Alþýðublaðið - 24.07.1959, Page 9
c iÞróttir )
Handknattleiksmótið:
FH sigraði iR með 14 gegn 12
KEPPNIN í handknattleiks-
mótinu utanhúss, sem fram fer
þessa dagana að Hörðuvöllum í
Hafnarfirði, harðnar við hvern
leik, og sigurvonir félaganna
verða tvísýnni. FH vann ÍR
með aðeins tveggja marka mun
14:12 og Afturelding vann sigur
yfir Ármanni á síðustu 15 mín.
leiksins 22:14.
Mótið heldur áfram á morg-
un (laugardag) kl. 16 og keppa
þá Fram:FH og ÍR:Ármann og
á sunnudag kl. 16 lýkur mótinu
með leikjum Fram:lR og Aftur
elding:FH.
FH:ÍR 14:12
Eftir harðan og tvísýnan leik
sigraði FH ÍR" með aðeins
Birgir og Einar, FH.
tveggja marka mun. Fram að
síðustu mínútum' leiksins stóð
markatalan ýmist á jöfnu eða
félögin skiptust á að ieiða raeð
einu marki. Er 10 mín. voru
eftir af leiknum hafði ÍR náð
fveggja marka mun, og hugðust
tryggja sér sigurinn með leik-
töf nokkurri, en er 4 mín. voru
eftir hafði FH jafnað 12:12. Er
90 sek. eru til leiksloka skorar
svo Sigurður Júlíusson fyrir
FH og Pétur nokkrum sek. síð-
ar. Þar sem úthald ÍR-liðsins
er áberandi minna en FH-liðs-
ins, átti FH að geta unnið þenn
an leik með meiri markamun.
Knattsppyrnudóm-
arafélög í Eyjum
og á Akranesi
SU'N'NUDAGINN 19. þ. m.
var stofnað knattspyrnudóm-
arafélag í Vestmannaeyjum, er
hlaut nafnið Knattspyrnudóm-
arafélag Vestmartnaeyja.
Stofnendur Þess voru sex.
í stjórn þess voru kosnir Ól-
afur Erlendsson formaður og
meðstj. Óskar Axel Lárusson
og Rútur Snorrason.
Fundarboðendur voru knatt-
spyrnudómararnir Grétar Norð
fjörð og Baldur Þórðarson.
Starfandi eru í Vestmannaeyj-
um sjö knattspyrnudómarar.
Þá var þennan' sama sunnu-
dag stofnað dómarafélag á
Akranesi. Hlaut það nafnið
Knattspyrnudómarafélag Akra
ness.
Á stofnfundinn mættu sex
dómarar.
í stjórn ’voru kosnir Ólafur
Ingi Jónsson formaður og með-
stj. þeir Georg Elíasson og Jak
ob Sigurðsson,
Á Akranesi eru starfandi tíu
knattspyrnudómarar.
Fulltrúar fundarboðenda á
stofnfundi félagsins voru knatt-
spyrudómararnir Magnús V.
Pétursson og Einar Hjartarson
frá Reykjavík.
En FH setti sig í sjálfheldu
með að láta ÍR ráða hraða leiks
ins allt fram á síðustu mínút-
urnar, og mega FH-ingar þakka
sínum sæla fyrir að hafa náð
tökum á leiknum í lokin. Kom
þarna fram mjög mikú „tak-
tisk“ skyssa, sem hefði getað
orðið þeim dýrkeypt. FH missti
og af þrem marktækifærum í
vítaköstum og má það furðu-
legt heita af svo reyndum
mönnum. ÍR lék mun ákveðn-
ara og dreifðara spil en á móti
Aftureldingu. — Gunnlaugur
Hjálmarsson var þeirra sterk-
asti maður að vanda og skor-
aði 7 mörk í leiknum, þar af
þrjú úr vítaköstum.
AFTURELDING :ÁRM ANN
22:14
Fyrri hálfleikur var afar
jafn og skiptust liðin á um að
leiða og var staðan í hálfleik
10:9 Aftureldingu í hag. Strax
í byrjun síðari hálfle^ks herti
Afturelding sóknina, en náði þó
ekki fyllilega yfirhöndinni fyrr
en 15 mín. eru til leiksloka, en
þá skora þeir 7 mörk og unnu
leikinn með 22:14. — Styrkur
Aftureldingar vex við hvern
leik. Helgi Jónsson lék nú með
iwwMmwwwwMwiiimm
Tugþrautarkeppni meist-
aramóts Reykjavíkur lauk
á Melaveliinum síðastl.
fimmtudagskvöld. Rvík-
urmeistari varð Valbjörn
Þorláksson, ÍR, hlaut 5486
stig. Afrek Valbjarnar í
einstökum greinum voru
sem hér segir: 100 m. 11,4,
langstökk: 6,04, kúluvarp:
10,81 m., hástökk: 1,65 m.
400 m.: 54,4 sek., 110 m.
grindahlaup: 16,5 sek.,
kringlukast: 35,32 m.,
stangarstökk: 4,00 m.,
spjótkast: 53,21 m. og
1500 m.: 5:09,4 mín.
Annar varð Einar Frí-
mannsson, KR, með 4475
stig, þriðji Karl Hólm, ÍR,
3827 stig. Brynjar Jens-
son, HSH, tók þátt í tug-
þrautinni, sem gestur og
hlaut 3538 stig. Mun það
vera nýtt héraðsmet.
WWWWWWWWWMWWWWWW
og skoraði 6 mörk í leiknum.
Eftir þennan leik ögrar Aftur-
elding FH til muna, en þau fé-
lög mætast f síðasta leik móts-
ms.
Háð var keppni í 3000 m.
hindru’l’.rhlaupi og varð Krist-
leifur Guðbjörnsson, KR, meist
ari, hljóp á 9:51,2 mín.
í 10 km. hlaupinu á þriðju-
daginn, þar sem Kristleifur
sigraði á 32:29,8 mín., varð
Reynir Þorsteinsson, KR, ann-
ar á 38:47,2 mín
Drengjameistaramóti fs-
lands lauk á Melavellin-
um á miðvikudagskvöld-
ið. Mótið gefur tilefni til
nokkurra hugleiðinga um
frjálsíþróttirnar.
Þátttakan í þessu
drengjamóti var ekki
nógu góð og er þetta þó
sá aldur, sem íþróttaá-
huginn er hvað mestur.
Flestir keppendanna voru
frá Reykj avíkurf élögun-
um þrem, en áður hefur
verið minnst á hinn vax-
andi áhuga Hafnfirðinga,
sem nú hlutu þrjá drengja
meistara.
En hvernig er það með
hina stóru nágrannabæi
Reykjavíkur, Keflavík,
Akranes og Kópavog?
Nennir enginn þar að æfa
þessa karlmannlegu og
skemmtilegu íþrótt, frjáls
íþróttir? Þetta er þó sú
grein, sem hæst ber á
mestu íþróttahátíð heims
hverju sinni, Olympíuleik
unum.
Heyrzt hefur, að hinn
mikli íþróttabær Akranes,
sé að fara af stað með nám
skeið í frjálsíþróttum og
er það gleðilegt. Vonandi
reynist eins mikill kraft-
ur í þeim þar og verið hef-
ur og er í knattspyrnunni.
1 Kópavogi er léleg að-
staða, en þar er einnig að
aukast frjálsíþróttaáhugi
og nýlega þreytti Kópa-
vogur bæjakeppni við
Hafnarfjörð og kom í ljós,
að þar eru efnilegir í-
þróttamenn. Áfram á þess
ari braut!
Einu sinni voru Kefl-
víkingar harðir í horn að
taka í frjálsíþróttum, það
eru aðeins nokkur ár síð-
an KR sigraði ÍBK í
keppni með 8 stigum, en
það er eins og knattspyrn
an hafi gleypt allan al-
mennan íþróttaáhuga bæj
arins. Ekkert er nema gott
um það að segja að iðka
knattspyrnu, en fleiri
skemmtilegar greinar eru
til, þ. á. m. frjálsiþróttir.
Við skulum vona, að Kefl
víkingar fari einnig af
stað með námskeið í frjáls
íþróttum og reyni að laða
æskuna að þeim, því að
það sem mótin hér í höfuð
staðnum vantar, en þar
fara þau flest fram hér á
landi, er meiri og almenn-
ari þátttaka. Það er því
lífsspursmál fyrir áfram-
haldandi velgengni okkar
í þessari íþrótt, sem hæst
hefur borið á alþjóðamæli
kvarða af þeim greinum,
sem hér eru iðkaðar, að
æskan komi í stórum hóp
um til æfinga og síðan
keppni.
Það sem frjálsíþróttafé-
lögin hér í Reykjavík vant
ar tilfinnanlegast, er meiri
þátttaka utan af landi og
þess vegna er aðakallandi
að nágrannabæirnir reyni
að efla áhuga á frjálsí-
þróttum og veiti Reykja-
víkurfélögunum meiri
keppni, fins og í knatt-
spyrnunni. Það myndi
hafa margt gott í för með
sér og þá yrðu mótin á-
nægjulegri en þau eru nú.
Að lokum þetta: Frjáls-
íþróttamót geta verið
skemmtileg, ekki síður en
knattspyrnukappleikir, en
til þess þarf þátttaka að
vera mikil, mótið að ganga
vel og hörkukeppni í
hverri grein.
Sfeindór Guðjónsson varð
5-
Betri árangur síðari daginn
VEÐUR var heldur betra á
síðasta degi Drengjameistara-
mótsins, en þeim fyrri, enda
var árangur betri og mótið
skemmtilegra.
Steindór Guðjónsson, hinn
efnilegi ÍR-ingur varð enn tvö-
faldur drengjameistari. Kristj-
án Eyjólfsson veitti honum þó
allharða keppni í 110 m. grinda
hlaupinu og náði sínum bezta
tíma, hann er í stöðugri fram-
för og sigraði nú í þrístökk-
inu, þar sem h-ann náði sínum
bezta árangri. í 300 m. hlaup-
inu sigraði Steindór með tölu-
verðum yfirburðum, en þar
varð Gunnar Karlsson, Umf.
Ölf. ann-ar á sæmilegum tíma.
□ SKEMMTILEGT
HLAUP.
Keppnin var jöfn og spenn-
andi í 1500 m. hlaupinu, en
Helgi Hólm sigraði eftir hörku-
keppni vð Jón Júlíusson og
Steinar llrlendsson. Allir þess-
ir pi'ltar náðu sínum langbezta
tíma og er þetta- í fyrsta sinn,
sem þeir hlaupa á betri tíma en
4:30,0 mín.
□ efnilegur
KASTARI.
Kristján Stefánsson var lang-
bezti kastari mótsins, en hann
kast-aði kringlunni bæði lengst
og bezt. Hafnfirðingar þurfa að
hlúa vel að þessu mikla íþrótta-
mannsefni. Enginn v-afi er á
því, að hann verður kominn 1
fremstu röð meðal fullorðinna
eftir 2—3 ár, ef áhuginn helzt.
; lÍÍÉlJl!
□ MIKLAR
FRAMFARIR.
Árangur í stangarstökki var
ágætur hjá sigurvegaranum
Páli Eiríkssyni, sem aldrei hef-
ur stokkið svona hátt. Páll er
mjög áhugasamur íþróttamað-
ur og sýnir framfarir í hveju
móti. Þessi árangur ha*s er
hafifirzkt drengjamet.
□ STEINDÓR 5-FALDUR
MEISTARI.
Sveit ÍR sigraði í 4x100 m.
boðhlaupi, en í sveitinni voru
Kristján Eyjólfsson, Jón Þ. Ól-
afsson, Helgi Hólm og Steindór
Guðjónsson. Þar nældi Stein-
dór sér í fimmta drengj-ameist-
arapeninginn. Auk þess varð
hann annar í tveim greinum.
Þetta er ágætt afrek hja þess-
um unga og fjölhæfa íþrótta-
manni.
Heildarúrslit mótsins hafa
orðið þau, að ÍR hlaut lang-
flesta meistara eða 9, FH hefur
3 og KR 2. j j_|
HELZTU ÚRSLIT
110 mi 'grindahlaup:
Steindór Guðjónsson, ÍR 17,2
Kristján Eyjólfsson, Í-R 17,4
Örn Hallsteinsson, FH 19,9
1500 m hlaup:
Helgi Hólm, ÍR 4:28,1
Jón Júlíusson, Á 4:29,5
Steinar Erlendsson, FH 4:29,5
Jón Sv. Jónsson, UMSK 4:51,6
300 m hlaup:
Steindór Guðjónsson, ÍR 39,4
Gunnar Karlsson, UMFÖ 40,1
Þorvarður Björnsson, KR 41,8
Jón Björgvinsson, KR 42,2
Stangarstökk:
Páll Eiríksson, FH 3,25
Steindór Guðjónsson, ÍR 2,90
Erl. Sigþórsson, UMFÖ 2,80
Þristökk:
Kristján Eyjólfsson, ÍR 13,31
Þorvaldur Jónasson, KR 13,18
Kristján Stefánsson, FH 12,40
Kringlukast:
Kristján Stefánsson, FH 41,46
Jón Þ. Ólafsson, ÍR 38,30
Páll Eiríksson, FH 33,89
Þorvaldur Jónasson, KR 33,20
4X100 m boðhlaup:
Sveit ÍR 49,3 sek. (Kristján
Eyj., Jón Þ. Ól., Helgi H.,
Steind.)
Sveit FH 50,6 sek.
& Félagslíf
ICnattspyrnufé!a
Þróttur
Meistaraflokkur, 1. fl. og 2.
flokkur. Áríðandi æfing í kvöldi
kl. 8, á Melavellinum. MætiS
stundvíslega. -— Þjálfari.
KF FRAM. V. fl. áríðandi æf-
ing verður á föstudag kl. 5.30
e. h. Á eftir verður valið £
Akranesferð. Áríðandi að all-
ir mæti stundvíslega.
Þjálfarinn.
AlþýSublaðiS — 24. júlí 1959 Q