Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 5
ÞAÐ er sagt, að það eigi að byggja ráðhús við Tjörnina. Sumir segja ofan í henni. Aðrir segja yfir hana. Og að allt kofadótið sunnan Alþingis- húss og norðan Tjarnar eigi að hverfa. Ég veit ekki gjörla hversu þeim málum er háttað. Hins vegar hef ég alltaf gert ráð fyrir, að sú örlagastund rynni upp að Reykjavík eign- aðist ráðhús. Og ég er auk þess svo bjartsýnn að trúa því, að forustu borgarinnar auðnist að velja því svo stað, að það verði stolt og eftir- læti borgarbúa. En svo er það Iðnó. Það þarf engar bollaleggingar um ráðhússbyggingu til þess að sjá það í hendi sér, að hlut- verki Iðnó er lokið — það er að segja því hlutverki húss- ins, sem hefur verið þess veg- legasta, að vera um nálega hálfa öld leikhús Reykjavík- urborgar. Og því er lokið af þeirri einföldu ástæðu, að húsið er orðið gamalt og dug- ar með engum hætti til þess lengur, svarar ekki lengur neinum þeim kröfum, sem gera verður til slíks húss. Það var myndarlegt hús á sinni tíð, stórhýsi á mælikvarða þeirrar kynslóðar, sem reisti það. Og búið að gera ómetan- legt gagn. En hæfir nú ekki lerigur, er orðinn stórkostleg- ur hemill á þeirri list, sem það hefur átt sVo drjúgan þátt í að fóstra, til fagnaðar og menningarauka fyrir gervalla Reykjavík — og traunar land- ið allt, — því við megum ekki gleyma því, að Iðnó hefur verið heimili og vettvangur Leikfélags Reykjavíkur lengst um og merkilegastan hlutgnn af allri starfsævi þess gagn- merka félagsskapar. Og þá kem ég að því, sem alvarlegast er j þessu máli, tvennu, sem ekki má ske: 1. Það má aldrei koma fyrir, að Leikfélag Reykjavík- ur verði heimilislaust fyrir starfsemi sína, sem leikhús og menningarstofnun. 2. Við megum ekki una því, að gömul, óhæf og úrelt húsakynni, verði eðlilegri þróun þessa merkilega félags- skapar þrándur í götu, leng- ur en orðið er. Eða, ef menn vilja heldur, lengur en þann tíma, sem það tekur, að bæta úr því og veita félaginu húsa- kynni til starfa, sem séu í engu óríflegri miðað við Reykjavík í dag og kröfur og hætti vorrar tíðar, en Iðnó var á sinni tíð. Og þá er í rauninni komið að niðurstöðu, sem var upp- haf og fyrirsögn þessarar greinar: Nú byggjum við borgarleik- húsið.' Mér er það ákaflega vel ljóst, að leikhús, — Borgar- leikhús Reykjavíkur — verð- ur ekki galdrað upp með orð- unum einum. Og eigi síður hitt, að það tekur sinn tíma að koma því upp. En hitt er og jafn augljóst, að þetta má ekki dragast von úr viti. Það er ekki réttmætt, sæmilegt né viðeigandi — og þegar allt kemur til alls: Það er engin þörf á að það dragist enda- laust. Að minnsta kosti er tími til kominn að hrinda mál inu af stað. Þetta ár á ekki að líða svo til enda, að það verði ekki gert. En . hvað um peningana? ' munu menn spyrja. Hvaðan eiga þeir að koma? Það er engin von til þess, að ríkið, sem hefur Þjóðleikhúsið á MWMMtMMMMMtMMIMMMt Ég hef velt þessu máli tals- vert fyrir mér, og alltaf kom- izt að þeirri niðurstöðu, að Borgarleikhúsið eigi að vera sjálfseignarstofnun, með sterkan félagsskap áhuga- manna að bakhjarli. Og Borg- arleikhúsið ber að reisa handa Leikfélagi Reykjavíkur, í þakklátri viðurkenningu þess ómetanlega starfs, sem það hefur unnið í þágu íslenzkr- ar leiklistar, og til þess að það verði áfram vagga og skóli ungra krafta og hæfileika, eins og verið hefur, og til þess að það verði á komandi tím- um fært um að veita íbúum höfuðborgarinnar og gestum hennar óteljandi uppbyggi- legar gleðistundir, eins og það hefur gert. Ég hef hugsað mér, að í fyrsta áfanga tækjum við þannig á málinu, að nú með haustinu kveðjum við saman áhugamenn og aðra unnend- ur leiklistar og komum á laggirnar styrktarmannafé- lagi. Ég hef til bráðabirgða hugsað mér, að við yrðurri þúsund manpa hópur, sem skuldbindum okkur til þess að leggja byggingarsjóði Borgar- leikhússins eitt þúsund krón- ur á ári næstu þrjú árin. Ég hef borið hugmyndina undir nokkra kunningja mína, sem ýmist eru allvel efnaðir, eða í góðum stöðum, og hver ein- asti hefur svarað: Það skal ekki standa á mér. Þannig hef ég komizt að öruggri raun um að málið á góðvilja í hugum borgaranna, og vitanlega miklu víðara út. en mér sé kunnugt um, eða hafi haft færi á að kanna. Þúsund manns, sem legðu Borgarleikhúsinu þúsund krónur á ári hver, næstu þrjú árin, myndu veita fram- kvæmdanefnd leikhússbygg- ingarinnar þriggja mill- jón króna öruggar tekjur þessi fyrstu þrjú ár, auk þess, sem ég tel ekki útilokað, að ýmsar stofnanir og fyrir- tæki yrðu fáanleg til þess að styrkja málið, annað hvort með framlagi í eitt skipti fyr- ir öll eða árlegu tillagi, eftir að skriður væri kominn á málið. Og þá kemur það einn- ig .til, sem ég gat um í upp- hafi, að ég tel aðstoð Reykja- víkurbæjar alveg vísa, þegar svo væri komið. Þetta átak myndi nægja til þess að hrinda málinu af stað og því myndu vekjast upp fleiri liðs- meim en okkur grunar nú. Ég hef aðeins nefnt þúsund manns, sem hugsanlega tölu styrktarmanna, með það fyr- ir augum; að þetta yrði nokk- uð víðtæk • samtök. Það má vera, að þeir verði færri. En þeir geta lika vel orðið fleiri. Ég hef stungið upp á eitt þús- und króna framlagi á ári. Vera má, að sumum þyki það of lítið og seint vinnist með því móti. En fyrir mér vakir, að gefa sem flestum færi, án þess gð það verði tilfinnan- leg byrði. Við erum svo á- kaflega mörg, sem einatt lát- um þúsund krónur sáldrast út, án þess, að þess sjái Veru- legan stað. Cjj, loks hef ég nefnt þrjú ár, af því að öll- um þorra manna er auðið að sjá svo yfir hag siijn, að þús- und króna árleg skuldbind- ing til svo skamms tíma, á ekki að verða ofurefli. Og auð vitað mætti greiða allt þriggja ára framlagið í einu lagi, ef menn kysu heldur. En ég tel hyggilegt að miða hina fyrstu skuldbindingu við ein- hvern tiltekinn tíma, svo að þá sé hverjum frjálst frá að gang4 ef hann kýs. Hitt er ég svo handviss um, að ef skriður kemst á málið og það fer giftusamlega af stað, bæði með staðarval, teikningu og aðrar framkvæmdir, þá verða þeir æði margir, sem kjósa að fylgja því lengra á leið og kippa ekki að sér hendinni fyrr en verkinu er sómasam- lega lokið. Ég er þess fullvís, að þetta verður léttara átak, en okkur kann að gruna í dag. Sú er reynsla mín af kirkju- byggingum hinna fámennu safnaða hér í Holtsprestakalli. Góður vilji samhuga manna er mikið afl. Hér er ekki rúm að sinni að ræða nánar um fyrirkomulag og starfshætti þessara styrkt- arsamtaka. Ég hugsa mér, að þeir verði ekki svo alls kostar fáir, sem mæta vilja til fund- ar um málið, þegar til hans verður kvatt, að samtökunum verði þá sett bráðabirgðalög og stjórn, sem hafi nána sam- vinnu við forustumenn Leik- félagsins þegar frá upphafi. Að síðan gangi hver maður að því með oddi og egg að afla samtökunum nýrra félaga, hver þar sem honum er kunn- ugast fyrir. Ég er ekki eins kunnugur í Reykjavík nú, eins og ég var fyrír nokkrum árum, en ég sé þá fyrir mér í röðum, sem ég mun verða ó- feiminn við að biðja þessu máli liðsinnis, og nokkurn veginn viss um málalokin. Og þó eru þeir margir, sem þar munu reynast mér stórum drýgri. Frjálst menningar- framtak borgaranna er miklu sterkara afl í þessu landi, en við látum okkur einatt gruna. Slysavarnasamtökin eru eitt dæmi þess. Reykjalundur ann- að. Mörg fleiri eru til, en þarf- laust að telja þau. Og Borg- arleikhúsið verður ein hinna glæsilegu stofnana, sem bor- in verður fram til sigurs af frjálsu menningarframtaki börgaranna. — Það eru nokkur ár síð- an mér datt fyrst í hug að hreyfa þessari hugmynd, hef eiginlega aldrei gengið svo út úr Iðnó að lokinni sýningu Leikfélags Reykjavíkur nú síðustu árin, að mér hafi ekki runnið til rifja aðstaða félagsins og listamannanna, sem þar slitu kröftum sínum, og fundizt við hin standa þarna í óbættri skuld. Það hefur verið að festast með mér, að við ættum að byggja Borgarleikhúsið eitthvað á þá leið, sem hér er vikið að. Nú er hugmyndinni hreyft er mér fannst ég ekki mega þegja lengur, og ég vona, að hún megi verða til þess að vekja til umhugsunar um málið og hrinda af stað um- ræðum um það. Fari svo vel, þá mun margt koma fram, auk þess ,sem ég hef lagt hér til mála að upphafi, fleiri úr- ræði, snjöll ráð og hagkvæxn — og velviid og áhugi. Hver slík hugmynd skal verða mér þakkar- og gleðiefni. Og fá- tæklegt liðsinni mitt og bróð- urlega samvinnu býð ég hverj um þeim, sem að þessu máli vill vinna. Og að lokum, sem svar við hugsanlegri mótbáru: Hvers vegna vera að vafstra í að byggja nýtt leik- hús? Hvers vegna ekki láta hið glæsilega Þj.óðleikhús um þetta allt? Já, hvers vegna? í mjög. stuttu- máli myndi ég svara þessu svo: Það er meðal annars af því að Leikfé,lag Reykjavíkur varðveitir innan sinna vé- banda listræna og leiksögu- lega erfð (tradition) hina einu sem til er á íslandi, og Þjóð- leikhúsið af skiljanlegum á- stæðum hefur ekki. Það getur eignast hana og mun reyndar að sjálfsögðu eignast hana á hálfri öld eða svo, og þegar lengra líður fram. En Leikfé- lag Reykjavíkur geymir í eríð sinni blómann af ævistarfi frumherja leiklistarinnar á íslandi, Sigurðar Magnússon- ar, Árna Eiríkssonar, Stefan- íu Guðmundsdóttur, Guðrún- ar Indriðadóttur, Helga Helga sonar. Jens Waage, Friðfinns Guðjónssonar, Gunnþórunnar Halldórsdóttur, leiðbeinand- ans og leikritaskáldsins Ein- ars H. Kvaran, leikritaskálds- ins og brautryðjandans Ind- riða Einarssonar, svo að að- eins nöfn nokkurra látinna af-reksmanna á sviði listarinn- ar séu nefnd. Þessa listrænu og leiksögulegu erfð á aö varðveita óbrotna innan vé- banda þeirrar stofnunar, þar sem hún hefur skapazt og dafnað, og gera það með því eina móti, sem það verðnr gert. Það er að skapa Leik- félagi Réykjavíkur varanlega framtíð og starfsskilyrði með því að byggja Borgarleik- húsið. Og loks er ég þess fullviss, að það verður leiklistinni í landinu og sköpun nýrra leikbókmennta ómetanleg örfun og styrkur að leikhúsin í höfuðborginni séu tvö, keppi nautar og uppalen<iur hvors annars. Það verður hollara fyrir framiak og líf, vænlegra sinni könnu, leggi fram fé til slíkrar byggingar. Og það er heldur engin von til þess, að Reykjavíkurbær, sem hefur í ótal horn að líta, — verði við því búinn, að snara út fé til nýrrar leikhússbyggingar, enda varla við að búast. Ekki rekur Reykjavíkurbær leik- hús. Hvorttveggja þessi rök- semd er fullkomlega réttmæt. Þess má ekki vænta, að þess- ir aðilar taki málið upp, beri það fram, né hrindi því í fram- kvæmd. Hlutur þeirra á að vera sjálfsögð og mikilsverð aðstoð, sem hins vegar er al- veg réttmætt að gera ráð fyr- ir, og ástæðulaust að ætla, að muni bregðast, þegar til kast- anng kemur. En átakið, sem þarf til að hrinda málinu af stað, framkvæmdarstarfið, og verulegur hluti fjármunanna verður að koma annars staðar frá. Og það er við þeim vanda, sem við verðum að finna ráð. Alþýðublaðið — 5. ágúst 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.