Alþýðublaðið - 24.07.1959, Page 2
VEÐRIÐ: SV kaldi. Smá-
skúrir.
BENZÍNAFGREIÐSLUR í
Reykjavík eru opnar í júlí-
mánuði sem hér segir; virka
daga kl. 7.30—23. Sunnu-
daga kl. 9.30—11.30 'og 13
—23.
☆
3LISTASAFN Einars Jónsson
ar, að Hnitbjörgum, er opið
daglega kl. 1.30—3.30.
☆
BÆJARBOKASAFN; Lokað
vegna sumarleyfa il þriðju-
dagsins 4. ágúst.
★
KÓPAVOGSKIRKJA: Sjálf-
boðaliðar, sem vildu vinna
við Kópavogskirkju, eru
beðnir að gjöra svo vel að
gefa sig fram við verkstjór-
ann á staðnum næstu daga.
Byggingarnefndin.
SIÐASTLIÐINN sunnudag
voru gefin saman í hjóna-
band Sigríður Bergsteins-
dóttir frá Laugarvatni og
Einar Elíasson úr Vest-
mannaeyjum. Séra Ingólfur
Ástmarsson framkvæmdi
hjónavígsluna í Miðdals-
'kirkju. Heimilj ungu hjón-
anna er að Eyrarvegi 22,
Selfossi.
☆
ÚTVARPIÐ: 19 Þingfréttir.
20.30 Tónleikar. 20.45 Er-
indi fyrir kvenþjóðin:
Þvottar og þvottaefni (Dag
rún Kristjánsdóttir hús-
mæðrakennari). 21.05 Kór-
söngur: Kárlakór Rvíkur.
21.25 Þáttur af músíklífinu
(Leifur Þórarinsson). 22.10
Kvöldsagan: „Tólfkónga-
vit“. 22.30 Nýtt úr djass-
heiminum.
0ÐRU VÍSI MÉR
ÁÐUR BRÁ ...
RITSTJÓRI Tímans hefur
orðið umræðuefni fólks með
nokkuð óvæntum hætti. Hann
hefur sem sé orðið fyrstur
þingmanna til að flytja á al-
þingi tillögu um mál gersam-
iega óskylt stjórnarskrárbreyt
ingunni eða kjördæmamál-
ínu. Fólk rifjar nú upp þau
arð Xímans í síðasta mánuði
að ekki væri um annað kosið
en kjördæmabreytinguna og
ekki kæmi til greina að ræða
önnur málefni á sumarþing-
rnu. Þingmenn og aðra rak því
í rogastanz, er þeir augum litu
þessa tillögu strax á öðrum
fundi þingsins í fyrradag, og
að einmitt ritstjórinn skyldi
verða til þess að brjóta þ\tta
hoðorð sitt með því að fleygja
inn á alþingi tillögu til þings
ályktunar unl 67 milljón kr.
aukið framlag til íbúðalána,
án þess að rökstutt sé, hvaðan
> jþessara peninga skuli aflað.
Jómfrúrtillaga þingmanns
Framsóknarmanna í Reykja-
vík varð því aðeins löðrungur
í eigið andlit, en lítill greiði
t’járvana húsbyggjendum, sem
sjá alvarleg málefni sín dreg-
in inn í ábyrgðarlausan skrípa
leik, sem er orðino almennt
, aðhlátursefni.
Hér er þriðja skák
Friðriks og fnga.
ÞAÐ hefur einkennt einvígi
þeirra Friðriks og Inga R.
hvað báðir hafa haft mikinn
sigurvilja, ekki síður Ingi,
enda þótt hann hafi oft staðið
höllum fæti. Hann hefur ekki
síður en Friðrik blásið lífi í
glæðurnar. Allar hafa skákirn-
ar verið óvenju skemmtilegar
og aldrei hefur hvarflað að á-
horfendum, að annar hvor að-
ilinn reyndi að hlífa sér. í
sveita síns andlits hafa þeir
reynf að kryfja taflstöðurnar
til mergjar, en jafnframt séð
um að hafa þær svo flóknar,
að miðlungsmenn skilji ekki,
meistarar lítið og þeir sjálfir
varla. Friðrik hefur sennilega
komið Inga á óvart í öllum
þrem fyrstu skákunum og yf-
irleitt fengið betra tafl
snemma. Ingi ^ann samt fyrstu
skákina og varðist vel í hinum
tveim, bótt hann lyti að lokum
í lægra haldi. Hér kemur þriðja
einvígisskákin:
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson
Svart: Friðrik Ólafsson.
DROTTNINGARBRAGÐ.
1. d4—Rf6
2. c4—e6
3. Rf3—d5
4. Rc3—c6
5. e3—Rbd7
6. Dc2—Bd6
7. Bd2—0-0
8. 0-0-0
Þetta er uppbygging Rússans
Tajmanoff og/hefur oft gefizt
vel, en Friðrik er með nýlega
aðferð á prjónunum einnig ætt-
aða frá Rússlandi.
8___Bb4!
9. Bd3—c5
10. Hhgl
Kbl var eðlilegri og senni-
lega betri leikur en Ingi vill
hafa líf í tuskunum.
10. —dxc4
11. Bxc4—Rb6
12. Bd3—c4
13. Be2—Bd7
14. e4
Ingi átti ekki margra kosta
völ en tekur sennilega þann
skársta, að fórna skiptamun
fyrir sókn á miðborði og kóngs
væng.
14. —Bxc3
15. Bxc3—Ba4
16. Dbl—Bxdl
17. Bxdl—Rfd7
Sennilega var Rbd7 betri leik
ur og ætti svartur þá að eiga
unnið tafl þótt djúpt sé á vinn-
ingnum.
18. g4—e5
Þessi leikur veikir svörtu
kóngsstöðuna, en jafnframt
opnast taflið sennilega svört-
um í hag. 18. —Rc8 kom mjög
til greina.
19. Dc2—exd4
20. Rxd4—Rc5
21. Rf5—Dd3
Hér neyðist svartur til að
gefa g-peðið þar eð 21. —f6
strandar á 22. g5.
22. Bxg7—Hfe8
23. f3—Hac8
Hér var 23. —Rbd7 eðlilegri
og betri leikur.
24. Dc3—Dxc3
25. Bxc3—Rd3t
26. Kbl—He6
27. h4—Rd7
28. g5—b5
29. a3—Rd7-e5
Ingi hefur teflt mjög vel frá
því að hann fórnaði skiptamun-
inum en nú sést honum yfir
beztu leiðina 31. f4!—Rc6, svart
ur má ekki drepa peðið vegna
32. Bb4 og hvítur vinnur skipta
mun, 32. Bg4—Hb8. 33. Rg3 og
hvítur hefur enn ágæta mögu-
leika.
31. Rd4—Hb6
32. Hfl—Rc6
33. f4—b4
34. axb4—Rxd4
35. Bxd4—Hxb4
36. Bc3—Hb7
37. Bc2—Rxb2
38. Kcl—Rd3f
39. Bxd3—-cxdS
40. Kd2—Hb3
41. Hgl—Kg8!
Hér fór skákin í bið og var
nú auðunnin á svart.
42. f5—a5!
43. Bxa5—Hb2
44. Kdl—Hxcl
45. Kxcl—He2
46. g6—Ilxe4
47. Kd2—He5
48. Bc3—Hxf5
49. gxf7—Kxf7
50. Kxd3—Hxh5
51. Ke2—Hg5
52. Kf3—h5
53. Bel—Kg6
54. Bg3—Kf5
55. Bh2—h4
56. Bd6—h3
57. Bg3—Hg4
58. Kf2—Ke4
59. Bc7—Hg2
60. Kfl—Kf3
og svartur gafst upp.
Ingvar Ásmundsson.
fsieini á þingi í gær
Framhald af 1. síðu.
kosningu nefndaririiar, sem
fær kjördæmamálið til með-
ferðar.
Umræðurnar í neðri deild í
gær urðu að því leyti söguleg-
ar, að mjög sló í brýnu moð
Einari Ölgeirssyni og Eysteini
Jónssyni. Átti Eysteinn frum-
kvæðið með því að deila á Einar
og Alþýðubandalagið fyrr for-
setakjörið á alþingi, en Einar
svaraði hressilega í langri
ræðu, þar sem hann sagði Fram
sóknarflokkrium vægðaiiaust
til syndanna. Taldi hann kjör-
dæmabreytinguna stóríelida
réttarbót fyrir verkalýðinn og
sannkallað mannréttindamál.
Minnti hann Eystein á, að
verkalýðsflokkarnir hefðu nú
þrisvar sinnum á 28 árum orðið
að knýja fram leiðréttingu á
kjördæmaskipuninni í sam-
vinnu við Sjálfstæðisflokkinn
vegna afturhaldssemi Fram-
sóknarmanna, sem ríghéldu í
gömul forréttindi. Enn fremur.
bar ýmis önnur þjóðmál á góma
í þessum orðahnippingum Ey-
steins og Einars, og hitnaði báð-
um í hamsi.
Rök Framsóknarmanna eru
hin sömu og þeir beittu í kosn-
ingabaráttunni, nema að þeir
vilja ekki una úrslitum kosn-
inganna 28. júní, þar eð þeir
fengu Þar ekki stöðvvmarvald.
Var lestur allra Framsóknar-
LAXVEIÐI er mikil í Ölfusá
og síðustu dægrin hefur laxinn
gengið upp eftir ánni og veiðzt
í hundraðatali. Mest varð veið-
in í fyr'radag, líklega kringum
500 laxar. Allt er þetta veitt í
nælonnet, en stangaveiðin er
sáralítil. í kvöld verða netin
tekin upp, því samkvæmt nýju
laxalögunum mega net ekki
liggja frá föstudagskvöldi' til
þriðjudagsmorguns, og því að-
eins veitt hálfa vikuna. Jarðeig
endur í Ölfusi og Flóa hafa
netaveiðina nær alla á eigin
vegum og veiðir hver fyrir sínu
landi.
mannanna, sem töluðu í neðri
deild í gær, hinn sami um kjör
dæmamálið, enda fluttu þeir
skrifaðar ræður að Eysteini
undanskildum.
Einn þeirra Framsóknar-
manna, sem þátt tóku í þessum
umræðum, flytti jómfiýræðu
sína á alþingi. Var það Óskar
Jónsson, þingmaður Vestur-
Skaftfellinga, Las hann ræðu
sína sæmilega áheyrilega og
var til skiptis stórorður og létt-
ur í máli. Minnti málflutning-
ur hans mjög á, að hann héldi
sig enn á framboðsfundi í Vík
í Mýrdal. Mun Óskar skemmti-
legur ræðumaður ,enda var
meira á hann hlustað en hina
fulltrúa Framsóknarflokksins í
umræðunum.
Kosningalaga
FRUMVARPIÐ um kosning-
ar til alþingis samkvæmt hinni
nýju kjördæmaskipun var lagt
fram á alþingi í gær. Er þar
svo fyrirmælt, að atkvæðatala
annars vegar og hlutfallstala
hins vegar ráði um, hverjir
verða uppbótarþingmenn, en
ákvæðið um raðaðan landlista
fellur niður.
Hér er um allmikinn laga-
bálk að ræða. Nemur hann tutt
ugu og þremur köflum og 146
greinum. Fyrirsagnir kaflanna
eru þessar: Kpsningarréttur og
kjörgengi, Kjördæmi, Kjör-
deildir, Kjörstjórnir og kjör-
stjórar utan kjörfunda, Kjör-
skrár, Framböð, Umboðsmenn,
Kosningaundirbúningur, Kjör-
dagur, Kjörstaðir, atkvæðakass
ar, handbók kosningalaga, At-
kvæðagreiðsla utan kjörfund-
ar, Atkvæðagreiðsla á kjör-
fundi, Kosningaúrslit í kjör-
dæmmn, Úthlutun uppbótar-
þingsæta, Kosningum frestað,
uppkosningar og kosningar eft
ir þingrof, Skil á utankjörfund-
arkjörgögnum, Óleyfilegur
kosningaáróður og kosninga-
spjöll, Kosningakærur, Úr-
skurður Alþingis um gildi kosn
inga, Hvernig varamenn taka
þingsæti, Kostnaður, Refsiá-
kvæði og Hvenær lögin öðlast
gildi.
Frumvarpið kemur til fyrstut
umræðu á fundi neðri deildar
í dag.______________
fil sfsii
ÍBK meislari í
4. ffokki.
1 GÆRKVÖLDI kepptu til
úrslita á íslandsmótinu í 4. fl. í
knattspyrnu ÍBK og KR. Sigr-
aði ÍBK með 1:0.
Á mótinu gerði ÍBK alls 11
mörk, en fékk aðeils á sig 1
mark. ÍBK á einnig lið, sem
keppir til úrslita í þriðja flokki.
&
SKlPAUTí.tRB KlKISiNS
Herðubreið
austur um land í hringferð
hinn 29. þ. m.
Tekið á móti flutningi í dag
og árdegis á laugardag til
Hornafjarðar
Djúpavogs
Breiðdalsvíkur
Stöðvarfjarðar
Borgarfjarðar
Vopnafjarðar
Bakkafjarðar — og
Þórshafnar.
Farséðlar seldir á þriðjudag.
SJALDSÉÐIR hvítir hrafn-
ar, segir orðtakið, og engii*
regla er án undantekningar, og
nii sannast það enn sem áður,
því hvítur hrafn hefur fundizt
hér á landi. Hann sási í f jallina
fyrir ofan Ólafsvík fyric
nokkru, en margir vildu ekkl
trúa sögunni fyrr en á þriðju-
daginn, er hrafninn náðist heilu
og höldnu. Og nú er hann kom-
inn til Reykjavíkur — fljúg-
andi með Birni Pálssyni seint i
gærkvöldi.
Kristófer Edilonsson, seim
handsamaði fuglinn, laumaðisfc
að honum í rigningu og þoku og
greip hann þar sem hann sat á
klettasyllu. Hann sagði, að
svörtu bræður hans hafi ofsótfc
hvítingjann og hrekkt hann ét
ýmsa lund og telur að hvíta-
krumma hafi raunar verið
bjargað úr bráðum lífsháska
frá þeldökkum bræðrum sín-
um.
Hvíti hrafninn verður til sýn
is næstu daga í Miðbæjarbarna
skólanum gegn smávegis gjaldi,
en ágóða verður varið sem vísi
að fuglasafni í barna- og ung-
lingask'ólanum í Ólafsvík.
Örlög krumma eru óráðin, en’
að loknum ævidögum sínum
verður hann að sjálfsögðu stopp
aður upp og varðveittur á nátt-
úrugripasafni. Kristófer hafa
þegar verið boðnar 15 000 kr.
fyrir fuglinn. Ekki er vitað til
þess með vissu, að hvítur hrafn
hafi sézt hér á landi fyrr.
j2 24, júlí 1959 — Alþýðublaðið