Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 12
KVEÐINN hefur verið upp í sakadómi Reykjavíkur dómur t máli ákæruvaldsins gegn Sig- urði Berndsen fasteignasala. — Var Sigurði gert að greiða 400 fíús. krónur sekt til ríkissjóðs. Upphaf málsins er hað, að 1955 skipaði alþingi nefnd til þess að athuga okurmál og leiddi sú athugun til bess að nokkrir menn voru sakfelldir Þar á meðal Sigurður Bernd- sen. 25—59% VEXTIR. Sigurður var ákærður fyrir að hafa tekið sér 25—59% vexti af um 3 milljónum kr. lánum. Námu hinir ólöglegu vextir samtals 72.189.98 kr. Heimild er við sektir fyrir okur að 4—25 falda ólöglegan ágóða. í þessu tilfelli er ágóðinn 5V2 faldaður. NYBYLASTJÓRN ríkisins hefur samþykkt stofnun 48 ný- býla frá s. I. áramótum. Meiri liluti nýbýlanna eru byggð *neð skiptingu jarða eða 30 af þessum 46. Uppbyggð eyðibýli eru 5, en 7 garðyrkjubýli. Fram kvæmdir nýbýlastjórnar eru «ú í fullum gangi. Síðastliðið ár voru samþykkt 12 byggðahverfi, er nú unnið í f-imm þessara hverfa. Byggða- hverfin eru reist á ríkiseigna- íörðum og nýbýlastjórn sér um framræslu, girðingar, vegagerð og brúarbygging, ef þörf kref- ur. Hverju býli fylgja 10 hekt- arar ræktaðs lands. Þeir bændur, sem síðan taka fcýlin á leigu, fá erfðaábúð og hýbýlastjórn sér um útvegun 4ána til byggingaframkvæmda og fjárframlag bað, sem veitt er tii íbúðahúsabygginga. í bessum tólf hverfum, sem að framan getur, eiga að verða 120 býli og eru 60 þeirra þegar fcomin í ábúð. Hin 60 eru mis- jafnlega langt á veg komin. MEIRI EFTIRSPURN EN UNNT ER AÐ SINNA. Á tólf árum hefur nýbýla- stjórn samþykkt 761 nýbygg- ing. Af bví eru 630 nýbýli, en 731 endurbygging eyðijarða. Af þessum eru í árslok 1958 564 Framhald á 2. siðu. beðið með eftirvæofingu ÞRIÐJA umræðan um kör- dæmamálið hófst í neðri deild í gær, og flutti Þórarinn Þór- arinsson þá jómfrúræðu sína á alþingi. EnnfrermVr tók Agúst Þorvaldsson til máls, en síðan var umræðunni frestað til þriðjudags. Þá mun Björn Páls- son, hinn nýi þirigmáður Austr- ur-Húnvetninga, flytja jómfrú- ræðu sína. Þingmenn bíða.þess með mik illi eftirvæntingu að heyra Björn Pálssón t'ala e'ftir að frétt ist í gær, að hann væri kominn á mælendaskrá. En þeir verða sem sagt að bíða fram yfir helgi —- Fundurinn í neðri deild í gær stóð stutt, og í dag og á mánudag verða engir þingfund- ir. Hins vegar heldur þriðja um ræðan um kjördæmamálið í neðri deild áfram á þriðjudag, og mun Björn þá verða fyrsti ræðumaðurinn. Úrslit atkvæðagreiðslunnar í neðri deild að lokinni annarri umræðunni um kjördæmamálið urðu Þau, að tillaga Framsókn- armanna um þjóðaratkvæði 23. Framhald á 2. síðu. erndsen f kr wlít1’* ***• f\f. jCl\!|ánasfarfsemf FYRSTU tölur frá Siglu- firði í síldardrottninga- keppninni áttu að koma í dag. Og þær eru: Frá söltun- arstöð Óskars Halldórsson ar: Þar er Ásthildur Frið- riksdóttir hæst með um það bil 193 tunnur, en næst henni Soffía Páls- dóttir með um 190 tunnur. Frá söltunarstöðinni Sunnu, sem er hæst allra söltunarstöðva í söltun þar nú (með 8532 tunnur): Þar er Margrét B.ergsdótt- ir hæst með 240 t., en næst ar henni Valgerður Helga dóttir með 230 t., Guðríð- ur Elíasdóttir með 230 t. og Vigdís Bergsdóttir með 230 t. Loks kemur Helga Helgadóttir með 225 t. ijjargrét og Vigdís eru systur, Valgerður og Helga eru líka systur. Dug le.gar systur það! Og við höfum hlerað, að þetta séu allt ungfrúr 18 —20 ára. 40. árg. — Laugardagur 1. ágúst 1959 — 162. tbl. SALTAÐ var á öllum söltunarstöðunum á Siglufirði í gær, þrátt fyrir söltunárstöðvunina. Veiddist síldin á vestur- svæðinu og var það mikil og góð söltunarsíld! tunnur. Heildar- Síldarbátarnir voru dreifðir um allt vestursvæðið í fyrri- nótt og lönduðu á ýmsum stöð- um, en ekki náðist til allra þeirra söltunarstaða í gær- kvöldi. Hér fer á eftir skýrsla frá þeim, sem til náðist. Siglufjördur Heildarbræðslan á Siglufirði í sumar mun um 251 þús. máí, á Raufarhöfn 59.200 mál, Skaga strönd 31.200 og Húsavík 1400 mál. Samtals verður þetta um 343 þús. mál. Til samanburðar ber að geta þess, að í fyrra var heildarbræðsla þessara sömu stöðva 57.949 mál. í stærstu síldarbræðslunni á Siglufirði, Rauðku, hafa í sum- ar verið brædd um 75 bús. mál síldar og síldarúrganga. Sauðárkrókur Á miðyikudag lagði Fjarðar- klettur frá Hafnarfirði hér upp 400 tunnum síldar í salt, í dag kom síldarbáturinn Sigurvon með um 400 söltun hér í sumar mun nú um 2000 tunnur. Seyðisfjöröur Gullvör kom hér að í dag með 700 mál síldar. Allt í allt hafa komið hingað í sumar 18—20 þús. mál í braj^slu og frystingu. Raufarhöfn Hér eru allar söltunarstöðv- ar fullar og fólkið þreytt. Þó komu hingað 10 bátar með söltunarsíld í dag. Var afli þeirra frá 200 upp í 600 mál. Útlitið á miðunum er dá- gott, og eru flestir . bátanna norð-norðaustur af Svínalækj- artanga. Fyrir austan Langa- nes er aftur á móti hálfgerð súld. Krossanes Nýverið kom Snæfellið hér að með 1500 mál og í fyrradag Sigurður_. Bjarnason með 1200 mál. Allt fór þetta að sjálfsögðu í bræðslu. fnarfir AÐALNIÐURJÖFNUN út- svara í Hafnarfirði er lokið fyrir skömmu. Var jafnað nið- ur samtals 18.928.085 kr. Er innifalið í þeirri upphæð 10% fyrir vanhöldum, lögum samkv. Gjaldendur eru 2042. Útsvörin lækka verulega frá 1958. T. d. lækka útsvör á hjón með 3 börn um 13,5%—61,8% miðað við tekjur frá 45 þús.— 100 þús. Enn hœnsnadráp í Hafnarfirði o# enginn veit fyrir víst hvaða dyr þetta er EINS og lesendur blaðsins mun reka minni til, var hér á dögunum frásögn í blaðinu af furðulegu dýri, sem gerði usla í hænsnahúsi í Hafnar- firði. Nú er fullvíst orðið, að um tófu er að ræða og hafa nú margir orðið hennar varir. Hefur hún komið við í hænsnahúsinu á ný Og drepið 25 unga. í fyrramorgun, þegar eig- andi hússins, Óskar Kr. Sig- urðsson kom að hænsnahúsi sínu rekst hann á dauða unga. Við eftirgrennslan í hrauninu í kringum kofann fann hann 25 unga og þótti nú sýnt, — hvaða gestur hafði komið. Var lögreglunni gert viðvart og hefur hún reynt að rannsaka málið. Þegar blaðið átti tal við varðstofuna í gærkvöldi hafði engir/ árangur náðst og þar var aftur farið að efast um, að hér væri tófa á ferðinni, þar eð sannað er að meindýr þetta er grá eða Ijósleitt á lit. en eigandinn trúir því fast- lega, að hér sé um tófu að ræða. í fyrrinótt lá skytta við hænsnahúsið, en varð einskis vör. í gær sást dýrið og greip maður einn til byssu og hljóp á eftir þyí, en það hvarf sjón- um hans fyrr en hann fékk hleypt af byssunni. HÆSTU UTSVORIN. Þessir einstaklingar bera yf- ir 30 þús. kr. útsvar: Jón Gunnarsson kr. 144.545 Jón Gíslason — 143.020 Sverrir Magnússon — 92.794 Ásmundur Jónsson — 52.921 Emil Jónsson — 52.206 Sæm. Sigurðsson — 42.924 Axel Kristjánsson — 42.028 Oliv. St. Jóhanness. — 39.205 Helga Níelsdóttir — 36.990 Guðm. í. Guðm.ss. — 32.752 Ásgeir Gíslason — 32.550 Jón Mathiesen — 31.469 Sigurgeir Guðm.ss. — 31.219 Bjarni Snæbjörnss. — 30.368 Þessi fyrirtæki bera hæstu útsvörin: Lýsi & Mjöl h.f. kr. 348.245 H. f. Raftækja- verksmiðjan 308.580 Venus h.f. — 257.450 Olíustöðin h.f. — 178.725 Einar Þorgilsson & Co. h.f. 174.590 Frost h.f. — 169.890 Dröfn h.f. — 131.975 Fiskur h.f. — 127.230

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.