Alþýðublaðið - 25.07.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.07.1959, Blaðsíða 7
Bezlu ár ævinnar AMERÍKANAR eru sólgn ir í þjóðfélagslegar rann- sóknir. Fyrir skemmstu var ein slík framkvæmd á veg- um Ohio-háskólans, og af henni voru leiddar eftirtald ar niðurstöður: -^.Fjármálamenn græða mest, þegar þeir eru 55 ára gamlir. Hins vegar er starfsorka þeirra í beztu lagi á aldrinum 25 til 44 ára. Ljóðskáld eru upp á sitt bezta á aldrinum 26 til 30 ára. ■Jf Sagnaskáld ná beztum árangri í list sinni á aldr inum 40 til 44 ára. Læknar og sálfræðingar eru hæfastir í starfi sínu á aldrinum 36 til 39 ára. + Stærðfræðingar og upp- finningamenn vinna sín beztu verk á aldrinum 33 til 44 ára. Tónskáld og listmálarar skapa sín beztu listaverk 35 til 36 ára. iír JL ÖNNUR kona hóteleig- andans Thomas E. Hull í Los Angeles hefur leitað til dómstóls til að banna fyrrverandi eiginmanni sín- um að gefa þriðju konu sinni dýrmætar gjafir. Hann mun hafa geíið þriðju kon- unni 75.000 dollara síðan í febrúar. )—( í SOVFTRÍKJUNUM eru 40 000 trygginga- salar, en þéir vinna allir fyrir sama ríkisfyrirtækið, Gosstrakh. )—( JL 21 MÁNAÐAR gamalt barn féll nýlega niður af svölum í Dundee í Skot- landi, rúmlega tíu metra fall, og slapp ómeitt. 14 ÁRA gömul bóndadótt Ir í Eiseldorf í Bayern hefur tvisvar sinnum kveikt í heimili sínu og foreldra sinna — af ást til slökkvi- liðsmanns. Hún vonaði, að með þessu gæti hún vakið athygli slökkviliðsmannsins á sér — .og það gæti orðið upphaf að frekari kynnum. Mikið skal tij mikils vinna, eins og þar stendur. í RÍKINU Nagpur í Ind- landi er járnbrautalest, sem ævinlega er á eftir áætlun Óstundvísi lestarinnar er höfð að spaugi hvarvetna í ríkinu. — Við þessu er ekkert að gera, segir lestarstjórinn og klórar sér í höfðinu. Það er ekki í öllum lestum, sem 150 börn fæðast árlega. ^ NÝJASTA SKOTASAGAN Það hafði staðið yf- ir knattspyrnukapp- leikur milli Glasgow og Edinborgar. Glasgow sigraði og safnaði framkvæmda- stjórinn liðinu saman að leiknum loknum og hélt ræðu: — Og nú, sagði hann í lok ræðu sinnar, — nú skulum við f á okk- ur eitthvað hressandi. Þið eigið það fyllilega skilið, strákar. Eftirvæntingarfullt bros á kófsveittum andlitum knattspyrnu kappanna. Framkvæmdast j ór- inn neri saman hönd- unum. — Jón, sagði hann. Ophaðu alla glugga upp á gátt! Á AMERÍSKA flotaskip- inu Macon, sem er í Mið- jarðarhafsflotanúm, hefur háttsettur bolabítur nýlega verið lækkaður í tign. Ástæðurnar: Hann gelti alltaf ámátlega í hvert skipti, sem hann heyrði þjóð söng Bandaríkjanna leikinn og sömuleiðis hljóp hann á brott á tveimur hersýning- um — til þess að elta kött aðmírálsms. —★— HINN kunni méistari í ís- knattleik, Eddi Shore heiur nýlega opnað snyrtistofu í Hollywood. Hann hefur nef- brotnað þrettán sinnum og á kropp sínum hefur hann samanlagt 900 ör. -★- f LEIÐARA í því æru- verðuga stórblaði, New York Times, birtist nýlega þessi rökrétta klausa: Það eru margar ástæður til þess, að hið stóra ríki, Michigan er nú á barmi gjaldþrots. Mergurinn máls- ins er sá, að útgjöld ríkisins hafa í áraraðir verið meiri en tekjurnar. I jóð. Það er er ekki fyrir löngu kominn einhver sé langt í burtu? Nei, það er i. Drottinn ekki um að villast. Hann er Idu bannsett ennþá að hringsóla yfir höll irna í höll- inni. Nú kemur Frans auga íiða á flug- á hóp manna, sem stendur ;rnig getur á einum svölum hallarinn- S Walraven ar og miða byssum sínum á flugvélina. Titrandi af sér að fljúga einn hring í spenningi horfir Frans á viðbót til þess að sjá, hvort þetta. Burt, Walraven, taut Frans hafi komizt heill á ar hann. Komdu þér burt í húfi til jarðar. Og nú rignir snatri . . . Já, það var ein- allt í einu byssukúlum yfir‘ mitt það, sem var efst í flugválina. Eftir skamma huga leynilögreglumanns- hríð'standa eldtungur út úr ins. Hann hafði aðeins ætlað mótor flugvélarinnar. H E R R A - Hokkasíur brúnar — komnar aftnr. Aðalstræti 8 Laugavegi 20a Laugavegi 38 Snorrabraut 38 Keflavík Herbergi með húsgögnum óskast 1. ágúst fyrir tvo Svía. Upplýsingar veitir símstjórinn í Keflavík. Stúlkur óskast strax. NAU S T Utboð. Þeir, sem gera vilja tilboð um hita- og hrein- lætjstækjalagnir í skólahús við Gnoðarvog og Laugalæk, vitji uppdrátta og útboðslýs- ingar í Skúlatún 2, 5. hæð, gegn 300,00 króna skilatryggingu. Húsameistari Reykjavíkurhæjar. Lokað vegna sumarleyfa vikuna 27. júlf til 1. ág. Viðgerð tæki afgreidd daglega frá kl. 17—18. Radióverkslæðið Hijómur Skipholti 9. Torgsalan Laugavegi 63 Seljum í dag okkar ágætu nelikkur og rósabúnt á kr. 15. — Einnig seljum við okkar vinsælu 10 kr. búnt af blönduðum blcmram. Einnig er selt á sunnudögum í Gróðrastöðinni Sæbóli, Sími 16990. Alþýðublaðið — 25. júlí 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.