Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 1
ÞESSIR tveir ungu skip- stjórar eru nú aflamestir á öllum flotanum, sem síldveiðar stunda. Voru þeir samkvæmt síðustu skýrslu Fiskifélagsins komnir á tíunda þúsund mál og tunnur, en hafa án efa farið yfir það mark nú í vikunni fyrstir manna. Getur orðið spenn andi að sjá, hvor þeirra verður hærri — eða hvort öðrum tekst að ná þeim. Til vinstri er Eggert Gísla son, skipstjóri á Víði II, og til hægri er Gunnar Hermannsson, skipstjóri á Faxaborg. OMM) 40. árg. — Laugardagur 1. ágúst 1959 — 162. tbl. MMHmHMWWUMHmmi Tíu þúsund mála menn AMUN í HRAUNINU vestan við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar er silungsræktunarstöð. f fyrra- dag höfðu einhverjir pörupilt- ar stíflað aðrennslið að þrón- um, sem sihmgurinn er hafður í, og drapst mikið magn sil- ungsins í þrónni. Var hér um að ræða bæði regnbogasilung og bleikju. Mál ið var ekki kært til lögreglunn- ar og ekki óskað rannsóknar á hverjir spellvirkið hefðu fram- ið. — SAMKVÆMT upplýsingum frá ferðaskrifstofunum eru Það 874 sem hyggja á langa helgar- ferð á vegum skrifstofanna. Þessi tala er þó langtum lægri en rétt er, því að enn er óvitað um, hve margir taka þátt í styttri ferðum, og hve margir það eru, sem fara flug- leiðis landshornanna á milli um helgina, en mikil ös er við far- miðapöntun í áætlunarferðir Flugfélagsins. Síðast en ekki sízt eru þeir ótaldir, sem fara í einkaibílum, einkaflugvélum og á skipum eða þeir, sem fara „á puttanum“, þ. e. a. s, treysta á guð og gae|una og ganga af stað. Langflestir leggja leið sína í Þórsmörk, þ. e. a. s. flestir þeirra, sem unnt er að hafa reiður á og hafa látið skrá sig hjá ferðafélögunum. Yfirpant- að er á hótelunum úti á landi og vitað er um marga, sem ætla að reisa tjöld sín í skógun- BÚIZT er við svörum frá Sovétríkjum varðandi frekari kaup þeirra á saltsíld á þessu ári nú um helg- ina. Voru í gær taldar nokkrar líkur á, að þessi svör bærust, áður en Stevanov, forstjóri rússnesku sölu- og innkaupastofnunarinnar, fer af landi burt á sunnu dag. 'Síldarútvegsnefnd hefur þeg ar stöðvað söltun á sykursíld fyrir Finnlandsmarkað, og til- kynnt, að söltun á cutsíld eftir miðnætti í fyrrinótt væri á>á- byrgð saltenda. Eru horfur í þessum, efnum því mjög ískyggi legar. um, Hallormstaðaskógi og Vag- laskógi. Þúsundirnar, sem leita úr bæjunum um helgina skapa aukna umferð á vegunum, — mestu umferð ársins. I ná- grenni Réykjavíkur verður haldið uppi auknu bifreiða- og bifhjólaeftirliti og löggæzlu- menn ásamt umferðadómara verða á ferð í Borgarfirði, á Sn.æfellsnesi og Króksfjarðar- nesi, en auk þess verða lög- gæzlumenn frá kaupstöðum úti á landi á eftirlitsferðum í sinni sýslu. ★ Skemmtanir verða víða haldnar og beðið hefur verið um liðstyrk frá Reykjavík til þess að halda uppi lögum og reglu á skemmtunum í Bjark- arlundj og á Selfossi. Stevanov, hinn rússneski forstjóri, kom hér við á leið sinni frá Bandaríkjunum aust ur um hafj og hefur hann rætt við ráðamenn og kynnt sér fiskframleiðslu íslendinga undanfarna daga. Hann ræddi ítarlega við Gylfa Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra og dvaldist með honum og for- sætisráðherra á Þingvöllum. í gærkvöldi hélt viðskipta- málaráðherra honumí kvöld- verðarboð, þar sem mættir voru helztu forustumenn stjórnmálaflokkanna og út- flutningsframleiðslunnar. Um miðja þessa. viku var söltun orðin um 140.000 tunnur en samningar hafa enn ekki náðst um sölu á meiru en 160. 000 tunnum. Síldarútvegsnefnd mun þegar í stað tilkynna, ef semst um meiri sölu, þannig að unnt verði að salta upp í það. Óvíst er talið, að salténdur treysti sér til að salta mikið fram yfir það, sem nefndin hef- ur getað selt. RÍKIÐ ViLL FÁ KORPÚLFSTAÐ! UNDANFARIÐ hafa átt sér stað bréfaskipti milli Reykjavíkurbæjar og at- vinnuinálaráðuneytisins um Engey og Korpúlfs- stíijði. Reykjavíkurbær vill kaupa Engey vegna hafnarframkvæmda í framtíðinni en ríkið vill láta bæinn fá Engey gegn því að fá Korpulsstaði í staðinn. En á það hefur hærinn ekki viljað fallast — Hyggst ríkið nota Korp úlfsstaði fyrir landbúnað- artilraunir. MMMMWWWMMWWWW illtar kanínu FYRIR NOKKRU varð þess vart, að villtar kanínur voru komnar í Rauðavatnslönd og átu þar alltj er þær gátu, græn- meti, gras og trjáplöntur. Voru þær þegar hrein plága og þótti nauðsynlegt að gera þegar ráð- stafanir til útrýmingar þeim. Leo Smith meindýrgeyðir var þá fenginn til þess að eyða kanínunum og mun hann hafa reynt að skjóta þær. iSem betur fer mun hér að- eins hafa verið um 5—6 stykki að ræða. En öllum má Ijóst vera hvílík vá hefði hér verið fyrir dyrum, ef villtaf kanín- ur hefðu komizt inn í bæjar- land Reykjavíkur. Erlendis erui villikanínur hin mesta plága, þar eð þær éta allan gróður. Svæði þau er þær fara yfir eru sem sviðin jörð. Er þess því að vænta, að skjótlega takist að útrýma kanínunum í Rauða- vatnslöndum Biskup BISKUPINN, herra Sigur- björn Einarsson, vísiterar Norð ur-Þingeyjarprófastsdæmi að þessu sinni og hluta af Norður- Múlaprófastsdæmi. Vísitazían hefst á Skinna- stað sunnudaginn 2. ágúst kl. 2 e. h. með guðsþjónustu. Mun biskup síðan heimsækja kirkjur og söfnuði, prédika í hverri kirkju og ræða við söfn- uðina um kirkjuleg málefni. STORBLAÐIÐ The Tirnes í Lundúnum birti fyrir þrem dögum alllanga grein frá sér- stökum fréttaritara sínum á ís landsmiðum. Nefnist greinin „On Naval Patrol off Iceland“ og segir þar m. a. frá eftirfar- andi „samtali“ milli Maríu Júlíu og HMS Trafalgar: M. J. til H. M. S. T.r Brezki togarinn Lancer GY 65 er að veiðuin innan 12 mílna mark- anna, jafnvel innan fjögurra mílna markanna, og jafnvel innan liinna elztu þriggja mílna marka. H. M. S. T. til M. J.: — Ég sendi yfirmann á báti til yðar. M. J. til H. M. S. T.: — Ég fer inn fyrir til að mæla upp stöðu m!ína. H. M. S. T. til M. J.: — Ég veit um stöðu mína, hvers vegna þurfið þéy að fara inn fyrir til að mæla upp yðar? Hvers vegna skútuð þér tvisv- ar á brezkan togara á úthaf- inu? Ég mótmæli þessum að- gerðum. H. M. S. T. til M. J.: Vin- samlegast stöðvið; ég ætla að senda yfirmann yfir. M. J. til H.M.S.T.: — Ég tek ekki á móti yfirmanni frá skipi yðar. Ég mótmæli því, að brezkur togari skuli ekki stöðva, þegar honum er gefið merki um það. Ég mótmælí því, að. brezkt herskip skuli trufla skyldustörf mín. H. M. fi. T. til M. J.: —- Ég mótmæli því, að þér viljið ekki taka á móti yfirmanni frá mér og árásaraðgerðúm yðar, er þér skjótið á brezkan togara á rúmsjó. Ég staðfesti, að staða hans er sex mílur ut- an við grunnlínur þær, sem stjórn yðar hefur dregið. Ég mun halda áfram að vernda brezk skip fyrir afskiptum á xúmsjó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.