Alþýðublaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 1
• c 40. árg.--Laugardagur 8. ágúst 1959 —■ 166. tbl. Alþingismaður stöðvaði árásina, en meiddist sjálíur BBEZKU bláðamennirnir, sem hér eru í boði Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, nutu í gær forréttinda, sem sennilega engum brezkxun blaðamanni hafa hlotn- azi til þessa: Þeir fóru á skák á einu af varðskipunum. Landhelgisgæzlan hefur gert mikið fyrir blaðamennina. í fyrradag var þeim boðið að fljúga á Rán til að skoða „verndarsvæði" brezka flotans, og var þá um leið lent á Sauðárkróki og þeim ekið nokkuð um Skagafjötð. í gær byrjuðu þeir svo á _að ræða við Emil Jóns- son; forsætisráðherra, og því næst við Lúðvík Jósefs- son, fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra. Eftir hádegi fóru þeir svo út á einu varðskipinu og fóru á skak djúpt út af Gróttu. Reyndust þeir hinir fisknustu, einkum þó Michael Frayn frá Machester Guardian, sem fékk um 70 sentimetra lúðu í fyrsta drætti sínum. Þá dró Adam Ferguason frá Glasgow Herald einnig ólman fisk, en aðrir minna. Voru þeir mjög ánægðir með daginn, bæði viðtölin og skakið. DRUKKINN maður réðist í fyrrakvöld á dönsk hjón. scm voru að yfirgefa Framsóknarhúsið eftir. veizlu, er Búnaðar- félag íslands hélt þar hinum narrænu gestum, er setið háfa þing bændasamtaka Norðurlanda hér í bæ. Meiddist konan í andliti og maðurinn hlaut brot á öðru fótleggsbeini. Barst leik urinn inn í anddyri hússins, þar sem Páll Zóponíasson alþing- ismaður var fyrir og reyndi að stöðva árásarmanninn. Meidd ist Páll nokkuð á andliti, en tókst að koma árásármanninúm í gólfið og halda honum niðri, unz aðrir gestir korau honum til hjálpar. Hin dönsku hjón og Páll voru fiutt í slysavárð- stofuna og gert að meiðslum þeirra. Árásarmaðurinn var Jens Þórðarson, fyrrum íslandsmeist ari í þungavigt. Hefur hann set ið í haldi síðan hann var hand- tekinn. Hann ber við algeru minnisleysi vegna ölvunar, en kveðst harma atburðinn. Hann hefur f jórum sinnum áður geng izt undir sektargreiðslu með dómssátt fyrir ölvun á almanna færi. iSakadómaraembættið gaf í gærkvöldi út eftirfarandi frétta tilkynningu um þennan hörmu lega atburð: „Búnaðarfélag íslands hélt í gærkvöldi veizlu í Framsókn- arhúsinu fyrir fuiltrúa á þingi Bændasamtaka Norðurlanda Oa fleiri gesti. Hófi þessu lauk um kl. 23.30 og bjuggust gestir Þá til brottferðar, þeirra á meðal voru dönsk hjón. Þau gengu nú niður sundið milli Framsóknar hússins og Fríkirkjunnar, en þar varð mjög drukkinn maður á vegi þeirra. Hjónin skiptu sér ekki af manninum og hugðust ganga leiðar sinnar, en maður- inn vék sér þá að þeim og á- varpaði þau einhvérjum orðum, en ekki skildu hjónin hvað mað urinn sagði. Er þau svöruðu engu greip drukkni maðurinn í fór i iS FRA skákþinginu í Örebro: f níundu urnferð vann Fron Ráisá, Johannessen vann Lilje- ström, aðrar skákir fóru í bið. Biðskák þeirra Olsons og Haahr úr áttundu umferð varð jafntefli. í níundu umferðinni vann Ó1 afur Magnússon sína skák, Jón Þorstein'ssop gerði jafntefli, Björn Jóhannesffon tapaði. Jón Hálfdánarson gerði jafn- tefli. Páll Zóphóníasson. Utanríkisrc varnar s Yfirfullt af síld á Seyðisfirði Tilkynningar til síldarleitar- innar á Haufarhöfn um aflann í fyrrinótt: Huginn 200 tn., Guðm. á Sveinseyri 60 tn. Gullfaxi 800 mál. Fróðaklettur 100 tn. Von VE 400 mál. Heimir KE 500 mál. Áskell 700 mál. Gylfi II. 450 mál. Gissur hvjti 850 mál. Akurey 520 mál. Kópur Ke 500 mál Hvanney 750 mál. Stíg- andi VE 550 mál. Kambaröst 500 mál. Svala 1100 mál. Ljósa fell 1000 mál. Goðaborg 1000 mál. Sjöstjarnam600 mál. Heim ir SU 400 mál. Valþór 100 mál. Björn Jónsson 850 mál. Víðir II. 1400 mál (í 2 löndunum). Björgvin EA 1200 mál. Sig. Bjarnason 1100 mál. Reynir VE 650 mál. Hrafn Sveinbjarnars. 550 mál. Pétur Jónsson 1250 mái (í 2 löndunum). Helga TH Framhaln á 2. síðu. jiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuijuuiiiiiiiniiiiiiin^ ( SkafSskráin kem-1 1 ur um 20. ágúsf. ( | ALÞÝÐUBLAÐID innti í i | gær Gutform Erlendsson eft- 1 | ir því, hvenær skattskráin | | væri væntanleg. Taldi hann | | líklegt, að hún kæmi kring- | | um 20. júlí. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiir AÐFARANÓTT 6. þ. m. varð sá atburður við aðalhlið Kefla- víkurflugvallar, að allmargir vopnaðir herlögreglumenn komu í veg fyrir að kona varn- arliðsmanns, sem grunuð var um ölvun við akstur, væri færð til læknis til blóðrannsóknar. Konan neitaði blóðtöku, en sam kvæmt íslenzkum lögum er heimilt að Iáta lækni taka blóð sýnishorn úr þeim, sem grun- aðir eru um áfengisneyzlu, þótt sakborningur mótmæli. Hafa þessi ákvæði íslenzkra laga ný- lega vprið staðfest af hæsta- rétti, og var varnarliðinu til- kynnt sú niðurstaða. Utanríkisráðherra hefur tek- ið málið upp við bandaríska sendiráðið í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig og að þeir, sem valdir eru að atburð- inm, verði látnir sæta ábyrgð. (Utanríkisráðuneytið, 7. ágúst 1959.) Samkvæmt frásögn Björns Ingvarssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, kom á mið vikud.kvöld til alvarlegs ágrein ings milli íslenzkra og banda- rískra lögreglumanna á Kefla- víkurflugvelli. Er þar um að ræða algjört einsdæmi í sam- skiptum íslenzkrar og banda- rískrár lögreglu á vellinum. Það var upphaf þessa riiáls, að íslenzkur lögregluþjónn, sem var á eftirlitsferð um flugvall- arsvæðið ásamt bandarískum lögreglumanni, sá hvar bifreið með R-merki stóð með fullum Ijósum í grennd við bjór- skemmu varnarliðsins. Gengu lögreglumennirnir nær bifreið- inni og sáu þá að kona sat við stýri hennar og karlmaður í Framhald á 2. síðu. Blaðið hefur hlerað > að Matthias Johannesen verði f jórði ritstjóri Morg unblaðsins í stað Einars Ásmundssonar. / dng er 9. síðan ÍÞRÓTTASÍÐA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.