Alþýðublaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 5
MÉR fer alltaf að líða vel í sálinni á leið til sjávar, og við þokumst í þá áttina, en 0vegur okkar liggur þveröfugt við ógæfu- braut Kristjáns Jóns- sonar Fjallaskálds, Hann fædd ist í Kelduhverfinu, ólst upp á Hólsfjöllum og varð frægt skáld milli tektar og tvítugs, en beið svo ósigur suður í Reykjavík og austur á Vopna- firði. Kristjáni hefði verið nær að vera kyrr á Hólsf jöll- unum, Reykjavík á til að taka okurvexti af því, sem hún lán- ar um stundarsakir, gjaldþrot- in af hennar völdum eru mörg. En við Sigurður Þórarinsson stéfnum af Hólsfjöllunum og ætlum niður í byggðirnar úti við sjó, ökum meðfram Jök- ulsánni austanverðri og höf- um ákveðið að sjá Dettifoss og Ásbyrgi. Önnur dagskrá hefur ekki verið samþykkt, nema að nú erum við aftur á vesturleið. Akureyri verð- ur leiðarendi okkar á morgun. Hann minnti Matthías Joch- umsson á tár ungbarnsins, slík og þvílík var trú Oddaklerks- ins, Kristján Jónsson setti herðandi forskeyti á annað hvert orð í veraldarsálminum um Dettifoss, Þorsteinn Er- lingsson missti vald á skaps- munum sínum við tilhugsun- ina um að virkja þennan and- skota, en Einar Benediktsson sá í honum tákn ljóss og auðs. Vestur 1 Ameríku sat íslenzki skáldbóndinn Stephan G. Stephansson og reyndi að miðía málum í deilunni. Þar voru ótruflaðar tilfinningar í afstöðu. Einhvern tíma verður Dettifoss felldur í fjötur til að láta hann þjóna landinu og þjóðinni. Hann á ekki skilið sömu tillitssemi og Gullfoss, sem er ógleymanlegasta mál- verkið á þili íslenzkrar nátt- úru, fegurðina á að varðveita, en ljótum krafti að breyta í æðra líf yndis og þæginda. Dettifoss er búinn að hræða nógu marga. . á annað hundrað metra eða nær þrefalt hærri en fossinn uppi í gljúfrinu. Og hvers vegna sagði Jökulsá skilið við þetta stolt sitt og djásn? Þeirri spurningu verður varla svar- að. En kannski hefur aldrei stórkostlegri hjónaskilnaður orðið á íslandi eftir að ætt- jörðin steypti af sér jökul- hjálminum til að una manna- byggð og dýralífi nútímans. KELDUHVERFI er sunn- lenzkasta sveit á Norðurlandi, línur hennar langar- og breið- gggj@|g ar og gróðurfletirnir gjllJl grænir og stórir, en ÍHyÉÍ minnisstæðast verður mér, hvernig hafið gengur til móts við landið, mikil hlýtur sú ógn að vera, þegar stormar og 'Stórsjóar leggjast á eitt í skammdégi vetrarríkisins. Skúli landfógeti fæddist víst á þessum slóðum, og nú er búið að reisa honum hér minn ismerki eftir Guðmund frá Miðdal. Glöggur maður sagði' mér á Akureyri, að það væri skárra en steinsteypukarlinn í Reykjavík, en ég lít ekki við minnismerkjum. Sú fram- framleiðsla er að verða okkúr íslendingum til skammar. Ó- burðurinn í Akrahreppi, sem á að vera til minningar um Bólu-Hjálmar, segir meira en orð mín, þó að ég sé reiður. Og þá er bezt að hneykslast á öðru í leiðinni: Skógræktar- kákið í Ásbvrgi nær engri átt. Staðurinn á að fá að vera eins og hann er af guði gerður eft- ir brotthlaup Jökulsár. Ekkju- stand Ásbyrgis verður ekki bæít með tildurslegum spari- fötum úr saumastofU Hákon- ar Bjarnasonar og hans manna. En látum þessi menningar- sjónarmið eiga sig. Hins veg- ar hefur náttúruverndin miklu hlutverki að gegna á íslandi. Maðurinn er hættulegri en sauðkindin af því að hann þykist ha.fa meira vit. ÞARNA er snotur bær — qg dagur að kvöldi iiðinn. Þetta myndi vera Víkinga- ragsgi vatn. Séra Sveinn er Élfjl raunar í Reykjavík og S&*3«S Þórarinn Björnsson á Akureyri, en gestrisnin flutti áreiðanlega ekki öll með þeim yfir fjöll og heiðar. Sigurður Þórarinsson ræðst í að biðja hér gistingar. Og hann fer ekki bónleiður til búðar. Okk- ur er tekið eins og langþráð- um höfðingjum. — Sveinn Björnsson bóndi á Víkinga- vatni er heima og Guðrún kona hans. Okkur Sigurði er sannarlega borgið, enda hús- bóndinn orðlagður rausnar- maður og húsfreyjan sunn- lenzk, dóttir séra Jakobs heit- ins Lárussonar í Holtj undir Eyjafjöllum, og það fólk er vinir mínir. Kvöldvakan á Víkingavatni líður eins og skemmtilegur mannfagnaður. Ég fræðist um bernsku Sveins Þórarinsson- ar málara í Kílakoti, en sum- ir snotrustu litir Kelduhverf- is endurspegiast í beztu mynd- um hans. Og svo fannst Grá- síðumaðurinn hér á næsta bæ. Krisíján Eldjárn svaf hjá hon- um á Víkingavatni eftir upp- gröftinn, og síðan er hann ölium fróðari um ættarein- kenni í tannafari Keldnverf- inga. Sveinn bóndj segir mér af norðlenzka forustufénu. Gam- an var að þeim sögum, en bágt á ég með að trúa þessari furðu. Forustufé þekkist ekki á Suð- uriandi. Þar eru sennilega allar kindur jafn vel til for- ustu fallnar. Og hlýtt varð mér um hjartaræturnar, þeg- ar Guðrún Jakobsdóttir rifj- aði upp minningar um menn og málefni undir Eyjafjöllurn. Háttaður sá ég í anda Holts- núp, og Vestmannaevj'ar risu úr sæ í útsuðri. Römm er sú taug, er tengir mann sveit, þar sem gott var að vera. MÉR fór um nóttina eins og Halldóri. Bessasyni í Morgni lífsins, Kyrrðin vakti mig. Ég Sfrllíf út um gluggann, og sólin rann upp á ®&sái austurhimininn, brá skini sínu á fjöllin, landið og sjóinn, fuglarnir voru vaknað- ir, ugglaust beið grasið eftir sláttuvélinni á túni og engi, Kelduhverfi drúpti höfði í morgunbæninni. Ég hélt á- fram að sofa til að vera sem bezt undir það búinn, að Sig- urður Þórarinsson vekti mig til áframhaldandi ferðar. En einhvern tíma kem ég aftur í Kelduhverfi og sé þá Dimmu bor.gir og Hljóðakletta. Úti vakti björt nóttin. Og á botni hennar svaf ég í mjúku rúmi gestrisninnar á Víkinga- vatni. Helgi Sæmundsson. MMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiHiiiiiiiiiiiiiiiiiii: MiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiimiiitmiiiiiiiiiictiitiiiiiimiiiimiiiiiimiiuiiimiiiiiimm Ifangikjöt og spaðsaltaÖ dilkakjöt til útílutnings ? ÉG lýsi ekki þessu gráa grjóti, sem Kristján orti um fbrðum, en naumast verður því jafnað við steinana á Suðurlandi, aldrei myndi þessi óskapnað- ur bera lífinu vitni, komast í vegg til.að verja landið sand- foki eða brimi, umhverfi Jök- ulsár minnir á helgrímu gam- almennis, sem hefur grett sig í andaslitrunum. En svo erum við staddir andspænis Detti- fossi, og satt að segja bregð- ur mér í brún. Jörmunefldur hrækir hann jökulleirnum í fallinu, skíturinn rýkur um gljúfrið, hér hefði Kolbeinn átt að kveðast á við fjandann. Ég verð að láta Geysi upp í þetta norðlenzka náttúruund- ur, þegar Sigurður imprar á sunnlenzkum samanburði, en! þvílíkur munur, ef ekki væri heimsfrægð gufustrokksins í Haukadal. Ég finn til van- máttar í nábýlinu við konung íslenzkra fossa. Yfirbragð hans er ægilegt og stemman djöflalag. Mikið gátu skáldin okkar litið Dettifoss ólíkum augum.. ÁSBYRGI er tilsýndar eins § og ofurhár sjóvarnargarður á | Suðurlandi, en sinkennilega í | sveit settur. Svo kom- 1 um við nær, og allt | í einu stækkar undrið § og margfaldast eins og skap- = arinn hafi verið að leika sér | að stóru töflunni. Ég verð 1 sammála Einari Benedikts- | syni, þetta er prýðin vors | prúða lands, Ásbyrgi fær að | minnsta kosti hálfan Þingvöll | á metaskálarnar til jafnvægis. 1 Sigurður Þórarinsson spyr | mig, hvort ég sé ekki orðinn | nokkuð eyðslusamur á Suður- | land, en einn er geymdur. Ég | á Heklu ósnerta til saman- | burðar, og þá þagnar Sigurð- | ur. En báðir horfum við eins | og saklaus börn á- risaskeif- § una Ásbyrgi. Stór var og beitt- 1 ur sá hnífur, sem skar hana | í landið. | Einkennilegt er það uppá- | tæki Jökulsár að hætta við að i falla um Ásbyrgi, en grafa sig | niður þarna austur frá til að | mynnast við hafið. Þvílíkur | dettifoss, sem hér hefur ver- | ið! Hamraveggur Ásbyrgis er 3 FJÁRSTOFNINN eykst í landinu ár frá ári. Dilkar eru nú betri til frálags en fyrir svo sem 10 árum vegna betri meðferðar á fé og ef til vill vegna kynbóta. Við erum í vandræðum með það kjöt, sem íslenzkir neytendur torga ekki af inn- lendri kjötframleiðslu. Við verðum að flytja út kjöt í stórum stíl heilfryst alveg óunnið. Og enda þótt allt mögulegt hafi verið gert til að selja kjötið í þessu á- standi, þá hefur ekki náðst neitt viðunandi verð fyrir það. En eru þá engar leiðir aðr- ar til að gera kjötið verð- mætt og eftirsótt erlendis? Við fsíendingar verkum hangikjöt og okkur þykir það hátíðamatur, hreinasta sælgæti. Útlendingar, sem smakka þessa vöru, telja hana af- bragðsgóða. Ég lief talað við fjölmarga útlendinga, sem hér hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma og þekkja hangikjötið íslenzka, telja að það sé eitthvað það bezta sem hægt sé að fá kjötkyns, og vildu fégnir geta fengið það á borð borið lieima hjá sér erlendis. En það fæst nú hvergi í veröldinni nema heima á Fróni. Allir þekkja íslenzka spað- saltaða dilkakjötið. Það má svipað segja um það. Útlend- ingar, sem borðað hafa vel verkað spaðkjöt, finnst það ágætisvara. Og þekki ég út- lendinga, sem hér liafa dval- ið langdvölum, þeir panta sinn kút með spaðkjöti svona til hátíðabrigða. En segja niá, að öllu vandfarnara sé að fara með lítið saltað spað- kjöt en hangikjötið. Það mun geymast miklu betur. Ég spyr nú: Hefur nokkuð verið gert í þá átt að útbreiða þessar tvær vörutegundir erlendis? Ég held ekki. Væri nú ekki rétt að byrja á þessu og fá einhvern harð- duglegan sölumann til að ijtbreiða þessa vöru hjá stór- þjóðunum. T.d. að koma upp smáveiíingastofu í einhverri stórborg, þar sem m.a. þess- ar mataríegundir væru dag- lega á borðum og auglýsa þær vel. Ég er viss um að árangurinn yrði þar eftir. Það va?ri gaman að geta útbreitt þessar ágætu mat- artegundir meðal stórþjóða, sem lærðu að meta sælgæt- isvöru þéssa. Þegar varan er orðin það að vera sælgætisvara — deli- katesse —, þá er verðið auka atriði. Við ísléndingar teljum bangikjötið okkar afbragðs- mat, eitthvað það bezta, sem við fáunn matarkyns á borð- ið, og við erum ekki einir um þetta. Því skyldum við þá ekki sjá hér leík á borði og notfæra okkur þetta. Útnesjakarl. Alþýðublaðið — 28. ágúst 1959 .JIMMMHllM»UllllMllMlMlU(MIHIIlUIHIllllllllllllllUlr IIIIIIHHIIIIIUIIIIIIIHIHMM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.