Alþýðublaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 4
ÆDEEEÖiaKínO) Dtgelauui .AipyOurioKKunnn. ftltstjórar: BenedlKt Grondai, Glsli j. a« þórsson ,e ttelgi áæmundsson (áb.). Fulltrúi rilsijornai Sigvaldi Hjain. arsson. Frétiastjóri. Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. auglýsingasimi: 14906. AfgreiSslusími: 14900. - Aðsetur: AlþýBu húsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 9—10 V öruvöndunin ÁÐIJR hefur hér í blaðinu verið bent á nauð- syn þess, að íslendingar kosti kapps um að fullnýta hráefni þau, sem gætu verið grundvöllur að mikl- um og arðbærum iðnaði. En annað atriði skiptir ekki síður miklu máli. Það er vöruvöndunin, hvort sem um hráefni eða iðnaðarvöru er að ræða. í þessu efni hafa ærnar framfarir orðnar hér- lendis undanfarin ár, enda aðstæður aliar ger- breytzt til batnaðar. Samt mun þess enn gæta, að íslendingar leggi ríkari áherzlu á afköstin en vöru vöndunina. Hér þarf þess vegna að skipuleggja eftirlit með því, að allar vörur séu sem vandað- astar og uppfylli þær kröfur, sem til þeirra verða gerðar. Þetta er ekki sízt mikilvægt um þær vör- ur, sem íslendingar selja á erlendum markaði og þá sér í lagi sjávarafurðirnar. Vöndun þeirra er eitt af stórmálum okkar eins og íslenzku atvinnu- lífi er nú háttað. Mörgum verður áreiðanlega hugsað til fisk- matsins í þessu sambandi. Því er ekki að neita, að þær raddir hafa heyrzt erlendis, að íslcnd- ingar séu ekki eins vandlátir í fiskmati og sam- keppnisþjóðir okkar, sem selja sjávarafurðir á sama markaði og við. Þetta mál þarf vissulega að taka föstum tökum. Virðist mjög til athug- unar, hvort ekki muni ráðlegt að hreyta ýms- um fyrirkomulagsatriðum varðandi fiskmatið í náinni framtíð. Til dæmis er mjög varhugavert, að fiskimatsmennimir séu eins háir framleið- endum og nú er. Þeir eiga í senn að vera sjálf- stæðir og vandlátir í störfum sínum. En satt að segja er vafasamt, að þeim sé slíkt auðið mcð núverandi fyrirkomulagi. Allir hlutaðeigandi aðilar eiga að taka hönd- um saman um að endurskoða þessa hluti og koma þeim í viðunandi framtíðarhörf. Vöruvöndunin á að gera okkur samkeppnisfæra við aðrar þjóðir. Þá mun koma í ljós, að íslenzku isjávarafurðirnar eru að ýmsu leyti í sérflokki sem hráefni. En það hrekkur fyrst til þess gagns, sem orðið getur, þeg- ar nýtízkuleg og fullkomin vöruvöndun kemur til sögunnar. Héher mikið verk að vinna, og almennings- álitið á að krefjast þess, að framkvæmdimar drag ist ekki úr hömlu. Málið er svo stórt og tímabært, að það þolir sannarlega enga bið. Síökviliðið á von á nýjÉn sfifliM i sfað þess frá 1 f32 SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍK- UR hefur nú fengið leyfi bæj- arráðs til að kaupa nýjan stiga- Ibíl frá félaginu Klöckner-Hum- boIt-Deutz A.G. í Ulm í Þýzka- landi og mun liafa fengið fé til kaupanna frá húsatryggingum bæjarins. Liðið hefur nú sjö bíla, en gamli stigabíllinn er síðan 1932 og því orðinn mjög lélegur. Þá hefur Slökkviliðið fp.rið fram á að fá sex menn til við- bótar við starfsliðið á stöðinni, b.e.a.s. 2 menn á hverja vakt, en svar hefur ekki fengizt við hví enn, að því er yaraslökkvi- liðsstjóri tjáði blaðinu í gær. Mannfæð er orðin mikil á vökt- unum bæði vegna aukins starfs, er hlýzt af stækkun bæjarins, og svo síauknum sjúkraflutn- ingum. Má heita að tveir menn af sjö á hverri vakt séu bundn- ir við sjúkraflutninga og dugir þó ekki alltaf til, því að fyrir kemur að senda barf út tvo bíla í einu, og eru jví ekki eftir á 4 7. ágúst 1959 — Alþýðublaðið — , ,IN SPIRATION1 ‘ og nokkur falleg orð, - þeir halda að það sé ljóð. — Ungskáldin íslenzku ættu að lesa meira. Ég veit, að þeir segjast lesa, alltaf hafa verið að lesa, — en þeir hafa ekki lesið nóg. Þetta eru orð frú Ariane Wahlgren, sem um þessar mundir er stödd hér á landi. í aprílmánuði síðastliðnum kom út í Svíþjóð bók með þýð- ingum hennar á sýnishorni af Ijóðum þrettán íslenzkra nú- tímaskálda. í sambandi við þýðingarnar þurfti hún að kynna sér, — ekki einungis Ijóð skáldanna, heldur og bak- grunn þeirra, — ræturnar, sem þeir uxu upp af. — Svo yður finnst þeir ekki lesnir? Það kemur víst flatt upp á suma. — Já, ég veit þeir móðgast, en það er ekki nóg að glugga í eitthvert hrafl af handahófi. Það er ekki nóg að lesa að- eins þá höfunda, sem ritað hafa á Norðurlandamálum eða ensku. „Maður á ekki að lesa — bara yrkja“, segja sumir þeirra. „Við eigum ekki að sækja til annarra aftur í fortíðina. Það er okkar að leita áfram, skapa nýtt, — nýja öld nýrra hug- sjóna. Þörfin til túlkunar krefst útrásar. Við vitum, hvað við pilllifl ,Ungskáldin í lenzku ættu að lesa meira4 verðum að segja“. — En er það þó ekki frum- atriðið? — Jú, einmitt frumatriðið. En þeir komast ekki að kjarn- anum. Þeir megna ekki að túlka öðrum hugsanir sínar, þannig, að þær skiljist nákvæm lega rétt. Þeim fatast í að hitta naglann beint á höfuðið. Það er ekki eingöngu, að þá skorti lestur skáldrita, heldur lestur um skáldskap. Komið hefur t. d. út í sænskri þýð- ingu bók Esra Pound um ljóða- gerð, en hún er mjög þörf lesn- ing fyrir ungskáld. Þar er sýnt fram" á gildi hrynjandi, endur- tekninga, þagna, niðurröðunar orða o. s. frv. Skáld eiga ekki að lesa slík- ar bækur til þess að tileinka sér skoðanir höfundar né held- ur stæla hann, en til að þroska sig sjálf, öðlast víðari yfirsýn, stærri sjóndeildarhring. Um leið verður skáldið auð- mjúkara í túlkun sinni, gagn- rýnna á eigin verk, sannara og hæfara að hitta í mark. — Eru íslenzku nútímaskáld- in slakari að þessu leyti en skáld annarra þjóða, t. d. Svía? — Já, það held ég. Svíarnir lesa, — vinna meira. Ef til vil leru einhverjir til einhvers staðar, sem ekki þurfa að lesa, en það eru aðeins snill- ingarnir, stærstu spámennirnir, með meðfædda sérstæða lífs- skoðun og heimsyfirsýn. — En þeir eru sjaldgæfari hvítum hröfnum, og enginn ungskáld- anna íslenzku held ég að geti talizt til þess hóps. Að mínu áliti ætti ríkið að leggja fram fé því til styrktar, að úrvalsbókmenntir erlendra þjóða, og bækur um bókmennt- ir, væru þýddar á íslenzku. Þá gæfist skáldunum aukið tæki- færi til að auðga anda sinn og broskast af annarra vizku. Ég heimsótti Halldór Kiljan Laxness á dögunum. Við sátum unpi langt fram á nótt og röbb- uðum um þetta. Þá áttum við t. d. tal um Nicholas Guyllén, Suður-Ame- rískt skáld, sem ég hef eink- um kynnzt af safni svertingja- ljóða, sem komið hefur út í Svíþjóð. Ljóðasafn þetta heitir á sænsku „Den svarta brodern11 tHinn svarti bróðir). Nicholas Guyllén er sérstætt skáld. Hann notar títt þá aðferð að endur- taka sömu orðin aftur og aftur, þannig, að þau hljóta sífellt aukna áherzlu og seiðmagn. Ýmis íslenzk nútímaskáld hafa reynt þetta. En þeim vill mistakast. — Það sem á að verða áhrifamikið, verður „monotont“ (tilbreytingar- laust). Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, í hverju góður árangur er fólginn. Hvað er það, sem gerir ljóð frábært? Er það góð uppbygging kvæðisins, snjöll hugsun eða hvort tveggja? — Það er ekki af fræðilegum ástæðum, sem þetta er nauðsynlegt, heldur til þess að ná, takmarkinu, að túlka hugsun sína alla, rétt og um- búðalaust. — En hæfileikarnir? Ef til vill eru íslenzku ungskáldin, þegar öllu er á botninn hvolft, aðeins s.káld í eigin draumi? — Því fer fjarri. ísland á ekki síðri efnivið en önnur lönd, og íslenzku skáldin eiga sameiginlega sérstöðu meðal allra annarra skálda. Þau eru öll áberandi sterkt mótuð af landinu, veðráttunni. Viðfangsefni allra þeirra eru mjög svipuð, eiginlega takmörk uð. Fiskurinn, fjöllin, vorið og náttúran sjálf er hinn rauði þráður í öllum íslenzkum skáldskap. Það gætir ef til vill lítið frumlegra lífsskoðana, en skáldin og Ijóð þeirra eru fyrst og fremst íslenzk. fslenzk, — í því orði felst eitthvað fráhrindandi, eitthvað ,,barbariskt“, en um leið frískt, hressandi. Það er fyrst og fremst þessi sérstaða, sem vekur áhuga er- lendra þjóða á íslenzkum bók- menntum. Og gullaldarbók- menntirna.r, fornsögurnar, lifa enn í hugum margra og varpa ljóma á þessa afskekktu ey. — Hafið þér þýtt ljóð ein- hvers hinna eldri, Einars Bene- diktssonar, Gríms Thomsens, Stephans G. Stephanssonar og þeirrar aldar manna? -— Ég hef lesið svolítið af verkum þeirra, en þeir eru of torskildir fyrir mig til þess að ég leggi út í að þýða kvæðin. Síðan á þeirra dögurn hefur svo margt breytzt, viðhorf og aðstæður. — En hvað um rímið? Ýmsir halda því fram, að ungskáldin, sem yrkja án hins hefðbundna forms, séu í rauninni engin skáld, a. m. k. ekki ljóðskáld. Þetta séu „atómskáld“. — Mér finnst rím eiga rétt á sér, ef skáldið ræður við það. En það er glæpur að fórna hugsuninni fyrir rímið. Frú Wahlgren er nú hér á landi til þess að kynna sér hvaða saga eða sögur íslenzkar mundu bezt fallnar til þýðing- ar. Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.