Alþýðublaðið - 16.09.1959, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐINU liefur
borizt greinargerð frá niður-
jöfnunairnefnd út af blaðaskrif
um, er átt hafa sér stað undan-
farið um útsvarsálagningu yf-
irstandandi árs.
Greinargerðin hljóðar svo:
Samanburður á tekjuskatti
cg útsvari einstaklinga eins og
gjöld þessi eru birt í skatt- og
útsvarSskrá er villandi, sérstak-
lega af þrem ástæðum:
1. Skattstigar og útsvarsstigaif
eru ekki byggðir upp á sama
hátt. Sama gildir um persónu
frádráít til skatts og útsvars.
Þannig er tekjuskatfur allt
frá 1% af kr. 3500,00 og upp í
40 % af skattskyldum tekjum
yfir kr. 155 þús., en tekjuút-
svar ,af kr. 25 þús. eða þar yf-
iir frá 19% og upp í 30% af
Guðmundur Jónsson
tekjum yfir kr. 100 þús. Per-
sónufrádráttur til skatts er sá
sami fyrir hvern ómaga, en
til útsvars fer hann stighækk
andi eftir fjölda ómaganna.
Af þessu sést, að hlutfallið
milli tekjuskatts og útsvairs
er mjög breytilegt eftir tekju
upphæð og persónufrádrætti.
2. Skv. 36. gr. skattalaganna
hefur yfirskattanefnd heim-
ild til að lina að gefa eftir
tekjuskatt, þegar sérstaklega
síendur á fjii'ir skattgreiðand
anum. Þessa heimild hefur
skattstjóri ekki, og er því
tekjuskattur, sem birtur er í
skattskrá, reiknaður án tillits
til þessa frádráttair. Við á-
kvörðun útsvarg hefur niður-
jöfnunarnefnd hins vegar
hliðsjón af öllum aðstæðum
gjaldandans. Er því í hinum
birtu útsvörum tekið tillit til
þess frádráttair, sem veittur
kann að vera- gjaldandanum
frá almennum tekjuútsvars-
stiga.
3. Skv. 35. gr. skattalaganna get
ur skattstjóri í ýmsum tilfell
um áætlað skattgreiðendum
tekjuviðbót eða strikað út
gjaldaliði á framtölum
þeirra. Eir tekjuskatturinn
síðan reiknaður út skv. fram
tölunum þannig breyttum,.
Niðurjöfnunarnefnd metur
slíkar áætlanir og breyting-
ar, tekuir stundum ekki tillit
til þeirra, stundum aðcins að
nokkru leyti. Verður útsvarið
þá reiknað af öðrum nettó-
tekjum.en tekjuskatturinn.
Með hliðsjón af framanrituð-
um reglum tók nefndin sérstak-
lega til athugunar framtöl 6268
gjaldenda og lækkaði útsvör
þeirra eftir mati í hverju ein-
stöku tilfelli. Eftir er að úr-
skurða kærur, sem nefndinni
höfðu borizt að kvöldi hins 11.
þ. m.
Framanrituð útsvör voru á-
kveðin án nokkurs ágreinings
innan nefndarinnar.
HVOLSVELLI í gær.
SLÁTKUN hefst á morgun í
sláturhúsunum að Djúpadal og
Hellu. Er búizt við að slátrað
verði með meira móti að þessu
sinni, þar sem nýting heyja er
mjög slæm. Hey eru hrakin og
ónýt og munu bændur þurfa að
kaupa mikinn fóðurbæti í
haust.
Enginn þurrkur kemur hér
um slóðir enn og horfir til stór-
vandræða í Fljótshlíð og víðar.
Heyskapur hefur gengið vel í
Holtum, en hins vegar illa á
Rangárvöllum og í Fljótshlíð.
Dálítið skárra ástand er í lág-
sveitum sýslunnar, Landeyjum
og undir Eyjafjöllum.
Bráðapest hefur stungið sér
niður á Grænafjalli og nokkrar
kindur hafa fundizt dauðar á
afrétti. Hafa bændur í Inn-Hlíð
inni einkum orðið fyrir tjóni af
völdum pestarinnar. Bólusett
var um’síðustu helgi.
Á sunnudaginn kemur hefj-
ast göngur og verða Fljótshlíð-
arréttir annan fimmtudag. Þ.S.
PEKING. — Hvíi'íilviuöur
geisaði í dag í Fukien-hér-
aði á austurströnd Kína, en þar
fórust 47 manns og særðust 205,
þegar hvirfilvindur geisaði þar
fyrir viku. 74 manns er enn
saknað.
liiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMHiKiiiiiiiiim
SVO kemur að því, að mað jg
ur getur farið að taka upp. ~
Og þegar maður bítur í 1
fyrstu næpuna, maður, og
þar á ofan eigin fram- |
leiðslu, maður, þá er nú |
sjón að sjá framan í mann g
— maður! |
Alþýðublaðsmyndir f
úr skólagörðum Rvk. §
iiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiT
Settir kennarar við
barnaskóla
Reykjavíkur
MENNTAMALARÁÐUNEYT-
IÐ hefur sett eftirtalda kennara
■við barnaskóla Reykjavíkur, frá
1. sept. 1959 að teljá: Asgeir
Sigurgeirsson, Inger Hallsdótt-
ur, Ingigerði Konráðsdóttur,
Sigrúnu Guðbrandsdóttur, Sig-
rúnu Jónsdóttur, Teit Þorleifs-
son, Ingu Jessen.
Á FUNDI heilbrigðisnefníjlar
í byrjun mánaðarins skýrði
borgarlæknir firá því, hvernig
lykteyðingartæki fiskimjöls-
verksmiðjunnar á Kletti hefðu
reynzt.
Borgarlæknir sagði, að tækijj
hafi í fyrsíu borið verulegan ár-
angur, en síðar hefði óþefurinn
gosið upp aftur. Hefur heil-
brigðiseftirlitið oft orðið að
stöðva rekstur verksmiðjunnar
um stundarsakir. Nú mun hins
vegar bráðlega fást úr því skor-
ið, hvort tækin vinna á réttan
hátt.
BriíSsh Council-
sEyrkur boðinn.
BKITISH COUNCIL býður fs-
lendingi námsstyrk til ársnáms
í Bretlandi. Verða umsækjend-
ur að vera á aldrinum 2'5 til 35
ára og þurfa að bafa lokið há-
skólanámi eða hafa samsvar-
andi reynslu í starfi.
Umsóknum verður að skila til
brezka sendiráðsins fyrir 1.'
desember n.k.
c-
„GAMALT OG NÝTT“ nefn-
ist kabafett, sem sýndur verður
í Austurbæjarbíói næstkom-
andi föstudags- og sunnudags-
kvöld kl. 11.15 bæði kvöldin.
Skemmtiatriði á kabarettinum,
verða söngur og hljóðfæraslátt-
leikur, leikþáttur og dans, og
koma fram margir Iistamenn,
hæði þekktir og lítt þekktir.
Meðal söngvara á skemmtun
inni verða Guðmundur Jónsson
óperusöngvari, Ester Garðars-
dóttir, ungfrú Reykjavík 1959,
Anna María Jóhannsdóttir og
tveir ungir dægurlagasöngvar-
ar, Sigurdór Sigurdórsson og
Guðjón Matthíasson. Sungin
verða bæði íslenzk og erlend
lög. Nokkur ný, íslenzk lög heyr
ast þarna i fyrsta sinn opinber-
fega. M. a. kynnir Sigurdór Sig
urdórsson nýtt lag eftir Ástu
SveinsdóttUr, sem líklegt er til
að vinna hylli.
Þá má nefna leikbátt í þrem
þáttum eftir Helga S. Jónsson,
Keflavík, sem er sjálfur meðal
leikenda, en Káflvíkingar fara
einnig með önnur hlutverk.
Leikþátturinn nefnist „Gömlu
hjónin að vestan“.
Sextett Karls Jónatanssonar
leikur og auk þess 12 manna
hljómsveit undir stjórn Karls.
Hefur hann annazt undirbún-
ing að hljómlist og söng fyrir
þennan kabarett.
Loks kemur fram danspar,
sem nefnir sig „Ranný og Silli“,
ÚTVARPIÐ: 12.50—14 „Við
vinnuna-" 20.30 Að tjalda-
baki (Ævar Kvaran leik-
ari). 20.55 íslenzk tónlist:
Verk eftir, Árna Björnsson
og Sigursvein D. Kristins-
son. 21.20 Upplestur: „Stór
býlið“, smásaga eftir Guð-
laugu Benediktsdóttur (Sig
urlaug Árnadóttir 'ies).
21.40 Frá tónlistarhátíðinni
í Björgvin 1959. 22.10
Kvöldsagan: Úr „Vetraræv
intýrum“ eftir Karen Blix-
en. 22.30 í léttum tón: Tón-
list frá hollenzka útvarpinu.
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur fund í kvöld
kl. i,30 í Iðnó, uppi. Á dagskrá fundarins eru tiliögur upp-
stillingarnefndar. Eru fulltrúar hvattir til þess að mæta.
ÞEGAR Emil Jónsson
forsætisráðherra ræddi við
brezka blaðamenn fyrir
nokkru, sagði l»nm meðal
annars, að íslendingar
mundu sætta sig við nið-
urstöðu nýrrar landhelgis-
ráðstef nu, EF AÐRAR
ÞJÓÐIR TELDU SIG
BUNDNAR.
Einn eða tveir hfaða-
menn slepptu þessu skil-
yrði í frásögnum sínum
og Þjóðviljinn rauk auð-
vitað upp á nef sér og dró
í efa, að forsætisráðherra
hefði nokkru sinni sagt
þessi orð. Nú hefur einn
hinna viðstöddu blaða-
manna, Michael Frayn, í
grein í Mancliester Guar-
dian (sem nú heitir Tlie
Guardian) sagt rétt frá
þessu, eins og getið er að
ofan.
Þag er því sannað mál,
að Emil sagði satt, en
Þjóðviljinn fór með raka-
íausar dylgjur.
Alþýðublaðið — 16. sept, 1959 5.
*
*