Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 7
Temple ma. Hún í hverri ri við ó- 1 Það fór mörgum i/arð ekk tækkaði. Shirely nú fyrir LÚn kom rnatíma. :kuð vin- /AUG-LÝS- and. leikkona) kom til ;g prins- m ástæð- kki leyfi Le er nú g á með sem er DOKTORINN var númer kvöldsins á síðasta klúbb- fundi. Einhvern veginn barst talið að skemmtilegum aug lýsingum, sem birzt hafa í dagblöðunum, og þar sem prentvillupúkinn hefur gert sín stykki. Og þá var ekki aldeilis komið að tómum kofunum hjá doktornum. Því hagar þannig til, að á heimili hans hefur það verið siður alla tíð að nýta hlutina til hins ýtrasta. Þannig verður soðin ýsa um hádegið að plokkfisk á kvöldin hjá vesalings dokt- ornum, og ekki nóg með það: Plokkfiskurinn verður að heimatilbúnum fiskaboll um í hádeginu daginn eftir. Dagblöðunum pr til dæm is ekki fleygt á því heimili, þótt búið sé að lesa þau spjaldanna á milli. Þau eru sett' á salernið til fullkom- innar og endanlegrar nýt- ingar. Og doktorinn hefur haft það fyrir sið í fjölda- mörg ár að lesa smáauglýs- ingar dagblaðanna til þess að stytta sér stundirnar á salerninu. Hugmyndinni hefur hann áreiðanlega stolið frá Þórbergi, sem hér einu sinni las ævinlega bibl íuna á esperanto á salerninu — og gafst vel. Fyrsta auglýsingin, sem doktorinn sagði okkur, var svona: „Kvenfélag . Neskirkju heldur aðalfund sinn í dag klukkan 8.30 í Tjarnarkaffi uppi. Venjuleg aðalfundar- störf. Kaffidrykkja. Bólu- setning." Við þurftum ekki að spyrja að því, hvers vegna doktornum var þessi auglýs ing minnisstæðari en allar hinar, sem á eftir fylgdu. Konan hans er nefnilega ein af aðglforustukonunum í þessu ágæta kvenfélagi og auglýsingar frá því geta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega ef í þeim stend ur: Félagskonur mega taka með sér gesti! Tvær næstu auglýsingar urðu til þess, að Skari plöntufótur fékk óstöðvandi hláturskast. Þær birtust báðar í Tímanum, en Fram- sóknarfyndni er sú bezta fyndni, sem Skari heyrir: „Vetrarmaður í Skálm- holti í Villingaholtshreppi er jarpur hestur fullorðinn. Mark tveir bitar aftan vinstra." „Eyfirðingar. Kynbóta- hesturinn Nökkvi frá Hól- um í Hjaltadal verður að Auðbrekku frá 16. maí til 15. júní næstkomandi til af nota fyrir héraðsbúa.“ Að lokum dró doktorinn þessa úr pokahorninu: „Skrifstofustúlka, sem kann vélritun, óskast. Enskukunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt launalög- um. Jarðarförin auglýst síð ar. Atvinnudeild háskól- ans.“ En nú var plöntufóturinn búinn að þegja of lengi. Hann varð að láta ljós sitt skína, þó ekki væri nema rétt undir lokin. Hann lagði til, að eftirfarandi auglýsing yrði birt í öllum dagblöðum bæjarins og þar að auki les in þrisvar sinnum í útvarp- ið. Hann tók út úr sér vind- ilinn ti'l þess að ekkert orð af snilldinni færi forgörð- um: „Tek að mér að skemmta fólki í heimahúsum. Hef engan húmor. Dokt,orinn.“ En bragðið. hreif ekki. Ég var búinn að vera í kosn- ingabandalagi við doktor- inn allt kvöldið og datt ekki í hug að svíkja hann, þegar mest á reyndi. Nilli. □PNUNNRR ann aug- spæjarinn okkar kominn, særður. herra minn,“ heyrir Frans upp að að annar mannanna segir: ru rifnar „Flugvélin hans hrapaði til r ýtt inn jarðar og enda þótt hann sé [ér er þá þungt haldinn, þá hefur hann þó varla misst máiið.“ En líðan Walraven er þó verri en þeir hyggja. Hann fellur saman og eflir andar- tak liggur hann meðvitund- arlaus á gólfinu. Anna þekkir hann þegar í stað, rekur upp óp og beygir sig yfir hann. „Nú, það er þá svona,“ heyrir Frans sagt inni í herberginu. „Stúlkan þekkir þá manninn.“ MOCO > A Tékkneskir Peysufafaskór kr. 351,15. Vinnuskór karlmanna kr. 170,85 — 246,75. ASalstræti 8 Laugavegi 38 Laugavegi 20 A Snorraliraut 38 UHiöN f y r 1 r 1 i g g j a H d i . Helgi IVBagnússon & Co. Hafnarstræti 19. — Sím>ar: 1-3184 og 1-7227. Glænýtt heilagfiski oi LAX Húsmæður ath. Lokað mánudaginn 3. ágúst. Fiskhöllin og útsölur hennar — Sími 1-1240. 5 herhergja íbúð í Hafnarfirði Til sölu ný og glæsileg 5 herhergja efri hæð raci geymslupláss, í risi, á mjög fallegum stað í suðaustur bænum. Sériimgangur — Sérhiti. Árni Gunnlaugsson Austurgötu 10 — Hafnarfirði. Sími 50764, 10—12 og 5—7. Skálholfskirkja. Þeitr, sem enn hafa ekki vitjað uppdrátta að tillcg- um sínum í samkeppni um steinda glugga í Skálholts kirkju, eru heðnir um að sækja þá á teiknistofu húsa meistara ríkisins, Borgartúni 7, fyrir 10. ágúst n.fc. Húsameistari ríkisins. Alþýðublaðið — 1. ágúst 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.