Alþýðublaðið - 16.08.1959, Blaðsíða 2
simnudagiír
NA-hvassviðri, fer lygn-
andj.
☆
ÚTVARPIÐ í DAG: — 11.00
Messa í Liaugarneskirkju.
(Prestur: Séra Garðar Sv|v
arsson). 12.15—13.15 Há-
degisútvarp. 15.00 Miðdegis
tónleikar. 16.00 Kaffitím-
inn. 16.30 Sunnudagslögin.
18.30 Barnatími. 19.30 Tón
leikar: T. Casey leikur á
bíóorgel. 20.00 Fréttir. 20.
20 Raddir skálda: Sögukafl-
ar og kímniljóð eftir Loft
Guðmundsson. (Helgi Skúla
son, Brynjolfur Jóhannes-
son og höf. flytja). 21.00
Tónleikar: Atriði úr óper-
unni „II Trovatore“, eftii'
Verdi. Jussi Björling o. fi.
syngja. 21.30 Úr ýmsum
áttum (Sveinn Skorri Hösk
uldsson). 22.00 Fréttir. —
22.05 Danslög. 23.30 Dag-
skrárlok.
Sápukassahlaup er orðið vinsælt „sport“ t. d. í Englandi, en þaðan er mynd þessi. Það er
í því fólgið, að börn gera sér eins konar bíla úr kössum eða einhverju léttuefni. Þeir eru stign-
ir líkt og reiðhjól. Á myndinn er komið að því »ð keppendur leggi af stað.
☆
ÚTVARPIÐ Á MORGUN: —
1500 Miðdegisútvarp. 19.00
Þingfréttir. — Tónleikar.
20.00 Fréttir. 20.30 Einsöng
ur: Richard Tauber syngur.
. 20.50 Um daginn og veginn.
(Sigvaldi Hjálmarsson —
fréttastjóri). 21.10 Tónleik-
ar: Sinfónísk tilbrigði eftir
Cesar Frank. 21.30 tvarps-
, sagan: Garman og Worse,
eftir A. Kielland II. lestur.
(Séra Sigurður Einarsson).
22.00 Fréttir og síldveiði-
skýrsla. 22.25 Búnaðarþátt-
ur: Um viðhorf í dýralækn-
ingum á síðari árum. (Ás-
geir Einarsson, dýralæknir)
— 22.45 Kammertónlist eft-
ir nútímahöifunda. 23.15
Dagskrárlok.
Aðalfundur Presia
íslenzk mannanöfn
AÐALFUNDUR Prestafélags
Vestfjarða var haldinn á Þing-
eyri um síðustu helgi. í upp-
hafi fundarins minntust fund-
armcnn séra Sigtryggs Guð-
laugssonar á Núpi, sem jarð-
settur var daginn áður að Sæ-
bóli á Ingjaldssandi, en hann
var heiðursfélagi Prestafélags
Vestfjarða.
Formaður, séra Sigurður
Kristjánsson, prófastur á ísa-
firði, flutti síðan skýrslu stjórn
arinnar, en þar á eftir fram-
Rannsóknanfofa Háskóli
faefur sfarfað í 25 ár
RANNSOKNAESTOFA Há-
skólans hefur nú starfað í 25
ár. í tilefni af því ræddi próf.
Niels Dungal, forstöðumaður
stofnunarinnar, við blaðamenn
í fyrradag og skýrði þeim frá
starfseminni í stórum dráttum
á síðastl. aldarfjórðungi.
Áður en Rannsóknarstofan
tók til starfa við Barónsstíg,
hafði Dungal lagt vísi að rann-
sóknarstofu í litlu húsnæði í
Kirkjustræti, en þar var aðeins
fengizt við nauðsynlegustu
bakteríurannsóknir. En engar
meinafræðirannsóknir voru
gerðar. Nú eru þær aftur á
móti höfuðatriði.
TAUGAVEIKIN EYRSTA
VERKEFNIÐ.
Fyrsta verkefni rannsóknar-
htofunnar var baráttan við
(augaveikina. Síðustu 20 árin
).iefur enginn sýkzt af tauga-
veiki hér á landi og sézt bezt
ví því hver árangur varð af
starlsemi rannsóknarstofunnar.
Næsi i verkefnið var barnaveik
in og var tekin upp bólusetning
gegn henni með góðum árangri.
KRUFNINGAR.
Fyrst 1934 var unnt að hefja
karfisbundnar krufningar. Eru
nú allir þeir, er deyja á Lands-
spítalanum, krufnir. Til dæm-
is um árangur af krufningum
má nefna sullaveikina, þar
sem komið hefur í Ijós, að af
þeim, sem krufnir eru og fædd-
ir fyrir 1890, hefur fimmti
hver maður verið með sulla-
veiki. Hins vegar hefur nær
enginn fæddur eftir 1890 verið
sullaveikur.
KRABBAMEIN OG
KRANZÆÐASTÍFLA.
Þeir sjúkdómar, sem mest
herjuðu fyrir 25 árum, eru nú
að hverfa, t. d. berklar. En aðr-
ir hafa tekið við og er nú
krabbamein og kranzæðastífla
aðalverkefnin. Þá er maga-
krabbi afar algengur hér,
miklu algengari en með nokk-
urri nágrannaþjóð okkar.
ferðir ti! Þýzkalands
ÞANN 12. ágúst var undirrit-
aður í Bonn samningur milli
íslands og sambandslýðveldis-
ins Þýzkalands um loftferðir.
Af Islands hálfu undirritaði
samninginn dr. Helgi P. Briem
sendiherra, en af Þjóðverja
hálfu dr. von Merkatz, sem
gegnir störfum utanríkisráð-
herra í fjarveru dr. von Bren-
tanos. Samningurinn tekur til
allra loftflutninga milli íslands
og Þýzkalands með millilend-
ingum í öðrurn löndum.
(Utanríkisráðuneytið).
sögu í fyrsta aðalmáli fundar-
ins: Framkvæmd aukaverka.
Umræður urðu miklar og eftir-
farandi samþykktir gerðar:
1. „Aðalfundur Pi’estafélags
Vesífjarða, haldinn á Þingeyri
9. og 10. ágúst 1959, beinir
þeim tilmælum til þiskups
landsins, að hann hlutist til um
að heimspekideild háskólans
semji nafnaskrá um íslenzk
mannanöfn, samkvæmt gild-
andi lögum, þar sem prestun-
um er mikíl þörf hennar, og al-
menningi til stuðnings og leið-
beininga11.
2. „Fundurinn b.einir þeim
tilmælum til biskups. að hann
athugi möguleika á, að gefinn
verði út leiðarvísir um fram-
kvæmd prestsverka“.
3. „Aðalfundur Prestafélags
.Vestfjarða, haldinn á Þingeyri
9. og 10. ágúst 1959, beinir
þeim tilmælum til þiskups
landsins, að undinn verði bráð-
ur bugur að því að taka saman
og gefa út í einu lagi gildandi
lög og reglugerðir um kirkju-
mál, prestum og sóknarnefnd-
um til hagræðis“.
KRISTILEG
ÆSKULÝÐSMÓT.
Annað aðalmál fundarins
var: Kristileg æskulýðsmót.
Framsögu hafði séra Tómas
Guðmundsson, Patreksfirði.
Um það urðu mjög almennar
umræður og að þeim loknum
samþykkt eftirfarandi:
„Fundurinn þakkar hlutað-
eigendum framkvæmd æsku-
lýðsmótanna á félagssvæðinu
og leggur áherzlu á, að þeim sé
haldið áfram og aukinn sé und-
irbúningur þeirra heima fyrir.
Felur fundurinn framkvæmda-
nefnd mótanna aðgerða þegar
í haust áætlun um undirbún-
ingssta:d fyrir næsta mót og
senda út dagskrá þess í aðal-
dráttum. Að öðru leyti skal
vísað til umræðna á fundinum
um einstök framkvæmdarat-
riði“.
Stjórn félagsins skipa nú:
Formaður séra Sigurður Krist-
jánsson, prófastur á ísafirði,
gjaldkeri séra Tómas Guð-
mundsson, Patreksfirði, ritari
séra Jón Kr. ísfeld, prófastur
á Bíldudal.
Sigur
Framhald af 1. síðu.
landsins. Flokksmenn eiga nú
tip einhvers að vinna, hvar sem
þeir eru búsettir á landinu, og
horfur eru á því, að jafna.ðar-
menn í flestöllum byggðarlög-
um landsins muni nú eignast,
sína fulltrúa á Alþingi. Það er
trúa mín, að þessi breyting á
kjördæmaskipaninni eigí eftir
að reynast íslenzku þjóðinni
mikil réttarbót. Við lifum á
framfaraöld nýrra tíma, sem
gerir aukna samvinnu fólksins
nauðsynlega. Það hefði verið
þröngsýni og öfugþróun í aft-
urhaldsátt að búta sundur blóm
leg héruð í smákjördæmi, en
ég vona, að stærri kjördæmin
muni tengja saman byggð við
byggð, fólkið í sveitum og bæj-
um til sameiginlegra átaka tl
framfara og farsældar fyrir
þjóðarbúskapinn í heild með
víðsýni og heildarhag fyrir aug
um.
Öll framfaramái hafa kostað
langa og harða baráttu og þau
hafa mætt andstöðu jafnvel
harðari en kjördæmabreyting-
in, sem nú var gerð. Alþýðu-
flokksfólk má muna eftir and-
ófinu gegn vökulögum, al-
mjannatryggingum, almennural
kosningarétti, afnámi sveitar-
flutninga og missi kosningarétt-
ar vegna fátæktar. Öll eru þessi
baráttumál Alþýðuflokksins viS
urkennd eftir á, þegar reynslau
hefur kveðið upp sinn dóm, Þá
Þagna þær raddir, sem áður
spáðu óförum, og allir vildu nú
hafa staðið að framgangi hinna
góðu mála. Það er von mín og
reyndar sannfærnig, að hrakspá
þeirra manna, sem mælt hafa
mót breytingunni, séu með öllui
ástæðulausar, — enda líka van-
trú á framtíð þjóðarinnar og
nánast móðgun við ákveðnar,
stéttir manna.
Það var ánægjulegt að heyra
andstæðinga fiytja við síðustU
umræður málsins, óskir um að
breytingin leiði til blessunar,
og ég. vona, að þess verði ekki
langt að bíða, að allir fallist á,
að kjördæmabreytingin ]|afi ver
ið óhjákvæmileg og eðlileg þró-
un í samræmi við bættar sam-
göngur, aukna samvinnu fólks-
iris og nýja háttu í íslenzku þjóð
lífi.
Heimabragur okkar í hinum
einstöku héruðum má ekkil
hamla því, að alþingi túlki viljai
þjóðarinnar og verði sá merkis-
beri, sem öll þjóðin viðurkennir
sem leiðtoga á þeirri braut frami
afra og farsældar sem við stefn-
um að.
Jafnaðarmenn um allt landi
vil ég hvetja tij ötulla starfa
fyrir Alþýðuflokkinn. Aldrei
höfum við haft til eins mikils
að vinna, þessi afgreiðsla veitir
baráttu okkar byr undr báða
vængi og þó að framfaramálini
komist í farsæla höfn eití og
eitt, þá eru frainundan ærin1
verkefni, sem bíða úrlausnar,
endurskoðun á gömlum lögum,
tryggingalöggjöfinni, vinnulög
gjöfinni og skattalöggjöfinni á
allra næstu tímum svo fátt eitt
sé nefnt og jafnaðarmenn getur
aldrei skort verkefni. Þau ervs
nóg framundan og lengi má
vinna góðum málum meira
gagn um leið og ný verkefnii
eru tekin fyrir og borin fram til
sigurs. _____________ I
1
Framhald af 1. síðu.
yfir að þingi væri lokið, reis úr
sæti Emil Jónsson, forsætisráð
herra og mælti fram: Heill for-
seta vorum og fósturjörð, og tók
þingheimur undir þau orð með
ferföldu húrrahrópi.
Sambands Islen
ÞING Sambands ísl. sveitar-
félaga var sett í Lido í fyrra-
dag. Sitja þingið 144 fulltrúar.
Áætlað er að þinginu verði lok-
ið í kvöld. Þingforseti var kjör-
inn Jónas Guðmundsson, for-
maður sambandsins.
Jórias Guðmundsson, form.
Sambandsins setti þingið. Síð-
an flutti Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri ávarp. Friðjón
Skarphéðinsson, félagsmálaráð-
herra, var viðstaddur þingsetn-
inguna og flutti hann einnig
ávarp.
MÖRG MÁL.
Síðan var gengið til dagskrár
og tekin fyrir ýmis sérmál
fyrst, svo sem reikningar sam-
bandsins, skýrsla stjórnarinnar
og sveitastjórnarmál, tímarit
sambandsins. Eftir hádegi voru
tekin fyrir dagskrármál eins og
1
frv. til laga um bjargráðasjóð
íslands og frv. til laga um lög-
heimili, en mál þessi hafa leg-
ið fyrir alþingi án þess að fá
afgreiðslu. Eru þetta mál er
varða sveitarfélögin mjög
miklu. Einnig var rætt um end-
urskoðun sveitastjórnarlaga,
launakjör oddvita o« sveitar-
stjóra og stofnun félags til að
annast varanlega gatnagerð í
kaupstöðum og kauptúnuna
landsins. Var rnálum þessum
öllum vísað tii nefnda.
Sem fyrr segir, er Jónas Guð-
mundsson forseti þingsins. 1.
varaforseti er frú Auður Auð-
uns, 2. varaforseti er Tómas
Jónsson varform. sambandsins
og ritarar eru Páll Björgvins-
son, oddviti, Hvolhreppi í Rang
árvallasýslu og Eyþór Þórðar-
son, Neskaupstað.
Þinginu lýkur í dag. i
2 16. ágúst 1959 — Alþýðublaðið