Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 4
 Útgefanai. AipyOufloklturmn. Ritstjörar: Benedikt Gröndal, Gisll J. Aat þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Eitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: AlþýOu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10 Orlagaríkar heimsóknir FERÐALAG NIXONS til Rússlands hefur verið heimsfrétt síðustu daga. Hann talaði þar snjallt og einarðlega og fékk að koma skoðunum sínum á framfæri við f jöldann. Afleiðing þessa er svo sú, að Krústjov heimsækir Bandaríkin í næsta mánuði, en Eisenhower Rúss^and síðar 1 haust. Almenningur vonar, að þessar gagnkvæmu heim- sóknir þjóðarleiðtoganna bæti sambúð stórveld- anna í austri og vestri. Reynslan ein getur skorið úr 1 þessu efni, en víst er það vel farið, að þessi tilraun skuli gerð. Alþjóðaráðstefnurnar hafa orðið eins konar má'fundir, þar sem lítið eða ekkert samkomu- lag næst um ágreiningsatriðin. Þess vegna er mikils virði, að forustumenn stórveldanna hitt- ist, ræði málin og efni til persónulegrar kynn- ingar. Sú tilraun er stór í sniðum, þegar Eisen- hower og Nixon heimsækja Rússland, skiptast á skoðunum við vaMhafana í Kreml og tala til fólksins, milljónanna í austræna stórveldinu. Sömuleiðis er hitt stórfrétt, þegar Krústjov sæk ir Bandaríkin heim í sams konar erindagerð- um. Geti slíkt ekki þítt kalda stríðið, þá er mann kynið statt í mikil’-i og augljósri hættu. Þetta mun forustumönnum austurs og vesturs ríkt í huga. Rússlandsför Nixons har þann árangur, að enn lengra verður gengið á þessari hraut. Vissulega er það ré’tt, að Rússar geta ekki snúið Nixon eða Eisenhower til kommúnisma eða Bandaríkjamenn sannfært Krústjov um mat þeirra á kapítalismanum. En gagnkvæmar heim- sóknir þessara voldugu manna geta kannski skor ið úr um, hvort íriðsamleg sambúð austurs og vesturs muni hugsaiúeg í framtíðinni. Sú spurn- ing er möndull heimsatburðanna á okkar dögum. Hún er það umhugsunarefni, sem kannski ræður úrslitum um framhaldslíf mannkynsins á jörðunni eins og nú er högum háttað á öld kjarnorkuvopn- anna og þeirrar ægilegu en undursamlegu tækni, sem stórveldin hafa á valdi sínu. Þess vegna mið- ast ekki ábyrgð Eisenhowers og Krústjovs aðeins við líðandi stund. Hún varðar sannarlega fram- tíðina. Smáþjóðirnar um allan heim vona, að stór- veldin beri gæfu til drengilegra og friðsamlegra samskipta. Þær munu því fylgjast með Rússlands- för Eisenhowers og Bandaríkjaför Krústjovs af miklum áhuga. Og sem betur fer spáir heimsókn Nixons til Rússlands góðu. 1 A!þý$yflokksfélag ' Hafnarfjarðar heldur fund fimmtudaginn 6. ágúst þ. m. kl. 8,30 e. h. í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Nefndarkosning 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. GREIN SÚ, sem hér fer á . eftir, er rituð af indverskum fréttamanni, Kusum Nair. — Eins og rgeinin ber með sér, er hún skrifuð áður en forseti Indlands svipti Kerala-stjórn ölíum völdum, rauf héraðs- þingið og tók sjálfur að sér stjórn héraðsins. Þó að mál- um hafi þannig skipazt, þyk- ir blaðinú rétt að birta grein- ina, enda er hún hin athygiis- verðasta og varpar nokkru Ijósi á starfsemi kommúnista, þar sem þeir mega sín ein- hvers. REGNTÍMABIL og flóð í stórum hlutum Indlands hafa ekki lægt storminn, sem staf- að hefur af Kerala um mán- aðar skeið. í þessu óhamingju sama ríki er við völd ríkis- stjórn kommúnista enn þá, en hún hefur ekki fengið stundlegan vinnufrið allan þennanr tíma. Á hverjum degi taka verkfallsverðir frá stjórn arandstöðunni sér stöðu við skólana, opinberar skrifstof- ur í höfuðborginni Trivand- rum og annars staðar í ríkinu og við helztu opinber sam- göngutæki. Tilkynnt hefur verið, að 100 þús. manns hafi verið handteknir frá upphafi og 9 þúsund sitji í fangelsi sem stendur. Fangelsin eru yfirfull, svo að flestir lög- þrjótanna eru nú aðeins flutt- ir á næstu lögreglustöð, að- varaðir og síðan sleppt. Þá hafa 15 menn beðið þana í þau fjögur skipti sem lögreglan greip til skotvopna og oftar en 100 sinnum hefur lögregl- an gert kylfuárásir til að dreifa kröfugöngum. Kven- fólkið efnir álíka oft til kröfu gámga og karlmennimir. Stjórnmálaleiðtogar úr öll- um áttum hafa hlaupið fram og aftur, sagt sína skoðun á málinu og mótmælt annarra áliti. Lögfræðingar hafa kom- ið saman í fjarlægum lönd- urp til að láta í ljós álit sitt á vandamálunum í Kerala. Nehru sjálfur fór í þriggja daga heimsókn þangað í júní- mánuði. Kerala-málið er orð- ið mál, sem snertir alla Ind- verja. Líklega er engin lausn á næstu grösum. Tillaga Nehrus var sú, að ríkisstjórn Kerala segði af sér og leitaði sér trausts þjóðarinnar í auka- kosningum. Að hans áliti var andstaðan gegn stjórninni orðin næstum því að allsherj- ar móðursýki. Forysta Kon- gress-flokksins og annarra flokka hafa og hallazt að þeirri skoðun. Til allrar óhamingju hefur miðstjórn kommúnistaflokks- ins, sem kom saman í Trivan- dram í miðjum júlí, vísað á bug tillögu Nehrus sem órétt- látri. í samþykkt flokksins sagði m. a. „að þessi krafa væri ekki annað en ný leið til afskipta af hálfu Indlands- stjórnar og tilraun til að gefa þeim Iýðræðislegan svip“. Mið stjórnin stakk upp á umræð- um við samningaborð í því skyni að leysa „yfirstand- andi“ vandræði. Hún lofaði að kommúnistastjórnin mundi ekki skipta sér af trúarlegum málefnum og hún vildi „leggja áherzlu á, að engar aðgerðir af hálfu Kerala- stjórnar stefndu að því að skaða trúarlíf kaþólskra, mú- hammeðstrúarmanna, naíra og annarra trúflokka, né held ur trúna sem slíka“. Miðstjórn in skoraði á flokkinn, að efna til „Kerala-dags“ um allt Indland 3. ágúst. Tillögunni um samninga- viðræður var þegar í stað hafnað af foringjum stjórn- arandstöðunnar. Að dómi þeirra eru kosningar eina lausnin. Ef ríkisstjórn komm- únista neitar að fara frá — af ótta við að'tapa kosning- unum segja þeir — þá beri índlandsstjórn' að skerast í leikinn, veita Kerala-stjórn lausn og fyrirskipa nýjar kosningar. Þessi krafa á niiklu fylgi að fagna. Hún er studd í grein- argerð, 48 blaðsíðna ákæru- skjali, sem stjórn Kongress- flokksins í Kerala hefur af- hent forseta Indlands. Þar segir, að kommúnistastjórnin hafi „markvíst lamað stjórn- arkerfið og lögregluna“ og „unnið samkvæmt þeirri grundvallarreglu, að ríkið og flokkurinn væri eitt og hið sama“. Næstum helmingur hins umfangsmikla skjals fjallar um dæmi um augljósa spill- ingu og frændhylli, skipu- lagða ofbeldisstarfsemi og mismun, brot á reglunni að allir séu jafnir gagnvart lands lögum, síofnun leynidóm- stóla, lagabrot í landbúnaðar- og iðnaðarmálum, aukningu glæpaverka, afskipti flokks- starfs.manna, algerri yfir- drottnun í skólamálum, og misnotkun á almannafé. Á meðan bæði Kerala-deild og miðstjórn Kongress-flokks ins virðast vera sannfærð um að ríkisstjórn kommúnista eigi að víkja og samkvæmt stj órnarskránni sé hægt að koma henni frá, lítur út fyr- ir að forsetinn og Indlands- stjórn — ríkisstjórn Kongress flokksins — hafi ekki gert sér vel ljóst, hvað gera þurfi. Bú- izt var við skýrri yfirlýsingu frá ríkisstjórnarfundinum, sem haldinn var 20. júlí strax eftir 10 daga orlof Nehrus í Smila. En ekkert skeði og ekkert virðist ætla að ske fyrr en þingið kemur saman 3. ágúst. Ef til vill óska Kongress-foringjarnir eftir því, að málið verði rætt í þinginu fyrst. í Kerala stendur stjórnar- Framhald á 10. síðu H a n n es á h o r n i n u ★ Eru starfsmenn verka lýðsfélaganna nógu vakandi? . . ★ Bréf frá Hafnarfirði SKRIFSTOFUR og starfs- menn verkalýðsfélaganna eru ekki nógu vakandi. Það er full ástæða til að hvetja til árvekni í öllum greinum, sem við koma hagsmunum verkafólksins. Ég* gerði það nýlega. Verkamaður hefur af því tilefni ritað mér bréf um þetta. SIGMUNDUR BJRNSSON, Hafnarfirði, skrifar mér eftir- farandi bréf: „Élg undirritaíjur, hafnfirzkur verkamaður, finn mig knúinn til þess að skrifa þér bréf þetta og »vænti þess að þú birtir það í pistli þínum í Al- þýðublaðinu. ,ýÉG HEF OFT LESIÐ pistla þá, sem þ úskrifar í Alþýðublað ið og líkað vel margt það, sem þar hefur komiX'TrNn. En þegar ég las ummæli þín um sofanda- hátt verkalýðsfélaganna í örygg ismálunum, þ ásárnaði mér, af því að það er ósanngjarnt og það í hæsta máta, að setja alla for- ustumenn verkalýðsfélaganna undir einn og sama hatt og segja að þeir sofi á.verðinum. Má vera að rétt sé að víða séu verkalýðs- félögin aðgerðalaus í öryggis- málum verkamanna, um það get ég ekkert sagt nema það, sem ég veit um varðandi Hafnarfjörð. HÉR HEFUR Verkamannafé- Iagið Hlíf unnið mikið og gott starf til að auka öryggi verka- manna á vinnustöðum og for- maður félagsins, Hermann Guð- mundsson, verið hinn ötuli hvetj andi á því sviði. Hann hefur stað ið í stijingu við atvinnurekendur og sannarlega haft eftirlit með eftirlitinu, fylgzt með því, að lögum um öryggisráðstafanir á vinnustöðum væri framfylgt, bent á og látið gera ýmsar ráð- stafanir til öryggis. f ÖLLU STARFI Vmf. Hlífar hafa öryggismálin skipað önd- vegissess. Hér hjá okkur í Hafn arfirði hefur ekki verið sofið á verðinum. Það get ég og aðrir hafnfirzkir verkamenn borið vitni um. Hitt er svo annað mál, að slys geta orðiSj. og verða þótt reynt sé að fyrirbyggja þau eins og hægt er, svo og getur verið ábótavant um öryggisútbúnað, sérstaklega þar sem um nýjar framkvæmdir er að ræða án þess að hægt sé að saka viðkom- andi verkalýðsfélag um sofanda- liátt. I*Á I»YKIR MÉR RÉTT að ræða um það, að í sama pistli þínum er rætt um kaupstað ekki lngt frá Reykjavík þar sem ver- ið var að skipa upp úr togara og þar hafi verið slæmur útbúnað- ur á aðaltækinu og legið hafi við stórslysi, og stjórnandi tæk- isins hafi sagt, að formaður verkalýðsfélagsins sæist aldrei. Sé hér átt við Hafnarfjörð, þá mótmæli ég þessum ummælum um formann verkalýðsfélagsins okkar. Ég hef unnið á bryggjun- um í Hafnarfirði í mörg ár og. hef ég séð forman/ Vmf. Hlífar svo að segja á hverjum degi koma niður á bryggju að huga að vinnu verkamanna og aðbún- aði. — Jæja, Hannes minn, þetta bréf er orðið lengra en ég ætlaði að hafa það í upphafi, en ég vona að þú skiljir afstöðu mína. Mér hefur sárnað af því mér finnst félag mitt, Vmf. Hlíf og formað- ur þess borin röngum sökum.“ Hannes á horninu. 4 5. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.