Alþýðublaðið - 16.08.1959, Page 11
Renee Shann: 31. dagur
„Ég hefði farið mína leið.“
Richard klappaði blíðlega á
höndina á mér. „Kannske
hann hafi bara verið afbrýði-
sámur. Þu hefur éngan einka-
rétt á að vera afbrýðisöm,
ástin mín. Ég yrði hræðilega
afbrýðisamur ef við væi'um
gift.“ Hann tók tast um hönd-
ina á mér. „Jenny, verðum
við það nokkurn tíma? Ég veit
að ég ætti ekki að sega það,
en ef bú skilur nú •—
„Ég gifti mig ekki aftur.“
„Þú segir það nú bara.“
„En ef þetta skeði nú aft-
ur?“
„Það skeður ekki.“
„Það hélt ég líka með
Steve.“
„Ástin mín, nú er allt öðru
vísi. Þú ert eldri. Ég er eldri
en Steve og mikið eldri en
hann var, þegar hann kvænt-
iát þér. Og gleymdu því ekki
að ég á misheppnað hjóna-
band að baki. Ég hætti ekki á
slíkt aftur. Ég geri allt sem í
mínu valdi stendur til að gera
þig hamingjusama.“
„Ég vona að þú hafir ekki
verið jafn illa sæ-rður og ég
er núna.“
„Það held ég ekki. Það var
okkur Maríu báðum að kenna.
ViÖ komumst að því að við
vildum ekki hvort annað.“
„Eh þið áttuð ekki von á
því að það færi svona, þegar
þið giftuð ykkur?“
„Kannske vegna þess að þú
að við höfum ekki átt. von á
að verða hamingjusöm held-
ur. Við gripum tækifærið og
það gekk ekki.“
„Kit Harker,“ sagði ég og
hugleiddi það, sem hann hafði
sagt fyrr.. „Kit Harker elskar
hann.“
„Það heldur þú,“ Richard
hló ásakandi. „En hvers vegna
skyldi ég sitja hér og telja þér
trú um að maðurinn þinn sé
ástfanginn af þér?“
„Kennske vegna þess að þú
ert óvenjulega góður maður.“
„Metheimskingja myndi ég
kalla mg. En ég aðvara þig-
Héðán í frá breytist ég. Ég er
engin hetja og ég ætla ekki
að standa hjá og horfa á að
annar maður fái þig. Ég elska
þig meira en ég hef nokkru
sinni elskað nokkra konu að
Maríu meðtalinni. Um leið og
þú ert frjáls sit ég um þig unz
við erum gift. Það þýðir víst
ekkert að spyrja Þig hvort þú
viljir giftast mér?“
Ég leit á hann. Hvers vegna
var ég svona tilfinningarlaus?
Ég vildi ekki vera það. Ég
vfldi lifa á ný eins og ég hafði
gert þokunóttina..
Hann. kyssti mig, en það
breytti engu. Ég sleit mig af
honum og strauk yfir hárið.
„Geturðu ekki svar.að
mér?“ sagði hann lágt.
„Hvort ég vilji giftast þér
eða ekki?“
„Það var það, sem ég vildi
vita,“ hann setti bílinn í gang.
„Gleymdu þvf að ég spurði
þig, ástin mín, ég á ekki að
spyrja þig núna.“
16.
Næsta morgun fór ég heim.
Ég fékk mér leigubíl á skrif-
stofuna, því ég þurfti að tala
við Caroline áður enégákvæði
mig. Ég varð að komast að
því, hvort það væri henni að
kenna að Steve hafði komið í
heimsókn. Ég vissi ekki við
hverju ég bjóst eftir þær sam
ræður.
Stúlkurnar á skrifstofunni
heilsuðu mér hjartanlega.
„Ó, frú Blane, en hvað það
er gaman að sjá yður aftur!
Við vissum ekki að þér kæm-
uð í dag. Skemmtuð þér yður
vel?“
„Já, takk fyrir, mjög vel.“
Dyrnar opnuðust og Caro-
line brosti til mín,
„Mér fannst ég heyra til
þín. Ég bjóst við að þú kæm-
ir í dag.“
„Gerðirðú það?*
Ég velti því fyrir mér
hvers vegna hún væ:ri svona
ánægjuleg. Hafði hún skipt
um skoðun um það hvað mér
'bæri að gera og hafði hún sagt
Steve hvar ég væri? Þá var
ég hrædd um að ég hefði ým-
islegt að segja!
Ég elti hana inn á skrif-
stofuna og lokaði dyrunum.
„Sagðir þú Steve, hvar ég
væri?“ spurðí ég.
„Já, vina mín“.
„En guð minn góður, hvað
átti það eiginlega að þýða,
Caroline? Þú varst búin að
lofa mér að gera það ekki“.
Caroline leit skelkuð á mig.
„En — eins og það var allt
— þú ætlar þó ekki að segja
mér að allt sé ekki í lagi?“
„Auðvitað ekki. Og í guðs
bænum segðu mér hvers
vegna^ bú heldur að það sé
það? Ég talaði ekki einu sinni
við hann, Hann kom einmitt
þegar ég var að borða með
Richard og hann hefur áreið-
anlega séð okkur og farið
strax aftur. Ég frétti bara að
hár ljóshærður maður hefði
spurt um mig“.
„Nei, hver andskotinn!“
sagði Caroline. „Og hvað var
Richard að gera þar? Það var
jafn ákveðið að hann fengi
ekkert að vita“.
„Hann sá bréf á skrifborð-
inu þínu, sem var áritað til
mín, þegar hann kom hingað
um daginn“.
„Ja, hann hefur augun hjá
sér! Ég hélt að hann hefði
ekki séð það“.
„Þú varst ekki nógu fljót.“
„Mér fannst hann líta út
eins og köttur, sem hefur stol-
ið fullri skál af rjóma þegar
hann fó.r og ég vissi ekki hvers
vegna. Skemmtuð þið ykkur
vel í gær?“
„Já, þangað til Steve eyði-
lagði allt með því að spyrja
um mig. Ég geri ráð fyrir að
ég fái einhvern tímann að
vita hvers vegna þú sagðir
honum þetta“.
„Já, það færðu. En hvers
vegna kemurðú fyrst þú tal-
aðir ekki við hann?“
„Ég gerði ráð fyrir að hann
kæmi til að tala um hvað við
ættum að gera en skildj að
hann hefði komið á óheppi-
legum tíma, þegar hanp sá
Richard“. Ég leit á Caroíine.
„Hvers vegna heldur þú að
hann hafi komið?“
„Ég hélt að hann hefði skil-
ið hve illa hann hefur breytt
og beðið Kit Harker að fara
þangað sem piparinn grær“.
„Hvers vegna heldurðu
það?“
„Hann hringdi til mín
klukkan tíu í gærmorgun".
„En hvers vegna heldurðu
það?“
„Vegna þess sem hann
sagði“.
Hjartað hamaðist í brjóst-
inu á mér. Hvað sagði hann?
En ég reyndi að ná taki á til-
finningum mínum og taka
ekkert tillit til þess sem
Caroline sagði. -
„Hann hélt víst að eina leið-
in væri að fá heimilisfangið
hjá þér“, sagði ég þurrlega.
„Það er í þínu valdi að
gera allt gott aftur, Jenny“.
„Ég skil ekki við hvað þú
átt. Ég kom hingað til að tala
við Steve og ákveða hvað við
eigum að gera við Nicky.
Það er bezt að ég hringi í
verksmiðjuna og biðji hann
um að tala við mig. Má ég
hringja?“
„Gerðu svo vel“.
Hún fór út úr skrifstofunni
meðan ég hringdi. Mér fannst
það ónauðsynlegt. Hélt hún
virkilega að við Steve þyrft-
um að tala um eitthvað sem
hún mætti ekki heyra? Ég
ætlaði að vera kuldaleg. Ég
ætlaði bara að segja honum
að ég vildi gjarnan ráðgast
við hann um það hvernig við
fengjum skilnað sem fyrst.
Ég heyrði velþekkta rödd
símastúlkunnar.
„Má ég tala við herra
Blane?“
„Herra Blane er hættur
störfum -hér“.
Ég studdi mig við vegginn,
því fæturnir báru mig ekki
lengur. En svo skildi ég við
hvað hún átti: „Er hann flutt-
ur til nýju verksmiðjunnar?“
„Nei, hann er hættur, hætti
í hinni vikunni“.
Ég lagði símann á. Caro-
line var komin inn.
„Skilurðu nú hvers vegna
ég sagði honum hvar þú vær-
ir?“ spurði hún brosandi.
„Allt í lagi vina, ég geri ráð
fyrir að þú hafir fyrirgefið
mér“.
„Caroline, hvað hefur
skeð?“
„Það vill 'Steve sennilega
segja þér sjálfur11.
„En hvað mikið hefur hann
sagt þér?“
„Mér skildist að hann og
hans yndislega Kit hefðu rif-
ist og að það rifrildi hefði
fengið ykkar rifrildi til að
virka eins og ástarorð. Svo
sagði hann takk fyrir sig og
fór“.
Ég hristi höfuðið.
„Þetta er svo ósennilegt“.
„Vertu ekki svona hlægi-
leg; Þetta er mjög sennilegt“.
Ég hló eins og asni.
„Hvað er svona skemmti-
legt?“
„Steve sagði alltaf að ég
ætti ekki að vera svona
hlægileg11. Ég tók vasaklút
upp úr töskunni, því ég var
auðvitað farin að gráta.
„Þú bregst bara svona við
þessu“, sagði Caroline róleg.
Hún leit fram í hina skrif-
stofuna.
„Susy, settu ketilinn á og
hitaðu kaffi handa okkur.
Frú Bl?,ne þarf að fá eitthvað
til að skola niður ferðaryk-
inu!“
„Hvers vegna drekkum við
aldrei te?“ spurði ég út í blá-
inn.
„Það hef ég ekki hugmynd
um“ .
„Hvað á ég-að gera? Þú ert
búin að taka þetta að þér og
það er bezt að þú ráðir fram-
vegis“, sagði ég og reyndi að
brosa.
„Þú verður að tala við hann
strax og þú getur. Vertu elsku
leg og sæt og nefndu Kit Har-
ker aldrei á nafn. Og svo bið
ég þess hátt og í hljóði að
þið verðið hamingjusöm það
sem eftir er. Ég vorkenni
Richai’d!“
Ég sagðist gera það líka.
„Hann hefur verið mér svo
góður, Caroline. En ég veit
ekki hvað ég á að gera“.
„Hann er betra mannsefni
en hann Steve þinn. Þú veizt
víst að Steve er atvinnulaus“.
„Það gerir ekkert til“.
„Fáar eiginkonur væru
þér sammála“.
„Ég meina samanborið við
það, að hann er laus við Kit.
Hann fær eitthvað annað.
Hann er duglegur“.
„Hann á heldur engan bíl.
Fíni bíllinn hvarf með Kit“.
Ég andvarpaði,
„Ef við hefðum ekki selt
elskuna hana Angelinu11.
Síminn hringdi og Caroline
tók hann af.
„Ó, halló, Steve“. Hún blikk
aði mig þegar ég stökk upp
til að taka símann. „Nei, ég
veit ekki hvar hún er“.
Ég hallaði mér aftur á bak
x stólnum. Fyrst Caroline var
tekin við leikstjórninni varð
ég víst að fara eftir hennar
ráðum. Ég reyndi eins vel og
ég gat að fá botn í samtalið.
Það leit út fyrir að Steve
væri að fara á þýðingarmik-
inn fund eftir matinn, en
Caroline sagðist verða að
hitta hann.
„Ég veit að þú vilt ekki
hitta mig. þú vilt hitta Jenny,
en þar sem ég veit ekki hvar
hún er —“. Loks lagði hún
símann á.
„Ég á að hitta hann heima
hjá ykkur klukkan hálf átta.
Hann komst ekki fyrr“.
„Já, bað skildi ég. En til
hvers?“
„Reyndu að hugsa, Jenny
mín!“
Ég reyndi það og henti mér
um hálsinn á henni.
„Áttu við að ég verði þar
en ekki þú?“
„Auðvitað! Þið Nicky! Við
förum og sækjum hann. Fyrst
fáum við okkur kaffi, svo
hringjum við til Patsyjar“.
Ég leit á Caroline.
„Máttu vera að því að gera
þetta fyrir mig?“
„Nei, alls ekki. Ég hef
hræðilega mikið að gera. En
ég geri það samt. Það var ég
sem kom ykkur Nicky að
heiman og þá verð ég að koma
ykkur heim“.
„Ég get aldrei . fullþakkað
þér þetta“.
„Della. Og þá verð ég að fá
einhvern annan til að búa
með mér“.
Því hafði ég alveg gleymt.
„O, láttu þér ekki leiðast
það“, sagði hún. „Ég hitti
stúlku fyrir viku sem var að
skilja við manninn sinn. Hún
vill áreiðanlega taúa með
mér“.
fiupeiariiar;
Flugfélag íslands li.f.:
Millila.ndaflug: Hrímfaxi
er væntanlegur til Rvk kl.
16.50 í dag frá Hamborg, —
Kaupm.h. og Oslo. Flugvél-
in fer til London kl. 10.00 í
fyrarmálið, Gullfaxi fer til
Glasgow og Kaupm.h, kl. 08.
00 í dag. Væntanleg aftur til
Rvk kl. 22.40 í kvöld. Flug-
vélin fer til Osío, Kaupm.h.
og Hamborgar kl. 08.30 í
fyrarmálið. — Innanlands-
flug: f dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Eg-
ilsstaða, Kópaskers, Siglufj.,
Vestmannaeyja og Þórshafn-
ar. — Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferð-
ir), Bíldudals, Fagurhólsmýr
ar, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Patreksfjarðar og Vestmanna
eyja.
Loftleiðir h.f.:
Hekla er væntanleg frá Am
sterdam og Luxemburg kl. 19
í dag. Fer til New York kl.
20.30. Edda er væntanleg frá
New York kl. 10,15 í fyrra-
málið. Fer til Glasgow og
London kl. 11.45.
Skiplits
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell fór 12. þ. m. frá
Þorlákshöfn áleiðis til Stett-
in. Arnarfell fór í gær frá
Akranesi áleiðis til Skaga-
strandar, Sauðárkróks, Dal-
Víkur, Akureyrar, Húsavíkur
og Siglufjarðar. Jökulfell fór
14. þ. m. frá Keflavík áleiðis
til New Yoifí. Dísarfell losar
á Austf jarðahöfnum. Litlafell
er væntanlegt til Rvk á morg
un. Helgafell átti að fara frá
Stettin áleiðis til Reyðarfj.
Hamrafell er væntanlegt 21.
þ. m. frá Batum til Rvk.
Alþýðublaðið — 16. ágúst 1959