Alþýðublaðið - 23.07.1959, Page 5
ÞAÐ rignir og ekkert unnt
að hafast að úti. Grá regnský-
in hanga í fjöllunum og yfir
allri jörðunni grúfir einhver
dapurlqg ‘kyrrð, sem er ein-
kennandi fyrir regndaga um
sláttinn. Við augum mér
blasa víðar lendur, sem bíða
þurrks og sólar — akrar, sem
bíða uþpskeru. Og einhvern
tíma kemur að því að vélarn-
ar bruna út á völlinn og glymj
andi vinnuhljóð berst utan af
túninu og líður með fjöllun-
um. Og þá verður gaman að
lifa.
Sigurður Einarsson í Holti
En á meðan sé ég fyrir mér
aðra akra, sem bíða uppskeru
— og við erum dálítið fáfróð
um og dálítið tómlát um. Og
gætum þó orðið þar að liði í
ríkara mæli, en við erum. Ég
ætla að stytta mér þennan
regndag með því að segja um
það dálitla sögu.
Villa Edelweiss er stórt
fjögurra hæða hús í austur-
ríska fjallahéraðinu Badga-
stein. Það var áður gestaheim-
ili, eða nokkurs konar hótel.
Það eru tæp tvö ár síðan Al-
kirkjuráðið (World Council
of Churches) tók húsið til af-
nota til að liðsinna bágstödd-
um flóttastúlkum, sem rnisst
hafa allt, föðurland, ættingja,
ástvini, lífsmöguleika, fram-
tíð. Og hér e.r dæmi þess, sem
þarna er að gerast:
Margit er 14 ■ ára. Þegar
hún kom til Villa Edelweiss
fyrir eitthvað 11 mánuðum,
var hún föl og horuð, tortrygg
in, einmana og vansæl. Hún
kom úr austurrískum flótta-
mannabúðum. Nú er hún sæl-
leg, glaðlynd, félagslynd og
opinská. Hún hefur eignast
traust á sjálfri sér og mönn-
unum, og er orðin eins og
heilbrigð stúlka á fermingar-
aldri á að vera.
Þær eru orðnar 150, stúlk-
urnar sem heimilið í Villa
Edelweiss hefur hjálpað á
sama hátt og Margit á þess-
um tæpum tveim árum, byggt
þær upp að nýju andlega og
líkamlega, kennt þeim, mann-
að þær og þjargað þeim frá
ósegjanlegu volæði. Mörgum
þeirra hefur þetta kennslu-
heimili verið fyrsta örugga
athvarfið, sem þær áttu á ævi
sinni, fyrsti griðastaðurinn,
sem þauð þeim öryggi, hjálp
og kærleika.
Þessar .stúlkur eru nálega
allar flóttabörn úr járntjalds-
löndunum, flestar á aldrinum
frá 14 ára til tvítugs, sumar
nokkru yngri, einstaka komn-
ar allt að þrítugu. Reynt er
að taka þær, sem mesta hafa-
þörfina, án tillits til aldurs
eða annarra ástæðna.
Hvaðan koma svo þessar
stúljtur og hvernig koma þær?
Sumar koma frá Júgóslavíu
þlátt áfram með því að yfir-
gefa járnbrautarlest í Wien
og beiðast ásjár sem pólitísk-
ir flóttamenn. Slíkur flótti
færist sífellt í vöxt. Fjöldinn
allur barst með ýmsum hætti
til Austurríkis haustið 1956
þegar rússneskir harðstjórar
og ungverskir þjóðsyikarar
tóku höndum saman um að
drekkja frelsisþrá ungversku
þjóðarinnar í blóði. Þá gripu
margir ungverskir foreldrar
til þess örþrifaráðs að senda
þörn sín inn yfir austurrísku
landamærin, ýmist með vin-
um og kunningjum, eða alveg
vegalaus að öðru en skilríkj-
um um heiti þeirra, aldur og
heimili. Margir gerðu þetta í
þeirri von að uppreisnin gegn
rússneska okinu og kommún-
ismanum mundi heppnast og
þeim auðnast að endurheimta
börn sín. Margir voru þeir og,
sem gripu til þess að fórna
samvistunum við börn sín
fyrir þann möguleika einn, að
þau mættu alast upp í lýð-
frjálsu landi. Eitt er víst: Það
eru þúsundir af þessum föð-
urlandslausu og hælislausu
vesalingum í flóttamannabúð-
unum í Austurríki. Og það eru
engir, sem þjást eins ægilega
í flóttamannabúðunum, eins
og unglingarnir. Aðgerðar-
leysið, vonleysi þessa íífs án
framtíðar, . brýtur niður allt
þrek þeirra, siðferðisþrótt og
lífsgieði.
Villa Eddelweiss er eitt af
tækjunum, sem Alkirkjuráðið
hefur skapað sér til þess að
bjarga nokkrum af þessum
vansælu fómardýrum hins
heiðna siðleysis nútímans.
Og ungu stúlkurnar, sem- eru-
svo heppnar að komast þang-
að, eru unaðslega hamingju-
samar. Á sumrum líða dagarn
ir við nám og starf, göngur í
fjöllunum, sund og sólböð. Á
veturna koma sleða- og skauta
farir í stáð sumaríþróttanna.
En langmestur tíminn er all-
an ársins hring helgaður
námi. Stúlkurnar, sem eiga
von á að fá að gerast inn-
flytjendur til Bandaríkjanna,
Kanada, eða Ástralíu, læra
ensku og mörg önnur nytsöm
fræði, hinar þýzku, sem ætla
má að verði að setjast um
kyrrt í Austurríki. Kennar-
arnir eru sjálfboðaliðar frá
þessum löndum, sem vinna
kauplaust af kærleika til mál-
efnisins, hámenntaðar stúlk-
ur, gripnar kristinni hugsjón,
sem gerast vinir, félagar og
fræðarar stúlknanna í Villa
Eddelweiss og gefa þeim í
daglegri sambúð skilning og
ást á því lífi, sem bíður þeirra
í nýju föðurlandi.
Flóttastúlkurnar vinna að
öllum heimilisstörfum og eru
hvattar til þess að nema þau
vel og rækja. Það er mikil
eftirspurn eftir því að fá að
vinna í eldhúsinu, ekki sízt
vegna frábærra vinsælda ung
versku matseljunnar, sem
sjálf er landflótta Ungverji,
33 ára gömul hjúkrunarkona.
Á kvöldin er setið í vistíegu
dagstofúnni. Stúlkurnar hafa
sjálfar ofið gluggatjöld og
dregla. Þarna spila þær og
syngja, sauma og spjalla sam-
an. Þær, sem hafa fengið inn-
flytjendaleyfi, búa sig undir
lífjð í nýja. landinu, lesa bæk-
ur, sem lúta að lífshögum
þar, ræða við. kennslustúlk-
urnar, sem til þekkja. Og vera
má, að ein sitji úti í horni og
hlusti á allt þetta glaðværa
skraf með tár í augunum. Það
er hún, sem hefur fengið
berkla á hrakningnum, og
enginn þorir að veita viðtöku,
þó henni virðist batnað. Væri
annars ekki rúm fyrir.hana á
Reykjalundi?
Þau eru fimm heimilin af
þessu tagi, sem 'fló.ttamánna-
þjónusta Alkirkjuráðsins rek-
ur í Austurríki, en þó hvert
með sínu sérstaka sniði og
markmiði. Kunnastur er iðn-
skólinn í Spiltal, þó að fáir
kannist við. ha'nn héí. á - lancli.
Þar læra ungir flóttamenn
ýmis iðnaðarstörf og sú kunn-
átta verður þeim lykill að
frelsi og starfi í öðrum lönd-
um, sem þeim væru ella lok-
uð. Þessi skóli hefur gert ó-
trúlega mikið gagn og orðið
hundruðum ungra manna upp
haf lífsgæfu og góðs farnaðar.
Síðasfa áfakið, sem mér er
kunnugt um, er barnabúgarð-
urinn í dalnum fyrir neðan
Badgastein. Þangað eru tekin
börn undir átta ára að aldri,
af barnmörgum fjölskyldum í
flóttamannabúðunum, sem
eiga við sérstaka örðugleika
að etja, t. d. sjúkdóma móður-
innar. Sjúkdómar eru voða-
legt böl í þrengsjum og ó-
frelsi flóttamannabúðanna —
og auðvitað bitna þeir þyngst
á.börnunum.
Þessi- heimill eru ekki að-
eins rekin fyrir ungt fólk,
þau eru nálega eingöngu rek-
in af ungu fólki, sjálfboðalið-
um úr frjálsum löndum Vest-
ur-Evrópu og Bandaríkjunum
og Samveldislöndum Breta.
Þessi ungmenni taka ekki eyr-
isvirði fyrir starf sitt umfram
fæði og húsnæði, en þau auðg
ast að mannlegri reynslu og
þroska á þann veg. sem tor-
fundin myndi verða á öðrum
vettvangi. Og svo er fyrir að
þakka að: til er fjöldi æsku-
fólks í öllum þessum löndum,
sem er svo ósnortinn af auðs-
hyggju og skemmtanafýsn, að
hann er fþs til að takast á
hendpr slík störf. Ég efa það
ekki, að slíkt æskufólk er einn
ig til á íslandi. Við þurfum
aðeins að koma því í snert-
ingu við hin stóru verkefni á
alþjóðlegum vettvangi, þar
sem menn safna sér þeim
fjársjóðum, sem mölur og ryð
fá ekki grandað.
Ég skal til dæmís geta þess,
að það, er dönsk stúlka, Apne
Jensen, sem hefur stjórnað
Villa Edelweiss síðustu 16
mánuðina. Hún er aðeins 25
ára að aldri. Á þessum tíma
hefur hún lært ungversku svo
vel, að hún talar hana reip-
rennandi, og aflað sér þeirrar
háttvísi, djúpskyggni og
reynslu í meðferð viðkvæmra
æskusálna, sem hvarvetna
munu gera hana að ómetan-
legum, starfskrafti, þar sem.
við mannleg vandamál er að.
stríða. Ég gæti búizt við því,
að nafn hennar ætti eftir að.
verða kunnugt meðal kristi-
legra framherja á Norður-
löndum. Aðstoðarstúlku r
hennar frá Hollandi, Eng-
landi, Bandaríkjunum og Aust
urríki hjálpa henni dyggilega
við kennsluna. og heimilis--
störfin, og síðast en ekki sízt
við það að verða vinir, sálu-
sórgarar og andlegir upp-
byggjendur flóttastúlknanna,
Og þess er þeim engu minni
þörf en allri forsjá og ytri að-
stoð.
Það er ómetanlegt starf.
sem þessar stúlkur vinna fyr-
ir Alkirkjuráðið, kennslu-
heimilin og flóttafólkið. En.
við skulum ekki ætla að þær
fái ekkert í aðra hönd. Þær
koma heim með nýjan skiln-
ing á þyí lifandi starfi, sem.
kirkjan innir af höndum, og
brennandi áhuga á bví að.
verða. öðrum að liði. Augu
þeirra hafa opnast fyrir þeirrl
mannlegu þjáningu, sem víða
ríkir í Evrópu og hvernig
kirkjan leitast við að ráða
bætur á henni með raunhæfu
starfi. Við íslendingar þekkj-
um allt of lítið til þess starfs,
styðjum það í allt of fátæk-
legum mæli og erum of tóm-
látir um það, þó að fyrstu
sporin hafi verið stigin til
þess að þoka okkur inn í hina
merkilegu samvinnu Alkirkju
ráðsins.
Það’ yar þetta, sem hinir ó-
slegnu, vellir minntu mig á,
hinn drjúpandi akur undir
þungbúnum regnhimni: Starf-
ið, sem bíður á öðrum dýr-
mætum akri. Og hvernig við
eigum að biðja herra korn-
skufðarins að senda verka-
menn til uppskeru sinnar. Ég
held að við ættum öll að
verða slík.ir verkamenn með
virkri aðstoð. Ég held -að við
Framhald á 11. síðu.
IÁ ÞRÍÐÁLKA mynd- |>
inni sjást flóttastúlkur frá ;;
Villa Edelweiss á fjall- !í
göngö. Tvídálka myndin j;
er íekin í dagstofunni á ! I
heimilinu og eindálka §
myndin sýnir eina stúlk- 11
una vi@ nám. !;
MWWWWWWmWMMWWft
AlþýðublaS&ð — 23. júlí 1959