Alþýðublaðið - 08.08.1959, Blaðsíða 5
Lítill bandarískur svert-
ingjadrengur kemur hér
meS flugvél til Afríku og er
Schweitzer að taka á móti
honum. í hendinni heldur
drengurinn á fyrsta gjafa-
höggliuum til sjúkrahúss
hins mikla læknis og mann
vinar.
SAFNAÐ var peningum
til kaupa á lyfjum handa
dr. Albert Schweitzer til
notkunar á sjúkrahúsi hans
í Frönsku Mið-Afríku. —
AIls söfnuðust 400 þúsund
dollarar og fyrir þá Var
keypt nærri hálft tonn af
lyfjum.
ÞRIÐJUDAGINN 4. ágúst
hafði stjórn Krossanessverk-
smjiðu boð inni fyrir bæjar-
stjórn Akureyrar, fréttamenn
blaða og útvaps á Akureyri og
nokkra aðra gesti — bar á
meðal forstjóra Vélsmiðjunn-
ar Héðins og nokkra starfs-
menn hennar og Gísla Hall-
dórssonar, verkfræðing.
Tilefni boðsins var að kynna
og fagna þeim áfanga í upp-
byggingu verksmiðjunnar, að
þar er nú verið að ljúka við
að setja upp ný tæki, er gera
færa mun betri nýtingu hrá-
efnis þess, sem úr er unnið
(heillmjdisvinnsla), og hefur
Vélsmiðjan Héðinn unnið að
uppsetningu tækjanna og
enda smíði sumra.
Stjórn Krossanessverk-
smiðju ,sem er eign Akureyr-
arbæjar og ekin af honum, —
skipa þessir menn: Guðmund-
ur Guðlaugsson, og er hann
formaður félagsstjórnar og
framkvæmdastjóri verksmiðj
unnar, Guðmundur Jörunds-
son, Björn Jónsson, Heigi Páls
son og Jón M. Árnason, sem
er verksmiðjustjóri.
Guðmundur Guðlaugsson,
formaður verksmiðjustjórnar,
ávarpaði boðsgesti og gaf m.
a. eftirfarandi upplýsingar um
verksmiðjuna:
„Árið 1946 keypti Akureyr-
arbær SíMarverksmiðjuna í
Kossanesi. Veksmiðjan var þá
gamaldags og vanbúin vélum.
Strax var hafist handa um
breytingar og endurbætur á
verksmiðjunni eftir kröfum
þeirra tíma og fjárhagsgetu
Helztu breytingar voru þær,
að byggðu var nýr 2500 tonna
lýsistankur, byggt nýtt skil-
vinduhús og í það keyptar 10
nýjar skilvindur og fjórar
hristisíjur, ennfremur var sett
upp löndunarkerfi með tveim
löndunarkrönum og byggt
framan við gömlu bryggjuna
undir þá.
Þá var þvggt að nýju mest-
allt flutningakerfi verksmiðj-
unnar, breytt frá kolakynd-
ingu til olíukyndingar og frá
gufunotkun til rafmagnsnotk-
unar, allt þetta jók stórum af-
kastagetu oo rekstursöryggi.
Þátt fyrir það að nálega öll
ár síðan verksmiðjan tók til
starfa, hafa verið síldarleysis
ár, hefur henni verið haldið
mjög vel við og unnið að frek-
ari endurbótum, eftir beztu
getu.
Þó er það svo að svona verk
smiðja verður aldrei full-
byggð, þar sem tækni í nýt-
ingarháttum er sífellt að breyt
ast t. d. hefur á síðari árum
almennt verið byrjað að hag-
nýta soðvatnið sem til fellst
í verksmiðjum sunnanlands,er
áður var látið renna í sjóinn.
Sökum hráefnaskorts gátu
verksmiðjur hér norðan lands
ekki notað sér af þessum nýj-
ungum, fyrr en' á s. 1. ári.
Með tilkomu frystihúss Út-
gerðarfélags Akureyrar hafa
skapast möguleikar til að
fara inn á þessa auknu <^t-
ingaraðferð, enda rekstur orð-
inn ógjörlegur að öðrum kcsti
— með því hráefnaverði sem
verksmiðjum er gert að
greiða.
Stjórn Síldarverksmiðjunn
ar í Krossanesi ákvað því, að
freista þess að fá lán til kaupa
á vélum, til betri nýtingar á
hráefninu (soðinu),
Þetta hefur tekist og er nú
lokið að mestu þeirri uppbygg
ingu, sem nauðsynlegust er
talin í bili. Standa vonir til að
mjölframleiðsla aukist nú
verulega eða ca. 20% ,og geta
allir séð hvað það gildir. All-
ar breytingar á verksmiðjunni
og þar með smíði þessara nýju
tækja hafa verið framkvæmd-
ar af Vélsmiðjunni Héðni í
Reykjavík. Verk hennar hafa
verið vel af þendi leyst og öll
samvinna við hana hin bezta.
Og kann stjórn og fram-
kvæmdastjórn Krossanesverk
smiðjunnar Vélsmiðjunni
Héðni beztu þakkir fyrir það.
Ennfremur vill stjórnin
þakka verkstjóranum Jóni M.
Árnasyni frábært starf við
þessar framkvæmdir svo og
öllum starfsmönnum verk-
smiðjunnar sem unnið hafa
að þessum endurbótum.
Akureyri, 4. ágúst 1959,
Stjórn Síldarverksmiðjunnar
í Krossanesi.“
iWWWMWWWWMmWWW WHWWWWMWWWWWW
ÞÝZKIR feður hafa löng-
um haft algjört einræðisvald
í öllum málum, er snerta upp-
eldi barna sinna og hefur hið
mikla vald þeirra vafalaust
mótað þýzka skapgerð meira
en flest annað. En eins og svo
margt annað, hefur þetta
breytzt í Þýzkalandi eftir-
stríðsáranna.
Um síðustu mánaðamót
kvað stjórnlagadómstóllinn í
Karlsruhe upp úrskurð, þar
sem kVeðið er á um, að eigin-
konur skuli hafa jafnan rétt á
við föðurinn í öllum heimil-
iserjum út af uppeldi barn-
anna. Þetta þýðir, að eftir-
leiðis hafa eiginkonur sama
rétt, þegar ákveða skal t. d.
hvaða skóla börnin skuli
ganga í, hvort- uppskurður
skuli gerður á barni, ef það
verður veikt, og í fjölda ann-
arra mála, eins og t. d. hvaða
nafn skuli gefið barninu.
Þessi úrskurður stjórnlaga-
aómstólsins er enn eitt skref
í þá átt að framfylgja ákvæð-
um vestur-þýzku stjórnar-
skrárinnar um jafnan rétt
karla og kvenna. Rétturinn
hefur dæmt ógild tvö sérstök
ákvæði í lögum um jafnrétti
kynjanna frá 1957, þar sem
vikið var frá jafnréttisregl-
unni í því atriði, að föðurn-
um var veitt lokaorðið í mál-
um, er snerta ófullveðja börn.
Þessi úrskurður mun flýta
fyrir því, að hinn einvaldi,
þýzki faðir, hverfi úr sögunni.
Sumir félagsfræðingar hafa
haldið því fram, að hinn ofsa-
legi agi, sem margir þýzkir
feður hafa haldið uppi á
heimilum sínum, hafi valdið
því hve kynslóð eftir kynslóð
af Þjóðverjum hefur verið
fús til að hlýða hinu sterka
valdi ríkisins, hvort sem það
hafði rétt fyrir sér eða ekki.
WWWVS/V*
UM ÞINGVELLI hafa að
undanförnu orðið allmikil
skrif í dagblöðum, og hef ég
fæst af því lesið. Þó héf ég
orðið þess áskynja, að mönn7
um hefur sárnað að sjá Þing-
velli illa leikna og langar til
að þeim verði forðað frá
slíku. Ég- hef því miður ekki
lesið grein Jóns Leifs í Morg-
unblaðinu 15. júlí: „Þingvelí-
ir í sárum“, en í svargrein Jó-
hanns Hannessonar í sama
blaði 24. júlí þykir mér kenna
óþarfrar hugaræsingar, og á
Jóhann þó þakkir skildar fyr-
ir það, að hann varð til að
vekja athygli á því, sem þar
hafði farið fram á þjóðhátíð-
ardegi Bandaríkjamanna 4.
júlí. Er það betra en ekki, að'
orð sé haft á slíkum atburö-
um er þeir verða, og gætu
orðaskipti eins og þau, sern
orðið hafa milli Jóns Leifs cg
Jóhanns Hannessonar orðið
gagnleg, ef unnt yrði að sefa
æsinginn. Vil ég ekki leyna
því, að samúð mín er meir
með Jóni Leifs, en sýnist þó
að Jóhann hafi nokkuð til síns
máls, þar sem hann talar urn
rétt safnaðar til að hafa sína
kirkju, svo og að kirkja á
Þingvöllum er gömul stofnun,
þótt ekki minni hún reyndar
á neitt það, sem markverðast
er um Þingvelli. Hún er auka-
geta þar og ekkert aðalatriði.
Mætti eiga samráð um það
við sveitarmenn, hvort hún
yrði flutt eða ekki, t. d. að
Brúsastöðum.
Ef reisa skal hús á Þing-
völlum til viðbótar þeim sern
nú eru, en það munu menn
því aðeins gera, að þeir sjái
því húsi eitthvert sérstakt
hlutverk, þá ætti í því ,húsi að
vera margt sem minnti á elztu
sögu þingsins og staðarins, —
þá tíma sem Jónas Hallgríms-
son á við, þegar hann segir að
frelsisröðull hafi skinið yfir
íslandi. Goðalíkneskið frá Eyr
arlandi mætti vel eiga þar
heima, ef menn yrðu því sam-
þykkir. En sízt af öllu ætíi
nokkur að hafa á móti því, að
Baldurs og Nönnu yrði þar
minnzt af h’lýju. og ræktar-
serni.
Þorsteinn Guðjónsson.
VIÐBÓT. Misskilningur er
þhð hjá Jóni Leifs — og mörg
um öðrum — í síðari grein
hans, að sagán um Baldur sé
eftiröpun á sögum fjarlægra
þjóða. Ekki þarf annað en
lesa lýsinguna á útliti Bald-
urs og lyndisfari til þess að
sjá, hversu sann-norrænt það
er allt. -— Hefði Jón Leifs
heltjur mátt minna andstæð-
ing sinn á það, að með því að
gera sig sem líkastan Loka,
er ekki verið á neinni heilla-
braut. Þ. G.
Þurfa e
nei úr
Nokkrum náungum í útjaðri Stuttgart í Þýzkalandi virt
ist sem gott húsaskjól væri undir hinum stóru bogum
járnbrauíarbrúarinnar og þar reistu þeir sér hús.
Hávaðinn angrar þá ekki hið minnsta, og þar sem um ej
að ræða þýzkar járnbrautarlestir, nota þeir lclstirnar
sem úi*.
Alþýðublaðið — 8. ágúst 1959 j|