Alþýðublaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 4
Ctgefanm. Alþýðuflokkurinn. Ritstjörar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm-
arsson. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og
14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10.
Góða ferð, Ike!
EISENHOWER Bandaríkj aforseti er kominn til
Þýzkalands, fyrstur af þjóðhöfðingjum Ameríku-
manna til að heimsækja Vestur-Evrópu síðan á dög
um Woodrow Wilsóns eftir fyrri heimsstyrjöld.
Munu nú eiga sér stað víðtækir fundir með forustu
mönnum hins hjálsa heims til undirbúnings funda
þeirra Krústjovs og Eisenhowers.
Þessi för Eisenhowers getur haft mikla þýðingu
fyrir stjórnmál Vestur-Evrópu. Þar hafa í seinni
tíð gerzt mikil tíðindi, sem verulega hafa breytt
viðhorfum stórvelda álfunnar hvers til annars.
Merkast verður að telja, með tilliti til sögunnar,
að hinir fornu erfðafjendur, Frakkar og Þjóðverj-
ar, hafa tekið höndum saman og haft forustu um
hið volduga tollabandalag, sem getur umbrejdt
mynd álfunnar á komandi árum. Jafnframt hefur
því miður kólnað milli þessara tveggja þjóða og
Breta, sem vegna tengsla sinna utan Evrópu eru
ekki í hinni nýju efnahagssamvinnu. Þá er Charles
de Gaulle að reyna að reisa við styrk og virðingu
Frakka — og keppir að því, illu heilli, að sprengja
karnorku suður í Sahara. Þjóðverjar óttast hins
vegar mjög, að samtöl Eisenhowers og Krustjovs
leiði til samkomulags um Mið-Evrópu, sem hefti
Vestur-Þýzkaland án þess að sameina aftur þýzku
þjóðina.
Vonandi tekst Eisenhower að skapa á nýjan
leik heila fylkingu þessara þjóða, tryggja þeim
hverri fyrir sig það, sem hún leggur á mesta á-
herzlu, án þess að fórna hagsmunum heildarinn
ar. Eisenhower verður að hafa fullan styrk At-
lantshafsbandalagsins á bak við sig, er hann
sezt að viðæðum við Krustjov.
Eins og málum er komið 1 heiminum var sjálf
sagt, að ráðamenn stórveldanna í austri og vestri
hittust, og gagnkvæm ferðalög eru ágæt leið til að
koma á slíkum fundum. Allt bendir til þess, að
Krustjov þurfi á að halda nánari kynnum af Banda
ríkjunum, og vonandi fær hann þau. Það verður
ekki þrautreynt, að hægt sé að varðveita heims-
friðinn, meðan æðstu forustumenn ekki tala sam-
an og lifa í meiri eða minni fáfræði hvor um ann-
ars lönd.
Hins vegar er rétt að gera sér ekki alltof há-
ar vonir um árangur fyrst um sinn. Til þess, að
unnt sé að tryggja varanlegan frið, sem hinar
frjálsu þjóðir heims treysta, verða kommúnistar
að breyta verulega um hugsunarhátt og starfsað-
ferðir — en það gerizt varla á einni nóttu. Meðan
þeir undir niðri vilja heimsbyltingu og heimsyfir-
ráð, verða frjálsar þjóðir að halda vöku sinni. Og
ekki er það vænlegt til skjóts árangurs, að komm
únistar skuli nú með byltingu, undirbúinni og kost
aðri af Kínverjum, þjarma að enn einu smáríki —
Laos.
. . Svo lengi sem því verður treyst, að Eisenhow-
er gangi ekki hlindandi til fundar við Krustjov,
segja friðarsinnar um allan heim: Góða ferð, Ike!
Heilsuhæli N.F.LI.
MLLT frá því, að Bændaflokk-
urinn myndaði minnihluta-
stjórn í Finnlandi í janúar sl.
undir forsæti Sukselainen hef-
ur vandamálið varðandi mynd-
un meirihlutastjórnar í landinu
verið á dagskrá. Eðlilegasta
lausnin væri samsteypustjórn
Bændaflokksins og jafnaðar-
manna, með stuðningi hinna
tveggja þjóðflokka. Spurningin
er 'hvort íhlutun Rússa, sem
leiddi til síðustu stjómar-
kreppu í Finnlandi og árása
rússneskra blað á finnska jafn-
aðarmenn, getur hindrað slíka
lýðræðislega lausn.
Yfirlýsingar frá leiðandi
mönnum Bændaflokksins spá
ekki góðu.
N
Ú hefur ríkisstjórnin farið
fram á við aðra flokka, að þeir
mæti til samningaviðræðna um
fjárlög landsins fyrir árið 1960,
áður en Þing kemur saman í
næsta mánuði. En lýðræðis-
flokkarnir hafa tekið greinilega
fram, að jafnhliða verði teknar
upp viðræður um nýja stjórn-
armyndun og Huvudstadsbla-
det (málgagn sænska þjóðar-
brotsins) kveður enga ástæðu
til að ætla að hinir flokkarnir
láti spenna sig fyrir ækið án
þess að fá hlutdeild í hinni þing
ræðislegu ábyrgð.
þingi em öll atkvæði talin með
og sama máli ætti að gegna við
stjórnarmyndam . Simonitar
drógu þá á.yktun af þessari
ræðu Kekkom. , að enginn
flokkur og þá ekki kommúnist-
ar mættu vera játnir standa ut-
an stjórnar ef þeir gengju að
settum skilyrðum.
K
F
AGERHOLM, fyrrum forsæt-
isráðherra og foringi jafnaðar-
manna, sagði í ræðu fyrir
skömmu, að það bæri að mynda
stjórn Bændaflokksins og jafn-
aðarmanna. Þeir gætu svo kom
ið sér saman um hvaða aðrir
flokkar ættu hlutdeild að þeirri
stjórn. Ef ekki tækist að mynda.
meirihlutastjórn ætti að efna
til nýrra kosninga, sagði Fag-
erholm og gagnrýndi Suksela-
inen fyrir að hafa ekki sýnt
neinn verulegan áhuga á að
leysa stjórnarvandamálið. —
Sama dag hélt Sukselainen
ræðu og var hún mj.ög neikvæð
í heild. Málgagn Simonitanna
svonefndu (klofningsmanna úr
flokki jafnaðarmanna) hefur
hvað eftir annað hamrað á
þeirri skoðun, að kommúnistar
eigi að fá hlutdeild að stjórn
landsins
I RÆÐIJ, sem Kekkonan for-
seti Finnlands hélt á afmælis-
1 hátíð finnska þingsins í júlí sl.
j sagði hann m. a., að þingræði
! væri í því fólgið, að alHr flokk-
ar væru jafnir í Jiinginu og
ættu sama rétt til stjórnarmynd
I unar. Við traustsyfirlýsingar á
OMMÚNISTAR voru að
sjálfsögðu himinlifandi yfir
þessari aðstoð Simonitanna, en
aðalmálgagn jafnaðarmanna,
Suomen Sanomat, bendir á, að
lýðræðið hafi rétt til þess að
halda þeim öflum frá vóldum,
sem vinna að því að ganga af
því dauðu. Stjórnarskipunarlög
landsins gera engan veginn ráð
fyrir að kommúnistískur ein-
ræðisflokkur fái hlutdeild í
stjórn landsins.
;rfr
FAGERHOLM ræddi þetta mál
í fyrrnefndri ræðu sinni og
benti á, að hæfni kommúnista
til stjórnarsetu væri nánast
' fræðileg. Spurningin væri að-
eins hvort aðrir flokkar vildu
sitja í stjórn með kommúnist-
um. Ef það er ætlun Bænda-
flökksins að mynda stjórn með
kommúnistum, , ber forráða-
mönnum hans að viðurkenna
það svo aðrir flokkar geti tekið
afstöðu í samræmi við þá vit-
neskju. „Ef Bændaflokkurinn,
Simonitar og kommúnistar
æskja eftir að mynda stjórn
saman, þá hafa þeir meirihluta
en þeir verða aðeins að láta
aðra flokka vita um ætlun
sína,“ sagði Fagerholm.
Finnska þingið kemur saman
15. september en vafasamt er
hvort nokkuð hefur greiðst úr
vandamálunum fyrir þann
tíma.
Hannes
h
o r n i n u
IjAt Gaman að sjá er
borgin vex.
★ Fjárfestingarleyfi í
hraski. . .
★ Gaddavírinn gleym-
ist ekki.
★ Vclkominn til Reykja
víkur.
★ Hætta! Myndastytí-
ur!
óskar eftir stúlkuim. til eldhúss- og hneingerninga-
starfa. Ennfremur eftir karlmanni til aðstoðar í
baðdeiid. - . •
Upp. í skrifstofu Heilsúhælisins í Hveragerði.
ÉG HEF VERIÐ í LEYFI, en
ekki farið langt. Mér finnst ekki
að margt hafi gerzt, ótrúlega lít-
ið. Vinnan við Miklubrautina er
í fullum gangi og seint á næsta
ári má gera ráð fyrir að brautin
verði fullgrerð á þeim kafla, sem
þegar er farið að vinna við. Um
leið rís upp hvert húsið á fætur
öðru í Kringlumýri, sum virð-
ast eiga að verða mjög stór, en
neðar er Byggingarfélag verka-
manna aff byrja aff byggja íbúffa-
samstæffu. Það er langt niður á
fast víffast hvar í mýrinni, en
ekki botnlaust eins og var i Norð
urmýri í den tid.
MIKIÐ RASK er milli Suður-
landsbrautar og Kringlumýrar.
Það er verið að afnema vegi og
leggja aðra nýja. Það eiga að
vera failegar götur eftir því, sem
mér virðist. ÞaS er ekki vahþörf
á. Vjð SuSurlandsbrautina og
svæðíð -efra rfs upp * hvert stór-
hýsið á fætur -öðru og nú standa
þar margir grunnar háifunnir.
Það er sagt, að margir hafi f eng-
ið þarna byggingalóðir og fjár-
festingarleyfi, en eitthvað sé bog
ið við fjárfestingarleyfin. Þau
séu í braski. Ég veit ekkr sönnur
á því, en gæti trúað því. Það er
allt í braski í þessu þjóðfélagi.
Það byggist á braski og lifir á
braski.
MÉR ÞYKIR GOTT að sjá
borgina batna, að fylgjast með
því, þegar nýjar götur eru lagð-
ar og sjá myndast mörg mynd-
arleg íbúðarhús. En mér þykir
leiðinlegt að sjá ósómann óáreitt
an áratug eftir áratug. Ég gleymi
ekki gaddavírnum í Suðurgöt-
unni — og skal aldrei gleyma
honum. Það er furðulegt með
Gunnar Thoroddsen og Bolla
sama sen. Þeir halda í gaddavír-
^ins 0g þeir geta. Þetta er
furðulegt vegna þess, að þeir
syna dirfsku og framtak á fjölda
mörgum öðrum mönnum. — En
gaddavírinn skal í burt. Ný gang
stétt við Suðurgötu. Suðurgata
skal verða fegursta gatan í borg-
Á STÓRUM SPJÖLDUM á
vegum í nágrenni við höfuðstað-
inn stendur þetta: „Velkomin til
Reykjavíkur. — Vinsamlegast
akið varlega." — Alveg rétt, og
. ágætt. Þetta snýr við manni.
; þegar maður kemur til borgar-
iinnar. Nú legg ég til að sett vcrði
hinum megin á spjöldin: „Vel-
komin til Reýkjavíkur aftur.:
Þökk fyrir gætilegan akstur.“- —
Setjið svolítinn humör á aðvar-
anir og leiðbeiningar. Sannið til,
að þeim verður þá veitt enn
meiri athygli.
ÞAÐ EK STOLIÐ bifreiðum á
liverri einustu nóttu. Hvaða'’við
urlög liggja við því? Hér er oft-
ast um unglinga að ræða, sem
gera þetta í gáleysi — og oft
drukkna menn, og drukknir
menn eru aldrei með fullu viti,
þó að þeir hins vpgar verði að
bera ábygð á gjörðum sínum og
ég vil ekki að tekið sé léttara á
afbroti, sem framið-cr í drykkju
skap en allsgáður. Það er nauð-
synlegt að taka hart á bifreiða-
þjófnaði eins og öðrum afbrot-
um.
MINNISMERKI, styttur og
líkneski rísa nú hvert af öðru
víða um land. Ég er ekki and-
vígur því. Ef til vill verður það
þegar frá líður fil þess að vekja
okkur til virðn igar (dg g etao
okkur til virðingar fyrir fortíð-
inni og afreksmönnum hennar.
En ég yil spyrja: Er ekki ástæða
til að hið opinbera, til dæmis há-
skólinn, eða menntamálaráðu-
neytið, hafi hönd í bagga með
þessu, þannig til dæmis, að
sækja þurfi u mleyfi til að reisa
styttur vífs vegar um land. Á-
stæðan fyrir því, að ég ber fram
þessa .fyrirspurn er sú, að mér
líður ekki úr minni hneykslið í
Skálholtskirkjugarði, þegar und
arleg kona reisti minnisvarð yfir
Ragnheiði Brynjólfsdóttur á
einni gröfinni — og sagði a'ð
þar Væri gröf hinnar ógæfusöniu
biskupsdóttur. — Svo virðist
sem nú sé sú öld að hverjum sem
hafa vill sé heimilt að reisa slytt
ur og minnismerki, .aðeins éf
hann fær fé til þess. Þettg-til at-.
hugunar fyrir menntamálaráðu-
neytið... .. ; , r
• Hannes á horninu.
4 27. ágúst 1959 — Alþýðublaðið