Alþýðublaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.08.1959, Blaðsíða 11
Renee Shann: 30. dagur Richard, ég neyddi mig til aS hugsa um hann. Ég ætlaði að hitta hann aftur, þegar ég hefði hitt Steve og komið öllu viðvík.iandi skilnaðinum í lag. Ég ætlaði að flytja á- samt Caroline og fá mér konu, sem væri eins góð og frú Con- nor til að hugsa um Nicky meðan ég ynni á skrifstof- unni. Yæri ég bara nægilega sterk og dugleg gengi þetta allt. Mér til mikils létíis fékk ég bréf frá frú Connor, sem var sent í gegnum skrifstofuna. Hún sagðist ekki vita, hve- nær hún kæmi aftur, því systir hennar hefði lamast og þarfnaðist hennar. Það var á- gætt fyrir mig. Já, sugsaði ég einn morg- uninn. þegar ég' var að ganga niður við vatnið, og sólin skein á heiðskírum himnin- um, það var gott, þegar þessu var lokið og ég var frjáls til að hitta Richard eins oft og ég vildi. Mér leið miklu betur og ég ákvað að fara heim innan skamms. Ég gat áreið- anlega búið heima hjá pabba og mömmu til að byrja með. Þó þau væru ekki heima, var ráðskonan þar og hún myndi hugsa um okkur Nicky. Ég kveið mest fyrir að segja pabba og mömmu allt saman, ég vissi að þau tækju sér það mjög nærri. í fyrsta lagi þótti þgim mjög vænt um Steve og í öðru lagi litu þau skilnað illu auga. Ég andvarp- aði. Það gerði ég líka! Ég gekk aftur til hótelsins um hádegisbilið og ég þekkti ekki strax háa manninn sem stóð upp og gekk til mín, þegar ég kom inn í anddyrið. Svo staðnæmdist ég. „Richard! Hvernig komst þú hingað?“ „Ég kom til að heimsækja þig, ástin mín“. „En hvernig vissirðu að ég væri hér?“ Hann tók undir hendina á mér. „Það er löng saga. Við skulum koma inn á barinn og fá okkur eitt glas, meðan ég segi þér hana“. Hann hafði komizt að því fyrir tilviljun. Hann hringdi á skrifstofuna og Caroline sagði honum að ég yrði í burtu um vikutíma. Honum hafði strax dottið í hug að eitthvað hefði komið fyrir, Hann bauð henni í mat og reyndi að ógna henni til að láta uppi heimilisfang mitt. En hún stóð fast á sínu. Hún bað hann um að reyna ekki að finna mig og sagði að ég yrði að fá að vera ein. Ég yrði að. berjast við þetta ein og reyna að sætta mig við að byrja nýtt líf. Hann samþykkti það og hlustaði þolinmóður á það, sem hún sagði. En svo degin- um áður, hafði hann ekki þol- að það lengur og farig upp á skrifstofuna til að tala við Caroline. Hún var að tala í símann þegar hann kom og bauð honum bara sæti. En það var langt símtal og hann leit í kringum sig. Þá sá hann bréf á borðinu fyrir framan sig, sem skrifað var utaná til mín. Þegar Caroline var búin að tala lagði hún dagblað yf- ir og vonaðist áreiðanlega til að hann hefði ekki séð það. „Og sagðirðu henni ekki að þú hefðir séð það?“ „Nei. Mér fannst engin á- stæða til þess. Þá hefði hún bara haft áhyggjur af þér. Ég sagðist bara vera kominn til að vita hvernig þú hefðir það“. Ég brosti^ Ég var fegin að sjá hann. Ég var svo miklu rólegri núna. Ég varð að taka því sem kom, því góða og því vonda. Það var gott að sjá Richard aftur, en heldur ekki meira. En ég hafði víst orðið tilfinningasljó^ við áfallið, sem ég fékk. Ég elskaði engan nema Nicky núna. Hann leit á mig eins og hann hafði gert síðasta kvöldið okkar saman, en nú fékk ég ekki hjartslátt eins og þá. Það var eins og eilífð hefðí liðið síðan við vorum veðurteppt vegna þok- unnar. „Ástin mín, ertu reið vegna þess að ég kom?“ „Alls ekki“. Ég brosti. „Ekki þegar þú ert kominn“. Við borðuðum saman og ég sagði honum hvað hefði kom- ið fyrir. Hann vissi hvort eð er svo mikið að ég gat eins sagt honum allt. Ég gat tal- að um það núna á ópersónu- legan hátt, eins og það hefði komið fyrir einhvern annan. „Hvað verðurðu hér lengi?“ spurði hann,. þegar ég hafði lokið máli mínu. „Ég ætla að fara strax heim. Nú vil ég bara að þessu sé lokið sem fyrst. Hingað til hef ég ekki skilið hvernig ég gæti gert það, en nú er eins og það skipti engu máli lengur“. „Þá verður þú að hitta manninn þinn?“ „Já, það verður erfitt“. „Getið þið ekki látið lög- fræðing sjá um allt?“ „Nei, það kemur ekki til mála. Við þurfum að tala um Nicky“. „Heldurðu að hann sam- þykki skilnaðinn?11 „Áreiðanlega, hann hlýtur að vilja það sjálfur. Ég sagði honum að velja milli okkar Kit Harker og hann valdi Kit en ekki mig“. „Þú getur ekkert sannað. Það er engin ástæða fyrir skilnaði að hann var ekki á hótelinu, sem hann hafði sagzt verða á og að hún var í sömu borg“. „Það er meira en nóg fyrir mig. Þá sýndi; hann greini- lega hvora hann vildi“. „En kannski lítur hann öðru vísi á málið síðan þú fórst?“ „Það væri leitt. Hann hefði átt að athuga það fyrr.“ Ég talaði með svo undar- lega kaldri og skrýtinni rödd. Gjörsamlega ólíkri minni röddu. Hafði ég breytzt svona mikið síðan ég fór frá Steve? Myndi það vara eitthvað? Það væri það bezta, sem skeð gæti. Þá gengi allt vel. „Manstu hvað ég sagði um eitt einasta syndar augna- blik?“ „Já, ég man það.“ Ég hristi höfuðið. „Ég gæti það ekki, Richard. Og ég þarf það held- ur ekki. Það er allt búið.milli okkar Steve.“ Við ákváðum að fara út að aka. Það var gott veður og sólin skein. Þegar við gengum fram í anddyrið leit símastúlkan á mig. „Hittuð þér manninn, sem spurði um yður, frú Blane?“ Ég hélt hún ætti við Ric- hard. „Já, takk.“ Hún leit fyrst á Richard og síðan á mig. „Ég á við hinn manninn, hann sem kom meðan Þér vor uð að borða. Ég fékk ákafan hjartslátt. Það gat aðeins verið um einn mann að ræða. En hann vissi ekki hvar ég var, en það hafði Richard ekki heldur vitað. „Hvernig leit hann út?“ „Hávaxinn, Ijóshærður. Bet ur get ég ekki lýst honum, því miður.“ „Takk Þetta er nóg.“ Ég reyndi að jafna mig. Ég vissi ekki hvers vegna hann kom eða hvernig hann vissi að ég var hér, en ég efaðist ekki um að það hefði verið Steve, sem spurði eftir mér. „Ég held að ég viti hver það er. Er langt síðan hann var „Þú lilýtur að sjá það, góði, að ég er neydd til að segja möramu, að þvi haf- gert þetta. Annars fæ ég ekki að leika mér meira í dag“. hér?“ „Svona tuttugu mínútur. Ég sagði honum að þér væruð í matsalnum." „Sáuð þér hann svo seinna?“ „Nei, en ég hef ekki alltaf verið hér. Georg!“ kallaði hún til dyrávarðarins. „Sástu hvað varð af manninum, sem spurði um frú Blane?“ „Já, hann var einmitt að fara. Ég tók sérlega eftir hon- um, því hann var í svo fínum bíl.“ Ég fann að Richard tók fast um höndina á mér. „Komdu nú, Jenny,“ sagði hann. „Við skulum fara þang- að, sem við ætluðum.“ Ég settist við hlið hans. Ég var það mikið með sjálfri mér að ég sá að við ókum niður að ströndinni. Eftir smástund lagði hann bílnum að vegar- brúninni og nam staðar. Fram undan lá hafið og glitraði í síðdegissólinni. „Já,“ sagði hann og tók um höndina á mér. „Um hvað ertu að hugsa?“ „Hvernig vissi Steve að ég var hér?“ „Ég var líka að hugsa um það. Það er ekki líklfegt að hann hafi líka séð bréfið hjá Caroline. Það væri of mikil tlviljun.“ „Nei, og væri það svo, hefði hún hringt og sagt mér það Ég hristi höfuðið. „Og ég er viss' um að hún hefur ekki sagt honum hvar ég væri.“ „En Patsy?“ „Ég er jafnviss um að hún hefur ekki gert það.“ „En samt fann hann þig?“ „Já, en það er ekki hvernig heldur hvers vegna hann kom, sem ég er að hugsa um. Og fyrst hann kom, hvers vegna fór hann þá án þess að tala við mig?“ „Ég veit ekki hvers vegna hann fór, en það er augljóst hvers vegna hann kom. Ann- aðhvort vill hann ljúka þessu strax eins og Þú eða hann vill fá þig aftur og það finnst mér sennilegra.“ Ég sat grafkyrr og hugsaði um það, sem Richard hafði sagt. Ég spurði sjálfa mig hvor ástæðan mér fyndist senni- legri. Ég sagði hræðslulega við sjálfa mis að það gæti ekki verið sú seinni, Ég hafði liðið svo mikið og ég var búin að sætta mig við að lifa án hans. Að vona núna og verða svo fyrir vonbrigðum, það var meira en ég gat afborið. „Hann vill mig áreiðanlega ekki aftur,“ sagði ég hljóm- lausri röddu. „Hann kom á- reiðanlega til að flýta öllu. Hann hatar óvissuna jafnt og ég.“ Svo varð ég áköf. „Símastúlkan sagðist hafa vísað honum inn í borðsalinn og nú skil ég hvers vegna hann hefur farið sína leið. Við sátum inni í horni og það var auðveldara fyrir þann, sem kom inn að sjá okkur en fyrir okkur að sjá hann. Við vorum að tala saman og tókum ekki eftir neinu umhverfis okkur.“ Richard kinkaði kolli til samþykkis. „Hann sá okkur, varð reið- ur og fór,“ sagði ég „Þá er ferðin til einskis.“ „Já, en ég er viss um að það var þannig.“ „Hvers vegna ertu svo viss um að hann vilji Kit Harker ef hann verður svo reiður við að sjá okkur?“ „Ég veit Það ekki. En ég er viss um að það er rétt. Hann varð reiður af því að ég var ekki ein og hann gat ekki tal- að við mig.“ ílugvélarnar: Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxy- fer til Glasgow og Kaupm.h. kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvk kl 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08.00 í fyrra- málið. Hrímfaxi fer til Oslo, Kaupm.h. og Hamborgar kl. 10.00 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl. 16.50 á morgun. — Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Blönduóss, Eg- ilsstaða, Húsavíkur, ísafjarð-' ar, Sauðárkróks, Skógasands og Vestmannaeyja. (2 ferðir). — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Kópaskers, — Siglufjarðar, Vestm.eyja og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg frá Staf angri og Oslo kl. 21 í dag. — Fer til New York kl. 22.30. Saga er væntanleg frá New York kl 8.15 í fyrramálið. — Fer til aGutaborgar, Kaupm,- hafnar og Hamborgar kl. 9.45 Leiguflugvélin er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Oslo og Stafangurs kl. 11.45. Skiplins Skipadeild S.Í.S.: Hvasasfell fór 12. þ. m, frá Þorlákshöfn áleiðis til Stett- in. Arnarfell fer í aag frá Akranesi áleiðis til Norður- landshafna. Jökulfell fer í dag frá Keflavík áleiðis til New York. Dísarfell losar á Austfjarðahöfnum. Litlafell er á leið til Rvk að austan og norðan. Helgafell fer í dag frá Stettin áleiðis til íslands. — Hamrafell fór 6. þ. m. frá Batum áleiðis til íslands. Eimskipafélag íslands hf.: Dettifoss fór frá Norðfirði 13.8. til Glasgow, Rotterdam, Bremen og Leningrad. Fjall- foss fór frá Vestmannaeyjum 11.8. til Rotterdam, Antwerp- en, Hamborgar og Hull. Goða foss fór frá New York 11.8. til Keflavíkur. Gullfoss fer frá Rvk kl 12.00 á morgun 15. 8. til Leith og Kaupm.h. Lag- arfoss fer frá Norðfirði í kvöld 14.8, til Eskifjarðar, og þaðan til Fredriksstad, aGuta þaðan til Fredriksstad, Gauta borgar, Helsingborg, Malmö, Arhus, Leningrad og Hamb. Reykjafoss fer fré .New York 14.8. til Rvk. Selfoss fór frá Rvk 12.8. til Sandefjord, —> Kaupm.h., Rostock, Stokkh., Riga, Ventspils og Gautaborg ar. Tröllafoss kom til Rvk 8. 8. frá Leith. Tungufoss fer frá Gdynia 14.8. til Hamborg ar. Katla fer frá Rvk á hád. á morgun 15.8. til Akraness, ísafjarðar, Sauðárkróks, —■ Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur Æskulýðsráð Rvíkur. Dans- skemmtun í Skátaheimilinu í kvöld. Ungir söngvarar syngja með hljómsveitinni. Skemmtiferð Borgfirðingafé- lagsins. Um helgina 22. og 23. ágúst efnir Borgfirðinga félagið í Rvík til skemmti- ferðar um Borgarfjörð. Er ráðgerð gisting í tjöldum að< Gilsbakka og verður þar kvöldvaka, sem héraðsbú- um verður gefinn kostur á að taka þátt í. Nánari upp- lýsingar gefur ferðanefndin — en hana skipa: Guðný Þórðardóttir, Númi Þor- bergsson og Páll Bergþórs- son. Alþýðublaðið — 15. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.