Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.07.1959, Blaðsíða 12
fidiQ iidU dUCliIIidíí\IS!IUUIII jillUÍI! Allt seldist fyrir hádegi í FYRRADAG var haf- iji útsala á efnum í Mörk- aðnum í Hafnarstræti. Um 9-leytið um morgun- inn var löng biðröð við dyrnar og á tveim og hálf sim tíma seldust -næstum öll efnin sem á útsölunni voru. í gær var bútasala og fór þá allt á sömu leið, allt var útselt um hádegi. Var hér um að ræða sum- árefjtú mestmegnis, en einnig efni, sem keypt höfðu verið inn í fyrra- vetur. Um helgina koma svo haustefnin á markaðinn, en tilbúnir haustkjólar koma ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Afslátturinn á efnunum var mjög mismunandi, frá 20% upp í allt að 90%. iWWWWWWWWtWMWW Dr. Jóhannes Nordal Maður bráðkvadd- ur á Siglufirði Á LAUGARDAGINN VAR varð maður nokkur úr Reykja- vík, Hallgrímiur Pétursson, 32 ára gamafll, bráðkvaddur á Siglufirði. Yar hann á síld og mun liafa látizt í bát sínum. Starfsári Sinfóníuhljómsveifarinn ar lokið, 38 fónleikar á árinu iSINFÓNIUHLJOMSVEIT Is- lands lauk starfsári sínu að þessu sinni 17. júlí, en þá var komið heim úr tónleikaför um Norður- og Austurland, sem áður hefur verið sagt frá í blöðum og útvarpi. — Hafði hijómsveitin leikið á árinu 38 sjálfstæða tónleika. Á starfsárinu hélt hljómsveit in 20 sjálfstæða tónleika í Pteykjavík með 13 mismunandi efnisskrám: Operan ,,Carmen“ var flutt 5 sinnum í haysí: undir stjórn Wilhelms Brúckner- Ruggeberg, Hermann Hilde- brandt stjórnaði einum tónleik- um, Hans Antolitech einum, dj'. Páll ísólfsson tvennum — (aðrir voru minningartónleik- urn dr. Victor Urbancic), Páll Pgmpichler tvennum, Róbert Abraham Ottósson einum, dr. Tlior Johnson þrennum, Jón Leifs og dr. Hallgrímur Helga- son stjórnuðu afmælistónleik- urn. Jóns Leifs, og loks var óper an „Rigoletto11 flutt 4 sinnum undir stjórn Rino Castagnino. Utan Reykjavíkur voru tón- ieikar haldnir á 18 stöðum, 3 undir stjórn Páls Pampichler og 15 undir stjórn Röberts Abra dtam Ottóssonar. — Alls urðu því sjálfstæðir tónleikar hljóm- sveitarinnar 38 á starfsárinu. Mjög margir söngvarar og ein- leikar innlendir og erlendir, temu fram á þessum tónleik- um. hljómsvþitarmenn komið fram í útvarpstónleikum 36 sinnum. Hljómsveitin eða flokkar úr henni hafa því samtals leikið opinberlega 151 sinni á starfs- árinu, eða annan hvern dag að meðaltali, en^auk þess eru æf- ingar haldnar að morgninum flesta virka daga. REKSTUR SINFÓNÍU- HLJÓMSVEITARINNAR. 'Sinfóníuhljómsveit í-slands er sjálfstæð stofnun, sem rek- in er með styrkjum úr ríkissjóði og hæjarsjóði Reykjavíkur og í samvinnu við Ríkisútvarpið og Þóðleikhúsið. Þeirri samvinnu er þannig háttað, að útvarpið og leikhúsið greiða hljómsveit- innj árlega ákveðna upphæð, fyrir þá vinnu, sem þessum stofnunum er látin í té. Hefur Þjóðleikhúsið greitt 450 þús. kr. á ári en Ríkisútvarpið 750 þús. kr. Þó dragast frá þeirri upp- hæð laun nokkurra hljóðfæra- leikara, sem útvarpið hefur fast ráðna frá fornu fari, endá legg- ur útvarpið fram vinnu þeirra til þessa samstafs. Öll önnur Framhald á 3. síðu. Segir fímarit Landsbankans HINAR víðtæku efnahags- ráðstafanir, sem gerðar voru af ríkisstjórn og alþingi í vetur, vir.ðast í öllum meginatriðum hafa náð þeim markmiðum, — sem sett höfðu verið, segir dr. Jóhannes Nordal bankastjóri í forustugrein í nýútkomnum Fjárm(álatíðindum, tímariti Landsbankans. Hann segir, að tekizt hafi að stöðva þá skrúfu kaup- og verðhækkana, sem í gang komst á síðasta ári og aug- ljóst var að snúast mundi með sívaxandi hraða, éf ekkert væri að gert, og það tókst jafnvel með niðurfærslu að snúa hjól- inu einn hring til baka. Dr. Jóhannes segir, að þó hafi öllum verið ljóst, að hér var aðeins um bráðabirgðaráðstaf- anir að ræða og lausn ýmissa vlandamiála vlæiri jí raunimni frestað, unz stjórnmálalegar forsendur verða fyrir hendi til að taka þau upp. Helztu veik- leika þessara aðgerða telur Jó- hannes vera, að teflt hafi verið á tæpasta vað um tekjuöflun til ríkissjóðs og Útflutningssjóðs, svo að veruleg hætta sé á greiðsluhalla, ef aðstæður reyn asl ekki mjög hagstæðar. Dr. Jóhannes segir ennfrem- Framhald á 3. síðu. 40. árg. — Miðvikudagur 29. júlí 1959 — 159. tbl. lítið búið ai - en brakandi þurrkur síðustu daga sveilarinnar ÁÐUR en Sinfóníu- hljómsveitin lagði upp í ferð sína út á land keypti framkvæmdastjórnin sængurföt fyrir mannskap inn og kostuðu sængur- fatakaupin hvorki meira né minna en 20.000 kr. En vegna þessara ný- keyptu sængurfata gátu hljómlistarmejin gist í heimavistarskólum á mörgum stöðum í stað þess að borga sig inn á hótelum og, að því er æðstu yfirvöld þar í sveit segja munu sængurfata- kaupin borga sig í einni ferð. Fregn til Alþýðublaðsins. Dalsmynni, Árnessýslu í gser. UNDANFARNA DAGA hef- ur verið brakandi þurrkur. — Hefur það komið sár vel, þar eð til vandræða horfði vegna langvarandi óþurrka Er búið að hirða sáralítið hey í Árnessýslu víðast hvar og mun sömu sögu að segja víðast af Suðurlandi. Á sama tíma í fyrra var hey- skap mun lengra komið enda var þurrkur það sumar mjög góður. Vegna óþurrkanna núna er sláttur víða skammt á veg kominn. Er spretta orðin mjög mikil og jafnvel um |)f víða. En hætt er við, að ekki' verði nægilega vc/ sprottið fyrir síð- ari slátt vegna þess hversu fyrri sláttur hefur dregizt. Nefndarmeirihluti í neðri deild með kjördæmabreyfingunni MEIRIHLUTI stjórnarskrár- nefndar neðri deildar hefur skilað áliti um kjördæmamálið og leggur til, að frumvarpið um hana verði samþykkt. Álitið, sem Jóhann Hafstein, Einar Olgeirsson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Magnús Jónsson og Steindór Steindórs- son undirrita, er svohljóðandi: „Nefndin hefur athugað frumvarpið. Undirritaður meirihluti nefndarinnar mælir með því, að frumvarpið verði samþykkt óbreytt, enda hefur ótvírætt komið fram í alþing- iskosningunum hinn 28. júní s. 1., að mikill meirihluti kjós- 13 þús. mál komin til Krossanes Akureyri í gær. UM 13 þús. mál hafa nú bor- izt í Krossanesverksmiðjuna. í dag kom aðeins eitt skip með síld þangað. Var það tog- skipið Sigurður Bjarnason, er kom með 650 mál. — Veður hefur verið gott und- anfarið og er heyskapur kom- inn mjög vel á veg í Eyja- firði, þó hafa þurrkar verið óstöðugir. I enda er málinu fylgjandi‘!. Framsögumaður þessa meiri- hluta nefndarinnar er formað- ur hennar, Jóhann Hafstein. Minnihluti nefndarinnar, full trúar Framsóknarflokksins, hafði enn ekki skilað áliti í gær. IIIÍIII Eiff skof nægir 1 HINNI hvítu bók, sem gefin var ut í gær, eru m. a. raktir þeir árekstrar, sem orðið hafa við Island. Þar getur m. fl að líta eft- irfarandi skeyti frá brezka herskipinu „Dun- can“ til brezkra togara: „^f nokkur varðskip reyna að hefja skothríð á brezka togara, munum við líka hefja skothríð og hrinda árásinni og vera vissir með að hitta í fyrsta skoti — og það verður nóg“. Svona er nú andinn á þeim bæ. ‘HEFUR LEIKIÐ ANNAN HVERN DAG AÐ MEÐAL- TALI. í Þjóðleikhúsinu hefur hljóm sveitin aðstoðað við alls 77 sýn ingar: á óperunni „Rakarinn í Sövilla“, barnaleikritinu „Undraglerin“ og óperettunni „Batlistúdentinn". Loks hafa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.