Alþýðublaðið - 25.06.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 25.06.1959, Page 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Furðulegt ábyrgdarleysi AFSTAÐA Alþýðubandalagsins í landhelgis- málinu einkennist æ meira af furðulegu ábyrgðar- leysi. Nú síðast reyndi Finnbogi Rútur Valdimars- son í útvarpsræðu sinni í fyrrakvöld að gera álykt un alþingis um landhelgismálið að ágreiningsefni með dylgjum og rógburði. Er ekkert líklegra en íslenzku kommúnistarnir reki erindi brezka íhalds ins, sem beitir íslendinga fáheyrðu ofbeldi vegna stækkunar landhelginnar. Vitandi eða óafvitandi reyna þeir að fá andstæðingum okkar vopn í hend ur. Hver er sannleikurinn um ályktunina, sem gerð var um landhelgismálið skömmu fyrir þing lausnir? Hún var flutt af fulltrúum allra flokka í utanríkismálanefnd. Allir alþingismenn greiddu henni atkvæði og undirstrikuðu þann- ig á eftirminnilegan hátt íslenzka þjóðarviljann í landhelgismálinu til að sanna heiminum hug og vilja íslendinga. En nú eignar Finnhogi Rút- ur Valdimarsson Alþýðubandalaginu þessa sam þykkt. Það á að hafa knúið hina flokkana til á- kvörðunarinnar. Og þess vegna ber að treysta Alþýðubandalaginu einu í landhelgismálinu: Til hvers er svo þessi leikur framinn? Dett ur Finnboga Rúti í hug, að íslenzkir kjósendur mimi hjarga landhelgismálinu með því að fela kommúnistum forsjá þess? Naumast hugsar hann á þá lund, þó að maðurinn sé fljótfær og hvatvís í áróðri sínum. En hann hefur í frammi þann stórhættulega málflutning að segja heim- inum, að allir stj órnmála,fIokkarnir á íslandi nema Alþýðuhandalagið vilji svílija í landhelg- ismálinu og gefast upp fyrir brezka ofbeldinu. Slíkur rógburður er sannarlega ekki þjónusta við íslenzka málstaðinn, en andstæðingum okkar í Bretlandi hins vegar mikið fagnaðarefni. Finnboga Rúti tókst að yfirtrompa Þjóðvilj- ann í hvatvíslegum blekkingum um landhelgismál ið. Maðurinn hefur lært áróður kommúnista til hárrar einkunnar. Aftur á móti lét hann hjá líða að minnast á kjördæmamálið, en brosti í senn til hægri og vinstri. Hann telur, að Alþýðubandalag ið þurfi ekki annað en halda velli í kosningunum til að bæði Framsókn og Sj álfstæðisflokkurinn keppist um að fá það í ríkisstjórn með sér. Sam- starfstilboði er þannig hampað samtímis svikbrigzl unum í landhelgismálinu. Af því má nokkuð marka heiðarleik og drengskap Finnboga Rúts Valdimarssonar eins og hann er orðinn í vistinni hjá kommúnistum. Og hann reiknar óvenjulega varlega með þeim tilmælum sínum, að Alþýðu- bandalagið haldi velli. Reykvíkingar og Suður- nesjamenn kunna að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kasta atkvæðum sínum á Framsóknarflokk- inn hálfan með því að kjósa Finnboga og Hannibal Valdimarssyni á sunnudaginn kemur. RÁÐHERRAFUNDINUM í Genf hefur verið frestað. Hann hófst 11. maí s. 1. og á laugar- dag komu utanríkisráðherrarn- ir sér saman um að fresta hon- um til 13. júlí. Það er eina at- riðið, sem samkomulag hefur orðið um á þessum langa og leiðinlega fundi og ekkert er líklegra en það verði eina at- riðið, sem 'þessir ráðherrar verða nokkru sinni sammála um. Verkefni fundarins var að reyna að ná samningum milli stórveldanna um framtíð Ber- línar og friðarsamninga við Þýzkaland. Sovétstjórnin reyndi það síðast að fá vestur- veldin til þess að fallast á brottflutning erlendra herja frá Berlín á ákveðinni stundu, en vesturveldin hafa aftur á móti lagt áherzlu á að erlendur her verði ekki fluttur frá Þýzka landi fyrr en landið hefur ver- ið sameinað í eitt ríki. Hvorug- ur aðilinn hefur látið undan í þessum atriðum og ekki hefur tekizt að finna nógu óskiljan- legt og loðið orðalag til að all- ir geti vel við unað. Ástæðan fyrir frestun fundarins er ef til vill sú fyrst og fremst að þörf er á að hreinsa andrúmsloftið, hvíla sig og semja nýjar ræður. Það er skoðun stjórnmála- manna í Bretlandi að samnings í höndum örfárra manna. Mac- millan forsætisráðherra Breta, er einnig mjög fylgjandi slík- um fundi en Eisenhower Bandaríkjaforseti og de Gaulle forseti Frakka telja þýðingar- laust að halda fund æðstu manna nema tryggt sé að ein- hvers konar samkomulag náist þar um öryggismál Evrópu og sameiningú Þýzkalands. Spurn ingunni um hvort fundur æðstu manna verður haldinn á næst- unni er ósvarað og ekki síður því hvort nokkur árangur næð- ist á honum ef að yrði. Þó virð- ist ræða Krústjovs s. 1. föstu- dag spá heldur illa fyrir fund- inum. í ræðu þessari kom Krús- tjov með ótvíræðar dylgjur og hótanir í sambandi við hvað gerast mundi þegar þeir af- hentu stjórn Austur-Þýzka- lands yfirráðin yfir Berlín og samgönguleiðum til hennar. AUKIN KYNNI. Enda þótt árangur hafi eng- ur en öruggt að ekkert verður úr fundi æðstu manna. ÁRÓÐURSTÆKI. Ennþá einu sinni hefur sann- ast, að ráðstefnur til þess að vinna að lausn alþjóðlegra deilumála eru í augum Sovét- stjórnarinnar ekkert annað en tæki til þess að dreifa rúss- neskum áróðri og þeir nota hvert tækifæri sem býðst til þess að ala á ósamkomulagi innan vesturveldanna. Þeir hófu fundinn með því að bera fram í óbreyttu formi tillögur, sem vesturveldin höfðu löngu hafnað og síðan hefur öll tak- tík Gromykos gengið út á, að notfæra sér deilur innan vest- urveldanna í þeim tilgangi að fá sínu máli framgengt í Þýzka- landsmálinu. Sátífýsin reynist ekki annað en áróðurstæki. SYDNEY, 23. juní. Mað- ur að nafni Charles Pet- ers var á andaveiðum hér x grenndinni síðastliðinn sunnudag, þegar eitur- naðra heit hann í hand- Iegginn. Peters tók byssuna sína og skaut sjálfan sig, til þess að fá bitstaðinn til að blæða og losna þannig við eitrið. Læknar telja, að þetta liafi bjargað lífi hans. En í dag var hann dæmd- ur í fimmtíu króna sekt fyrir að vera úti við með byssu á sunnudegi. umleitunum verði haldið á fram og hléið til 13. júlí verði1 notað til þess að skiptast á diplómatiskum nótum við Rússa. AÐALVERKEFNIÐ. Eitt aðalverkefni fundarins ’ var að undirbúa fund æðstu ( manna, sem haldinn yrði í sum ar. Rússar hafa sótt mjög fast að slíkur fundur færi fram, enda er allt ákvörðunarvald þar1 inn orðið á ráðstefnunni, þá er kannski of mikið að segja að hún ha.fi verið óþörf. Fjöldi lokaðra einkafunda ráðherr- anna hefur leitt til aukinna kynna, vináttu og á það ef til vill eftir að bera árangur í framtíðinni. En eftir er að sjá hvort Rússar efna ekki til nýrrar Berlínardeilu á næst- unni og ef þeir gera friðar- samninga við stjórn Austur- H a n n es a h o r n i n u ★ Óvenjulegt í útvarpsum ræðum. ★ Fullyrðingum tveggja ræðumanna svarað fyr ir fram. ★ Hvaða breytingar eru líklegar? ★ Bresta flokksfjötrar? ÞAÐ er venja viff opinberar umræffur aff menn svari rökum hvers annars. Þaff er ekki al- gengt aff fullyrffingum sé svar- að fyi'irfram. Þetta gerffist þó á eftirminnilegan hátt í út- varpsumræffunum í fyrrakvöld. Guffmundur í. Guffmundsson svaraffi fullyrffingum Finnboga Rúts áffur en Rútur flutti sína ræðu og kom ræða hans því spanskt fyrir. Hafffi Guðmund- ur einmitt rakiff fullyrðingar Rúts hverja af annarri og svar- að þeim. HIÐ sama gerðist í umræðun- um um kjördæmamálið. Gunnar Thoroddsen, sem talaði á undan Hermanni Jónassyni tók fullyrð ingar hans hverja af annarri og svaraði þeim fyrirfram og þess vegna lét ræða Hermanns um þetta mál dálítið kynlega í eyr- um. — Ef til vill hafa útvarps- hlustendur orðið dálítið hissa á því, en skýringin er einfaldlega sú, að allar ræðurnar eru flutt- ar á stálþráð áður en þær koma í útvarpinu og ræðumenn vita ekkert hvað andstæðingarnir hafa sagt. GERA má ráð fyrir að um eitt hundrað þúsund manna hafi hlustað á meginhluta útvarps- umræðnanna — og mun hlust- endum þó hafa fækkkað mjög mikið eftir kl. 22,30. Ef máí-' flutningur í útvarp hefur eitt- hvað að segja í deilum eins og þeim, sem kosningar framkalla, þá þarf Alþýðuflokkurinn engu að kvíða. — Fulltrúar hans við umræðurnar: Emil Jónsson, Kat- rín Smári og Guðmundur í. Guð mundsson raéddu þannig um mál efnin að til mikils sóma var — og það hlýtur að hafa vakið at- hygli. SUMIR ræðumanna, sem þarna komu fram, voru ofsalega reiðir, aðrir smjöðruðu og held- ur á ógeðfelldan hátt, en aðrir voru með kerskni og strákskap — og þar á meðal sumir, sem sízt skyldi. Það verður að minnsta kosti að gera þá kröfu til forystumanna flokkanna, að I þeir hegði sér ekki eins og götu- strákar þegar rætt er um ör- lagarík nauðsynjamál þjóðarinn I ar. NÚ eru aðeins þrír dagar til kosninganna. Að líkindum hafa nær allir kjósendur ráðið við sig, hvernig þeir ætla að snúast við kosningunum. Kunnugir fullyrða, að nokkrar breytingar muni verða, en þó ekki svo miki ar að þær valdi straumhvörfum í stjórnmálunum nema hvað þjóð in muni fallast á breytta kjör- dæmaskipun með miklum meiri- hluta. Það hins vegar mun valda því, að skilyrði skap£\st fyrir gagnmerkum breytingum. FRÉTTIR utan Reykjavíkur benda til þess að barizt sé um hvert einasta atjcvæði þar sem litlu munaði við síðustu kosning- ar, aðallega milli Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins og í einu kjördæmi milli kommúnista og Fvamsóknar. — Líkur eru taldar til að Framsókn muni vinna tvö kjördæmi, en tapa einu ■—- og breytir það engu út af fyrir sig — og gefur ekki tækifæri til þess að fella kjör- dæmabreytinguna á þingi, nema hrein svik heils flokks komi til. EN BEZT er að spá sem minnstu. íslendingar hafa löng- um verið ákaflega fastheldnir á flokka og er það yfirleitt galli á þeim, en vel má vera að nú skip- ist um, enda hafa ný viðhorf skapazt í stjórnmálunum — og breytingar hafa orðið örlagarík- ar í þjóðfélaginu síðan sú flokka skipan myndaðist, sem nú er. Hannes á horninu. 4 25. júní 1959 — Alþyðublaffið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.