Alþýðublaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 4
iiiiimmimimimiiiimiiimmiiiiiimmiiiiitmiiiiimiimiiimmimiimmmiimimiiimimiimiiiiimiiiiiiiiiimiii Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- lngasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. Hlaupið í skarðið IJTSÝN reynir að láta sér renna í skap við Al- þýðuflokkinn og rifjar upp í því sambandi mál, sem þegar hefur orðið Þjóðviljanum til skammar. Það er yfirlýsing norrænu utanríkisráðherranna að loknum fundi þeirra í Reykjavík og sér í lagi ummælin um landhelgismálið. Endurtekur Útsýn fljótfærnislegar fullyrðingar Þjóðviijans um þetta og segir síðan, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- blaðið uni afstöðu norrænu utanríkisráðherranna stórvel, en slíkt verði að teljast hneykslanlegur ræf ilsskapur. Málgagni Alþýðubandalagsins er ekki til neins að hafa í frammi blekkingar á borð við þetta. Þjóð viljinn hefur hætt heimskuskrifum sínum um landhelgismálið og afstöðu norrænu utanríkisráð- herranna. Það er þakkarvert. En þá hleypur Út- sýn í skarðið með frámunaleg kjánalæti. Alþýðublaðið miðqjði ummæli síja um af- stöðu norrænu utanríkisráðherrann til land- helgisdeilu Breta og íslendinga við eftirtaldar staðreyndir: Jens Otto Krag og Halvard Lange hafa háðir lýst opinberlega stuðningi við rs- lenzka málstaðinn í deilunni og gerðu slíkt hið sama í samtali við blaðamenn að loknum ráð- herrafundinum í Reykjavík. Má þannig glöggt sjá, hversu heimskulegt það er af kommúnist- um að saka Krag og Lange um fylgi við Breta en fjandskap við íslendinga í landhelgisdeil- unni. Þjóðviljinn hefur líka gefizt upp við að halda þeirri fjarstæðu til streitu. En þá tekur Útsýn við og heldur sig góða. Heima fyrir þurfa íslendingar að haga um- ræðum um landhelgismálið svo, að þjóðareiningin verði ekki í neinni hættu. Út á við þurfum við að halda þannig á þessu máli, að íslenzki málstaður- inn komist ekki í neina tvísýnu. Þess vegna ætti Útsýn að taka Þjóðviljann sér til fyrirmyndar, ef hann hefur sannfærzt um, að asnasparkið vegna fundar norrænu utanríkisráðherranna hafi verið fljótfærni og hvatvísi. Litla bróður verður aldrei sómi að því að hlaupa í skarðið, þar sem stóri bróð ir varð sér til skammar. LÖ0TÖK. Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs og að undangengnum úr- skurði, verða lögtök látin fara fram fyrir ó- goldnum útsvörum til bæjarsjóðs fyrir árið 1959, er lögð voru á við aðalniðurjöfnun og fallin eru í eindaga, svo og fyrir dráttarvöxt- um og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar, verði gjöld þessi eigi að fullu greidd innan þess tíma. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 16. sept. 1959. Kr. Kristjánsson. Jf 16. sept. 1959 — AlþýðublaSið Strákarnir við Miðbæjar- skólann í GÆR tók fólk, sem var á feírli við Miðbæjarskól- ann, eftir því, að menn lágu þar í götunni og voru að líma einhverjar plötur á hann. Smátt og smátt urðu þessar plötur að mynd og í Ijós kom strákur á hlaup um. um. Eiga strákarnir að vera tveir, sitt hvorum- megin á götunni. Umferðarnefnd og Slysa varnafélagið eru að gera þarna tilraun til þess að koma í veg fyrir slys á börnum, sem ganga í Mið- bæjarskólann. Eru strákarnir gerðir úr plastplötum, som límdar eru á svart asfaltið. f plöt- unum eru örsmáar perlur, sem endurkasta ljósi. Þegar bifreið á þarna leið um í dimmu, birtast strákarnir sprelllifandi. „LENIN“, öflugasti ísbrjótur í heimi, hið kjarnorkuknúða stórvirki Rússa, lagði af stað í jómfrúrferð sína í dag. Skipið lagði af stað frá Lenin grad og út til Eystrasaltsins. Það hefur eldsneyti til siglinga í mörg ár og afl þess er geisi- mikið, getur brotizt stanzlaust í gegnum þykka íshellu. Aðalverkefni skipsins verður ag halda opinni norðaustur við- skiptaleiðinni meðfram strönd- um Norður-Síberíu. 1 kveðjum Laust fyrir klukkan níu í morgun barst forsætis- ráðherra, Emil Jónssyni, svo Hljóðandi skeyti frá N. Krústjov, forsætisráð- þerra Ráðstjórnarríkj- anna, en flugvél hans var þá yfir fslandi, á leið sinni til Bandaríkjanna: „Á flugi yfir íslandi sendi ég yður og hinni ís- lenzku þjóð vinarkveðjur og árnaðaróskir. Nikita Krústjov.“ Forsætisráðherra svar- aði kveðjunni um hæl með svofelldu skeyti: „Ég þakka yður, herra forsætisráðherra, árnaðar óskir yðar, sem ég og þjóð mín metum mjög mikils. Ég vona, að fundur yðar og Bandaríkjaforseta verði árangursríkur til góðs fyrir allar þjóðir heims. | Emil Jónsson.“ WWWWWMTOWWWWM Hannes á ho r n n u Taugaveiklunarfar- aldur er kominn upp í landinu. 'Ú' Að rífa augun hver úr öðrum í stað þess að finna málefnalega Iausn. ý? Almenningur óskar að fá að kjósa um það. 'Ú' Skattarnir og herinn. ÞAÐ er auðséð að mikil tauga- veiklun hefur gripið stjórn- málaflokkana. Ekkert mál kem- ur upp svo að það sé ekki notað á víxl til árása, getsaka og brigsla. Ég held að þetta sé al- veg út í bláinn. Almenningur lítur á forystu flokkana um þessar mundir eins og sjúklinga, sem ekki sé að öllu leyti sjálf- rátt vegna þess að kosningar standa fyrir dyrum. — Þetta kemur bæði fram í sambandi við skatta- og útsvarsmálin og þó ímiklu fremur í sambandi við þá árekstra, sem orðið hafa á Keflavíkurflugvelli. ÞAÐ er meira en broslegt að sjá Framsóknarmenn hamast á Sjálfstæðismönnum fyrir það að einhverjir þeirra bera svo litla skatta og skyldur að almenn- ingur skilur það ekki, en minn- ast ekki einu orði á þá staðreynd að Framsóknarfyrirtæki eru ná- kvæmlega eins undir smásjánni og skyldur þeirra og skattar vekja jafn mikla furðu. — Jafn broslegt er að sjá Sjálfstæðis- menn hamast á Framsóknar- mönnum fyrir þetta, en minnast ekki einu orði á sína menn og sín fyrirtæki. VITANLEGA er það aðalatr- iðið, að almenningi sýnist, sem fullar sannanir séu fengnar fyrir því, að skattakerfið er orðiö al- gerlega úrelt og að það er ekki hægt að notast við það lengur. í stað þess að rífa augun hver úr öðrum, ættu forystumennirnir að setjast á rökstóla og finna nýja lausn á þessu vandamáli. Almenningur bíður eftir því. — Hann væntir þess, að lausn verði fundin. Hann vill, meðal annars, gjarna fá að kjósa um tÚIögur í skattamálum á komandi hausti. EN ÞÓ að þessi ófrjóu brígsl og klögumál séu ef til vill hættu- leg, þá er framkoma þessara flokka — og ekki má gleyma garminum honum Katli, komm- únistunum, enn hættulegri þar sem hér er um að ræða mál, sem ekki aðeins snertir sambúð okkar hér heldur verður til þess að vekja athygli á þjóðinni er- lendis. — Framsóknarmenn kenna Sjálfstæðismönnum um alla árekstra, alit ósamlyndi, á flugvellinum. Sjálfstæðismenn kenna Framsóknarmönnum um hið sama. ÞETTA er fráleitt. Og enn frá- leitara er það, að blöð þessara flokka reyna að níða utanríkis- ráðherra, einmitt á sama tíma, sem hann er að vinna að lausn þessara mála. Jafnvel Morgun- blaðið ræðst á utanríkisráðherra fyrir að hafa ekki rekið alla Framsóknarmenn úr nefndum, sem eitthvað hafa að segja um sambúðina við varnarliðið og Framsóknarmenn heimta að Sjálfstæðismenn séu reknir. SANNLEIKURINN er sá, að fyrst erlendur her er í landinu er ekki hægt að komast hjá mis- skilningi og árekstrum. Varnar- liðið er alls ekki eitt í sök. ís- lendingar eiga líka sök. Það kem ur berlega fram í rannsókn mál- anna. Þetta þarf ekki að vekja neina furðu, enda eru árekstrar tíðir jafnvel þar sem herlið dvel ur við borgir í þess eigin landi. Það er líka vert aðýeggja sér það á minnið, að íslendingar þekkja ekkert til heraga og her- reglna, og hermennirnir þekkja alls ekki þjóðir, sem ekki þekkja slík mál. Er þá nokkur furða þó að árekstrar verði? Hannes á horninu. f'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.