Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 12
Brezku blaðamennirnir. Annar frá vinstri er Kingsley Martin frá News Statesman, SJÖ blaðamenn frá nokkrum af stærstu og virðulegustu blöð um Bretlands komu hingað til lands sl. mánudagskvöld í boði Söíumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Munu þeir dvelja hér og kynna sér ýmislegt, bæði í sam- bandi við fiskiðnað og annað. í gær skoðuðu þeir bæinn og sáu kvikmyndir um frystingu fisks og landkynningarmynd um fsland fyrir hádegi, en síð- degis fóru þeir í hraðfrystihus Júpíters og Marz á Kirkjusandi til að skoða starfsemi hraðfrysti húss. Þá hélt Blaðamannafélag íslands þeim kokkteilboð. í dag munu þeir eiga viðræð- ur við ýmsa sérfræðinga um 12 mílna landhelgina og fiskveiðar við fsland. Þeir hafa óskað eftir að ræða við Guðmund í. Guð- 1730 panlað fiugfarl | til Eyja í gær 1 !• ÚTLIT er fyrir mikla að-.; Jísókn að þjóðhátíðinni í Eyj-!> !;um, sem verður um næstu, | Jíhelgi. j! !; í gær höfðu 730 pantað flug|[ Jjfar hjá Flugfélagi íslands.j! !;Esjan fer á morguji til Eyja|; Jifull af farþegumj. Liggurj! !>skipið í Eyjum yfir hátíðina!; ;|og verður þar eins og hótel.j! JlHeimleiðis heldur skipið að-!j • [faranótt sunnudags. j! HWWWmWMMWUWWW ,Bókmenntalegur riíari' amerísk- Skandinaviska félagsins á ferð hér STADDUR er hér á fandi Erik J. Friis, en hann er bók- menntalegur ritari amerísk- skandinaviska félagsins. Friis lagði stund á alþjóðalög og rétt í Kolúmfbíaháskólanum, en þaðan lauk hann prófi 1946. Nú er hann ritstjóri amerísk skandinavíska tímaritsins, en á þess vegum eru gefnar út bæk- ur og greinar um ísland. Hann er norskur að uppruna, fæddur í Osló 1913, en hefur búið í New York síðan árið 1929. Amerísk-skandinavíska félag ið gengst fyrir að út séu gefnar bækur um Norðurlöndin svo og tímarit, veitir námsstyrki til dvalar þar og í Ameríku og HAFNARFJARÐARTOGAR- INN Bjarni riddari fandaði í gær 230 tonnum af karfa. Afl- inn fór í vinnslu í frystihús. stuðlar þannig að auknum kynn um Norðurlandanna og Amer- íku, það hefur m. a. samvinnu við Íslenzk-ameríska félagið. Egilssaga og Eyrbyggja saga hafa verið gefnar út á enskri tungu á vegum félagsins, sömu leiðis aðrar íslenzkar sögur og ýmis ljóð. Nú stendur til að gefa út sem fullkomnasta ís- landssögu. Færeyingum sannleikann FENEYJAR: Verkalýðsfélag gondóla-ferjumanna í Feneyj- um hefur hótsí samúðarverk- falli með starfsmönnum spila- vítis nokkurs hér í borg. Stafar jþetta m.a. af því, að í gær- kvöldi var lögreglu sigað á verkfallsmenn, er stóðu úti fyr- ir spiljvítinu. ÞAÐ slys vildi til um hel-g- ina, að bíll valt niður háa veg- arbrún á Sogsvegi, en kona, seai í bílnum var, handleggs- broínaði og barn marðist. Atvik voru þau, að tveir Reykj avíkurbílar, annar 4 rnanna, hinn 6 manna, mættust á Sogsveginum sjkammt frá Ljósafossi. Er vegurinn þarna þröngur og illt fyrir bíla að mætast. Rákust þeir þarna á naeð fyrrgreindum afleiðingum, en vegarbrúnin er um 6 metra há. Það var minni bíllinn, sem valt niður í gil. ÖræfaferðGeS- nundarJónasson- arum næsfuheigl GUÐMUNDUR JÓNASSON efnir nk. Iaugardag til 14 og 16 daga ferða um öræfin. Verður farið í Herðubreiðarlindir, Hvannalindir, Öskju o. fl. Þeir, eem hyggjast taka þátt í ferð- inni, eru heðnir að hafa sam- baed við Guðmund Jónasson sem fyrst. mundsson utanríkisráðherra, og hefur hann veitt þeim viðtál í dag. Á fimtmudag munu þeir ræða við dr. Jóhannes Nordal bankastjóra, en því næst munu koma ýmsar ferðir um ná- grenni Reykjavíkur, auk Þess sem þeir munu i>egar hafa látið í ljós óskir um að eiga viðræð- ur við ýmsa aðra framámenn í íslenzkum stjórnmálum. Ekki er að efa, að landhelgis- málið muni koma1 mjög hér við sögu og gefst gott tækifæri til að skýra fyrir hinum erlendu gestum íslenzk sjónarmið í mál- inu. —• Héðan fara blaðamenn- irnir aftur nk. mánudag. Þeif eru: Alastair Burnet frá The Eeonomist, Kingsley Martin frá New Statesman, Adam Fergu- son frá Glasgow Herald, Mic- hael Fran frá Manchester Guardian, Eric Stevens frá News Chronicle, Harry Dunn frá The Scotsman og Guy Rais frá Daily Telegraph. LAXVEIÐIN í sumar hefur verið misjöfn í einstökum ám. í Ölfusá og Hvítá hefur veiðzt ágætlega í net og einnig í Þjórsá og Hvítá í Borgarfirði. En stangaveiði hefur yfirleitt verið með lakara móti, þó að lax- gengd í vatnsmeiri árnar hafi verið töluverð. í sumar vatnsminnstu árnar er lítið gengið af la^fi ennþá. Sem dæmi um á, þar sem lax- gengd hefur verið góð en lítið veiðzt, má nefna Elliðaárnar. í kistu Rafmagnsveitu Reykja- víkur hafa komið á fjórða þús- und laxar, en aðeins rúmlega 600 laxar hafa veiðzt. Bezt veiði að tiltölu hefur verið í Mið- fjarðará, þar sem komnir eru á land rúmlega 700 laxar. í Laxá á Ásum í Blöndu. í þess- um ám var einna bezt veiði í fyrra. ÚRKOMULEYSI HINDRAR LAXVEIÐI Það, gem af er sumrinu, hef- ur víðast hvar verið um litla úrkomu að ræða og eru árnar vatnslitlar ofi tekur lax því illa í þeim. Þetta er þriðja sumarið í röð, sem vatnsskortur fyrri hluta sumars torveldar laxveiði á stöng. Júlímánuður hefur oft ast verið bezti laxveiðimánuð- urinn, en tvö undanfarin sumur Framhald af 2. síðu. sagði Anderson í kveðjuskeyíi í GÆR barst blaðimi eftir- farandi frá Landhelgisgæzl- unni: Hér með leyfum vér oss að senda yður tvær orðsending- ar, sem teknar voru upp á seg- ulband varðskipanna Þórs og Maríu Júlíu nýlega. Orðsending B. Anderson á H.M.S. Duncan til Þórs, þriðju daginn 21. júlí. „Þú sagðir við togarann fyr- ir klukkustundu síðan: „Enga vitleysu“. Ég leyfi mér að segja við þig, Þór, á sama hátt, að ég þoli enga vitleysu, og ef þú gerir nokkuð við þennan togara eða nokkurn annan togara, mun ég hefja skothríð á þig úr öllum byssum mínum. Reyndu að koma þessu inn í þinn íslenzka haus og mundu það vel. Þetta er allt, og sumt, sem ég hef að segja við þig og við öll önnur íslenzk varðskip. Láttu brezku skipin í friði eða þú munt fá, það sem þú verð- skuldar. Góða nótt.“ Þessa hótun sendi B. And- erson vegna afskipta Þórs af togaranum Staham, sem var að veiðum í landhelgi út af Norðurlandi. Orðsending, tekin upp um borð í v/s Maríu Júlíu 23.7. „Frá sjóliðsforingjanum til allra brezkra skipstjóra og tog arasjómanna við fsland. Ég yfirgef H.M.S. Duncan og þetta starf mitt innan skamms og vil þakka ykkur öllum fyrir ágæta samvinnu, samstarf og skilning. Það hef- ur verið mér mikil ánægja og heiður að vinna með ykkur öllum. Við munum standa sam an áfram. Góðrar veiði og góðr ar sölu óska ég ykkur öllum og — fjandinn hirði fallbyssu- bátana. Barry Aanderson (sign)“. Þjóðviljanum virðist það liggja ljóst fyrir, að ríkisstjórnin hafi Iátið ljúga að fulltrúum færeyskra sjómanna varðandi greiðslu á launaskuldum. Er það eftir öðru hjá Þjóðviljan- um að breiða sem ákafast út slíkan óhróður. Hér er um að ræða skuldir Seyðisfjarðartogarans Brim- ness við Færeyinga. Sam- kvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá nú- verandi forstjóra togarans, Axel Kristjánssyni, nam þessi skuld kr. 196 838,45, þegar ríkið tók við togaranum. Þessi skuld var greidd bæjarfóget- anum á Seyðisfirði 15. apríl síðastliðinn, og þá um leið greidd tæplega 300 000 króna skuld við íslenzka sjómenn. Er vandalítið að birta skjöl þessari greiðslu tij staðfest- ingar, ef Þjóðviljinn ber ean lygar á aðstandendur þessar- ar útgerðar. Þar sem laun sjómanna hafa sjóveðskröfurétt, var sjálf- sagt að greiða þau fyrst og greiða þau réttum yfirvöldum á Seyðisfirði til að losa Brim- nesið, svo að þ«ð gæti aftur haldið til veiða. Ef laun Fær- eyinganna hafa ekki komizt til rétti’a skilí>, er við aðra að sakast en ríkisstjórnina eða núverandi stjórnanda útgerð- arinnar. Hafnfirðingar : unnu ísfirðinga HAFNFIRÐINGAR kepptu í knattspyrnu við ísfirðinga á ísafirði á sunnudag og mánu- dag. í fyrri leiknum varð jafn- tefli, þrjú mörk gegn þremur, en seinni leikinn unnu Hafn- firðingar með fjórum mörkum gegn þremur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.