Alþýðublaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 11
niUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllUllllllllllllllllUIUimilllllillHI 7. da$ur niUIHIUIIIIIIIIIIIUIIIHIUIimilllllllllllHUUIIUUUUII hvar faðir hennar væri. Hún fór nið'ur á skrif- stofu herra Sehmirlt og bað hann um heimilisfang Davíðs Holden. Hann leit umdrandi á hana: „Þekkið þér herra ^ Holden?“ Hún kinkaði kolli. „Já, ég sat við sama borð oig hann og horfði á skemmtiatriði'n í igærkvöldi. Hann skýrði mér frá því að sig vantaði dans- mær.“ Hún hikaði og gat ekki tengur hor'ft í undrandi augu hans. „Eg ætlaði að tata við hann um það.“ „Vitanlsga. Eg skal láta yður fá heimilisfang herra Holdens, fyrst þér viljið endi lega tála við hann. „Rödd hans var kuldaleg og form- leg. Hann fann heimilisfangið í ispjaldskránni. Davíð Ho-lden bjó hjá vini sínum, sem var blaðámaður. „■Viljið þér að ég hringj og segi honum að þér séuð á leiðinn?" spurðj hr. Schmidt. Hún flýtti sér að hr.ista höfuðið. ^sNjdi1, itakk, ég hætti á að hann sé heima.“ „Allt í laigi. ungfrú Red- fern,“ en hann elti hana -með auguinum, þeiga.r hún fór út. Hún sótti kápuna sína og hljóp niður stigann og fékk sér leiguhíl. Það er einn mögu leiki af milljón, hugsaði hún, en jafnvel svo litlum mögu- leika má ég ekki kasta á glæ, ef ég á að hitta pabba aftur. Byggingin, -sem Davíð Hold- en bjó í var ekki langt frá hó- telinu,. en í mjög glæsilegu hverfi. Hún hafði verið reist eftir stríð og var skrautleg. Einkennisklæddur dyravörð- ur opnaði stórar glerdyrnar fyrir henni. Hún reyndi að veita því eftirtekt, sem hún sá og vinna bug á taugaó- styrknum, sem greip hana. En því var hún taugaóstyrk? Hún þurfti ekki að óttast Da- víð Holden monthana með ó- þolandi framkomu! Hún hugsaði um það hvað hann var ólíkur herra Sell, um dökk, segulmögnuð augu hans og róna, sem streymdi frá honum. Ósjálfrátt fannst henni að hún gæti treyst hon- um. En því gerði hún það ekki núna? Hann hafði beðið hana að gera ekkert fyrr en hann hefði talað við hana. „Tólfta hæð, miss“, sagði lyftuvörðurinn. „Ef þér gang- ið eftir ganginum komið þér að stiganum, sem liggur upp á efstu hæð“. Hún rétti úr bakinu og rak nefið út í loftið, þegar hún gekk eftir ganginum og fann fyrir forvitnislegu augnaráði hans á eftir sér. Hún leyfði sér ekki að hika við að hringja á dyrabjölluna á efstu hæð- inni. Það leið stutt stund, svo opnaði Davíð Holden dyrnar. Hann starði á hana eins og hann þekkti hana ekki aftur. „Já?“ sagði hann, svo bætti hann við á þýzku: „Eruð þér að selja eitthvað Fraulein?“ „Þekkið þér mig ekki, herra Holden?“ sagði hún. „Við hitt umst í gærkvöldi á hótelinu. Ég er Linda Redfern“. „Fyrirgefið þér, ungfrú og við . gæfi ég hvað sem er til að geta sofnað klukkan tíu“. „Já, ég býst við að lífið sé ekki vanabundið í svona flokk“, viðurkenndi hún. „Rétt er það“, samsinnti hann. „En þetta er bara góð- ur leikflokkur. Fannst yður það ekki? Hvað fannst yður bezt?“ Hún reyndi að einbeita sér að því sem hún hafði séð, en hún hafði verið svo hrædd um kvöldið að það var erfitt. „Ég sá ekki mikið, en mér fannst stúlkurnar tvær, sem sungu og dönsuðu saman, mjög góðar“, sagði hún. „Lill og Lou. Já, þær eru duglegar. Þær eru amerískar, en eins og ég kannske sagði yður, erum við alls staðar að. Má ég ekki bjóða yður kaffi? Jemíifer Ámes: Redfern. Jú, ég man eftir yð- ur. Fyrirgefið“. En rödd hans bað ekki -um fyrirgefningu, í henni var sami stríðnislegi undirtónninn sem hafði farið svo mjög í taugarnar á henni síðast þegar hún talaði við hann. Hún vissi að hún hefði snúið við og farið ef henni hefði ekki legið svo mjög á að komast til Austur-Berlínar. Hann brosti. „Verið ekki svona móðguð á svipinn, ung- frú Redfern, ég bið yður að fyrirgefa. Þegar þér hringduð vöktuð þér mig. Viljið þér ekki koma inn?“ Hún varð að viðurkenna, að hánn var sennilega að segja satt. Hann leit út eins og hann væri nývaknaður. Hár hans var úfið og ekki skánaði það við að hann strauk fingrunum gegnum það til að slétt-a það. Blá augu hans voru enn syfjuleg og hann var í bláum silkislopp yfir gráum buxum og sport- skyrtu. „Náttuglur eins og ég verða að nota hvert augnablik til að sofa“, sagði hann. Hann teigði sig og geispaði. „Við „Heyrðu, heldurðu að þú hafir ekki fengið nóg núna?” Ég ætlaði einmitt að fá mér kaffi“. Án þess að bíða svars, gekk hann út um hálfopnar dyr. Hún heyrði vatn buna og glað legt, en ómúsíkalskt flaut. Hún var alltof æst á taugum til að setjast niður og fór að ganga um í rúmgóðri dag- stofunni og dást að málverk- unum á veggjunum. Öll stof- an var mjög nýtízkuleg, næst- um einum um of nýtízkuleg, en hún kunni vel við það, þó það væri gjörólíkt því sem hún hafði lært um stíl og hús- gögn af föður sínum. Það var mjög gott útsýni yfir Berlín frá stórum gluggunum. Já, hún kunni vel við þessa íbúð. Eftir augnablik kom Davíð aftur inn, hann hafði greitt sér og skipt á sloppnum og tvíd-j akka. Hann bar bakka með kaffikönnu, tvo mokka- bolla og fagurt krystalsSett með sykri og rjóma. Hann hellti í bolla fyrir hana og henti sér niður í sóf- ann og stakk fótunum undir sig. Svo bragðaði hann á kaff- inu og sagði ánægður: „Ef það er eitthvað sem ég get, há er það að búa til kaffi!“ Hann er svo sjálfumglaður, hugsaði hún. Er það þess vegna, sem hann fer svona í taugarnar á mér? Hún bragð- aði á kaffinu og varð að við- urkenna, að það var gott. „En hvað það var fallegt af yður að koma að heim- sækja mig“, sagði hann. „Ég bað yður um að líta inn við tækifæri — eða var það ekki?“ Blá augun horfðu ’ stríðnislega á hana yfir kaffi- bollann. Hún fann að hún roðnaði og hún fyrirleit sjálfa sig fyr- ir að roðna. „Þér buðuð mér ekki í heimsókn. Ég fékk heimilisfangiö hjá herra Schmidt“. Hann lyfti annarri augna- brúninni lítið eitt. „Ja, so, var það herra Schmidt! Fal- legt af yður að spyrja hann. Ég hlýt að hafa haft mikil á- hrif á yður, þó að athuga- semdir yðar um kvöldið bentu ekki til þess að yður fyndist ég sérlega aðlaðandi.“ Rödd hans var alltaf jafn ertandi. Hún fann að hún roðnaði enn meira. „Þetta er engin skemmtiheimsókn, herra Hol- den“. „Ekki svo?“ Augnabrúnir hans lyftust á ný. „Það finnst mér leiðinlegt, en samt var ég viss um að svo væri“. Andlit hans sem var meira aðlaðandi en laglegt. varð al- varlegt. ,,Hvað er að, ungfrú Redfern?“ „Það er pabbi —“ Hún and aði djúpt og tók fast um kaffi bollann. ,,Hann er horfinn.“ Hann svaraði ekki. Hann sat og starði niður í bollann sinn og snéri honum vélrænt í hringi. „Það var leitt, ung- frú Redfern. En hvernig hald- ið hér að ég geti hjálpað yð- ur? Hví farið þér ekld til lög- reglunnar?“ „Ég er búin að leita til lög- reglunnar og þeir lofuðu að gera sitt bezta, en mér fannst þeir ekki taka þetta sérlega alvarlega eða kannske þeir séu bara svona vanir að menn hverfi hér í Vestur-Berlín.“ „Og betta hafið þér aðeins sagt lögreglunni og mér?“ spurði hann lágt. Hun hikaði. „Jú, einum til, vini föður míns, manni að nafni Sell. Hann lofaði að hjálpa mér, en nú hef ég ekk- ert heyrt frá honum.“ Hún hló titrandi hlátri. „Kann- ske þér haldið að ég sé rugl- uð, en hann virðist vera horf- inn líka, þegar lögreglan fór með mig heim til hans, var íbúðin. tóm og það leit ekki út fyrir að neinn byggi þa,r“. Aftur þagði hann um stund. „Kannske hefur hann nauð- synlega þurft að fara“. „Það getur verið“, sam- sinnti hún. „Og ég er viss um að hann talar við mig, þegar hann kemur aftur. En á með- an —“, hún þagnaði. „Eruð þér hrædd?“ í fyrsta sinn fannst henni hann aumkandi. Og hún not- aði sér það: „Viljið þér ekki hjálpa mér?“ Hann bandaði frá sér hend- inni. „Kæra ungfrú, ekki veit ég hvað ég ætti að gera. Ég vorkenni yður að vísu, en get- ur ekki verið að faðir yðar hafi farið eitthvað? Er þessi herra Sell góður vinur föður yðar? En það er hann vitan- lega, fyrst þér leituðuð til hans“. „Nei, það er hann ekki, en ég held að hann vilji okkur vel“, sagði hún dræmt. „Satt að segja hitti faðir minn hann fyrst hér í Berlín“. Hún sagði honum frá því hvernig hann hefði aðvarað föður hennar •við að kaupa fölsuðu glösin og um áhuga föður hennar og herra Sell á fornum glösum. „Smávegis kunningsskap- ur“, sagði hann, þegar hún hafði lokið máli sínu. Hann lagði tóman kaffibollann frá sér, greip sígarettuhylki, sem lá á borðinu og bauð henni sígarettu. Hún afþakkaði og hann kveikti sér í einni. „Og Hún leit niður og fann að hún roðnaði á ný. „Já, það held ég“. „Það finnst mér leitt“. Og í þetta skipti virtist hann meina það. „Ég er hræddur um að það sé einn af göllum mínum að ég hlæ að svo til öllu. En þér hafið ekki enn sagt mér, hvernig ég get hjálpað yður“. Hún kreppti hnefana og hélt áfram: „Ég held að ef ég kæmist inn á austursvæðið gæti ég gert eitthvað til að finna föður minn. Sjáið þér til, við pabbi höfum aðeins hvert annað — en þó hann væri veikur myndi hann gera eitthvað til að finna mig *g kannske gæti ég hjálpað hon- um að komast hingað. Ég hélt að þér gætuð kannske sagt mér hvernig ég kemst til flugvéíarnart Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn ar kl. 8 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Glas gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Millilandaflug vélin Gullfaxi fer til Oslóar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 10. Innanlandsflug: í dag er áæt/að að fljúga tit Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Fagurhólsmýrar, Flat- eyrar, Hólmavíkur, vHorna- fjarðar, ísafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs, Vestmanna- eyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Húsa- víkur, ísafjarðar, Sauðár- króks, Skógasands og Vest- mannaeyja (2 íerðir). r Loftleiðir. Hekla er væntanleg frá London og Glasgow kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Leiguvélin er væntan- leg frá Hamborg, Kaupmanna höfn og Gautaborg kl. 21 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Edda er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra- málið. Fer til Amsterdam og Luxemborgar kl. 11.45. Sklplns i Skipadeild SÍS. Hvassafell er væníanlegt til Reykjavíkur á rnorgun frá Stettin. Arnarfell fór 24. þ. m. frá Raufarhöfn áleiðis til Finnlands, Leningrad, Riga, Ventspils, Rostock og Kaup- mannahafnar. Jökulfell er í New York. Fer þaðan vænt- anlega í dag áleiðis til Is- lands. Dísarfell er á Húsavík. Litlafell kom til Reykjavíkur í nótt að vestan. Helgafell los ar kol á Húsavík. Hamrafell fór 25. þ. m. frá Reykjavík áleiðis til Baj;Um- Ríkisskip. Hekla fer frá Gautaborg í kvöld áleiðis til Kristiansand. Esja fór frá Reylcjavík í gær austur um land í hringferð. Herðubreið er væntanleg til Raufarhafnar í kvöld á aust- urleið. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í dag vestur uni land til Akureyrar. Þyrill er á leið frá Austfjörðum til Hjalteyrar. Eimskip. Dettifoss kom til Lenin- grad 26/8, fer þaðan til Hels- ingfors, ‘aftur til Leningrad og Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá Hull í dag til Reykjavík- ur. Goðafoss kom til Akureyr ar í gærmorgun, fer þaðan til Ólafsfjarðar, Húsavíkur, Hofsóss, Skagastrandar, ísa- fjarðar, Flateyrar og Faxa- flóahafna. Gullfoss kom til Reykjavíkur í gær frá Leith og Kaupmannahöfn. Lagar- foss kom til Riga 26/8, fer_ þaðan til. Hamborgar. Reykja foss kom til Rvíkur_25/8 frá New York. Selfoss kom til Riga 25/8, fer þaðan til Vent spils, Gdynia, Rostock og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Rotterdam í gær til Ham- borgar. Tungufoss kom til Reykjavíkur 25/8 frá Ham- borg. Alþýðublaðið — 28. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.