Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 4
tJtgefanai. Aipyöuflokkurlnn. Rltstjórar: Benedikt Gröndal, (Jísll J. A»t' þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Frétlastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusimi: 14900. - Aðsetur: Aibýðu húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 9—10 Nýjcista útflutningsvaran HANNIBAL VALDIMARSSON, forseti Al- þýðusambands íslands, hefur skýrt frá því í blaði, sem gefið er út austur á Rússlandi, að Alþýðu- sambandið vinni að ráðstöfumnn til að berjast gegn efnahagslögunum frá því um áramótin. Söguburðurinn við Rússa er sama rángtúlkunin á stefnu ríkisstj órnarinnar í efnahagsmálunum og kommúnistar viðhöfðu í áróðursskyni fyrir kosn- ingarnar með þeim árangri, að þeir biðu mikinn ósigur. Nú gerir Hannibal þennan málflutning að útflutningsvöru. Hún er komin á Rússlands- markaðinn. Sannarlega er það athyglisvert, að þessum boðskap skuli komið á framfæri við Rússa og kommúnista úti um heim áður en íslenzkum verkamönnum gefst kostur á að fjalla um mál- ið. Er Hannibal Valdimarsson kannski svo langt leiddur, að hann vilji stofna til stórfelldr- ar dýrtíðar með það fyrir augum að auglýsa sig austan við járntjald? Og dettur honum 1 hug, að sú óheillaþróun myndi íslenzku alþýðu- samtökunum farsæl? Ætlast hann til þess að Rússar tryggi honum sæti á Reykjavíkurlista Alþýðubandalagsins í haustkosningtinum sem ritlaun fyrir greinina í „Nýjum tímum“? Verkalýðshreyfingunni er svo hollt að íhuga, hvort það muni henni til hags að veita nýju stór- flóði verðbólgu og dýrtíðar yfir landið, svo að Hannibal Valdimarsson geti kuglýst sig á heims tjaldi kommúnismans. Hannibal er vís til þess leikaraskapar. Honum er löngum mest í mun að 'láta á sér bera. En hann hefriir þess naumast í héraði, sem hallast á hann og Alþýðubandalagið á alþingi. Kommúnistum væri. sæmst að revna önnur úrræði í haustkosningunum en fljótfærni og ábyrgðarleysi Hannibals Valdimarssonar. Stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum hefur fengið þann dóm reynslunnar, að hún sé stórt spor í rétta átt. Dýrtíðarflóðið hefur verið stöðvað. Auðvitað er sá árangur ekki fyrirhafn- arlaus, en hann er vissulega þjóðarheildinni mikils virði og þá sér í lagi verkalýðnum. Á- hætta hans er mest, ef verðbólguflóðið kemur til sögunnar á nýjan leik. Og þess vegna skiptir miklu fyrir íslenzku alþýðusamtökin, að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum verði áfram- haldandi veruleiki. Hannibal ætti því að bjóða Rússum upp á einhverja aðra og skárri útflutn- ingsvöru en greinina í „Nýjum tímum.“ Vöruskiptajöfnuður hagstæðari uir. 50 milljónir í ár en 1958 í JÚNfMÁNUÐI sl. vora fluttar inn vörur fyrir 148,3 imilljónir króna, þar af skip fyrir 23,4 milljónir. Út voru fluttar vörur fyrir 111,2 millj- ónir og var vöruskiptajöfnuður inn því óhagstæður í mánuðin- am um 37 milljónir í sama mánuði 1958 voru fluttar inn. vörur fyrir 95,7 milljónir króna og út fyrir 104,2 milljónir. Var vöruskipta jöfnuðurinn hagstæður í þeim mánuði um 8,4 milljónir króna. Á tímabilinu janúar—júní voru fluttar inn vörur fyrir 698,6 milljónir og út fyrir 539,6 milljónir. Hefur vöruskiptajöfn uðurinn því verið á tímabilinu óhagstæður um 158,9 milljónir króna. Á sama tíma 1958 voru fluttar inn vörur fyrir 675,7 milljónir en útjyrir 467,5 millj ónir Og var vöruskiptajöfnuður inn þá óhagstæður um 208 millj ónir króna. FERÐSKRIFSTOFA ríkisins hefur, eins og undanfarin ár, skipulagt fjölda ferða um verzlunarhelgina, mismunandi að lengd. Sumar ferðirnar eru eins dags ferðir, margar eru tveggja og hálfs dags og ein fimm daga ferð. Ferðirnar skiptast á eftirfarandi hátt: Föstudagur: 1 dags ferð að Gullfossi og Geysi. Lagt verður af stað frá Ferðaskrifstofu ríkisins kl. 09,00. Ekið er austur Hellis- heiði um Hveragerði og Sel- foss, upp Skeið og Hreppa til Gullfoss. Að Gullfossi er snæddur hádegisverður. Ekki er hægt að reiða sig á, að Geys ir gjósi, þó hefur hann gosið Löoberg og Heimskringla sameinuð EINS og kunnugt er, hefur það lengi verið á dagskrá með- al Vestur-íslendinga að sam- eina vikublöðin Heimskringlu og Lögberg. Hinn 29. júní síðastliðinn var þessi ákvörðun tekin og í því tilefni efnt til samkomu í Winnipeg. Að ósk ráðamanna blaðanna mætti Thor Thors sendiherra á þessari samkomu og fagnaði sameiningu blað- anna með rætXj hófi, sem ræð- ismaður íslands, Grettir L. Jó- hannss. efndi til. Verður ræðan birt í fyrsta tölublaði hins nýja blaðs, sem kemur út 19. ágúst nk. og nefnist Lögberg—Heims- kringla. Stjórnarskrárnefnd kosin í efri deild EFRI DEILD kaus í gær sjö manna stjórnarskrárnefnd til að fjalla um frumvörpin um kjördæmabreytinguna og kosn- ingalögin, og skipa hana Gunn- ar Thoroddsen, Sigurður Bjarnason, Gísli Jónsson, Egg- prt G. Þorst“i-’sson, Björn Jóns son, Karl Kristjánsson og Her- niann Jónasson. Nefndin var kjörin eftir að deildin hafði samþykkt tillögu þess efnis frá Gunnari Thor- oddsen, Eggerti G. Þorsteins- syni og Birni Jónssyni. Hafði Gunn?r Thoroddsen framsögu af háTu flutningsmannanna og k-rað til þess ætlazt, að stjórnar . skrárnefndir deildanna störf- uðu saman að athugun á frum- vörpunum. en þannig væri auð- ið að hraða afgreiðsiu kjor- dæmamáisins. Bernharð Stefánsson og Páll ZÓDhóníasson höfðu sitt- hvað við tillöguna að athuga, einkum Páll. sem véfengdi rétt- mæti þess að kjósa néfnd til að fjalla um frumvörp áður en þau lægju fyrir deildiríni. Tillagan um nefndarkosning- una var samþykkt með 11 at- kvæðum gegn 1. Páll Zophóní- asson greiddi atkvæði á móti. talsvert oft í sumar. Hins veg- ar mun ferðafólkið sjá gos í Sóða, sem er einn stærsti gos- hver landsins. Frá Geysi er síðan ekið um Grímsnes til Hveragerðis, þar sem snæddur er kvöldverður. Á leiðinni er stanzað við Kerið, sem er gam- all eldgígur. Frá Hveragerði er síðan ekið til Reykjavíkur. Laugardagur: 214 dags ferð um Snæfellsnes. Lagt verður af s+að frá BSÍ kl. 13,30. Ekið sem leið liggur um Hvalfjörð, Borgarfjörð, vestur Snæfellsnes að Búðum. Gist þar. Á öðrum degi er ekið vestur Breiðuvík, að Stapa og Hellum. Þá að Lóndröngum, um Hellissand í Rif að Ólafs- víkurenni. Þaðan er gengið til Ólafsvíkur, sem er hálftíma gangur, en mjög tilkomumikil leið. í Ólafsvík mætir bíllinn fólkinu nokkru síðar. Frá Ól- afsvík verður síðan haldið um Fróðárheiði, Staðarsveit, Kerl ingarskarð til Stykkishólms. Þar gist. Á þriðja degi er ekið til Grundarfjarðar, ef tími vinnst til. Síðan er haldið til Reykjavíkur. Laugardagur 214 dags ferð um Vestur-Skaftafellssýslu. Lagt af stað frá B.S.Í. kl. 13,30. Ekið um Hellisheiði, Árnes- og Rangárvallasýslur, austur undir Eyjafjöll um Vík, Mýrdalssand og Skaftárelda- hraun að Kirkjubæjarklaustri. Gist þar. 2. dagur: Fyrir há- degi: Merkir staðir skoðaðir í nágrenni Kirkjubæjarklaust- urs. Síðan ekið austur Síðu í Fljótshverfi austur að Núps- stað. Um kvöldið farið til baka að Klaustri og gist þar. 3. dag- ur: Ekið til baka til Reykja- víkur með viðkomu í Dyrhóla- ey. Ekið um Markarfljótsaura og Fljótshlíð. Komið um kvöld ið til Reykjavíkur. Laugardagur: 214 dags ferð í Þórsmörk. Brottför frá B.S.Í. kl. 13,30 Ekið sem leið liggur í Þórs- mörk og dvalizt þar, gist í tjöldum. Gönguferðir um mörkina. Ekið til Reykjavíkur á mánudag með viðkomu í Fljó'.shlíð. Laugardagur: 214 dags ferð í Landmannalaugar. Lagt af stað frá B.S.Í. kl. 13,30. Ekið í Landmannahelli. Gengið á Loðmund, ef veður leyfir, Ekið um Dómadal í Landmannalaugar og dvalizt þar, gist í tjöldum. Farið í göngu- og kynnisferðir um Laugar. Komið til Reykjavík- ur á mánudagskvöld. 5 daga ferð: Kaldidalur — Surtshellir — Borgarf jörður — Húnavatnssýsla — Auð- kúluheiði — Hveravellir — Kerlingaf jöll. Lagt af stað frá Formenn og skrif- arar stjórnarskrár- nefndanna 'STJÓRNARBKRÁRNEFND- IR beggja þingdeildanna hafa kosið sér formenn og skrifara. Jóhann Hafstein er formað- ur stjórnarskrárnefndar neðri deildar og Einar Olgeirsson skrifari. Gísli er formaður stjórnarskrárnefndar efri deild ar og Björn Jónsson skrifari. ríkisins B.S.Í. kl. 13,30. Ekið um Þing- völi, Kaldadal í Húsafellsskóg. Gist þar. 2. dagur: Ekið að Kalmannstungu, síðan í Surts helli, um Þverárhlíð að Hreða- vatni. Þaðan norður Holta- vörðuheiði til Blönduóss. 3. dagur: Ekið um Svínadal og Auðkúluheiði til Hveravalla. 4. dagur: Verið um kyrrt á Hveravöllum. Göngu- og öku- ferðir m.a. í Þjófadali. 5. dag- ur: Snemma morguns haldið af stað í Kerlingafjöll. Þaðan eki um Gullfoss til Reykjavík- ur. Sunnudagur: 1 dags ferð að Gullfossi og Geysi. Lagt af stað- frá B.S.Í. kl. 09,00. Ekið austur Hellisheiði um Grímsnes að Geysi. Stanz- að hjá Skálholti, ef tími vinnst til. Að Geysi er snæddur há- degisverður og skoðað hvera- svæðið. Síðan er ekið að Gull- fossi og þar skoðaður fossinn og umhverfið. Að lokum er ekið til Reykjavíkur um Þing- völl og Mosfellsheiði. Mánudagur: 1 dags ferð um Borgarfjörð. Brottför frá B.S.Í. kl. 09,00. Farið um Uxahryggi til Reyk- holts og Húsafells, þaðan til Hreðavatns. Ekið um Hval- fjörð til Reykjavíkur. 1 dags ferð um sögustaði Njálu. Lagt af stað frá B.S.Í. kl. 09,00. Ekið austur í Rang- árvallasýslu og skoðaðir allir helztu sögustaðir hinnar merky. Njálssögu. Komið til Reykjavíkur um kvöldið. Síld 0| sumar á Sauðárkrókl Frétf ti] Alþýðublaðsins. Sauðárkróki í gær. FAGRIKLETTUR frá Hafnar- firði landaði hér 300 tunnum síldar í morgun. Voru saltaðar tæpar 200 tunnur af því. Búizt er við fleiri skipum hingað í dag, en þó er það ekki vitað með vissu. Vitað er um síld á Skagagrunni. — Heildar- söltun hér er nú orðin um 1200 tunnur í sumar. í dag var veður hér svo gott og heitt, að heitari dagur hefur líklega ekki komið í mörg ár. — M. B. Ágæt skemmliferð Alþýðuflokksféiag- anna á Akranesi ALÞÝÐUflokksfélögin á Akra- nesi efndu til skemmtiferðar vestur á Snæfellsnes um síð- ustu helgi. Var farið á laugar- dag vestur á Breiðablik. Þar komu til móts við Akurnesing- ana Alþýðuflokksmenn af Snæ- íellsnesi. Var haldin samkoma í Breiðabliki um kvöldið. Ræð- ur fluttu Hálfdán Sveinsson og Sveinbjörn Oddsson, Akranesi, Ottó Arnarson, Ólafsvík, Ásgeir Ágústsson, Stykkishólmi, Sig- urþór Halldórsson, Borgarnesi. Á sunnudeginum var farið fyr- ir Jökul og gengið fyrir Enni. Var ferðin.hin ánægjulegasta og þátttaka góð. 4 29. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.