Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 3
r í wez Vanfraust jafnaðarmanna á sfjórn- ina var fellt með 43 atkv. LONDON, 28. júlí, (NTB-Eeu- ter). — Vantrauststillaga lbrezka jafnaðarmannaflokks- ins á stjórn íháldsmanna vegna Stefnu hennar í Nyasalandi var Seint í kvöld felld með 63 at- kvæða meirihluta, 317 voru á móti vantraustinu en 254 með því. Jafnaðarmenn lögðu van- traustið . ekki fram sem venju- lega vantrauststillögu, en aug- Ijóst var, að fíokkurinn hugð- ist klekkja á stjórninni. Við umræðuna, sem hófst Skömmu eftir hádegið sakaði taismaður jafnaðarmanna í ný- lerídumálum, James Callaghan, Stjórn íhaldsmanna um að Vera fúsa til að fórna fólkinu í Nyasalandi til að sigra í þingkosningunum. Var hann fyrsti ræðumaður stjórnarand- Stöðunnar. Fyrsti ræðumaður ■ stjórnar- Innar var dómsmálaráðherrann, Sir Reginald Manningham- Buller, en sá, sem árásir stjórn- arandstöðunnar beindust fyrst og fremst að, var Alan Lennox- Boyd, nýléndumálaráðherra, en ráðuneyti hans ber ábyrgð á Nyasalandi. Umræðurnar í kvöld byggð- íist á hinni svokölluðu Devlin- skýrslu, nefndarinnar, sem skip iið var til að rannsaka orsakir SSeirðanna í Nyasalandi í marz. Enn ríkir neyðarástand í Ny- asaiandi. Tillaga jafnaðarmanna, sem var tekin sem hreint vantraust á stjórnina, lagði tii, að skýrsla Devlinnefndarinnar skyldi tek- in gild í heild. í skýrslunni er Nyasalandi m. a. lyst sem lög- regluríki. Herforingja sklpli Á MEISTARAMÓTI Rvíkur sem héít áfram í gærkvöldi Vann Valbjörn Þorláksson foezta afrek kvöldsins, en hann Bigraði í stangarstökki, stökk 4,35 m., sem er hans bezta af- rek í sumar. Valbjörn reyndi tvívegis við 4,44 m. og loks einu sinni við 4, 61 m., en var all- langt frá því' að stökkva yfir þær hæðir. Stigakeppnin milli félaganna Stendur nú þannig, að KR hef- ur 184 stig, ÍR 146 og Ármann 41. Mót?5 heldur áfram í kvöld Og yerður keppt í fimmtarþraut boðhlaupum og 3000 m. hlaupi. Keppnin hefst kl, 8. NYR YFIRHERSHOFÐINGI, Gilbert L. Pritchard, tók í gær við yfirstjórn varnarliðsins á KeflavjfeuirfiLugvelli af Henry G. Thorne, sem gegnt hefur þessu starfi um tveggja ára skeið. í tilefni yfirmannaskipt anna var hersýning á Vellinum o gvoru viðstaddir hana forsæt- isráðherra, Emii Jónss'on, utan- ríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, forseti hæsta- réttar, Gizur Bergsteinsson, — ambassador íslands hjá Átlant3 hafsbandalaginu, Hans G. And- ersen, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, Henrik Björnsson og sendiherrar At- landshafsbandalagsríkjanna. — Myndin er af nýja yfirhershöfð ingjanum. Idfina, 28. júlí (Reuter). GAMAL Abdel Nasser, for- seti, skoraði enn einu sinni á ísrael í dag til „úrslita orrustu“ og lýsti því yfir, að arabiska sambandslýðveldið mundi „aldr ei fallast á Palestínu-glæpinn“. Hann endurtók yfirlýsingu sína frá því á sunnudag, að „við er- um allir að bíða eftir úrslita- orrustunni til þess að hefna fyr ir það, sem gerðist 1948“U^egar hið nýja Ísraelsríki var myndað í Palestínu. Nasser hélt tveggja tíma ræðu, þar sem hann rakti ná- kvæmlega hernaðaraðigerðirn- ar 1956, er ísraelsmenn réðust inn í Sinaí og Bretar og Frakk- ar á Súez-svæðið. Hann kvað ísraelsmenn ekki hafa getað náð neinum stöðvum í Egypta- landi á sitt vald 1956, fyrr en egypzku hermennirnir hefðu verið kallaðir burtu til að mæta innrás Breta og Frakka. Þeir fangar, sem ísraelsmenn hefðu tekið, hefðu yerið hermenn og þjóðvarðarmenn á Gaza-svæð- inu, sem var „skipað að berjást ekki til að þyrma óbreyttumi borgurum“, sagði hann. Hann fær aldrei barnii Framhald af 1. síðn. drengnum á barnaheimili. Þar til nú hef ég ekkert pláss feng ið. Alls staðar var yfirfullt. En eftir það sem gerðist í fyrradag, hef ég' fengið loforð fyrir, að hann verði tekinn. — Það þarf víst ekki að lýsa því fyrir neinni móður, hvernig mér Ieið, þegar við sáum Steen hvergi hérna fyr- ir utan. —- Hann var líka glaður að koma heim til mömmu um kvöldið. Eg heyrði gegnum vegginn niður frá hjá lög- reglunni, að hann var að kalla á mig og biðja um namm. — Hann var víst orðinn svangur. — Hann er ósköp lítið far- inn að tala, jú, því að hann var búinn að læra svolítið dönsku, en nú er hann alveg ruglaður. — Hann er raunar bara tæpra tveggja ára. Loks spurðum við Steen litla um leið og við strukum yfir ljósan kollinn. — Langar þig nokkuð til Danmerkur aftur, litli vin? — Nei, nei, — sagði hann, og und/unin skein út úr brún- um augunum . . . — og kann- ski var hann að svarp ein- hverju öðru . . . sagði Nixon hinni fokuðu borg Novósibirsk NOVOSIBIRSK, 28. júlí (NTB- Reuter). — Tugir þúsunda Rússa í Novosibirsk veittu Nix- en, varaforseta, í dag hjartan- legustu móttökur, sem hann hefur fengið í ferð sinni um Sovétríkin. Þúsundir fjöl- skýldna veifuðu og klöppiiðu er Nixon ók fram hjá timburhús- «m þeirra á leið inn í borgina, Bem er höfuðborg Vestur-Sí- Jberíu. Hann kom með TU-104 Jiotu frá Leningrad, um 4000 km. leið. í ræðu við komuna hirígað Ihvatti Nixon sovézk ýfirvöld til að létta af banni við heim- BÓknum útlendinga til vissra Bvæða í Sovétríkjunum. „Ég er viss um, að ég tala fyrir hönd allra, sem hér er,u viðstaddir, er ég segi, að Novosibirsk, eins og amerískir bæir, á að vera opin öllum útlendingum. Með því kynnumst við betur hvert öðru og getum byggt upp þann frið og vináttu, sem við öll óskum eftir“, sagði Nixon. Við brottförina frá Lenin- grad sagði Nixon, að Banda- ríkjamönnum væri alveg ljóst, að ekki yrði auðvelt- að nema burtu ósamkomulagið milli Sovétríkj anna og Bandaríkj- anna. Hann kvað sitt land vera fúst til að leggja eins mikið af mörkum og Rússland til að koma á friði og vináttu með samningum. Vín, 28. júlí (Reuter). ILLDEILUR voru í dag a<J því komnar að eyðileggja hið kommúnistíska heimsmót æsk- unnar, sem hér er haldið um þessar mundir. Ungkommúnist- ar á vcrði við aðalstöðvar móts- ins settu smækkaða mynd af járntjaldi umhverfis stöðvarn- ar Ogr tókust á við fréttamenn vestrænna blaða, er skrifa um mótið, sem er nú á þriðja degi. Er sagt, að fulltrúar frá Araba- Iöndunum og Israel hafi barizt með hnífum og mjólkurflöskum í tvennum átökum í dag. Sendinefndir allmargra þjóða — þar á meðal sú ameríska, — eru klofnar — aðallega vegna þess, að skipuleggjendur móts- ins viðurkenna aðeins kommún istana í hópnum. Hefur meiri- hluti amerísku nefndarinnar, - sem ekki er kommúnistískur til aihugunar að hætta þátttöku í haim.smótihu, ef haldið er strangt við að viðurkenna að- eins kommúnista. Kvikmyndatökumaður fyrir vestur-þýzka sjónvarpið, Júrg- en Neven Dument, varð fyrir árás heimsmóts-varða, er hann stóð fyrir utan mótssvæðið og tók myndir af því, sem inni fyr :ir gerðist. Myndavél hans var brotin og hann var alblóðugur, er viðskiptunum lauk. Þá er skýrt frá klofningi í sendinefndum Indlands, Braz- ilíu Og ítalíu, og hafa um 20 ítalir ákveðið að snúa aftur heim „vegna ógnar- og einræð- isaðferða mótsstjórnarinnar“. - Um 7 kommúnistískir meðlim- ir indversku nefndarinnar eru skoðaðir sem „hin opinbera“, indverska sendinefnd á mótjru, en annar hópur um 50 manna Sinféttíiáijjémsv. Framhald sf 12. stfin laun fyrir vinnu hljómsveitar- manna í útvarpi og leikhúsi greiðir hljómsveitin sjálf.- Styrkur ríkssjóðs til hljóm- sveitarinnar hefur numið 1 milljón kr. á ári og styrkur bæj arsjóðs 600 þús. kr. Unnið er nú að því að fá þessi framlög hækkuð sem svarar lögboðnum, launahækkunum, er urðu á s. 1. ári og um áramótin, enda nema launagreiðslur um 85% af út- gjöldum stofnunarinnar. Tekj- ur af .siálfstæðum tónleikum hljómsveitarinnar urðu á síð- asta reikningsári um 600 þús. krónur. — aðallega stúdentar, er nema í Bretlandi — neitaði að láta líta á sig sem opinbera fuiltrúa á mótinu, en þriðji hópuri/n, um 20 manns, hefur ákveðið að sækja ekki mótið. Meðlimir sjö annarra nefnda eru sagðir hafa kvartað yfir „mjög lélegum lífsskilyrðum, slæmu fæði og lögregluaðferð- um“ á mótssvæðinu, þar sem meirihluti mótsgesta býr. Þá hefur áróðursstjóri flokks Nkrumah, forsætisráðherra Ghana, harðlega mótmælt því, að fáni' Ghana skuli vera notað- ur á mótinu. Er hann reyndi að afhenda mótsstjórninni skrifleg mótmæli „var hann pekinn burt“. Hann hyggst mótmæla við austurrísku stjórnina. Hafnarfirði í gær. TOGARINN Surprise er kom- inn frá Nýfundnalandsmiðum með 300 tonn af karfa og nú vill svo til að um það bil h.elm- ingur aflans fer í vinnslu í frystihúsi, en hinn helming- urinn í mjöl. Surprise var norð ar en hinir, sem komu með ó- vinnsluhæfan afla í fy.rri viku. Unnið verður að löndun úr tog aranum í dag. Hann fer í slipp á morgun. Alþýðublaðið — 29. júlf 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.