Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 10
MINNINGARORÐ: Vilhjálmur Jónsson, FersfikSu í DAG fer fram að Hall- grímskirkju að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, útför Yilhjálms Jónssonar frá Ferstiklu, en hann andaðist að Vífilsstöðum, 27. júlí s. 1. Ég, sem þetta rita, kynntist Vilhjálmi stuttu eftir að hann fluttist til Akraness, en það mun hafa verið í kring- um 1930. Við unnum sjá sama atvinnurekanda árið 1933. Við kynningu mína af Vilhjálmi, kom í ljós, að hann var kapps- fullur og ötull í starfi, og ekki gefinn fyrir að vera eftirbátur annarra í verkum sínum. Jafn- framt því að verá skyldurækinn og samvizkusamur, var hann hinn kátasti félagi, léttur í lund, kunni vel að segja frá at- burðum, hnyttinn í tilsvörum, og hafði glaðlegt svipmót. Þá fyrir nokkrum árum, hafði Vil- hjálmur kvænst Margréti Arn- björgu Jóhannsdóttur frá Stóru Borg í Vesturhópi. Þau hjón- in höfðu eignast tvær dætur, sem voru sólargeislar á hinu ný stofnaða heimili þeirra á Akra- nesi. En árið 1934 bar skugga yfir líf Vilhjáls, hann veiktist, og varð að fara í heilsuhælið á Vífilsstöðum. Ári síðar veikt- ist konan hans einnig, og lést hún hinn 17. febrúar 1936. Hér mátti því segja að örlögin hafi farið ómjúkum höndum um Vilhjálm. Eins og hér var ástatt gat hann ekki veitt litlu telp- unum sínum þá umönnun, sem með þurfti, enn þar naut hann góðrar konu, Jónu Þorbjargar Jónsdóttur, uppeldissystir frú Arnbjargar, sem annaðist litlu stúlkurnar af mikilli umhyggju. Vilhjálmur var búinn þeim eiginleikum, að hann var ekki á því, að láta veikindi eða ann- að rnótlæti yfirbuga sig. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, eða var með kvartanir þó á bjátaði. Heldur var hann hinn hugrakki maður, sem barð ist ótrauður við erfiðleikana. — Fyrstu árin sem Vilhjálmur dvaldi á Vífilsstöðum, notaði hann hvert tækifæri til að auðga anda sinn. Hann las margt góðra bóka, nam tungu- mál með aðstoð útvarpsins, og gerði sér far um að auka þekk ingu sína á sem flestum svið- um. Hann tók mikinn Þátt í fé- lagslífi sjúklinga, var góður skákmaður og oft sigursæll í keppni vistmanna í þeirri íþrótt. Vilhjálmur var mikill starfs- maður. Árið 1938 útskrifaðist hann af hælinu, og fluttist aft- ur til Akraness, og gerðist starfsmaður hjá Akranesbæ, — jafnframt rak hann verzlun þar í bæ um nokkurt skeið. Síðan flutti hann til Reykjavíkur, og réðist í það fátækur að fjár- munum, enn ríkur af viljafestu, dugnaði og kjarki, að byggja í- búðarhús og komst yfir þann örðuga hjalla að eignast eigin íbúð, þar sem hann ásamt síð- ari konu sinni Guðrúnu Bj örns- dóttir úr Reykjavík dvöldu um skeið, ásamt ungri dóttur þeirra. En Vilhjálmur varð sem margir þeirra sem veikst hafa af berklum, að yfirgefa orustu- völl hins daglega lífs, og leggja leið sína aftur inn fyrir dyr heilsuhælisins, því árið 1949 tók sjúkdómurinn sig upp á nýjan'leik, og varð Vilhjálm- ur að dvelja þar allangan tíma. Að lokinni hælisvist 1 annað sinn fluttist hann aftur ásamt konu sinni til Akraness, og dvöldu Þau þar og á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd, til ársins 1953. að Vilhjálmur varð enn að fara á Vífilsstaði, og þar dvaldi hann þar til yfir lauk. í hinni síðustu dvöl sinni á hæl- inu, haslað Vlhjálmur sér völl á nýjum vettvangi, með því að ráðast í að semja bækur, bæði skáldsögur, — sögur fyrir börn, og nú síðast mun hann hafa unnið að ritverki sem bundið er minningum hans um menn og málefni m. a. frá æskustöðvum sínum. Einmitt þessi starfsemi í lífi Vilhjálms, frá Ferstiklu, sýnir kjark hans og dugnað, — þar sem hann eftir meira en tveggja áratuga baráttu við erf- brigði um varanlegan bata, — iðan sjúkdóm, og margföld von- ræðst í að ganga hina grýttu leið rithöfundarins, og tekur að semja skáldverk við erfið skil yrði. Ég tel mig ekki dómbær- an til að dæma. um verk Vil- hjálms, en hef ég heyrt mér fróðari menn segja, að hann hafi verið vaxandi maður á þess um nýja vettvangi. Það má ráða af líkum, að jafn vel gerður maður og Vil- hjálmur var, hafi ekki setið að- gerðarlaus hjá, þegar rætt var um að berklasjúklingar hæfust handa um stofnun félagsskap- ar, til „að styðja sjúka til sjálfs- bjargar“. Hann var meðal þeirra mörgu ágætu manna, — sem unnu að stofnun S.Í.B.S., og virkur þátttakandi allt til dauðadags. Hann stofnaði deild innan S.Í.B.S., á Akra- nesi 1938, og var formaður þeirrar deildar meðan hann dvaldi þar. Mér er kunnugt um að Vilhjálmur var í upphafi mjög bjartsýnn um framtíðar- starfsemi S.Í.B.5., og éghygg að hann hafi í þeim efnum séð vonir sínar rætast langt fram- yfir það sem hann gat búizt við, þó bjartsýnn væri. Því er minningin um Vlhjálm frá Fer- stklu bezt géymd með því að mérki S.Í.B.S. sé alltaf hreint, og falli ekki, heldur standi sem tákn baráttunnar við berkla- veikina, unz sigur er unninn, og þessi mikli bölvaldur nær ekki að leggja fólk að velli. Með þessum, fátæklegu kveðju- og minningarorðum um Vilhjálm frá Ferstiklu, -— sendi ég hinni ágætu konu hans og dætrum og venslafólki inni- legar samúðarkveðjur. Guðm. Kristinn Ólafsson. ★ MENNTIR OG LISTIR ★ Kerala Framhald af 4. síðu. skrá og lýðræði Indlands and spænis fyrstu erfiðu og flóknu prófrauninni. En það er ekki vafi á því, að verði ríkisstjórn in við kröfu stjórnarandstöðu flokkanna í Kerala, hefur for- dæmi verið skapað. Það mun hvetja alla andstöðuflokka í náinni framtíð til að hefja á- róður fyrir því, að koma frá völdum löglega kjörnum rík- isstjórnum í einstökum ríkj- um Indlands — og jafnvel öllu landinu. Er það þess virði að taka slíka áhættu? Kusum Nair. NEW YORK Fílharmoníu- hljómsveitin fer í hljómleika- för í sumar til 21 borgar í Ev- rópu og Mið-Austurlöndum. Hljómsveitinni stjórnar Leon- ard Bebnstein. Í fjórum þess- ara borga hefur amerísk sin- fóníuhljómsveit aldrei leikið, þ. e. Turku, Baalbek, Santan- der og Göteborg. Hljómsveit- in hefur þriggja vikna við- dvöl í Moskvu, en auk þess léikur hún m. a. í Aþenu, Ber- lín, Mílanó, Osló, Amsterdam, París, Feneyjum og Kaíró. B AN CROFT VERÐL AUNIN 1959, sem veitt eru árlega af Kolumbíuháskóla fyrir bók- menntaafrek á sviði amerískr ar sagnfræði, utanríkismála og alþjóðaskipta, hafa verið veitt þeim Daniel J. Boorstin fyrir bókina „The Americans: The Colonial Experience“, og Ernest Samuels fyrir „Henry Adams: The Middle Years“. Þetta eru með stærstu verð- launum, sem veitt eru fyrir sagnfræðiverk í Bandaríkjun- um. Ernest Samuels hlaut auk þess Francis Parkman-verð- launin fyrir sama verk, en þau eru veitt af félagi ame- rískra sagnfræðinga. Samuels er próféssor í ensku við Northwestern háskóla í Ev- anston J Illinoisfylki. NÝLEGA var minnzt 75 ára afmælis amerísku leiklistar- akademíunnar í New York. Margir frægir amerískir leik- arar og leikstjórar hafa átt sæti í akademíunni. EDWARD Steichen, forstjóri ljósmyndaleidar Museum of Modern Art í New York, varð áttræður fyrir fáum dögum. Steichen varð frægur víða um heim fyrir skipulagningu á lj ósmyndasýningunni „Fjöl- skylda þjóðanna“, sem einnig hefur verið gefin út í bókar- formi. BREZKI rithöfundurinn Aldo- us Huxley hlaut skáldsagna- verðlaun amerísku lista- og bókmenntaakademíunnar fyr- ir 1959 — gullmedalíu og þús- und dollara í peningum. Hux- ley hefur skrifað margar þekktar skáldsögur, ljóð og ritgerðir. Hann býr nú í Kali- forníu í Bandaríkjunum. Akademían úthlutar þess- um verðlaunum árlega í Ame- ríku til skiptis fyrir skáld- sögur, kveðskap, leikrit, mynd list og höggmyndalist. Þann- ig eru verðlaunin veitt aðeins á fimm ára fresti fyrir skáld- sögu. Meðal þeirra, sem þau hafa hlotið, eru Ernest Hem- ingway, Thomas Mann og Theodore Dreiser. ARKITEKTARNIR Walter Gropius og Pietro Belluschi hafa gert uppdrátt að 55 hæða skýjakljúf í New York fyrir fyrirtækið Emery Roth & Sons. Hliðar hans verða átta í stað fjögurra, eins og venja er, og er tilgangurinn með þessu sá, að draga úr þunga hinnar geysimiklu byggingar. Verður hún nefnd Grand Central City. UM ÞAÐ bil 600 bréf, skrifuð af Theodore Dreiser á árun- um frá 1897 til 1945, hafa ver- ið gefin út í þremur bindum hjá bókaforlaginu University of Pennsylvania Press. Robert H. Elias sá um útgáfuna. Bréf- in fjalla aðallega um starfs- og ritferil rithöfundarins. ÍBÚAR borgarinnar Pittsburgh í Bandaríkjunum halda nú í ár hátíðlegt tveggja alda af- mæli borgarinnar. Þess verð- ur meðal annars minnzt með sýningu á leikriti eftir Ker- mit Hunter, „The Golden Crucible11. Leikritið er sögu- legs efnis og segir frá bygg- ingu og þróun borgarinnar. Tónlistina við það samdi Cherokee-Indíáni, dr. Jack Kilpatrick. • • í TILEFNI af því að öld er lið- in frá fæðingu Victors Her- berts, eins þekktasta óperettu- og óperutónskálds Bandaríkj- anna, hefur Þingbókasafnið í Washington efnt til sýningar á frumhandritum af verkum þessa mikla tónskálds. Þá hefur félag tónskálda, rithöf- unda og útgefenda einnig minnzt hans með hátíðlegri athöfn við styttu tónskáldsins í Central Park í New York- borg. AF HÉR um bil 2.000 sinfón- íuhljómsveitum, sem starfa nú í heiminum, eru 1.055 í Bandaríkjunum, en árið 1920 voru þser undir hundrað. S T A N L E Y Skápasmellur og skápahöldur Þverskeraþjalir BfYHJAVÍH O r f L* r • j a í r B r ý n i H r í f u r Borgarleikhús Framhald af 5. síðu. til uppgötvunar nýrra hæfi- leika og krafta og betur við hæfi hinnar sívaxandi höfuð- borgar. Fleira mætti telja, ótalmargt fleira, og það kem- ur vonandi síðar fram. Það er stórt orð, Hákot. En við segjum það samt. Nú byggjum við Borgar- leikhúsið! Holti, 27—28/7 1959. ik H.K.R.R. 'ú’ H.S.I. Handknattleiksmeistaramót íslands (kvenna) utanhúss fer fram á íþróttasvæði Glímufé- lagsins Ármanns dagana 22.—■ 29. ágúst n. k. — Þátttöku ber að tilkynna til Gunnars Jóns- sonar c/o Matarbúðin, Lauga- veg 42, fyrir 15. ágúst. Glímufélagið Ármann. INGDLF5 CAFE Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskíptin. Inplfs-Caíé. asalan ©g lelgao Iræli f Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úr val sem við höfum af all* konar bifreiðum. Stórt og í’úmgott sýningarsvæði. Ingélfsslræli 9 og leigan “ “ Sími 19092 og 18966 Húselgéndur. önnumst allskonar vatns- og hitalagnir HITAL AGNIB hl, Símar 33712 — 35444. LJésinóðursfaða Starf bæjarljósmóður í Keflavík er hér með auglýst laust til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofui minni eigi síðar en 15. ágúst. Starfið véitist frá 15. september n.k. Keflavík, 31. júlí 1959 • BÆJARSTJÓRINN 10 5. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.