Alþýðublaðið - 16.08.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 16.08.1959, Side 4
 ntgeiauu. npyouiloKKurmu. mtstjórar: Benedlkt Gronua.1. gisu . þórsson .,g Helgi Sæmundsson láb.). Fulltrúi ritstjórnar. Sigvaldl Hjálm BtMon Fréttastjóri Björgvin Guðmundsson. RitstjórnarsimaF 14903 o| 14802 \uglýsingasimi: 14906. Aígreiðslusimi: 14900. Aðsefui Mb*"" ‘ulsið. Prentsmiðia Albýðublaðsins. Hverfisaa'* Sumarpinginu lokið SUMARÞINGINU lauk í gær. Hafði það þá lokið höfuðverkefni sínu, þ. e. afgreiðslu kjör- dæmamálsins og kosningalaganna. Að vísu var hverjum þingmanni heimilt að taka upp önnur mál og gerðu nokkrir þingmenn það. Hins vegar var þegar í upphafi gert ráð fyrir, að þing þetta stæði skamman tíma enda heppilegast þegar haft er í huga, að nýjar kosningar standa fyrir dyrum í haust og nýtt þing kemur saman 'í nóvembermánuði. Þess varð vart snemma á þinginu, að Framsókn armenn höfðu tilhneigingu til þess að tefja störf þess sem mest. Fluttu þeir fjölmargar tillögur um ýmis önnur mál, eingöngu 1 áróðursskyni. Eitt þeirra mála, er Framsóknarmenn fluttu var frum- varpið um afnám skerðingarákvæða tryggingar- laganna. Hafði það mál legið fyrir þinginu sl vet- ur en ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu. Tók Skúli Guð mundsson nú málið upp. Kjarni frumvarpsins er sá, að fellt verði nið- ur það ákvæði er kveður svo á, að lífeyrisgreiðsl- ur til öryrkja og gamalmenna skuli falla niður ef atvinnutekjur þeirra fara fram úr vissu marki. Samkvæmt tryggingarlögunum skyldu ákvæði þessi falla niður 1960 en frumvarp Skúla Guðmundssonar gerir ráð fyrir, að þau falli nið- ur strax. Friðjón Skarphéðinsson, félagsmálaráð herra sagði á þingfundi í fyrradag, að hér væri um réttlætismál að ræða og fella hæri niður þessi skerðingarákvæði. En hann lagði áherzlu á það, að tryggingalöggjöfin öll þarfnaðist end- urskoðunar. Slíkar hreytingar yrði að sjálfsögðu að gera í samráði við Tryggingastofnunina. Sagði hann það óforsvaranlegt að afgreiða slikt stórmál í flaustri á síðasta degi sumarþingsins. Þegar kommúnistar sáu, að ekki mimdi vinn- ast tími til að afgreiða mál þetta á þessu þingi, um hverfðust þeir og fengu nú allir skyndilega mik- inn áhuga á afgreiðslu þessa máls. Finnbogi Rút- ur Valdimarsson, sem ekki hafði tekið til máls allt sumarþingið, kvaddi sér nú allt í einu hljóðs á þing fundi, á næst síðasta degi þingsins og krafð- ist þess að mál þetta yrði afgreitt. Þjóðviljinn ger- ir þetta að stórmáli í gær. Segir Alþýðuflokkinn haf a hindrað framgang réttlætismáls og fer um það mörgum orðum. Alþýðuflokkurinn kippir sér ekki upp við stóryrði Þjóðviljans. Alþýðuflokkurinn þarf ekki að óttast samanburð við komúnista í trygg ingamálunum. Og það má minna á það, að með an kommúnistar sátu í vinstri stjórninni minnt- ust þeir aldrei á þetta mál. Þeir minntust held- ur ekki á það Iengi framan af sumarþinginu. En á næst síðasta degi sumarþingsins vöknuðu þeir. Og þá vaknaði Finnbogi. Þeir heimtuðu af- ' greiðslu málsins. En þeir minntust ekkert á það hvernig ætti að útvega þær 15—20 millj., er af- nám skerðingarákvæðanna mundi kosta. Al- þýðuflokkurinn tekur ekki þátt í slíkri af- greiðslu mála. Hann vill, að mál þetta verði ann að og meira en gagnlaust pappírsmál. Hann vill, að örykjar og gamalmenni njóti gagns af mál- inu, þegar það verður afgreitt. Og engum öðr- um flokki er betur treystandi til að tryggja að svo verði, en Alþýðuflokknum. Þetta eru níu ungir menn og konur, sem unnu í ritgerðarsamkeppni í sambandi við „miólk- urdaginn“ svo nefnda (9. júní). Þau eru frá ýmsum löndum Evrópu. Á myndinni eru þau framan við Buckingham höllina í Lundúnum, en ferðin þangað var liður í verðlaunum. ^iiiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiaiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiPumHMnMimimiuimmiiiiiiiHiiu iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimii'< ... Rt UKI í AFRÍKU og Asíu munu enn á ný leggja Algier- málið fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í haust. í fyrra náðu þau meirihluta fyrir tillögu, er studdi rétt Algier til sjálfstæðis. Raunar vantaði eitt atkvæði til þess að tillagan fengi tvo þriðju atkvæða og náði því raun- verulega ekki fram að ganga, en eigi að síður var niðurstað- an mikill ósigur fyrir Frakka. Því meiri var ósigurinn, að Bandaríkin og allmörg ríki í hinni latnesku Ameríku greiddu ekki atkvæði, og þar að auki kom í Ijós, að fulltrú- ar margra landa greiddu ekki atkvæði með tillögunni ein- vörðungu vegna málatilbún- aðarins, þótt þeir drægju ekki dul á, að þeim litist ekki á að- farir Frakka í Algier. Frakk- ar áttu því í vök að verjast. Allt bendir til. að sams konar tillaga muni fá tvo þriðju atkvæða í haust, ef ekki kemur eitthvað fram nýtt í málinu. Enda þótt alls- herjarþingið hafi ekkert á bak við sig til að knýja fram slíka tillögu í framkvæmd, yrði samþykkt hennar alvarlegur hnekkir fyrir Frakka, að því viðbættu, að það þyrfti eftir það ekki að vænta stuðnings frá bandamönnum sínum í At- MÁLIÐ OG Ui Sextán meðlimir Bandaríkja- þings hafa krafizt þess, að Bandaríkin knýi fram friðar- umleitanir milli Frakka og uppreisnarmanna í Algier, og í því sambandi leggja þeir á- herzlu á, hve gagnlegt væri gott samkomulag milli Banda- ríkjanna og.sjálfstæðs Algiers í framtíðinni. Þessir sextán tóku það upp hjá sjálfum sér ' að bera fram þessa kröfu, en með henni styrkja þeir að- stöðu Eisenhowers gagnvart de Gaulle. Og ameríska utan- ríkisráðuneytið sendi í vik- unni sem leið kveðju til ráð- Eisenhower lantshafsbandalaginu. Hún mundi verða uppreisnarmönn um í Algier byr undir -báða vængi og yfirleitt þjóðemis- öflunum í Afríku. F *-INS OG SAKIR STANDA gildir það meginmáli fyrir Frakka að koma Bandaríkja- mönnum til þess að vera á móti tillögd frá Afríku- og Asíuríkjum, sem beinlínis er stefnt gegn stefnu Frakka í Algier. Hér áður lagðist stjórn Bandaríkjanna gegn því að gerð yrði samþykkt í málinu í allsherj arþinginu, en hvatti til þess að reynt yrði að finna málamiðlun með friðsamlegu samkomulagi. Sú ákvörðun hennar að greiða ekki atkvæði í fyrra stafaði hins vegar af því. að hún vildi sína Asíu- og Afríkuríkjunum, sem að tillögunni stóðu, tillitssemi, auk þess sem hún var sáróá- nægð með stríðsstefnu Frakka. Eftir að de Gaulle kom til valda, vildu Bandaríkjamenn gefa honum færi á að leysa málið upp á eigin spýtur. En nú liggur ekki annað fyrir en að stríðið heldur áfram og de Gaulle er ekki feti nær lausn en fyrri ríkisstjórnir. ^EBRÉ, forsætisráðherra Frakka, hefur lofað, að Frakk- ‘ land fari úr Atlantshafsbanda-. laginu, ef Atlantshafsbanda- . lagsþjóðimar fylg.ja Frökkum ekki í Algiermálinu. Áður hef ur komið fram svipuð hótun. .um að fara úr Sameinuðu þjóð unum. En franska stjómin getur varla- ímyndað sér, að það þýði nokkuð að vera með; slíkar hótanir við Eisenhower. De Gaulle stefnu frjálsra Afríkuríkja, er þá stóð yfir, og lýsti yfir sam- úð Bandaríkjanna með fram- tíðarvonum afrískra þjóða. H, ' 'IN MIKLA SQI<:N Frakka í fjöllunum í Kabyliu hefpr : ekki fært stríðið nær lokum. - de • Gaulle virðist ekki hafa • betra taumhald á' fallhlífa- sveitunum en fyrri stjórnir. Ðe Gaulle fer nú til Algier rétt áður en hánn hittir Eis- - enhower, og fyrirsjáanlegt er, að hann' ætlar að búa svo um hnútana þarv að honum reyn- ist auðveldara að vinna traust ■ Eisenhowers. J.S. ,' 4 16. á<gúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.