Alþýðublaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 10
IV. bréf Freysteins frá Bled: BLE'D, 14. september. | DEGI HALLAR., Vatnið er slétt sem spegill. Við förum í gönguferð meðfram því, til þess að auka blóðrásina, næra sál- ina. Trén skarta sínu fegursta. rétt fyrir sólarlag. Við forð- umst allan skarkala, en sættum okkur við suð engisprettunnar. Enn eru margir á ferli, og þarna koma tveir kunnugir á móti okkur. Annar ungur, dökk ur á brún og brá, brosleitur. Hinn miðaldra, feitlaginn, væru kær. Við sláumst í för þeirra. Sá ungi er ættaður frá Arm- eníu. Kunnugir kalla hann Tigr an, aðrir Petrosjan. Hinn heitir Boleslavsky. Eitt sinn tók Boleslavsky þátt í áskorendamóti. Hann varð efstur og tapaði engri skák, en Bronstein nokkur náði honum í síðustu umferð og sigraði í einvígi, með hjálp heppninnar, sögðu sumir. Nú er Boleslavsky aðstoðar- maður Tigrans, og Tigran fet- iar í fótspor félaga síns. Eftir sigur hans yfir Keres í fjórðu umferð er hann heilum vinn- ing á undan næstu mönnum. Við spurjum hann um þá skák. „Þú fékkst erfiða stöðu upp úr byrjuninni á móti Keres?“ ,,Já, ég bafði lakara lengi vel, svo tókst mér að jafna, en 39. leikur minn var mjög slæmur afleikur. í stað þess að leika peðinu fram, hefði ég átt að leika Dh4 og hefði þá enn hald- ið jöfnu“. ,,Já, staðan var ekki sérlega góð hjá þér, þegar hún fór í bið, en svo var Keres of hæg- fara?“ „Já, hann hjakkaði alltof lengi í sama farinu“, segir Tigr lan. „Og svo kom þetta--------“ bætir hann við brosandi. Meira þarf hann ekki að segja, við vitum að hann á við hina glæsi- legu hróksfórn og drottningar- fórn, sem knúði Keres til upp- gjafar vegna óverjandi máts. „Meðal annarra orða, ekki manstu líklega, hvað þú hefur teflt mai'gar skákir við Keres?“ „N-ei, ekki man ég nú töluna, þær eru orðnar nokkuð margar, en ég mun hafa eina yfir, það er að segja þessa“, segir Tigran. „Þú ættir heldur að spyrja Smyssloff hvað hann hefur teflt margar skákir við Botvinn ik“, skýtur Boleslavsky inn í. „Þær munu vera eitthvað um áttatíu", segjum við. „Meira — segir Tigran — þeir' hafa teflt brjú einvígi“. „Já, og margar skákir þar fyrir utan,“ segium við. Svo fara þeir félagar að rifja upp fyrir sér', hvað þeir Bot- vinnik og Smyssloff hafa teflt margar kapnskákir isaman. Nið- urstaðan verður nálægt níutíu. „Ef þeir tefldu eitt einvígið enn, myndu þær fylla hundrað- ið, og vel það“, segjum við. Petrosian verður hugsi. — Sjálfsagt hefur hann hug á að fefla sjálfur næsta. einvígi við Botvinnik. Við erum þeirrar skoðunar, að líklega fái hann því framgengt, en óbarfi er að skjalla hann, rneð því að segja honum þá trú okkar. Brátt kveðjum við þá félaga, viljum ekki eiga á hættu að valda þeim ónæði. Ef til vill eru þeir að brugga einhverjum banaráð — á skákborðinu. Við höfum áður, eitt sinn við matborðið, spurt Tigran um skák hans við Friðrik í fyrstu umferð. „Var það ekki tiltölulega auð veldur sigur?“ spurðum við. „JÚ, því verður ekki neitað“, svarar Tigran. „Friðriki hættir til að nota of mkinn tíma í byrjunina, — finnst þér það ekki?“ spyrjum við. „Gegn mér eyddi hann einni klukkustund og fjörutíu mínút- um á fyrstu 13 leikina, sem öll- um hefði mátt leika án umhugs- unar“, svarar Tigran. Við höld- um áfram göngunni við vatnið og hugsum í furðu um verka- mannasoninn frá Armeníu, sem átti í miklum erfiðleikum í upp vexit, en náði svo heimsfrægð á sínu sviði. Hann hefur hríf- andi persónuleika, lítillátur Ijúfur og kátur. Ef Friðrik hefði hraða hans, tækni og stöðumat, þá væri hann ekki á flæðiskeri staddur. í leikfléttu stendur Friðrik engum að baki. Myrkrið er að skella á. Við mætum ungu pari með vorbros á vör, og gömul hjón sitja á bekk með haustkyrr-ð í hjarta. Þau horfa út á vatnið. Ljósin kvikna eitt af öðru. Vatnið log- ar. Staki turninn í eyjunni Ijóm ar í birtu ljóskastaranna. Kast- alabergið brennur. Fiskur stekk ur upp úr vatninu, og trén standa leyri’dardómsfull í myrkrinu. Við höldum heim- leiðis. Hverfum aftur til efnis- ms Fneysteinn. Vegna rúmleysis ■ verður að sleppa síðari hluta þessa frétta- bréfs frá Bled. i SKlPAUTí.tRB HIMSISS M.j Skjaldbrefð fer vestur um land til Akur- eyrar, mánudaginn 20/9. Tek- ið á móti flutningi á morgun til Tálknafjarðar og áætlana- hafna á Húnaflóa og Skaga- firði og Ólafsfjarðar. Farseðl- ar seldir árdegis á laugardag. Skaftfellingur fer til Vestmannaeyja í kvöld — Vörumóttaka daglega. Molasykur p ó 1 s k u r Strásykur, Cúba Flórsykur Púðursykur Kandís í lausu — og pökkum Nýbrentt og malað kaffi í cellophan-pökkum Verð landbún- á ÞIHG! HANESN KJARTANS- SON aðalræðismaður og Thcir Thors ambassador voru mættir fyrri íslend- inga, þegar 14. allskerjar- þing S.Þ. var sett í New York fyrir helgina. Full- trúar 82 i.-íkja voru þarna — þar á meðal náigea 50 utanríkisráðherrar. — Á myndinni er ræðismaður- inn til vinstri. lllllIII«<IIIItIIIIIIlllllltII><llllllllllllllIIIII!IIIIlllllllllllllllllIIIIIlEllEIIIIlllllllIIIII>>irillIIIIIIIIIIIIIIISIll«lllllB|IIllHIII>k Þingholtsstræti 15 Sími 17283 BANDARÍKJAÞINGI var slitið 15. þessa mánaðar. — Hafði það staðið í níu mánuði eða lengur en nokkurt annað þing í sögu Bandaríkjanna. Síðustu málin, sem það af- greiddi vonu jhin umdeilídu lög um gagnkvæmt öryggi og per'sónurétt. Síðasta verk þingsins var að samþykkja að veita 3626 milljónir dollara til sameig- inlegra öryggismála og ríflega fjárupphæð til að hægt verði að halda áfram störfum nefnd ar þeirxar, sem endurskoðar persónuréttinn. Önnur merk mál, sem þing- ið afgreiddi má nefna: Upp- töku 'Hawaii sem 50. ríki Bandaríkjanna. Lög, sem koma eiga í veg fyrir spill- ingu í verkalýðshreyfingunni. Lög um íbúðabyggingar, Lög um fjölgun flugvalla. Aukna aðstoð við uppgjafahermenn. Fjármálaráðsfafanir ýmsar á alþjóðlegum vettvangi. Demókratar hafa yfirgnæf- andi meirihluta í báðum de.ild um þingsins og telja Þeir sig hafa séð til þess að. aígreidd hafi verið merkileg lög en Re- públikanar segja að almenn- ingur hafi sýnt ráðstöfunum Eisenhowers fullan síuðmng og þar af leiðandi hafi Demó- kratar orðið að beygja sig und ir vilja hans. Þingið gerði að éngu neitunarvald forsetans í einu máli, lögum um ár og hafnir, er það í eina skiptið, sem þingið hefur virt neitun- arvald Eisenhowers að vett- ugi. Þingið veitti 695 milljónir dallara til varnarmála, 550 milljónir’ til framkvæmdalána •— 150 milljónir til tækniað- stoðar, 1 3 000 milljónir til hernaðaraðstoðar, 245 mill- jónir til sérstakrar aðstoðar og 155 milljónir í sjóð, sem Bandarikjaforseti hefur um- ráð yfir. Lyndon Johnson, formaður Demokrata í öldungadeildinni sagði að fyrir næsta þing yrði lagt frumvarp um persónurétt — Næsta þing á að réttu að koma saman 6. janúar 1960 en forsetinn getur kallað það saman fyr^ ef honum þykir mikið við liggja. lússar noía kafbáfa KRÚSTJOV ræddi vi® skip- stjóra í San Fl.-ancisco í gær. Vaktj það mikla athygli, er Krústjov greindi frá því, að Rússar hefðu nú tekið upp mjög nýstárlega aðfero við síldveið ar. Þeir væru farnir að nota kafbáta við veiðn:'nar. Þá sagði Krústjov ennfremur, að Rússar væru að leggja öllumi beitiskip- um sínum en í staðinn kæmu kafbátar. Fréttaniönnum' ber saman um það, að Krústjov hafi verið betur fagnað í San Francisco en í öðrum bcirgum Bandaríkjanna. Framhald af 4. síðu. ur ágreiningur um heimild framleiðsluráðs til að hækka verð á kjöti innanlands til þess að bæta upp lægra verð á erlendum markaði, eins og framleiðsluráð hafði gert á sl. hausti. Héraðsdómur staðfesti nýlega rétt framleiðenda til slíkrar hækkunar. Fulltrúar neyenda hafa áfrýjað þeim dómi til hæstaréttar og lýstu því yfir hinn 17. þ. m. að sam- kvæmt ákvörðun þeirra sam- taka, er tilnefna þá, gætu þeir ekki haldið áfram þátttöku í verðlagsnefnd landbúna.ðaraf urða fyrr en endanlegur úr- skurður lægi fyrir um þetta atriði, og gætu þar af leið- andi ekki tilnefnt menn í yf- irnefnd þá, sem skera á úr ágiteiningjsáitriðum, Af þess- um sökum gat ákyörðun verð- grundvallarans ekki farið fram með þeim hætti, sem lög gera ráð fyrir. Sumarið og haustið 1958 hófust hér á landi örar víxl- hækkanir verðlags og kaup- gjalds, sem á fáum mánuðum leiddi þjóðina á barm algerr- ar upplausnar í efnahagsmál- um. Það varð hlutverk þeirr- ar ríki sstj órnar, sem nú situr, að stöðva þessa þróun og tryggj a rekstur atvinnuveg- anna. R \ÐSTAFANIR þær, sem gerðar voru í þessu skyni, hafa borið þann árangur, að engar hækkanir hafa orðið á verðlagi og kaupgjaldi í land- inu og atvinnuvegir þjóðarinn ar hafa á þessu ári.getað starf að með eðlilegum,hætti. Rík- isstjórnin telur það skyldu sína, að koma í veg fyrir að víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds íiefjist á nýjan leik og ný upplausn skapist í efnahagsmálunum áður en ný ríkisstjórn,.studd meiri hluta alþingis, tekur við stjórnar- taumunum. Flest verkalýðsfé lög hafa nú samninga sína lausa, en ríkisstjórnin telur fulla ástæðu til að ætla, að verkalýðsfélögunum og öðr- um launþegasamtökum sé það Ijóst ^samhengi efnahagsmál- anna, að þau fari ekki fram á kauphækkanir á meðan verð- lag helzt óbreytt. Á hinn bóg- inn telur ríkisstjórnin fullvíst, að sérhverri hækkun á verði landbúnaðarafurða eða aukn- um niðurgreiðslum verði beg- ar í stað svarað m.eð kröfum um kauphækkun. u NDIR þessum kringum- stæðum taldi ríkisstjórnin ekki koma annað til greina en að festa verð landbúnað- arfurða á þann hátt, sem nú hefur verið gert, þangað til nýkjörið alþingi og ný ríkis- stjórn geta um þessi máj fjall að. Er ríkisstjórnin þess full- viss, að með þessu móti sé hagsmunum íslenzku þjóðar- innar -allrar bezt þjónað. 10 22. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.