Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.08.1959, Blaðsíða 5
BREZKA stjórnin hefur neitað að sleppa úr haldi dr. Hastings Banda, leiðtoga Af- ríkanska þjóðflokksins, sem hefur setið í fangelsi í Nyasa- landi síðan 3. marz sl. vegna óeirðanna, sem urðu í landinu í febrúar sl. Þetta er ein af niðurstöðum langra og harðra umræðna, sem fóru fram í Neðri málstofu brezka þings- ins um framtíð Mið-Afríku og lauk sl. þriðjudagskvöld. Það er skoðun flestra þing- manna Jafnaðarmanna og Frjálslyndra, að þessi ákvörð- un sé alvarleg mistök, sem geti haft í för með sér svipað ástand í Mið-Afríku og átti.sér stað á Kýpur meðan frelsis- Bygginga- Frétt til Alþýðublaðsins ESKIFIRÐI í gær. HER á staðnum er nú frem ur dauft yfir atvinnulífinu, en fimm bátar eru gerðir út héð' an á síldveiðar, fjórir heima- bátar og einn leigubátur. Þó standa miklar húsbyggingar fyrir dyrum, þar á meðal skóla- stjórabústaður og póst- og síma hús. Allt að tíu íbúðir eru í smíðum núna. Engin síld hefur borizt hing- að enn til söltunar, en línubát- ar héðan hafa orðið varir síld- ar úti á Fáskrúðsfirði, og standa vonir til, að hún gangi hingað austur í meira mæli síðar í sumar. 6—700 mál hafa komið hingað í bræðslu. Bátarnir héðan, sem eru á síldveiðum fyrir Norðurlandi, hafa fengið allgóðan afla, eink- um þó Víðir og Hólmanes. A.J. Anfcln slarfsemi Loftleiða f FYRRA héldu Loftleiðir uppi 6 vikulegum áætlunarferð- um fram og aftur milli Ameríku og Evrópu. í sl. maí-mánuði voru ferðirnar orðnar níu í viku hverri. I sl. júnímánuði reynd- ist farþegatala félagsins 4710 og er það rúmlega 11 hundruð farþegum fleira en á sama tíma bili í fyrra. Sætanýtingin í þess um mánuði reyndist nú 81,4%, en í júnímánuði í fyrra var hún lítið eitt lægri, eða 79,1%. Er því auðsætt, að áætlanirnar um hina miklu aukningu ferðanna hafa staðizt með prýði. Loftleiðir halda nú uppi á- ætlunarferðum milli New York og 10 borga í Evrópu, Reykja- víkur, Stafangurs, Oslóar, Gautaborgar, Kaupmannahafn- ar, Hamborgar, Luxemborgar, Amsterdam, Glasgow og Lund- úna. Kappakstur bifhjóla olli nœturlöngum bar- daga milli lögreglu og skríls í Kristianstadt barátta eyjarskeggja var í al- gleymingi. Undir lok umræðnanna sagði talsmaður Jafnaðar- manna, Aneurin Bevan, að hann byggist við að sama vandamál mundi koma upp varðandi dr. Banda og Mak- arios erkibiskup á Kýpur. Erkibiskupinn var handtekinn af Bretum og fluttur í útlegð til Seychelle eyja. En loks eft- ir áralanga, harða baráttu og blóðsúthellingar, var Makari- o.s fluttur sem gestur í eitt bezta gistihús Lundúna til samningaviðræðna, er leiddu til þess að hann fór aftur til Kýpur og fékk þar lykisað- stöðu við sjálfstæðis-áætlun eyjarinnar. Bevan benti á ástandið á Kýpur og Nyasalándi sem' sönnun þess, að íhaldsstjórn Harold McMillans. sem nú er að enda fimm ára feril sinn, væri „ógeðslegasta“ ríkis- stjórn í brezkri þingsögu. McMillan forsætisráðherra stóð fast á máli nýlendumála- ráðherrans Alan Lenox-Boyd, sem varð að svara hinni hörðu gagnrýni, bæði á Nyasalands- málin, svo og varðandi dauðs- föllin í austur-afrísku nýlend- unni Kenya, sem nýléga áttu sér stað. í ræðu sinni sagði Lennox- Boyd, að ferill ríkisstjórnar- innar í nýlendumálunum væri langt frá þyí að vera ógeðs- legur. Hann rifjaði upp, að í tíð stjórnarinnar hefði fyrsta samveldislandið, sem þeldökk- ir menn byggðu, Ghana, öðl- azt sjálfstæði; Malaya orðið sjálfstætt samveldisland inn- an brezka heimsveldisins; Nig- ería með 40 þús. íbúa væri að verða sjálfstætt samveldis- land, svo og Vestur-Indíur. Lennox-Boyd sagði, að eng- in ábyrg ríkisstjórn gæti hafa látið undir höfuð leggjast að grípa til neyðarráðstafana, þegar í ljós hafi komið að dr. Banda og Afríski þjóðflokkur- inn ráðegrðu ofbeldi, árásir og fjöldamorð í því skyni að koma á sambandsríki ásamt Suður-Rhodesíu. Vandræði ríkisstjórnarinnar stöfuðu af því, að rannsóknarnefndin, sem hún sendi til Nyasalands til að rannsaka málið. hafi komizt að raun um að fjölda- morðin væru uppspuni. Rann- sóknarnefndin hafi einnig tal- ið, að dr. Banda hafi ekki haft í hyggju pólitísk morð, þó að hann hafi á hinn bóginn við- urkennt, að í vissum tilfell- um hefði hann ekki getað komið í veg fyrir slíkt. Ríkisstjórnin hafi kosið að vísa þessum niðurstöðum nefndarinnar á bug, enda gagn rýndu þær stefnu og gerðir stjórnarinnar, og á þann hátt viljaðkoma í veg fyrir að upp úr syði í Mið-Afríku. Og þing- ið samþykkti traust, á ríkis- stjórnina með 317 atkvæðum gegn 254. HUNDRUÐ ungra skríl- menna börðust við lögreglu og hermenn Iangt fram á nótt s.l. laugardag í Kristianstad í Svíþjóð. 20 særðust og 40 voru handteknir, þar á meðal tvær drukknar telpukindur, sem gengu um meðal skríls- ins, berar niður að mitti. — Me.ðal þeirra, sem lagðir voru inn á sjúkrahús, voru tveir lögreglumenn, ungur maður stúlka, sem fengið hafði sár á magann af sverði lögreglu- þjóns. Skríllinn hafði safnazt sam- an í borginni alls staðar að úr Svíþjóð til þess að horfa á meistarakeppni í mótorhjóla- kappakstri. En varla var fyrsti hópurinn kominn á reiðhjól- um sínum frá Stokkhólmi, fyrr en bardagar höfðu brot- izt út við bæjarbúa. Óeirðirnar hófust með pústr um á aðaltjaldbúðasvæði borg arinnar — en brátt breiddust átökin út og ekki tókst að stöðva þau, fyrr en kl. 4 um nóttina. I óeirðunum, sem um 6000 íbúar hinnar friðsömu borgar horfðu á úr öruggri fjarlægð, brenndu skrílmennin nokkur tjöld, brutu flaggstengur, brenndu opinher salerni og reyndu að kveikja í stóru veit- ingasölutjaldi. Slökkviliðsbíl- ar, sem komu æðandi til að slökkva hina ýmsu bruna, voru „bombarderaðir“ með flöskum, steinum og múrstcin um. Sumar flöskurnar voru fullar af bensíni, eins eins cg hinar frægu „Molotov-kokk- tjeil“ sprengjur í stríðinu, en sem betur fer kviknaði ekki í þeim. Lögreglubílar voru á ferð alla nóttina við að aka skríl- menpum til lögreglustöðvas- innar. Þegar klefarnir þí r voru orðnir fullir, var fang- elsi hersins tekið í notkun. Lögregian kvað flest skríl- mennin hafa verið drukkiai, og flest þeirra voru frá Stokk- liólmi. Allmörg þeirra höfðu komið 900 kílómetra leið. — Bent er á, að fáir, ef nokkrir, áhugamenn um mótorhjóla- kappreiðar hafi tekið þátt í uppþotinu. Skrílmennin hafa Iangflest komið með það fyrir augum að valda óeirðum. | VIÐBURÐIRNIR á Siglu- §» | firði um síðustu helgi voru | i óskemmtileg áminning til I 1 þjóðarinnar um það vanda- 1 1 mál, hvað sjómenn geti gert I | sér til dægrastyttingar og | | hvíldar í landlegum. Þegar | | mikill fjöldi þeirra safnast f | saman á einn stað, eins og | i í stærstu verstöðvum á vetr- f | arvertíð og á Siglufirði um | i síldartímann, verður þetta i ! mjög alvarlegt vandamál. | f Hér er um svo mikið vanda- | | mál að ræða, að gera þarf | = sérstakar ráðstafanir til úr- | | bóta. Ætti meðal annars að 1 ! vera unnt að beina einhverju | ! af því stórfé, sem árlega er ! | varið til byggingar félags- | 1 heimiía, til útgerðarbæj- % | anna. | Myndin að ofan gefur ör- | i litla innsýn í éirðarleysi sjó-1 | manna í landlegi. Hún var \ 1 tekin á Siglufirði fyrir nokkr | | um dögum. | jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiuiiiuiuiiiiiiiiiiiiuutiiiitiiiiiir Auðveldið innheimtu happdrættisins með því að gera skil nú þegar. ERFIÐLEGA gengur að mynda stjórn á Sikiley eftir kosningarnar í júní. í þeim náði Silvio Milazzo, fyrrver- andi forseti, oddaaðstöðu í þinginu, en hann er gamall kristilegur demókrati, sem sagði sig úr flokknum í nóv- ember s.l. og tókst þá að mynda stjórn með stuðningi konungssinna, fasista, kom- múnista og sósíalista. S.l. mánudag fór fram kjör forseta Sikileyjar, sem er eins konar sambland af forseta og forsætisráðherra. Frambjóð- endur voru Silvio Milazzo og Gaetano Lo Magro, sem er frambjóðandi kristilegra demó krata, fasisti, konungssinna og frjálslyndra. Einu atkvæði munaði á frambjóðendum og einu atkvæði munaði, að Lo Magro næði kosningu. Hann hlaut 45 atkvæði, en Milazzo 44. Eini jafnaðarmaðurinn á þinginu sat hjá. í fyrsta skipt- ið, sem reynt var, fékk Lo Magro 44 atkvæði en Milazzo 43. Sex dögum áður hafði ver- ið reynt, en þá mætti kristi- legir demókratar ekki til fund ar, þar eð Milazzo virtist ör- uggur um sigur. Varð því ekki atkvæðisfært á fundinum. Eftir fyrstu tilraun reyndu ' kristilegir demókratar að geia bandalag við Milazzo, en tókst ekki. — Sjórnmál á Sikiley hafa löngum einkennzt meira af átthagastefnu (lokal patrf- ótisma) en stjórnmálastefnum. Milazzo heldur því t.d. fram, að hann sé enn sannkristinn kaþólikki og and-kommúnisti (hann var upprunalega kristi- legur demókrati), en haim heldur því hins vegar fram, að stjórn kristilegra demó- krata í Róm hafi gert Sikiley afskipta. (Framhald á 10. sí2uþ Alþýðublaðið — 1. ágúst 1959 |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.