Alþýðublaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 4
•* < 0tgelauu. upyðuIioKKurmn. itltstjörar. íseiieaiKi Grönaai, eíisi. þórssoii ,g Heigí Sæmundsson (áb.). Fulltrúi riistjórnar Sigvald jam arsson Frétlastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar 14901 o* 14802 > uglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími 14900. - Aðsetur 'lbom' ’uisið Prentsmiðja Aljjýðublaðsins Gverfisgata « u Sveitarfélögin HÁLFT annað hundrað fulltrúa frá sveitar- félögum um land allt sitja þing í Reykjavík um þessar mundir. Á þeim hvíla miklar skyldur og margvíslegar, enda eru þeim verkefnum lítil tak- mök sett, sem ætlast er til að sveitarfélögin leysi af hendi. Þó er fjarri því að þeim hafi verið sýndur nægilegur skilningur eða þeim skapaðar aðstæð- ur til að leysa hlutverk sín af hendi. Þegar rætí er um bæi og borgir á íslandi verða menn að hafa hugfast, hversu ungt þéttbýlið er í þessu landi, — hversu stuttan tíma það hefur haft til að koma upp þeirri þjónustu, sem óskað er eftir. Þar að auki verður sú staðreynd að við- urkennast, að ríkisvaldið hefur sýnt sveitarfé- lögunum mjög takmarkaðan skilning, sérstak- lega í fjárhagsmálum. Sí og æ hafa verið lagðir á sveitafélögin nýir útgjaldaliðir án þess að þeim væri séð fyrir nokkrum tekjustofnum á móti. Á þessu þarf að verða breyting og er þess að vænta, að þing það, er nu stendur yfir, geri tillögur í þeim efnum. Jónas Guðmundsson, formaður sveitastjórna- sambandsins, gerði glögga grein fyrir ýmsum vandamálum þessara aðila í viðtali við Alþýðu- blaðið. Hann benti þar á, að sennilega veittu sveit arfélögin meiri og margvíslegri þjónustu en sjálft ríkið, en þó hefði þeim ekki verið sá gaumur gef- inn hér á landi sem annars staðar. Til dæmis kem- ur sjaldan fyrir, að alþingi fjalli um málefni þess- ara aðila, en í grannlöndum okkar er það eitt al- gengasta viðfangsefni löggjafarþinganna að ráða fram úr vandamálum sveitarfélaga. Verkefnin eru margvísleg, eftir stærð hvers sveitarfélags. Hér skortir mikið á gatnamenningu og fegrun byggðanna, og er tími til kominn að því verkefni verði sinnt. Minni byggðir glíma við vatn og frárennsli og sitthvað er þar á milli. Öllu þarf að sinna, en það verður ekki gert nema bæjarfé- lögin vinni saman að lausn erfiðleikanna og þeim sé sköpuð aðstaða til að gegna hlutverki sínu. íslendingar þurfa að gefa málefnum sveitar- félaganna miklu meiri gaum en þeir hafa gert hingað til. Það verður að skapa þeim aðstæður til að gera stórátak til að bæta og fegra bæina, sem 4/s þjóðarinnar lifa í. Ný hreyfing um „enosis" við Grikkland NICOSIA, 12. ág. (Reuter). — Uppvakning hreyfingar til að Sameina Kýpur Grikklandi, fundur. grunaðrar vopnaverk- smiðju og strand í viðræðum um stjórnarskrá fela öll í sér hættu á, að stofnun sjálfstæðs ríkis í þessari gömlu brezku nýlendu verði ekki eins hnökra laus og við var búizt. Vélritað- ir flugmiðar, sem dreift var hér í borg í gærkvöldi til- kynntu stofnun nýrrar leyni-, hreyfingar, ér hefur pólitíska sameiningu (enosis) Grikklands og Kýpur á stefnuskrá sinni, „með valdi, ef með þarf“. 4 15. ágúst 1959 — Alþýðub á Kýpur Lögreglan hóf hér í dag leit að vopnum fyrir norðan Nicos- ia og gaf hún ekkert eftir að- gerðum brezkra hermanna gegn grískum hermdarverkamönn- um á sínum tíma, áður en sam- komulagið náðist í London fyr- ir hálfu ári. — Jafnframt slitu grískir og tyrkneskir fulltrúar, er ræða um stjórnarskrá hins nýja lýðveldis, viðræðum sín- um, að, bví er talið er vegna ágreinings um forseta og vara- forsetaembættin. Þeir flugu hvor til sinnar höfuðborgar til viðræðna við stjórnir sínar. Dreifibréfin, sem tilkynntu Reykholtsskóli í Borgarfirði. NÝLEGA er lokið við mjög rækilega viðgerð á Snorralaug í Reykholti og hinum fornu jarðgöngum að henni. Hefur Þorkell Grímsson safnvörður verið í Reykholti undanfarnar vikur og unnið að þessu verki á vegum Þjóðminjasafnsins. Snorralaug hefur verið í sama forml svo lengi sem menn vita, en elzta lýsing á henni er í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Annað mál er það, að auðvitað hefur þurft að halda henni við, og seinst var hún gaumgæfilega hlaðin upp árið 1868 að tilhlut- an séra Vernharðs Þorkelsson- ar, sem þá var prestur í Reyk- holti. Verkið vann Þorsteinn Jakobsson steinsmiður frá Húsafelli, faðir Kristleifs bónda og fræðimanns á Stóra-Kroppí. Þessi hleðsla Þorsteins var prýðileg, en þurfti mjög lag- færingar við eftir heila öld, — margir steinar voru brotnir oðnir og tærðir eða með öl!u horfnir. Nú hefur hún verið end urnýjuð að rhiklu leyti. 01] er laugin hlaðin úr tilhöggnu hveragrjóti; bændurnir á Úlfs- stöðum og Kópareykjum í Reyk holtsdal, Þorsteinn Jónsson og Benedikt Egilsson sýndu þá greiðasemi að leyfa að tekið væri hveragrjót úr landi sínu eins og þurfti til þessarar við- gerðar. Þess hefur vandlega ver ið gætt nú að breyta ekki lög- un né svip laugarinnar frá því sem áður var. GERT YFIR GÖNGIN. Enn fremur hefur að nýju verið gert yfir göngin sem frá lauginni liggja í átt til gamla bæjarstæðisins. Til að verjast jarðvatninu voru og gerð hol- ræsi fram úr gólfi ganganna og meðfram lauginni báðum meg- in. Ekki er unnt að hafa til sýn- is nema nokkurn hluta gang- anna, enda liggja þau undir hús á staðnum og hafa því ekki enn verið fullrannsökuð. Verður sú rannsókn að bíða um sinn, en einhvern tíma gefst að líkínd- um tækifæri til að skoða til hlít ar þetta forna mannvirki og hafa það sýnilegt í allri lengd sinni. Aðhlynning þessara fornleifa í Reykholti er að nokkru levti gerð fyrir atbeina Reykho'lts- nefndar og kostuð af fé, er síð- asta alþingi veitti í þessu skyni. j (Frétt frá Þjóðminjasafninu.) FERÐASKRIFSTOFA ríkis- ins efnir tÚ eftirfariandi ferða næstu daga: Laugardagur: Ráðgerð ferð í Þórsmörk. Lagt verður upp í þá ferð kl. 13.30, komið aftur á sunnudagskvöld. — Einnig á- ætluð síðdegisferð til Krísuvík- ur. Sunnudagur: í fótspor Egils og Snorra. Farið verður frá Reykjavík kl. 9,00 að morgni og ekið um Hvalfjörð, í Borgarnes — þaðan að Borg á Mýrum, — Hreðavatni, Reykholti, Barna- fossum, Húsafelli. Síðan farið um Kaldadal til Þingvalla og Reykjavíkur. Hestaferð: — Lagt af stað frá Ferðaskrifstofu ríkisins kl. 9,00 og ekið til Hveragerðis. Þaðan verður farið á hestum um Reykjadal, að Hengli og í Marar dal. Þar verður snúið við, og farin önnur leið til baka til Hveragerðis, en þaðan er aftur ekið í bílum til Reykjavíkur. Að lokum er svo ferð til Gull- foss og Geysis kl. 9 árd. Ekið er um Hreppa að Gullfossi, — Geysi og síðan um Grímsnes til Reykjavíkur með viðkomu á Þingvöllum. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á Ferðaskrifstofu ríkis- „Hvað má ég vinna lengi én bess að missa lífeyrinn?” upphaf nýrrar baráttu fyrir enosis, sögðu, að hreyfingin, sem heitir K.E.M. (grísk skamm stöfun fyrir Kýpur Enosis Fylk ingin), sé „leynileg samtök, er muni berjást með öllum ráð- um, er þau hafi yfir að ráða — friðsamlega og með valdbeit- ingu, ef börf krefur — til að ná fram okkar þjóðlega vilja og rifti“. Þá segir í dreifibréfinu, að K.E.M, sé ópólitískt og telji stofnun lýðveldis „eitt af fyrstu skrefunum í áttina til enosis“. Þá er borið lof á Gri- vas ofursta, leiðtoga EOKA, sem gagnrýnt hefur samkomu- lagið, þar sem hugmyndinni um enosis er sleppt, en fallizt á sjálfstæði í staðinn. Lögreglan segist hafa fundið í þorpi hér fyrir norðan „hluti og vélar, sem nú sem stendur eru talin standa í sambandi við framleiðslu vopna og skot- færa“. — Deila samninga- manna er talin vera um hver vold forseti og vararfprseti skuli hafa hvor um sig, en á- kveðið er, að forseti. skuli vera grískur en varaforseti tyrk-. neskur. ÞAÐ kom fram í umræðum í neðri deild alþingis í gær, að algengt sé, að gamalt fólk ko.mi inn í Tryggingastofnun ríkisins og spyrji: „Hve má ég vinna lengi án þess að missa allan lífeyrinn minn?“ Stafar bessi spurning af því að lífeyrisþegar mega ekki samkvæmt núgildandi ákvæð- um hafa nema 1200 króna mán- aðartekjur án þess að lífeyr- irinn skerðist og við 2628 króna mánaðartekjur falla allar líf- eyrisgreiðslur niður ef lífeyr- isþegi býr á fyrsta verðlags- svæði en við 2280 krónur búi hann á öðru verðlagssvæði. í þessu sambandi sagði Kjartan Jóhannesson, þingmaður ís- firðinga, að skipting landsins í •verðlagssvæði. væri alveg út í hött;, eins og málum . væri -hú komið og Hannibal. yaldimars.- rsón upplýsti, að vegna skerð- ingarákvæða þeirra, sem á undan er getið og ætluð hafi verið í öndverðu sem bráða- birgðaúrræði, hafi útgjöld Tryggingastofnunarinnar s. 1. ár verið 15—20 milljónum króna lægri en ella, vegna þess að margir menn á ellilíf- eyrisaldri hefðu of háar tekj- ur til að geta hlotið fullan líf- eyri.. Þetta kom fram í umræðum um frumvarp Skúla Guðmunds sonar um breytingu á almanna- tryggingalögunum .og er frum- varp hans samhljóða frum- varpi, sem hann flutti ásamt Benedikt Gröndal á ofanverðu síðasta þingi. . Breytingartillagan var sam- þykkt og henni vísað til ann- arrar .umræðu. Almannatryggingalögin verða eiidurskoðuð. í heild á næstí- unni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.