Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 3
Frakkar lííf hrifnir Ræða Nixons ÞAÐ var tilkynnt samtímis í Washington og Moskva sl. Sunnudag, að Eisenhower Bandaríkjaforseti hefði boðið Krústjov, forsætisráðherra Sov étríkjanna, að koma í opinhera heimsókn til Bandaríkjanna nú í liaust. Jafnframt var skýrt frá því, að Eisenhower mundi síðar I haust fara í opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna. Búizt er við, að Krústjov ieggi af stað í för sína í byrjun Beptember og er ætlunin, að Ihann dvelji 2—3 daga í Wash- ington, en ferðist síðan um Bandaríkin í um tíu daga. Til- högun ferðar Eisenhowers í Sovétríkjunum verður svipuð. Hefur fregnin um þessar gagnkvæmu heimsóknir hlotið mjög góðar viðtökur yfirleitt, ekki sízt í Moskva. Þá hafa þeir foáðir tekið fregninni mjög vel, MacmillÉin, forsætisráðherra Breía, og Gaitskell, leiðtogi gtj órnarandstöðunnar. PARÍS, 4. ág. (REUTER). — Aðilar, sem standa frönsku stjórninni nærri, taka fyrirhug- liðum heimsóknaskiptum Eisen howers og Krústjovs fremur huldalega, þar eð þeir óttast, að yússncski forsætisráðherrann kunni að „plata“ forseta Banda ríkjanna. Segja þeir, að niður- staðan af þessu kunni að verða ,,ný Yaltaráðstefna“ — rúss- uesk-amerísk ráðstefna á kostn að Frakka, Vestur-Þjóðverja og annarra NATO-ríkja. Var minnt á, að Yaltaráð- gtefnunni 1945 milli Roosevelts, Stalins og Churchills hefði lok- ið með því, að áhrifasvæði Rússa í Vestur-Evrópu hefði verið fært miklu vestar. Frakk- ar tóku ekki þátt í þeim viðræð um. Hin opinbera franska afstaða í dag er sú, að Rússar muni ekki láta af þeirri löngun sinni og ákvörðun að breiða út áhnf kom,múnista og yfirráð til allra mögulegra hluta heims. Auk þessa telja F!rakkar, að Eisen- hower hafi fallizt á að bjóða Krústjov heim vegna stöðugra hvátninga Macmillaris, forsæt- isráðherra Breta. Telja Frakk- ar að Macmillan hyggist nota ástandið i alþjóðamálum sem „pólitískan höfuðstól" í vænt- anlegum kosningum í Bret- landi. Nú er talið líklegast, að Eis- enhower heimsæki de Gulle 27. ágúst, áður en Krústjov kemur vestur. SIDNEY: — Ástralíumenn og Kanadamenn hafa undirritað Sarrining um samvinnu á sviði friðsamlegrar notkunar kjarn- orku. OXFORD: Janet Vaughan, sér- fræðingur í radíó-bílólógíu, sagði í dajt, að ekki væri að finna neina sönnun þess, að Btrontíum 90 eða önnur geisla- virk efni gætu valdið blóð- krabba í mönnum. Mun ekki hafa tekizt að framkalla blóð- krabba með geislavirkni nema í músum. GENF, 4. ág. (REUTER). — Fjórveldin hafa í einkaviðræð- um komið sér saman um fjög- urra ára sjálfheldu að því er varðar myndun riýrra afvopn- unarnefndar, segja góðar heim- ildi hér. Viðræður um þetta, sem fóru fram á milli utanrík- isráðhercjfundanna eru þó ekki endanlegar, þar eð afvopnunar Lokadagur í dag í Genf GENF, 4. ág. (REUTER). — Utanríkisráðherrar stórveld- anna fjögurra hittust við liádeg isverð í dag og ákváðu annan fund síðar í kvöld til að undir- búa formlega yfirlýsingu í lok hins óralanga fundar síns. Munu sérfræðingar þeirrá vinna að samningu yfirlýsirig- arinnar á milli fundanna. Síðasti fundurinn verður haldinn á morgun, en tími hef- ur , enn ekki verið ákveðinn. Segja starfsmenn fundarins, áð hver hinna fjögurra ráðherra muni taka til málls., Þá munu ráðgjafarfulltrúar Austur- pg Vestur-Þjóðverja einnig hafa í huga að halda ræður. — Tals- menn Rússa segja, að nefnd þeirra muni leitast við að fá fram „virðuleg“ lok. fundarins með vinsamlegri yfirlýsingu. nefndin starfar á vegum Sam- einuðu þjóðanna — ekki stór- veldanna. En í framhaldi af viðræðum hér munu stórveldin ráðgast við aðildarríki Sameinuðu Þjóð anna um hina fyrirhuguðu nefnd, áður en næsta allsherjar þing SÞ hefst í miðjum sept- ember. Ef hægt er að hefja afvopn- unarviðræður á ný, má það telj ast mikið skref í áttina fyrir Genfarfundinn. Viðræður hafa verið í sjálfheldu síðan fimm þjóða undirnefndin hélt gagns- lausan fundi í London sumarið 1957. Meðlimir hennar voru Bandaríkin, Rússland, Bret- land, Frakkland og Kanada. Rússar heimtuðu þá stærri nefnd á þeirri forsendu, að eng- inn árangur hefði náðst á tíu ára samningaumleitunum. Klappazf á MYNDIN er frá opnun bandarísku sýningatinnar á dögunum. Þeir klappa hvor fyrir öðrum Nixon og Krústjov, þrátt fýrir eldhússdeiluna miklu kvöldið áður. Þetta má víst heita „friðsamleg sambúð“. MOSKVA: í harðvítugri ræðu, sem Nixon, vara-forseti Banda- ríkjanna, flutti í sjónvarp í Rússlandi á laugardagskvöltl, sagði hann um 8 milljónum á- heyrenda, að „ef við eigum að öðlast frið, verður það að vera friður, er byggist á gagnkvæmr,i virðingu, fremur en friður upp gjafar eða fyrirmæla annars aðilans. Frómt sagt vilja þjóðir okkar beggja frið, báðar eiga þær til að bera mikinn styrk, og svo mjög sem við æskjum friðar, getur hvorugu þeirra, né vill, þola, að við henni sé stjak- að í ýmsar áttir.“ Nixon kallaði hugmyndina um sam-tilveru vera „algjör- lega ófullnægjandi og neikvæða hugmynd“, þar eð hún „fæli í sér, að heimurinn hlyti að vera klofinn í tvær óvinveittar fylk- ingar, er aðskildar væru af vegg haturs o°- ótta. Það, sem við þurfum í dag, er ekki tveir heimar, heldur einn heimur, þar sem hinar ýmsu þjóðir velja sér þau efnahags- og stjórnmála kérfi, er þær óska eftir, en þar sem er frjáls samgangur milli allra þjóða er byggja þennan hnött“. Hann benti mönnum á hina hröðu afvopnun Bandaríkja- manna eftir síðustu styrjöld, en síðan hefðu komið til skjalanna aðgerðir, eins og innilökun Ber- línar og Kóreustríðið. Hann benti einnig á, að þessar að- gerðir hefðu gerzt, áður en 20. flokksþingið kom saman, cg áður en Krústjov sagði í Dnie- prometrovsk, að kommúnism- inn mundi eftirleiðis reyna að ná alþjóðlegum markmiðurn sínum með friðsamlegu móti frekar en með valdi. Hann benti mönnum einnig á það. sem gctt dæmi um það, hvers vegna vegna Bandaríkin hefðu her- stöðvar og stóran her, að fjórð- ungur allrar framleiðslu Sovét- ríkjanna færi til hernaðarþarfa. LONDON: Eina land, sem Bret ar hafa eignað sér eftir stríð, klettaeyjan Rockall, um 200 mílur norð-vesíur af Skotlandi, virðist á leið út fir heimsveld- inu, eins og fleiri. Skilti, sem eignaði drottningunni ey þessa, var fest með járnboltum og sementi við klettinn í septem- ber 1955, en sl. föstudag, er menn gengu þar á land, var skiltið horfið með öllu. K.4IRÓ: — Framkvæmdastjóri Arababandalagsins, Hassouna, sagði blaðamönnpm í dag, að hann mundi fara til Túnis cg' Arabíska sambandslýðveldisins. i I VARSJA Dr. Milton Eisenhow- er, bróðir forsetans, sem er hér í föruneyti Nixoris, vara-for- ' seta, sagði í dag við pólska land búnaðarráðherrann og mun I hafa sýnt áhuga á breytingu i búskapar í Póllandi, þ.e.a.s. að fá bændur til samyrkju með I fortölum. VARSJÁ, 4. ág. (REUTER. f dag fór Nixon í ýmsar heim- sóknir í Varsjá. Mikill mann- fjöldi safnaðist saman, er hann fór inn í gömlu borgina til að heimsækja dómkirkjuna og liá- skólann. Er hann kom út úr há- skólanum, var honum tekið með miklu lófataki og fagnað- arópum. Sungu menn fyrir hann gleðisöng, er mun til taka, að „hann er einn ágætis mað- ur“. Er það sjaldgæft hér um opinbera gesti. Hann stóð alU lengi við bíl sinn og veifaði mannfjöldanum, sem helzt ekki vildi sleppa honum. í ræðu í háskólanum kvaðst Nixon hlakka til þess dags, „er við skiptumst miklu meira á kennurum milli hinna miklu lærdómsstofnana okkar“. Hann hélt áfram: „Eins og við vit- um, getum við haft mismun- andi skoðanir . . . en aðalat- riðið er, að hugurinn sé opinn • . . ég er viss um, að með mannaskiptuna œunum við auka skilning, sem báðir munu hafa gagn af.“ Nixon hlaut einnig mjög gcð- ar viðtökur í stálverksmið'ju, er hann skoðaði rétt fyrir utan borgina. Hann spurði, hvemig ætti að segja „halló“, og er hann sagði það, fékk hann góð- ar undirtektir og jafnvel „bra- vó“-hróp. Tvisvar hópaðist mannfjöld- inn að honum og er menn kom- ust ekki nægilega nærri fleygðu þeir blómvöndum til hans. Alþýðublaðið — 5. ágúst 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.