssveitir hans
hefðu ekki möguleika á að
sigra, og bráðlega gáfu þeir
sínum mönnum skipun um að
brjóta verkfallið. Castro svar-
aði með því að láta í ljós undr
un sína yfir því, að foringjar
kommúnista væru látnir lifa
og starfa í friði í höfuðborg-
inni Havana, án þess að lög-
regla Batista skipti sér af
þeim.
Afstaða kommúnistanna
mótaðist ekki einungis af
vantrú á allsherjarverkfalls-
skipun Castros og skæruliða-
hernaði hans. Þeir voru í
sambandi við Batista einræð-
isherra, sem á margan hátt
minnir á afstöðu argentískra
kommúnista til Perons og
brasilíanskra kommúnista til
Varga. Flokkurinn naut skiln
ings Batista þegar árin 1937
—’38 og fékk þá aftur að
starfa löglega í landinu. Hann
Fidel Castro.
studdi Batista sem forseta-
efni árið 1940 og þeir studdu
skjólstæðing hans árið 1944.
Fyrir skömmu síðan átti einn
forustumanna kommúnista,
Majinello, sæti í ríkisstjórn-
inni. Batista og kommúnistar
stóðu saman fremstir í flokki
í baráttunni gegn hinum hæg-
fara og frjálslyndu forsetum
Grau og Prio og flokkurinn
lagði blessun sína yfir stjórn-
arbyltingu Batista árig 1952.
Til að friða þá í Washing-
ton fann Batista brátt upp á
því, að banna kommúnista-
flokkinn. En jafnvel þótt
flokkurinn gæti ekki lengur
komið fram opinberlega og
beint, var starfsemi hans um-
borin af yfirvöldunum. Ekki
var hreyft við helztu leiðtog-
um kommúnista og þeir komu
ýmsum af sínum mönnum
fyrir í flokki Batista og lands-
stjórninni.
Afstaða kommúnista til
einræðisherra, svo sem Bat-
ista, Perons og Varga, orsak-
aðist að nokkru leyti af því,
að þeir létu utanríkismál
miklu meira skipta en innan-
ríkismál. En sú stefna átti
líka rætur sínar að rekja til
sjónarmiða mikils hluta latín-
amerískra verkalýðsstétta.
Frjálslyndir flokkar og stjórn
málamenn voru fyrst og
fremst fulltrúar verzlunar-
manna, menntamanna og ann
arra millistétta, og þeir sýndu
sannast sagna lítinn skilning
á erfiðum, þjóðfélagslegum
vandamálum. Hinir vígbúnu
einræðisherrar reyndu að
notfæra sér hina miklu van-
trú verkalýðsins í garð hinna
frjálslyndu og freistuðu þess
að beita verkalýðsfélögunum
gegn frjálslyndum stjórnmála
mönnum. Og Bat-ista var ekki
síður en Peron og Varga fús
til að umbera kommúnista,
svo lengi sem þeir létu hafa
sig til þessa leiks.
Fidel Castro er fulltrúi ann
arra afla. hóps. ungra stú-
denta, sem komu til að gerast
leiðtogar; ekki leiðtogar verka
lýðshreyfingarinnar, heldur
félagslegra, allsherjar-umbóta
í landinu. Það er grundvöll-
urinn undir framfaraáætlun
Castros, sem er aðalorsökin
til styrjaldarinnar milli hans
og hins fallna forseta. — J. S.
★ Friðsamur hópur
spásserar á malbild.
★ Hlustar auðmjúkur á
umvandanir biskups.
★ En var með rosta í
• r r
jum.
★ Er skáldskap og
draumum lokið?
ÉG MÆTTI við þingsetning-
una, settist fyrst á bekk á Aust-
urvelli og hlustaði á bollalegg-
ingar og palldóma sessunauta
minna. Mér heyrðist að sumir
væru jafnvel þarna komnir til
þess að kveðja gömlu þingmcnn
ina: Pétur Ottesen, Jóhann úr
Eyjum og Jón frá Akri. Þeir
mæta ekki oftar til þings. „Það
er eins og þítta boði breytta
tíma“, sagði miðaldra m'áður.
„Nú gengur ný kynslóð.til þings
— sem ekkert þekkir liðinn tíma
nema af lestri bóka. Mér lýst
ekki á það hvað' fjölgað hefur
útgerðarstyrkja- og uppbóta-
mönnum á alþingi.“
ÞINGMENNIRNIR komu —
hver af öðrum og snöruðust inn
n n es
o r n i n u
í Alþingishúsið, sumir voru
prúðbúnir, jafnvel þrír með
pípuhatt —og allir úr sjálfstseð
isflokknum, aðrir í gráum föt-
um og Ijósum sokkum — og
rötuðu ekki í anddyrinu, hring-
snerust þar og vissu ekki hvort
þeir ættu að snúa til hægri, inn
í skrifstofu forseta eða til vinstri
inn til fatageymslu kvenna, en
var leiðbeint. Þarna kom Björn
minn Pálsson, þúfnabaninn úr
Húnaþingi. Það var eins og
kargaþýfi væri í anddyrinu. —
Hann virtist vera feiminn og
það hélt ég að hann kynni ekki.
DÓMKIRKJUKLUKKAN
kallaði þingmennina í kirkju.
Svo opnaðist anddyrið og þeir
gengu út: forsetinn og biskup-
inn nýi, forsætisráðherra og for
setafrú — og svo hver af öðr-
um: Hinir nýju voru ákaflega
hátíðlegir eða kunnu ekki við
sig, sumir eins og þeir hefð'u
gleypt hrífuskaft, aðrir eins og
þeir væru á hlaðinu heima hjá
sér. Ég fór að husga um það
hvað skelfilegs lítið færi nú fyr-
ir þessu hópi þarna á malibik-
inu. Enginn skyldi ætla að hann
hefði gert allt vitlaust í landinu
í heilan mánuð.
UM Ieið og lestin gekk úr Al-
þingishúsinu byrjaði hann að
rigna og það ri'gndi jafnt yfir
réttláta sem rangláta. — Ekki
dæmi ég um það hverjir voru
réttlátir og hverjir ranglátir. —
Það varð alis ekki séð á svip
þeirra, heldur ekki limaburði
—• og hvorki gat ég rannsakað
hjörtun né nýrun. Þetta kemur
ef til vill í Ijós. Tækifærin verða
þó ekki mörg. Að líkindum
verður þetta stytzta þing, sem
sögur fara af.
ÉG FÓR að hugsa um það
hvað örlögin geta verið duttl-
ungafull. Marga þekkti ég frá
fornu fari. Ég hefði svarið fyrir
það að sumir þeirra myndu
nokkru sinni komast í hrepps-
nefnd hvað þá á alþingi. Þarna
voru tveir, sem aldrei vissu sitt
rjúkandi ráð og enga skoðun
höfðu á neinu máli. Björn Páls-
son var ekki einn beirra. Ég þótt
ist vita það fyrir þrjátíu árum,
að hann gæti orðið forystumað-
ur og þá eingöngu vegna bess
að honum fyndist ekkert ganga
hjá þeim, sem ættu að sjá um
Mutina. Afi hans var Björn Ey-
steinsson.
BISKUPINN tók hópinn til
bænar þegar í kirkjuna kom og
enginn mælti orð af vörum. Þeir
hefðu áreiðanlega svarað fyrir
sig í júní og frábiðið sér föður-
legan urn,vö»dunartón, en nú
voru þeir allir bljúgir og auð-
mjúk ir og tóku tali biskups af
stakri undirgefni. En ég er ákaf-
lega hræddur um að þetta hafi
ekki enst nema út á kirkjutröpp-
urnar, varla alla leið inn í Al-
þingishús.
Framhald á 10. síðu.
4 23. júM 1959 — Alþýðublaðið