Alþýðublaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 6
jiiiiiiiiiiiimimiiiiiiimiimiiimiimmmiimimiiimimmiiimmiiiimmmiiiiiiimmmimiimmiiiij I STC'ÐUMÆLAR FYRIR HUNDA I LONDON hefur sín umferðarvandamál — eins og aðrar borgir. Eitt af þeim er til dæmis kjölturakkarn- ir, sem eru firna al- gengir með Bretum og Bretar bregða sér varla í búð eftir pakka af Players, án þess að hafa hvuttann með sér — Þetta veldur geysi- legum umferðartrufl- unum, sérstaklega meðal gangandi fólks á g'angstéttunum. Auk þess hafa orðið brögð að því öðru hvoru, að hundar hafa skyndi- lega varpað sínu menningarlega upp- eldi fyrir borð og sýnt snöggvast sitt upp- runalega eðli og glefs- að í buxnaskálm eða nælonsokk. Nú hefur komið fram góð hugmynd til þess að leysa þetta vandamál. Hún er á þá leið, að koma á fót sem víðast í mestu um ferðahverfum Lundún arborgar svæðum með stöðumælum fyrir hunda. Eigendur geta bundið þar hver sinn ihvutta — (auð'vdtað þurfa þeir að borga stöðumælagjald) ■— og þar getur hann ver ið á vísum stað, meðan eigandinn stendur í út réttingum sínum. Hugmyndin hefur þegar fengið byr und- ir báða vængi og verð ur að líkindum fram- kvæmd. iimiuiimiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHi í UKRANIU er til ná- kvæm eftirlíking af lítilli, amerískri borg. Þar eru meira en 1000 rússneskir stúdentar þjálfaðir til njósnastarfsemi í Bandaríkj unum, samkvæmt upplýsing um sænska hertímaritsins „Kontakt med Hæren". Nemendurnir, sem þjálf- aðir eru í njósnum í þess- ari eftirlíkingu af amerískri borg lifa fullkomlega upp á amerískan máta. Þeir fá máltíðir sínar framreiddar á mjólkurbörum og veitinga húsum, þar sem allur matur er búinn til eftir 100% ame rískri uppskrift. Kvikmynd irnar, sem nemendurnir sjá eru eingöngu Hollywood- kvikmyndir og í verzlunum eru eingöngu amerískar vör ur á boðstólum. Nemendurn ir aka um borgareftirlíking una í gljáandi dollaragrín- um og umferðarreglurnar, sem gilda eru nákvæmlega eins og hjá Ameríkönum. Hið fyrsta, sem nemend- urnir eru látnir einbeita sér að, er að læra amerískt talmál, eða ,,slang“ eins og það er kallað. Þeir verða að kunna það til fullnustu. — Þeir læra rækilega sögu Bandaríkjanna og í frítím- um sínum eru þeir þjálfað- ir í samræðum um „base- ball“ og nýjustu kjafta- og hneykslissögur af leikara- fólki og öðrum átrúnaðar- goðum í Ameríku. Og auð- vitað verða þeir að vita nákvæmlega hver er með hverri í Hollywood. Annars getur farið illa fyrir þeim á prófinu. Nemendur til þessarar þjálfunar eru valdir mjög vandlega úr hópi hinna allra duglegustu af rúss- neskum stúdentum. Námið er engan veginn létt, eins og gefur að skilja og því verður þar af leiðandi ekki hespað af á nokkrum árum. Það stendur nefnilega yfir í hvorki meira né minna en 10 ár. En þegar útskrifaðir nemendur koma til Banda- ríkjanna þá eru þeir líka öllum hnútum kunnugir og fullkomlega færir um að inna af hendi þau verkefni, sem fyrir þá eru lögð. AiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiirniiiiiiiiiiiiiiiiiiinMimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiir ÞESSAR ungu og fögru dömur eru nauðalíkar eins og sjá má, enda eru þær tvíburar — og eiga allir, sem þurfa að umgangast þær í hinum mestu vandræð um með að þekkja þær í sundur. Þær hafa það sér til ágæt- is að vera hvort tveggja í senn dansmeyjar og söng- konur og í sumar hafa þær skemmt í Lido — ekki Lido hans Tolla í Síld og fisk — heldur sjálfu Lido í París. Ellen og Alice Kessler heita þær og hafa alla tíð verið saman, enda samrýmd ar í hæsta máta, eins og tví- burum er gjarnt. í haust ætla þær að yfirgefa borg gleðinnar París með þeim ummælum, að það sé dásam legasti staðurinn á jarðar- kringlunni. Þær eru ráðnar til þess að leika og syngja í sinni fyrstu kvikmynd og heitir hún „La Paloma“. Þær ætla að halda áfram að syngja og dansa og skemmta sér og vera lausar og liðugar. — Ekkert getur bundið okkur segja þær, —- nema ástin, hvenær sem henni þóknast nú að vitja okkar. En þá er líka öllu þessu standi lokið. FYRIR framan eina af verðmætustu myndunum í listasafni Grenobles stóð gamall, lávaxinn maður. í annarri hendinni hélt hann á pensli, en í hinni á mál- arabretti. Einn af safnvörðunum kom auga á gamla manninn, þar sem hann var að byrja að mála ofan í listaverkið í hórninu hægra megin. Hann er góður þessi, hugsaði vörð urinn, — að ætla sér að fara að betrumbæta sjálfan Bonn ard! Hann gekk hröðum og ákveðnum skrefum til gamla mannsins, tók í hnakkadrambið á honum og jós yfir hann blóðugum skömmum og svívirðingum fyrir svo glæpsamlegan verknað að eyðileggja ómet anlegt listaverk. Gamli mað urinn reyndi að malda í mó inn, en ofsi varðarins var slíkur, að enginn bönd héldu honum: Hann fór þeg ar í stað til næstu lögreglu- stöðvar með gamlingjann í eftirdragi. Þar komst það upp eftir nokkra mínútna viðræður, að gamil maðurinn var eng- inn annar en hinn frægi list málari — sjálfur Bonnard. Bonnard hefur alla tíð ver- ið mjög vandvirkur málari og er seint orðinn fullá- nægður með verk sín. Hann getur þess vegna aldrei stillt sig, ef hann sér mynd eftir sjálfan sig og finnst, að eitt hvað mætti betur fara, — að grípa pensilinn og lag- færa það. Og það var ein- mitt það, sem hann var að gera í þessu tilfelli. — ★ Satt er orðið ^ LÖNG ævi er kannski ekki nógu góð, — en góð ævi er hins vegar nógu löng. Benjamin Franklin. oOo •fpri-i’—-r pj i -T—rr pi .jL. RÁÐIÐ til þess að vera’ leiðinlegur er — að segja allt. Voltaire. oOo JL ENGINN læknir getur fengið konu til þess að megra sig á eins fljótan hátt og sundfötin hennar síðan í H.P. oOo JL- MARGIR fara í langt ferðalag til þess að gleyma einhverju — og þeg ar þeir opna ferðatöskuna sína, komast þeir að raun um, að það hafa þeir svo sannarlega gert. H.C. oOo - SUMARIÐ er sú árstíð, þegar of heitt er til að ra það, sem var of kalt að gera í vetur. — M.M. oOo JL EF ÉG hef græna grein í hjarta mínu, þá mun söngfuglinn koma til mín. Kínverskur málsháttur. HKINN við kinn dansa þau, kvikmy konan Kim Novak og hinn trúfasti i hennar, Marino Bandini. Myndin f í Róm í sumar. Róm var ekki eina bor Kim Novak gisti í sumar og Bandini v ur ekki hinn eini, sem naut návistar arinnar. í París átti hún til dæmis stefnumót v Grant og Anthony Quinn, samkvæmt heimildum b Það er ekki margt sem fer framhjá blaðamönnum ar um frægt fólk er að ræða! — En Kim Novah mana, þrátt fyrir allt. LEIK Marily gefur versku um ek! ir, — ef dæma ir myndinni. Hú ist leika sér að því ; í lausu lofti og haf; ir leikið það áður. inn gekk jú á vat þetta hlyti að telja; legra afrek, ef satt Og því miður er þv varið, að leikkona gera ósköp venjuleí spennandi loftfimle ar. Hins vegar gá ekki staðist freistir snúið myndinni vi? að lesendur gætu fagra andlit Marilj •— án þess að þurfa blaðinu við. ☆ BANCRAFT hefur náð yfirtökunum í slagsmálun- um við Frans, og Sommer- ville lávarður slæst í leikinn og þvingar Frans til þess að sleppa byssu sinni með því að ota byssuhlaupi að hon- um. „Þú varst ekki mjög heppinn að þessu sinni, ungi maður“, segir hann og glott ir. „En þú hefur' nú samt leikið hlutverk þitt prýði- lega. Þú reiknaðir bara ekki með því, að í fyrsta flokks enskri höll er ævinlega þjónn, sem kemur náttúr- lega á réttu augn ha ha.“ •— Lávarði að hann hefur ekl að gera að gamn: Scotíand Yard hei g »8. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.