Alþýðublaðið - 25.09.1959, Blaðsíða 4
•cfj ™
J&tgefanai Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjon. íngolfur Kristjánsson.
1- Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
|áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
-Vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs-
Ingasími 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina,
j Hverfisgata 8—10.
£•
k ■
x
f Rangfœrsla þagnarinnar
] TÍMINN á í miklum erfiðleikum að verja þá
Itefnu Framsóknarflokksins að kalla nýja verð-
Bólguöld yfir land og þjóð, Grípur hann í gær til
]j>ess bragðs að reyna að telja lesendum sínum trú
um, að Alþýðuflokkurinn ætli aðeins að fresta
ýerðbólguskriðunni fram yfir kosningar og þess
ýegna sé bezt að láta ósköpin gerast nú þegar.
Rangfærir Tíminn í þessu sambandi ummæli Al-
þýðublaðsins í blekkingarskyni. Það sýnir bezt og
sannar þann málstað, sem Framsóknarflokkurinn
hefur valið sér í kosningabaráttunni.
Ummæli Alþýðublaðsins, sem Tíminn vitnar
í og þykist byggja fullyrðingu sína á, eru þessi:
„Tilgangur ríkisstjórnarinnar er einmitt sá, að
koma í veg fyrir nýja verðbólguskriðu með því
að hindra allar hækkanir á kaupgjaldi og verð-
lagi fram yfir kosningar.“ Af þessu dregur svo
málgagn Framsóknarflokksins þá ályktun, að við-
nám Alþýðuflokksins gegn verðbólgunni miðist
aðeins við mánuðinn, sem eftir er fram að kosn-
ingum.
Þessi tilfærðu ummæli eru í forustugrein
Alþýðublaðsins í fyrradag, og þar segir ennfrem
ur í beinu framhaldi: „En stefna Alþýðuflokks-
ins verður hin sama í efnahagsmálunum eftir
kosningarnar og fyrir þær. Hann vill halda áfram
að tryggja heilbrigðan rekstur þjóðarbúsins og
atvinnuveganna með því að reisa skorður við
verðbólgunni og dýrtíðinni. Þetta hefur honum
tekizt í valdatíð núverandi ríkisstjórnar. Á því
getur sannarlega orðið framhald, ef þjóðin vill
og stjórnmálaflokkarnir þora að bera ábyrgð á
þeirri stefnu, sem er leiðin út úr ógöngunum“.
Þessari afdráttarlausu túlkun á stefnu Alþýðu
flokksins í efnahagsmálunum stingur Tíminn und-
ir stól. Hann rangfærir afstöðu Alþýðublaðsins
með því að rífa ummæli þess úr samhengi og reyn-
ir þannig að telja lesendum sínum trú um, að við-
námsstefna Alþýðuflokksins sé aðeins kosninga
mál. Því fer víðs f jarri. Hún hefur verið, er og verð
ur úrræði Alþýðuflokksins.
En rangfærsla Tímans er vonlaust verk.
Bændur og allir landsmenn munu sannarlega fá að
vita stefnu Alþýðuflokksins í efnahagsmálunum.
Og þjóðin mun velja hana eða hafna henni í haust
kosningunum.
f é| hef gleymf einhverjum, þá er hann líka
éfepr', sagSi Larsen og Eeif á Friðrik
OSfCAST
BLED, 17. september.
Að vakna er hversdagslegt
atvik í lífi hvers manns, sem
sjaldan fangar athyglina. Og þó
er þetta furðulegt fyrirbæri,
sem eitt sinn mun ekki endur-
takast.
Að vakna í Bled, þar sem
kastalinn blasir við gegnum
glerdyr svalanna, er ekki ein-
ungis furðulegt, það er stór-
kostlegt.
Klukkan er farin að ganga
tíu. Svona er að vera nætur-
hrafn, skrifa bréf og rölta við
vatnið fram yfir miðnætti.
Niðri í fórstöfu mætum við
Friðriki og öðrum íslendingi,
sem kom á bifreið sinni yfir
Alpana, til þess að fylgjast með
skákmótinu og lét það ekki á
sig fá, þótt hann yrði að ýta
Bensa gamla yfir örðugasta
hjallann. Svona er áhugi okkar
íslendinga á íþróttinni mikill,
og víða leynast lúmskir skák-
menn, þótt óþekktir séu. Þann-
ig er það með þennan. Einn
daginn fær hann 100% vinn-
inga úr skákum sínum við Norð
urlandameistarann okkar í
þeirri grein, sem um svipað
leyti fær nær jöfnun gegn rúss-
neskum stórmeistara. Ingi hef-
ur þó oftast yfir í átökum
þeirra landanna.
Friðrik og „óþekkti skák-
maðurinn11 hafa þegar matast,
en við ráfum inn í matstofuna.
Við lítið borð situr Tal, ásamt
kennara sínum Koblenz, og ]
Petrosjan. Tal er hinn eini af
Rússunum, sem hefur tvo að-
stoðarmenn, en þar sem slíktj
er ekki leyfilegt á pappírnum,
er Averbach skráður, en Kob-
lenz titlaður blaðamaður, enda
mun hann skrifa eitthvað um
mótið, líkt og Ingi R. hjá okk-
ur. Vel fer á með þeim félög-
um Petrosjan og Tal. Þegar
þeir leiðast úr salnum, gengur
ekki hnífurinn í milli.
Við fáum okkur sæti við
autt borð. Brátt kemur ritari
júgóslavneska skáksambands-
ins, og síðar þeir Keres og Gli-
goric og setjast við borðið.
Samræður eru fjörugar á rúss-
nesku, því Keres er ræðinn og
skemmtilegur, sem og Gligoric.
Þeir spjalla meðal annars um
biðskák sína frá gærdeginum,
þar sem Gligoric tókst að færa
lakari stöðu til jafnteflis. Ann-
ars tala menn minnst um skák.
Gligoric spyr þó Keres, hvað
hann hafi marga vinninga. „Ég
veit það eitt um stöðuna í mót-
inu“, bætir Gligoric við, „að ég
er tveimur vinningum á eftir
Petrosjan“. 'Við Gligoric erum
sammála um, að nú sé tíma-
bært fyrir Keres að vinna eitt
áskorendamót, Hann hefur, sem
kunnugt er, hafnað í fjórða,
þriðja og síðast í öðru sæti á
mótum þessum. „Nú ætti að
vera komin röðin að því fyrsta,“
segjum við.
„Það gæti alveg eins orðið
öfugt, það fimmta“, segir Ke-
res.
Golombeck kemur og sezt við
næsta borð. Hann segir okkur
fréttir frá þingi alþjóðaskák-
sambandsins í Luxemburg.
Meðal annars þær, að Lothar
Smith hafi verið útnefndur
stórmeistari. En Lothar Smith
er einmitt borðfélagi okkar ís-
lendinganna og Darga þessa
dagana. Síðast í gær, þegar við
vorum að skoða biðskákina við
Smysloff, kom Smith og sagði
okkur þau tíðindi, að af svöl-
unum hans mætti sjá til Smys-
loffs, þar sem hann sæti við
rannsóknir á stöðunni. ■ Kvað
Smith Friðrik hafa nógu marga
aðstoðarmenn til þess að geta
sent einn í njósnaleiðangur.
Var hlegið að þeirri fyndni.
Golombek talar ensku, og virð-
ist Keres nær jafnvígur á hana
og þýzku eins og rússnesku. Þó
er rússneska ekki móðurmál
hans sem kunnugt er. Sameig-
inlegur kunningi okkar Keres-
ar í Svíþjóð, landi hans Leho
Lourine, hafði eitt sinn orð á
því, að Keres hefði lært rúss-
nesku á þann hátt, að hann
hefði klippt niður pappalappa,
skrifað rússnesk orð öðrum
megin og þýðinguna hinum
megin, síðan hefði hann hand-
leikið lappana líkt og spil, unz
hann kunni öll orðin utanað.
Framhald á 10. síðu.
H a n n es
h o
r n i n u
kranabifreið, dráttarbifreið , vörubifreið
og sendibifreiðir.
Bifreiðir þessar verða til sýnis í Rauðarár-
porti við Skúlagötu, föstudaginn 25. þ. m.
kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5
sama dag. Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent
á útboðsstað.
SOLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA.
ýV Örlagastund runnin
upp.
ýý Hrunstefna á ferð.
ýý Bréf af Keflavíkur-
flugvelli.
ÞETTA ER ÖRLAGASTUND.
Þess vegna er það stórhættulegt
að lofa því nú að bændur skuli
fá hækkun afurðaverðsins eftir
kosningar, eins og Framsókuar-
flobkurinn heimtar og Sjálfstæð
isflokkurinn lofar. Báðir flokk-
arnir hrópa: „Við rjúfum múr-
inn. Við hættum stöðvun verð-
bólgunnar." Hvað þýðir þetta?
Það þýðir, að allir launþegahóp
ar heimta hækkanir á kaupi
sínu.
ÞESSIR TVEIR FLOKKAR
ber ábyrgðina gagnvart þjóðinni
og framtiðinni. Alþýðuflokkur-
inn getur ekki og mun ekki taka
þótt í þessum leik. Hann hefur
sýnt vilja sinn. Hann hefur stöðv
að flóðið. Ef hinir flokkarnir
vilja nú hrinda skriðunni aftur
af stað, þó þeir um það. Það
verður þjóðinni til tjóns, óbæt-
anlegs og ævarandi tjóns. — Og
þeir munu heldur ekki græða á
því.
ÞAÐ ER EKKI nema um
tvennt að velja: Algera stöðvun
eins og við ráðum við og verið
hefur, status quo, eða nýtt flóð.
Um þetta er kosið. Milli þessara
leiða verður fólkið að velja.
Stefnan er hrein og mörkyð hjá
Alþýðuflokknum. Hún er það
einnig hjá Framsóknarflokknum
og Sjálfstæðisflokknum. Þeir
vilja nýtt flóð. Þeir vilja hætta
stöðvuninni. Á stefnu þeirra er
aðeins stigmunur en ekki eðlis-
munur. Stefna þeirra er hrun-
stefna.
ÉG HEF LÍTIÐ BIRT af bréf-
um um Keflavíkurflugvöll, enda
hefur fólk ekki mikinn áhuga á
því, sem þar gerist og talar sama
sem ekkert um það, þó að ýmsrr
virðist halda sem fólk sé alltaf
að hugsa um það og tala um það.
En það veit ég, að stundum er
rekið upp óp af litlu tilefni. í
gær fékk ég bréf af Keflavíkur-
flugvelli.. Það er rétt að sú rödd
heyrist. Hérna er bréfið:
FLUGVALLARSTARFSMAÐ-
UR skrifar: „Það virðist sem.
allir séu að sleppa ?ér út af mál-
um, sem gerast hér á flugvellin-
um. Hvort hér veldur kosninga-
skjálfti eða annað virðist mér
sem skrif blaðanna um þessi mál
hafi ekki verið til þess fallin að
bæta úr misfellunum og gera
sambúðina betri, heldur oft og
tíðum hið gagnstæða.'
ÉG VIL AÐEINS minnast á
atriði í sambandi við síðasta á-
reksturinn hér, er herlögreglan
reyndi að stöðva og færa á lög-
reglustöðina leigbifreiðarstj óra,
sem sakaður var um óleyfilega
hraðan akstur. Ekki ætla ég að
fara að verja gjörðir lögreglu-
mannanna, en að baki þeim eru
atburðir, sem ég tel að eigi rétt
á að koma fyrir almenningssjón-
ir. í Bandaríkjunum ríkja lög,
sem krefjast að bifreiðarstjóri
stanzi við aðalbraut og dragi úr
ferðinni er hann nálgast barna-
skóla eftir aðstæðum allt niður í
10 mílur á klst. Þetta er ekki
gert að ástæðulausu, þar sem
mörg börn verða fyrir bifreið
við skólana.
HÉR Á FLUGVELLINUM hef
ur verið reynt að framfylgja
þessum sömu reglum, en tekizt
misjafnlega, þar sem ekki hefuf
tekizt að ná samstarfi við ís-
lenzku löggæzluna og margir ís-
lenzkir bifreiðarstjórar brjóta
umferðarlögin daglega án þess
að hægt sé að koma yfir }A lög-
um. Bandaríkjamenn eru tafar-
laust handteknir og sviptir öku-
leyfi ef þeir stanza ekki við að-
albraut eða aka hraðar en regl-
ur mæli fyrir um. Til eftirlits
eru lögyeglubifreiðar á göUmuni
og varðgæzla við skóla.
MÖRGUM HEFUR SVIÐIÐ
að íslenzka lögreglan á flugvell-
inum hefur ekki virzt sinna því
neitt þótt íslenzkir bifreiðastjór-
ar ækju með ólöglegum hraða
og sinntu ekki umferðarmerkj-
um. Verstir á þesu sviði hafa
leigubifreiðastjórar verið og
ekki er laust við að lögreglubif-
reiðar fari ekki að lögum. Hér
hefur verið talið að tilgangslaust
væri að kæra umferðarbrot. Það
værj talinn slettirekuskapur af
íslenzkum yfirvöldum.
ÞAÐ ÞARF EKKI að lj>3a því
hve ill áhrif það hefur á foreldra
hér á flugvellinum er þeir aka
hægt og varlega framhjá skólun-
um, að horfa up á það aðgerða-
laus, að íslenzkir bifreiðastjórar
séu í kappakstri á þeim stað, sem
fjöldi barna er á ferli. Einn þess
ara manha er sakaður um að
hafa orðið barni að bana með gá
lauslegum akstri, en hann ekur
enn og ekkert varlegar. Vafa-
laust er þörf mikilla úrbóta hér
á flugvellinum og ekki gott að
segja í hvert skipti hverjum mis
tökin eru að kenna, en ætli
gamli sannleikurinn eigi ekki
við hér líka, að sjaldan sé einn í
sök þá tveir deila.
ÞAÐ ER ÓUMDEILANLEG
krafa, að hér ríki íslenzk lög
sem annars staðar á landinu, en
þá verðum við líka að sjá um að
þeim sé framfylgt með fesLu,
hver sem í hlut á.“
Hannes á horninu.
4 25, sept. 1959 — Alþýðublaðið