Alþýðublaðið - 05.09.1959, Page 3
DR. NKRUMAH, forsæt-
isráShtcra Ghana, var ný-
lega gestur brezku drottn-
ingarinnar og manns henn
ar í Balmoralkastalanum
í Skotlandi.
Hér sést hann bjóða
prinsinum góðan daginn.
Eiizabeth drottning horf-
ir tcosandi á.
Alþýðublaðið — 4. seþt. 1959 3
sagði Halvard lange utanríkisráðherra
NARÐMENN munu eindreg-
ið styðja þá niðurstöðu á ráð-
Stefnuhni í Genf vorið 1960, að
strandríki fái að ákveða fisk-
veiðiíandhelgi sína allt að tólf
sjómílur, sagði Halvard Lange
i viðtali við blaðamenn í gær.
•Jafnframí kvaðst norski utan-
ríkisráðherrann vongóður um,
að nægur meirihluti fengist á
ráðstefnunni fyrir þeirri lausn
málsins. Taldi hann tvímæla-
laust, að hugmyndin um tólf
sjómílna fiskveiðilandhelgi ætti
vaxandi fylgi að fagna víðs veg-
ar um heim.
Halvard Lange áleit senni-
legt, að tólf sjómílna fiskveiði-
íandhelgin yrði samkomulags-
atriði á ráðstefnunni í Genf eins
Og nú væri komið málum. Enn-
fremúr minntist hann á nauð-
syn sumra þjóða að friða ein-
Stök hafsvæði utan þeirra tak-
marka, þar á meðal íslendinga,
Og kvað Norðmenn vilja, að um
það efni yrði gerðir alþjóðlegir
samningar. Noregur mun ekki
færa út landhelgi sína fyrir
Genfarráðstefnuna vorið 1960,
en Lange sagði, áð málstaður
Islands ætti almennu fylgi að
fagna í Noregi, enda þótt hags-
munir íslendinga og Norð-
manna væru ekki alls kostar
hinir sömu í þessum efnum.
Aðspurður sagðist Lange ekki
hafa trú á því, að Norðmenn
reyndu að miðla málum með
Bretum og íslendingum í land-
helgisdeilunni, enda yrði slíku
ekki við koinið nema báðir að-
ilar óskuðu þess. Hins vegar
kvað hann öllum aðilum ljóst,
að deilan væri áfall fyrir Nató,
enda gætti þeirrar skoðunar
jafnvel í brezkum blöðum.
VONGÓÐUR UM ÁRANGUR
AF VIÐRÆÐUM HINNA
STÓRU.
Lange kvaðst fagna því, að
fyrir dyrum stæðu viðræður
forustumanna stórveldanna og
sagðist vera vongóður um, að
þær leiddu til samninga um
lausn alþjóðlegra deilumála.
Hins vegar væri mikil nauðsyn
á því, að þjóðirnar, sem byggðu
þau landsvæði, er kæmu við
sögu deilumálanna, yrðu aðilar
að slíkum samningum og að
samstaða lýðræðisríkjanna yrði
ekki veikt, því að þá væri samn
ingsaðstaða þeirra orðin mun
verri. Taldi hann fastaráð Nató
hafa þýðingarmiklu hlutverki
a'ð gegna í þessu sambandi.
Norðménn vilja beita sér fyrir
banni við tilraunum með kjarn-
orkuvopn, sagði Lange, en
leggja jafnframt áherzlu á, að
GAGNKVÆMAR HEIMSÓKN-
IR SPOR í RÉTTA ÁTT.
Halvard Lange sagðist vera
þeirrar skoðunar, að heimsókn-
ir Nix^/is og Eisenhowers til
Rússlands og Ameríkuför Krú-
stjovs hins vegar myndu reyn-
ast spor í rétta átt og að spenn-
an í alþjóðamálum væri minni
en verið hefði, enda þótt síð-
ustu atburðir í Asíu væru kvíð-
vænlegir. Sjálfur kvaðst hann
trúa því, að bæði austur og
vestur vildi draga úr spenn-
unni og koma á samningum um
iausn alvarlegustu deilumál-
anna.
Á ÍSLANDI f SJÖTTA SINN.
Lange, utanríkisráðherra Nor
egs, hefur fimm sinnum áður
komið hingað til lands. Hann
fór viðurkenningarorðum um
árangur utanríkisráðherrafund-
arins og kvað sér alltaf gleði-
efni að heimsækja ísland. Hann
fór heimleiðis héðan kl. 10 í
morgun.
London, 4. sept. (Reuter).
í DAG sendi Laosstjórn hjálp
árbeiðni til Bandaríkjamanna,
©g ákærði hið komúnistiska N.-
Viet-Nam fyrir árás á Laos.
í yfirlýsingunni sagði, að her
Sr Viet-Nam réðust að norð-
®ustur landamærum Laos og
notuðu stórskotalið, sem stað-
gett væri á Norður Viet-Nam-
Ssku Iandssvæði.
Yfirlýsing þessi kom eftir, 6
vikna bardaga í Laos, en herir
Btjórnar landsins hafa átt í
höggi við uppreisnarmenn, sem
Btjórnin hefur ákært Viet-Nam
fyrir að aðstoða.
Talsmaður utanríkisráðuneyt
Ssins brezka sagði í dag, að á
þesu stigi málsins væri ekki
hægt að segja neitt um afstöðu
Breta.
Ef árásin yrði staðfest mundi
forezka stjórnin að sjálfsögðu
Vera því meðmælt, að Banda-
tíkin veittu aðstoð sína til þess
®ð hrinda þeirri árás.
Talsmaðurinn sagði ennfi'em
<ar, að Bretar vissu ekki með
fullri vissu. hvort rétt væri, að
hersveitir Norður-Viet-Nams
væru að herja í Laos.
Bretar eru sérstaklega á-
hugasamir í Þessu máli, þar
eð þeir voru ásamt Rússum í
forsæti á Genfarráðstefnunni
1954, sem batt endi á stríðið
gegn Frökkum í Indó-Kína.
Málverkasýnlng
Framhald af 12. síðu.
í Reykjavík í tvo vetur. Fór að
því búnu til Parísar aftur og
hefur dvalizt þar mestmegnis
síðan.
Valgerður hélt sýningu með
Gerði Helgadóttur í París sl.
vetur og í fyrravor hélt hún hér
í Reykjavík fyrstu sjalfstæðu
sýningu sína. — Myndirnar á
sýningunni, sem nú hefur verið
opnuð, eru flestar nýjar.
HAG — George Haase, fyrr-
verandi yfirmaður leyniþjón-
ustu nazista í Gröningen í NA-
Hollandi var látinn laus nýlega,
en þá hafði hann afplánað 2/3
af 20 ára fangelsisdómi. Hann
var í upphafi dæmdur til dauða
refsingar, en dómurinn síðar
léttur.
LONDON-TASS-fréttastof-
an skýrði svo frá í dag, að nýtt
rúsneskt, 3600 tonna rannsókn-
arskip hafi lagt af stað í „jóm-
frúför sína“ frá Odessa áleiðis
til Vladivostok.
Sveins Björnssonar
ÞESS var beðið með og láta ismana svífa fislétt
j nokkurri eftirvæntingu,
I að Sveinn opnaði þessa
§ málverkasýningu í Iðn-
I skólahúsinu í Hafnarfirði.
Nú er árangmrinn kom-
| inn í ljós og fer hann jafn-
= vel nokkuð fram úr von-
| um í sumum tilfellum.
| Aðeins í einstaka mynd-
| um má sjá bregða fyrir
| ýmsum þeim ágöllum er
p Sveinn hafði áður, en yf-
| irleitt virðist hann vera
= að ná fullum tökum yfi.r
= Iistinni.
| Hann er einn þeirra ör-
| fáu nútímamáJara, sem
i halda sér fast við jörðina
um geiminn, því að hann |
málar Það sem hann sér, §.
eins og hann sér það og §
þannig að venjulegt fólk 1
og aðdáendur htreinnar §
listar njóta mynda hans |
mjög vel. f
í sumum mynda sinna |
er hann jafnvel að kornast |
það langt, að minnir að f
nokkru á handbragð meist !
ara eins og Kjarval, s. s. í 1
myndumí tveim er hann i
málar í Hafnarfjarðar- f
heauni. |
Til hamingju Sveinn. f
Sig. Þ. |
-imimimmifiiiiiiiíiiifiiifiiiimiiiiiiiiiHiiiiiíiiiiHiiHiniitóiiíiiimiitiifiiifiiiftHtiiiiiiiiiitiitiiiiimiiiiuiiiiHiiiiiiiÍr
PARÍS, 4. sept. (REUTER). 1
Forsætisráðherra Frakka, Mic- i
hel Debré, fylgdi Eisenhowerj
forseta til flUgvallarins í dag,
og kvaddi hann fyrir hönd
Frakklands og frönsku þjóðar-
innar.
Hann sagði m.a. „Eg er þess
fullviss,. að heimsókn yðar til
de Gaulle, forseta franska lýð-
veldisins hefur auk þess að
vera vináttuheimsókn, einnig
borið vitni samvinnu þjóða okk-
ar. Ég hef þá sömu sköðun og
þér, herra forseti,. að samvinna
Frakka og Bandaríkjamanna sé
nauðsynleg. Á okkur hvílir á-
byrgð, nauðsyn ber til friðarins
vegna, að allar þjóðir í Atlants-
hafsbandalaginu, sem við til-
heyrum, séu sér meðvitandi um
gildi samábyrgðarinnar.
Um leið og ég óska yður góðr
ar ferðar, get ég sagt yður, að
heimsókn v.ðar hefur orðið okk
ur til mikiilar ánægju, og nú
erum við vissir um, að við get-
urvunnið saman að heill beggja
þjóða“.
Eisenhower svaraði með
stuttri ræðu. Hann sagði þar,
að hann þakkaði öllum, fólkinu,
sem safnazt hefði saman á göt-
unum, og hann hefði getað heils
að, yfirvöldum landsins, sem
hefðu gert för hans ánægjulega,
en síðast vildi hann skýra frá
þeirri skoðun sinni, að gagn-
kvæm heimsókn hans og de
Gaulle hafi mjög góð áhrif og
muni að hans áliti marka spor
í átt til samvinnu og friðar.
VINSAMLEG SKRIF
BLAÐ^NNÁ.
Frönsku blöðin skrifuðu mik
ið um komu Eisenhowers í dag
og mjög vinsamlega. Þau voru
öll sammála um, að koma Eis-
howers hefði styrkt vináttu-
böndin milli hinna tveggja
þjóða og aukið á samábyrgð og
samvinnuvilja vestrænna þjóða.
Þau sögðu m.a., að mannfjöld-
inn, sem hyllt hefði E\senhoweí
hefði sýnt honum, að vinátta
Frakklands og Bandaríkjanna
væri ekki fölsk, og hann mundi
ekki vilja bregðast öllum þeim,
sem treystu honum.
EISENHOWER f SKOTLANDI.
Frá París flaug Eisenhower
til Skotlands. Þar býr hann
yfir helgina í húsnæði, er Skot-
ar gáfu honum í þakklætisskyni
eftir heimsstyrjöldina síðari.
Hann flýgur til Bandaríkj-
anna á sunnudag.
Blaðafulltrúi forsetans sagði,
að heitasta ósk forsetans væri,
að fá tækifæri til að leika golf,
hann væri orðinn stirður, eftir
að hafa ekki leikið goif í tíu
daga.
a
Framhald af 1. síðu.
að komast inn á hana aftur.
Skrúfan á einum hreyflinum
bilaði, svo og festingar. En ekki
urðu nein slys á mönnum. —
Nokkrar tafir verða á ferðum
flugvélarinnar af þessum sök-
um. En vonir standa til, að við-
gerð ljúki í dag og flugvélin
geti haldið áfram vestur um
haf í kvöld. í gær dvöldu kon-
urnar með börn sín í bezta yf-
irlæti á flugvallarhótelinu.
umiiimimiiimiiiimimiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiijiiiniiiiniiniifiiniiniiinuimimmmmimiju'