Alþýðublaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.08.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Föstudagur 7. ágúst 1959 — 165. tbl. MIKIL SÍLDVEIÐI var fyrir| Austfjörðum í gær. Barst mikil síld til Seyðisf jarðar, Neskaup- staðar, Eskif jarðar og Fáskrúðs- fjarðar. — Síldarbræðslurnar höfðu ekki nærri því undan. SEYÐISFIRÐI í .gærkvöldi. HÉR er allt að fyllast af síld, þar eð síldarbræðslan, sem skemmdist af eldi í fyrradag, er enn ekki komin í gang. Bátarn ir hafa sterymt hér inn í allt kvöld, enda fá þeir síldina hér rétt fyrir utan fjarðarkjaftinn. Síldin er misjöfn, en þó var nokkuð saltað í morgun og nú í MMHtmtWmWMMtMIWW KAUPMANNAHÖFN á sína litlu hafmey, sem situr á steini £ fjörunni við Löngu- línu, og Reykjavík getur ekkj verið minni í þessu efni frekar en öðrum. Nú á okkar ágæta höfuðborg að fá sína hafmey — fagrá mynda- styttu eftir Nínu Sveinsdótt ur, semi búið er að koma fyr- ir í suðurhluta Tjarnarinnar. Styttan er ennþá hulin, en verður væntanlega afhjúpuð áður en langt líður. Þessi A1 þýðublaðsmynd sýnir hina huldu hafmey og í baksýn er norðurendi Tjarnarinnar, þar sem ráðhúsið væntan- lega mundi rísa, ef marg- ræddar áætlanir um staðsetn ingu þess verða að veruleika. Innbúar ráðhússins hafa þannig meira en vatnsflöt- inn, endur og kríur til að horfa á út um gluggana. hafa ekki undan kvöld er aftur byrjað að salta. Er þetta fyrsta söltunin hér á þessu sumri. G.B. Fáskrúðsfirði í gær: í gær- kvöldi, nótt og í dag hafa all- mörg skip lagt hér upp afla sinn í bræðslu. Þau eru: Víðir II, með 8600 kíló í bræðslu, Stefán Árnason, 10.795 kíló í bræðslu og 9990 kíló í frost, Akurey, 12235 kíló í bræðslu, Búðarfell, 50215 kíló í bræðslu og 10050 kíló í frost, Heimir með 99960 í bræðslu. Heildarsöltun hér mun nú orðin um 4000 mál, en von er á fleiri skipum, t.d. Svölunni í nótt. Eskifirði í ga?r. Hér er nú roksíld og verksmiðjan hefur ekki nándarnærri við að sinna skipum,, sem hér vilja leggja upp. Hefur þegar orðið að hafna mörgum, en verksmiðjan getur unnið úr 7—900 málum á sól- arhring. Áður en síðasta hrotan kom var búið að bræða hér 16—1700 SEINT í gærkvöldi kviknaði í þurrkara í fiskimjölsverk- smiðjunni á Kletti. Mun þ«ð hafa komið fyrir áður. Starfs- menn verksmiðjunnar höfðu slökkt eldinn, er slökkviliðið kom á vettvang. Notuðu þeir tij þess gufukerfi, sem sérstaklega er ætlað til að slökkva, er kvikn ar í út frá títtnefndum þurrk- ara. Skortur á verkafólki torveldar löndun SIÐUSTU DAGA hafa tog- ararnir flykkzt inn til Reykja- víkur með afla og fyrir helgi eru væntanlegir 7 togarar til viðbótar. Er mjög erfitt að anna löndun, þegar svo margir tog- arar koma inn í einu, sérstak- lega er skortur á verkafólki. Á föstudaginn var komu 4 togarar inn í einu með afla. í þessari viku hefur afli togar- anna verið sem hér segir: Pétur Halldórsson 355 tonn, Karlsefni með 230 tonn, Egill Skallagrímsson með 236 tonn, Ingólfur Arnarson með 182, Fylkir 275 og Neptunus var að losa í gær, en Togaraafgreiðsl- an vissi ekki nákvæmlega, hversu mikill aflinn var, er blaðið átti tal við hana. SJÖ AÐ KOMA. Þessir togarar eru væntan- legir inn með afla fyrir helgi: Jón Þorláksson, Þorkell máni, Hallveig Fróðadóttir, Þorsteinn Ingólfsson. Jón forseti, Askur og Hvalfell. * PARÍS: Michel Debré for- sætisráðherra fór í dag flug- leiðis til Algier til viðræðna við stjórnina og yfirmenn hersins. MMWUMMMmHMMMMIMU EINS OG Alþýðublaðið gat skipið að koma frá Póllandi. um í gær kom Fjallfoss inn til Fregnaðist það þegar, er skip- Reykjavíkur í fyrrakvöld. Var ið kom hingað. að slæm matar- eitrun hefði komið upp meðal skipverja. Alþýðublaðið snéri sér til Jóns Sigurðssonar, borgarlækn- is, í gær, og innti hann nánar eftir þessu. 13 MEÐ VEIKINA. Borgarlæknir kvað veikinn- ar hafa orðið vart fyrir 3 dög- um. Hefðu 13 veikzt, en þó ekki allir lagzt í rúmið. Einkenni eru hiti, magáverkir og niðurgang- ur. Ekki gat borgarlæknir að svo stöddu sagt neitt um or- sakir veikinnar, en hannfkvað það mál i athugun. ,, * FRANKFURT: Wilhelm Mphr, 52 ára gamall graf- ari, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að selja' líkkistu — eftir að hafa tekið líkið úr henni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.