Alþýðublaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.08.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞrötfgp ) ÍslandsméfilSs KR bar nauman sigur úr bít- um við Fram á þriðjudags- kvöldið var, er félög þessi átt- ust við á Laugardalsvellinum, í seinni umferð I. deildarinnar. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum, það gerði Þórólfur Beck, hinn snjalli miðherji KR, með föstu og snöggu skoti, er aðeins voru átta mínútur eftir af leiknum. Máttu KR-ingar þakka fyrir að sleppa svo vel „hildi frá“ að þessu sinni, en muna fífil s.inn fegri í fyrri leik þessarar umferðar, þegar þeir sigruðu Fram með 7 gegn 0. Leikurinn í heild var hinn fjörugasti. Komu Framarar skemmtilega á óvart með hröð- um og baráttuglöðum leik og oft ágætum, úti á vellinum. En þegar þeir nálguðust markið versnaði sagan og í skotfæri var þeirn sem öllum Íokið. Yfir- leitt eru framherjarnir hjá Fram snai'ir og harðskeyttir, eins og t.d. Gretar og Dagbjart- ur, að ógleymdum Baldri Schev ing, sem er einn snarpasti út- herji okkar, og knattleiknir eins og t.d. Guðmundur Óskarsson, hann átti að vísu gott skot í byrjun leiks, en þeim virðist yfirleitt vera fyrirmunað að nýta tækifærin og skjóta á markið, svo að nokkurt gagn l: i-L sé að, og það var einmitt áber- andi í þessum leik. Reynir Karlsson lék á h. kanti, þó æfingarlítill væri. Var liðinu góður styrkur að nær- veru hans. KR-ingar áttu ekki fleiri tæki færi, að öllum jafnaði, en Fram, hins vegar voru þeir miklu hættulegri í öllum sínum að- gerðum uppi við markið, þó að ekki tækist þeim nema einu sinni að senda knöttinn í netið. Hins vegar var það lystilega gert. STUTT YFIRLIT UM GANG LEIKSINS. Frammarar sækja þegar fast á, en mótherjarnir eru þéttir fyrir og hrinda áhlaupunum. Hörður Felixsson, óbilgjarna klöppin í KR-vörninni, lætur ekki hlut sinn frekar en fyrri daginn, og Garðar Árnason er „þéttur á velli og þéttur í lund“. Frábærf afrek Ríkharð Á mánudagskvöldið lauk meistaramóti íslands í útihand- knattleik kvenna, en mótið fór fram á íþróttasvæði Ármanns við Sigíún. Róma allir þátttak- endur hinn ágæta völl Ár- manns. Þátttaka í mótinu var mjög léleg og leikirnir ósköp ójafnir og tilþrifalitlir, nema úrslita- leikurinn milli KR og Ármanns, hann var jafn og spennandi. Sigruðu KR-stúlkurnar með 12 mörkum gegn 10. Aðrir þátttak endur voru Valur og Víkingur, sem keppti sem gestur, þar sem og 'margar 2. flokks stúlkur voru í liðinu. aramóf Finnlasids og 'oregs í frjáhum iþréfSn i Seye: 20,8 sek, i 5 í LANDSKEPPNI Frakkai m * : og Júgóslava sigraði Frakk- ■ ■inn Abdoul Seye í 200 m: • hlaupi á nýjum frönskum; ^mettíma, 20,8 sek., sem jafn; :fram!t er bezti tími,semnáðst ■ ; hefur í Evrópu í sumar. Bat-: ■tista sigraði í þrístökki með; «15,90 m, Racic, Júgóslavíu, í; : sleggjukasti 63,85 m, en Ko-1 ■ vac sétti'júgóslavneskt met í: ■400 m grind á 53,3 sek.; : Frajíkar sigrnðu í karla-; : keppni nieð 114,5 gégn 95,5,; ■en - Júgóslávarnir i kvenna- j ÖLLUM meistara,mótum Norð- urlandanna í frjálsíþróttum er nú lokið og hér bii'tum við ár- angur meistaranna í Finnlandi og Noregi. FINNLAND: 100 m: Strand, 10,6 sek. 200 m: Rekola, 21,6 sek. Strand varð annar á 21,7. 400 m: Rekola, 47,4 sek. 800 m: Salonen, 1:52,1 mín. 1500 m: Salonen, 3:50,8 mín. 5000 m: Huttonen, 14:17,6 mín. 10000 m: Rantala, 30:28,6 mín. 3000 m hindr.: Virtanen, 8:56,2 110 m grind: Siukola, 15,0. 400 m grind: Rintamaki, 53,5. Hástökk: Salminen, 2,10 (met). Langstökk: Valkama, 7,38. Þrístökk: Rohkamo, 15,48. Stangarstökk: Landström, 4,45. Kringlukast: Repo, 51,72. SEpjótkast: Kauhanen, 73,50. Kúluvarp: Nisula, 16,60 m. Sleggjukast: Suurpaa, 57,57. NOREGUR: 100 m: Bunæs, 10,5 sek. 200 m: Bunæs, 21,6. 400 m: Knutsen, 48,8. 800 m: Borgen, 1:53,6 mín. 1500 m: Hamarsland, 3:51,0. 5000 m: Torgersen, 14:32,0 10000 m: Torgersen, 30:35,0, 3000 m hindr.: Larsen, 8:56,6. 110 m grind: Olsen, 14,7 sek. 400 m grind: Gulbrandsen, 53,0. BUNÆS: Bezti spretthlaupari Norðurlanda. Hástökk: Eikeland, 1,98 m. Stangarstökk: Hovik, 4,15. Þrístökk: Fredriksen, 14,71. Langstökk: Berthelsen, 7,48. ' Kúluvarp: Haugen, 15,53. Sleggjukast: Krogh, 61,52 Kringlukast: Haugen, 50,79. Spjótkast: Rasmussen, 77,96. Loks á 12. mínútu kemur þó I fyrsta markskotið, frá Guðm. Óskarssyni, sannkallað þrumu- skot, sem Heimir að vísu ver, en missir þó knöttinn frá sér, ! en það er hættulaust, þar sem : lítt er á eftir fylgt góðu skoti. Fram sækir enn á. Bjarna Felixssyni skeikar skotfimin, er hann hyggst spyrna frá, knött- urinn snýst af fæti hans og hafði nær hafnað í markinu. Dagbjartur á fast skot af löngu færi, en knötturinn skríð- ur yfir slá. Fram fær auka- spyrnu, sem Guðjón framkvæm ir mjög vel og sendir að mark- inu. Heimir hleypur út, missir knattarins, sem rennur út fyr- ir endamörk. Sókn KR skapai' Þórólfi og Sveini sitt tækifær- j ið hvorum, sem báðir misnota. eða nota ekki. Stuttu síðar á Gunnar Guðmannsson snotra fyrirsendingu, eftir að honum hafði tekizt að losa sig við á- sókn annars bakvarðar Fram. En sendingin hafnaði hjá mót- herja og knettinum er spyrnt langt fram. Stutt fyrir hlé á Gunnar enn ágæta sendingu fyrir markið, eftir að hafa leik- ið af sér bakvörðinn, knöttur- inn hafnar hjá Sveini Jónssyni, sem skallar þegar á markið frá markteigi, en Geir bjargar rneð allt að því „ósjálfráðum hreyf- ingum“, slær til knattarins, sem lendir á markásnum og hrekk- ur út og er spyrnt frá. í þess- um hálfleik voru möguleikar Fram miklir, en misnotaðir. í síðari hálfleiknum voru KR-ingar meira í sókn, og oft hættulegir uppi við markið. Þó voru það Frammarar, sem fengu fyrsta tækifærið, er Gretar á 7. Framhald á 10. síðu Rétt áður en landsleikur Norðmanna og íslendinga hófst á Ullevaal í Osló, tilkynnti þul- ur leikvangsins, að tveir leik- menn myndu verða heiðraðir að leik loknum, annar þeirra var Kjell Kristiansen, sá sem skoraði annað mark Noregs í leiknum og hinn var Ríkharður Jónsson, sem nú lék sinn 25. landsleik. Hlaut hann að laun- um gullúr frá KSÍ. Það er ótrúlegt afrek, að leika sinn fyrsta landsleik 17 ára, og síðan að vera valinn í landslið hverju sinni næstu 13 árin. Þetta er met, sem erfitt verður að slá og er áreiðanlega sjaldgæft ef ekki einsdæmi. Ríkharður verður þrítugur í nóvember n.k. og er því enn á bezta aldri. Er því enginn vafi á því, að hann á eftir að klæð- ast landsliðsbúningi íslands mörg ár enn og það sæti, sem hann skipar, verður ávallt vel skinað. Guðmundur Þórarinsson: lörfukna Áusfur-Þýzkaland LEIPZIG, 13/8 1959. KÖRFUKNATT'LEIKSMENN ÍR lögðu af stað frá Reykjavík í keppnisför til Austur-Þýzka- lands hinn 9. þ. m. Var ferðinni heitið til Leipzig, en þaðan eru austur-þýzku körfuknattleiks- mennirnir, sem léku í Reykja- vík í síðastiiðnum októbermán- uði. Ferðin gekk ágætlega og komum við .til Warnemunde að kvöldi dags hinn 10. Þar tók á móti okkur Gunder Leudert, sá er var fyrirliði Þjóðverjanna á velli. Kom hann Þar með 14 manna bíl og ók hópnum til Wesser íþróttaskólans um 40 km frá Warnemúnde og var þar sofið um nóttina. Wesser í- þróttaskólinn er einn af fimm sarns konar skólum, sem íþrótta sambandið hér á og lætur það íþróttafólk sRt æfa þarna þegar séi'staklega stendur á og þegar séræfinga er þörf. Auk þessara minni skóla eru 3 stærri og 1 að auki hér í Leipzig allra stærst- ur. Á þessum skóla er stórt fim leikahús, fullkominn frjálsí- þróttavöllur og knattspyrnu- völlur, þrír körfuknattleiksvell ir, þrí’r blakvellir, tennisvöllur og utanhúss hnefaleikahringur, Ágætalega stórt svefnhús og stór skrifstofubygging með stórum matsal og tyeim sam- komu- og kennslusölum. Eftir morgunverð var haldið suðureftir. Farið á milli Beilín ar og járntjaldsins. Heldur var eyðilegt á leiðinni, sveitabæir í niðurníðslu, þorp óhrein og fólk fátt. Búðir mjög fáar í þorpum og bæjum og virtust þær alger- lega vera vörulausar. Einkenni legt var margt^að sjá, en þó voru vegirnir hvað skrýtnastir. Á milli þorpa og bæja voru veg irnir yfirleitt alveg ágætir, en inni í borgum og þorpum voru þeir oftast mjög slæmir og oft mjög sundurgrafnir og króka- leiðir þurfti oft að fara til að komast áfram. ☆ Til Leipzig var komið um kl. 18. Þar voru feiknin öll af fólki í íþróttabúningum, 'því „III. Turn und Sportfest“, mesta x- þróttahátíð Þjóðverja, var að byrja. Keppt er nú í öllum meistarakeppnum, svo sem sundi, frjálsíþróttum, fimleik- um, hnefaleikum, judo, róðri, bogaskotfimi, skotfimi, en auk þess eru geysimiklar fimleika- sýningar með allt að 1900 manns í einni sýningu í einu á vellinum, og mótum í körfu- knattleik, handknattleik, lands- keppni í knattspyrnu, land- hockey, sundknattleik. M. ö. o. í öllum íþróttagreinum, seni nöfnum, tjáir að nefna, nema skíðaíþróttinni. Skautaíþróttin er með. Keppt innan húss í list- hlaupi og ísknattleik. Það eru. því engin undur þótt margt manna sé hér á ferli og beri mikið á þeim í sínum nýju í- þróttabúningum, þegai' tekið er tillit til þess að íbúar Leipzig- borgar eru taldir vera 730 þús- und, en þeir reikna með því að um 200 000 íþróttamenn séu þátttakendur í hátíðahöldun- um. Hér er auk innlenda í- þróttafólksins íþróttafólk frá Tékkóslvakíu, Marokkó, Túnis, Framhald á 10 síðu. í LEIFS I0KU SS61 UPP. f EINKASKEYTI til Al- þýðublaðsins seint í gær- kvöldi segiir, að enginn liafi viljað taka forustuna í 1500«; m hlaupinu á Bislet, þess vegna hafi byrjunarhraðinn verið allt of lítill, Síðasti hringurinn var hratt hlaup- inní, en ef einhver hefði hald ið uppi hraða í byrjun hlaups! ■ ins er enginn vafi, að alliir hefðu náð mun betri thna. Eins og skýrt var frá í gær varð Svavar 3. á 3:50,8. Því miður tóku meiðsli Kristleifs sig upp og hann gat ekki keppt. Hann ætlaði að reyna sig í 3000 m. í Sarps ,borg. Sú keppni átti að fara fram í gærkvöldi. mjwwwwwwwwwwwM* Alþýðuhlaðið — 27. ágúst 1959 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.